Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER1982. Utlönd Utlönd Útlönd Útlönd Stjórn Schlíiters sloppin yfir erfiðasta hjallann til að byrja með Fyrsta hægri stjórnin, sem sest hef- ur aö völdum í Danmörku í áttatíu og eitt ár, hefur undir forsæti Poul Schliiters komiö frumvarpi sínu um efnahagsráðstaf anir í gegnum þingiö og unnið þannig fyrstu orrustuna en á ennþá langt í land með aö vinna stríðið. Það virðist að minnsta kosti vera samdóma álit allra leiðandi stjórn- málamanna, atvinnurekenda, verka- lýösforingja og hagfræöinga í viðtölum í dönskum fjölmiðlum aö undanförnu. Þeir segja að samsteypustjórn Schliiters eins og svo margar aðrar ríkisstjórnir í Vestur-Evrópu, standi nú á kross- götum í sparnaöaráætlunum sinum. Atvinnuleysisvandamáliö, niður- skurður opinberra útgjalda og hrikaleg söfnun erlendra skulda er sá þríhöfða þurs, sem fjögurra flokka stjórn Schliiters á við að glíma, og sveiflar hún þó ekki þyngra sverði en sextíu og sex þing- sætum í danska þjóðþinginu, þar sem 179 fulltrúar hafa setu. Fyrir viku samþykkti þjóðþingið með níutiu atkvæðum gegn áttatiu og fimm nokkur veigamestu ákvæðin í sparnaðarfrumvarpi nýju stjórnarinnar, sem fólu í sér takmarkanir á launahækkunum og niðurskurö á opinberum útgjöldum. En fréttaskýréndur eru allir á einu máli um aö úrslitin hafi ekki ráðist þar. Þeir telja að framtíðaráætlanir stjórnarinnar standi eöa falli með niöurstöðum þeirra viöræðna, sem hófust viö verkalýðsfélögin í síðustu viku um stefnuna í launamálum. Þær verða þó ekki með neinni fljóta- skriftinni, því að flestir ætla að viðræðurnar kunni að teygjast alla leiö fram í marslok á næsta ári. Hníf urinn stendur þar í kúnni sem eru vísitölubæturnar á almenn laun, og rétt eins og hér á Islandi eru þær dönskum launþegasamtökum það sama og hin heilaga kýr á Indlandi. Það er litið á vísitölubæturnar sem einu vörn launþegans í verðbólgunni, lykilinn að sanngjarnri tekju- skiptingu velf erðarþjóðfélagsins. „Við verðum að tryggja aö rauntekjur félaga okkar minnki ekki. Um það verðum við að standa vörð," segir Knud Christensen, for- maöur landssamtaka danskra verkalýðsfélaga. Danskir hagfræðingar hafa komist að sömu niðurstöðu og íslenskir efnahagsspekúlantar um að hið sjálfvirka vísitölukerfi sé eins og olía á verðbólgubálið. Verðbólgan í Danmörku er áætluð 7,5% á þessu ári, en það er yfirlýst stefna Schliiters og meðráðherra hans að koma henni niður í 5,5% í lok næsta árs. Einhvern veginn hafa danskir ráðamenn ekki vogað sér að grípa til sömu úrræða og íslenskir að hag- ræða til visitölugrundveUinum. Hvort þeim stendur stuggur af viöbrögöum kjósenda eða finnst það of skammgóður vermir, skal ósagt látið. Sigur Schliiters og minnihluta- stjórnar hans í atkvæðagreiðslu þingsins um efriahagsgerðirnar kom mönnum mjög á óvart. Forveri hans, Anker Jörgensen og minnihluta- stjórn hans féll einmitt á frumvarpi, sem fól i sér ekki ólíkar ráðstafanir. Velta menn því mikið fyrir sér hvernig Schliiter gat-heppnast það sem Jörgensen megnaði ekki að koma fram. Enda telja menn heldur ekki séð fyrir endann á því hvort Schliitertekstþað. „Forsenda þess að stjórnin haldi velli er að þingið samþykki einnig það sem eftir er að koma fram af ráðstöfunum okkar í efnahagsmál- unum," segir Henning Christopher- sen fjármálaráöherra. Hann sagði fréttamönnum að hann teldi að stjórninni mundi takast að ná samþykki þingsins, þegar fjárlaga- frumvarpið kemur til lokaafgreiðslu í heild sinni 15. desember. Jens Thorsen, forseti félags danskra atvinnurekenda, tók í sama streng, þegar hann var spurður af fréttamönnum hvort hann teldi nýju stjórnina verða langlífa eða skammlífa. — „Hún stendur aö vísu á veikum grunni, en ég held hún muni ekki eiga í teljandi erfiöleikum fram til áramóta úr þessu," sagði Thorsen. Setíð undir umræðum I danska þjóðþinginu um spamaðarráðstafanir hægrí stíómarinnar. Maðurínn sem situr aftastur er Mogens Glistrup, en það var einmitt með stuðningi hans og Framfaraflokksins, sem minnihlutastíórn Schlúters náðisamþykki fyrir efnahagsstefnu sinni. Hagfræðingar hafa látið í Ijós það álit að efnahagsaðgerðirnar þurfi fjögur til fimm ár til þess að skila einhverjum árangri, en þeir spá því aö á svo löngum tíma mundi at- vinnuleysið aukast úr 10% upp í 12%. Kjörtímabilið rennur út í desember 1985, en margir eru efins í aö minni- hlutástjóm Schliiters verði sætt svo lengi á þessari stefnu. Þá þykir ekkert annað koma til greina en nýjar kosningar til þess að láta kjós- endur sjálfa skera úr um fylgi efna- hagsstefnunnar hjá þjóöinni. Sér- fræðingar tel ja lágmark þurfa tvö ár til þess að sjá hvað efnahagsstefnan kann að leiða af sér. Sósíaldemókratar Jörgensens segjast í grundvallaratriðum geta verið sammála stjórn Schliiters um leiðir til lausnar efnahagsvand- anum, en ekki þeim ráðstöfunum sem lagöar hafa verið fram, eins og þær eru í smáatriðum, og ekki heldur timanum sem valinn hefur verið til aðgerðanna. Auðheyrilega vilja þeir þó þæfa voðina, þar til fyrir liggja niðurstöður af viðræðunum. lan Paisley, öf gapredikarinn og st jórnmálamaðurinn HANN KALLAR SIG RÖDD ULSTERS —og varar við „djöfuls spilverki pápistanna og landráðamanna" Þaö er krökkt af líf vörðum um pré- dikarann, Ian Paisley, hvar sem hann kemur f ram og hef ur upp raust sína, sem hann sjálfur segir að sé rödd einnar milljónar mótmælenda N-Irlands. Nærvera lífvarðanna er stöðug á- minning um að það er lífshættulegt að vera framarlega í eldlínu stjórn- málanna á N-Irlandi, þar sem yfir tvö þúsund manns hafa verið drepnir í þrettán ára skálmöld og hjaðningarvígum kaþólskra og mót- mælenda. Paisley hefur jafnan verið uppsig- að við lífvörsluna þótt hann veigri sér hins vegar ekki við að hóa saman tugþúsund manna einkaher til þess að þjálfa vopnaburð og búa undir hugsanlega borgarastyrjöld, ef svíkja á Ulster í hendur útsendara páfans í Dublin", eins og hann sjálf- ur orðar það. Og enn síður líkar hon- um aö þurfa að aka um í brynvarinni bifreið með skotheldu gleri í rúöu stað. En hann þekkir af eigin reynslu og nokkrum banatilræðum á síðustu árum að hann á óvini nóga. Það við- gengst engin hálfvelgja í kringum öfgaprestinn Paisley. Hann er annaðhvort dáður eða hataður. Aðdáendum sínum er hann sending himni frá, bjargvættur mót- mælenda, sverð þeirra og skjöldur gegn uppivöðslu hinna „pápisku . djöfla" og sameiningu við Irska lýðveldið í suðri. Andstæðingum sínum er hann stórhættulegur of- stækismaður, rödd aftan úr forn- eskju, sem vill righalda í drottnun mótmælenda og Breta yfir langþjáö- um og kúguöum minnihluta þjóðar- innar, hálfri milljón kaþólskra manna. I hans augum voru kosningarnar fyrir viku til nýs heimaþings á N-ír- landi og endurreisnar heimastjórnar í Belfast ekkert annað er tækifæri til þess að sýna að-hann væri óumdeild- ur leiðtogi mótmælenda. Og það vantaði ekki að hann vann nógu auðveldan sigur í eigin kjör- dæmi, eitt þeirra 78 þingsæta, sem lýðveldissameiningarflokkur hans fékk úr kosningunum. En það gerði einnig aðalkeppinautur hans um for- ingjaskikkju mótmælenda, James Molyneaux, formaður hins gamla sameiningarflokks unionista, eins og þeir hafa alltaf verið kallaðir. En það var Molyneaux sem var á forsíðu írsku blaðanna, því að tvíveg- is var honum sýnt tilræði í kosningunum, þótt báöir séu þeir raunar á „lisíanum" sem INLA, rót- tækur hry ðjuverkaflokkur kaþólskra marxista, heldur yfir þá sem þeir helst vilja feiga. Molyneaux slapp heill á húf i f rá banatilræðum þessum mest fyrir tilviljanir og einhverja ófyrirsynju. Sverðlð mr að visu aðains notað vlö ákveðnar seremonlur, mn I hðndum Paisleys erþað táknrænt fyrírþá lausn sem hann og fylgis- menn hans sjá holsta é N-lrtands- vandamállnu. Paisley, sem stofnaði sjálfur eigin mótmælendasöfnuð, hefur aldrei gert neinn mun á stjórnmálum og trúarbrögðum. Hann kallar eftir stuðningi við „Guð og Ulster" og nýtur góðrar áheyrnar í rótgrónustu byggðum mótmælenda, eins og Ballymena og víðar. Meðal áhang- enda hans eru menn sem álita aö Norður-Irland sé síöasta vígi réttrar trúar mótmælenda, sem trúa því i einlægni, að komist kaþólskir menn til áhrif a verði guðspjöllunum stung- ið ofan í skúffu og pápísk djöfladýrk- un innleidd. Þeir vitna í Paisley sjálfan og telja valið standa á milli myrkravaldsins annars vegar og Guðs 1 jóssins hins vegar. Ballymena er heimabær Paisleys og þar þarf hann engra lífvarða með. Síðasta dag fyrir kjördag kom hann þar fram eins pg fagnandi sigurveg- ari í broddi fylkingar kröfugöngu einnar sem endaði í útifundi. Slíkar kröfugöngur á Irlandi hafa margar verið í gegnum tíðina. Með lúðra- blæstri og undir einkennislitum Oraníumanna, sem minnast Vil- hjálms frá Oraníu sem bjargvættar, fara . þessar göngur fram með háværu söngli og köllum. Margar þessar kröf ugöngur hafa endað í ein- hverju hverfi kaþólskra, með limlest- ingum, grjótkasti og íkveikjum, eftir að predikarar á borð við Paisley hafa æst upp múginn í heilögu hatri til hinna pápisku djölfa, eins og þeim er tamast að kalla hina kaþólsku við slík tækifæri. , ,Sú orrusta sem við eigum nú fyrir höndum verður sú minnisstæöasta þeirra allra," þrumaði Paisley yfír útifundinum í Ballymena og undir- tektaröskrin koma loftinu til að titra. Slíkar samlikingar úr máli hernaðarsinna finnast í nær annarri hverri málsgrein í ræðum Paisleys og hans nóta. Það hefur alltaf verið heilagt stríð, orrustur og barátta fyrir Ulster, hina bresku hátign, fyrir almættið og svo f ramvegis. Paisley átti fyrir rétt til setu á breska þinginu í Westminster en hann lítur á „Stormont", heimaþing- ið á N-írlandi, sem hinn raunveru- lega veldisvettvang, ef Bretar skyldu gefast upp á að stjórna nýlendunni og endurreisa heimastjórn Norður- Ira. Það er yfirlýst stefna James Priors, Irlandsmálaráðherra Thatcherstjórnarinnar, að endur- reisa „Stormont" og heimastjórn, svo fremi sem mótmælendur og kaþólikkar fást til þess að deila völdunum og vinna saman að stjórn landsins. Sú hugmynd er Paisleysinnum guðlasti næst og föðuriandssvikum. Þeim finnst það jafngilda því að Norður-Irland verði sameinað Irska lýðveldinu. Þeir vilja í staðinn endurreisn „Stormont" í sinnigömlu mynd, þar sem einfaldur meirihluti var látinn ráða. Það mundi auðvitað tákna áframhaldandi yfirráð mót- mælenda. Það meirihlutavald og yfirráð þóttu mótmælendur misnota til þess að undiroka hina 550 þúsund íbúa landsins og varð til þess að breska stjórnin leysti heimaþingið upp 1972 eftir að geisað höfðu í eitt ár óeirðir og hryðjuverk Irska lýðveldishersins (IKA), sem hafði óánægju kaþólikka fyrirbyríseglin. Urslit kosninganna í siðustu viku sýndu hvílikt vonleysi hefur búið um sig meðal landsmanna sjálfra, sem eygja hvergi nokkurs staðar friö- sama lausn á vandanum. öfgaöflun- um hefur vaxið fylgi síðan kosið var síðast á N-lrlandi. Atkvæðamagn Paisleysinna hefur aukist til muna og svo varð einnig raunin um Sinn Fein, stjórnmálaflokk lýðveldissinna (IRA).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.