Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 35
DV.MIÐVIKUDAGUR27. OKTOBER1982. 35 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Karólina: Var i London að skommta sér er slysið bar að höndum. tennisstjörnu, og samtaliö hafi veriö ákaflega snubbótt. Grunar vini hennar aö hún hafi notaö tækifæriö til aö segja honum upp, enda var móöir hennar alltaf mjög mótfallin sambandi þeirra. Hins vegar sést fyrrverandi unnusti hennar, Robertino Rosselini, nú æ oftar í fylgd meö henni. Telja vinir hennar aö Karólina vilji með því upp- fylla siöustu ósk móður sinnar, en Grace hélt mikið upp á Robertino og sagði oft að hún vildi helst að þau gift- ust. Robertino er sonur Ingríd Berg- man, sem nýlega lést í London, og kvikmyndaframleiðandans Roberto Rosselinis. 0XXÍ8Z*, I I f ,Skáld-Rósa kom eiginlega undirþegar við lókum bæðiisjánvarpsmynd Ágústs Guðmundssonar," segja þau Jón Sigurbjörnsson og Ingunn Jensdóttir. Leikfélag Hornfiröinga 20 ára: Setur upp Skáld-Rósu á 20 ára afmælinu —Jón Sigurbjömsson leikstýrirogingutm Jensdóttir í aöalhlutverki Leikfélag Hornfiröinga er tvítugt um þessar mundir. I tilcfni af því heidur félagið sérstaka afmælissýn- ingu og hefur f engið JonSigurbjörns- son leikara til liðs viö sig. Verkiö sem Jón setur upp á afmælissýningu Hornflrðmga er Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurðsson, en þaö verk setti Jón upp í Iðnó á sí n um t íma. Nokkuð gróskumikið starf hefur verið hjá leikfélaginu undanfarin ár. A þeim tíma hefur Ingunn Jcns- dóttir leikkona sett upp mörg verk lijá Leikfélaginu, svo sem Kertalog eftir JökuJ Jakobsson, Fjölskylduna eftir Kent Anderson, Landkrabba eftir Hilmar Hauksson, Saumastof- una eftir Kjartan Ragnarsson, Sólar- ferö eftir Guðmund Steinsson svo eittlivað sé nefnt af verkcfnuin leik- félagsins. Og ekki má gleyma Kardemommubænum sem Sumia Borg setti upp. En næstkomaiidi fimmtudag frum- sýnir Leikfélagiö Skáld-Rósu eftir Birgi Sigurðsson. Að þessu sinni leikur lngunn Jensdóttir aöaihlut- verkið, en hún hefur leikstýrt hjá lcikf élaginu en aldrei leikiö þar áður. I helstu blutverkum eru Halldór Tjörvi Einarsson, (Natan), Haukur Þorvaldsson (Olafur), Hannes Hall- dórsson (Bjorn Blöndal), Sigtryggur Karisson (Páli Melsted) og Karen Karlsdóttir (Agnes), Blaðámaður og Ijósmyndari DV voru á Höfn í Honiaf irði á dögunum og að loknuni löngum og ströngum vinnudegi hjá leikurum og leikstjóra leikfélagsins var spjallað við Jón Sigurbjö'rnsson, leikstjóra, Ingunni Jensdóttur sem fer með aðalhlut- verkið og Þorstein Sigurbergsson, f ormann leikf éla gsins á Höfn. Þorsteinn sagöi að leMstaráhugi væri þónokkur á Höfn. Sem dæmi um það mætti nefna að þetta væri 20 manna stykki sem nú væri sett upp en það hefði ekki tekið nema þrjá ' daga að fullmanna það. Hann sagði að auk tekna af miðasölu fengi leik- fékgið styrk frá riki og bæ eitis og önnur leikfélög. Skáld-Rósa er í hæsta styrkflokki hjá menntamála- ráðuneytinu, „menningarlegt ís- lenskt skáldverk". Þorsteinn sagði að þetta hefðist að sjálfs'ógðu aldrei. nema með mikilti sjálfboðavinnu jafnt leikara sem annarra aðstand- enda, svo sem leiktjaldasmiða. Að sögn Þorsteins hefur leikfélagið yfir- leitt sett upp tvö verk á ári f rá stofn- unþess. Við spurðum þau Jón Sigurbjörns- son og Ingunni Jensdóttur að því hvernig væri að teikstýra úti á landi. Jón hefur éður sett upp sýningar úti á landi, nánar tiltekið i Hruna- mannahreppi, og er þvi óllum hnút- um kunnugur í þessum efnum. Jón sagði að það væri allt annað en í Reykjavík. „Þetta er miklu meiri vinna, t.d. vegna þess að leikstj órinn þarf að fylgja ðllum málum eftir i smáatriðum. Það er einnig sá regin- munur á að það er alltaf einhver nýr og óreyndur leikari á sviðinu. Til dæmis eru þrfr nýir leikarar i buröarhlutverkum í þessu verki!'' Ingunn: „Þaö er meira en að segja það að setja upp í áhugamannaleik- húsi. Leikstjórinn verður að vera með puttana í öllu og getur ekki treyst á hjálparkokka eins og i at- vinnuteikhúsum. Og svo má ekki gleyma því að hér þarf að kenna ýmislegt sem atvinnuleikarar kunna, svo sem framsögn og leik- ræna tjáningu. Þanuig að þetta er eins konar skótahald í leiðinni fyrir leikstjórann." —En þrátt fyrir erf iðið hvernig lík- ar þér áð setja upp úti á Jandi, Jón? „Maður fær alltaf vissa ánægju út úr þessu og það er aklrei svo að maöur læri ekki eitthvað af þessu sjálfur. Eg er mest hissa á því hvaö það er mikið af góðu fólki hérna. En eins og í leikhusunum í Reyk javík er auðvitað m is jafn sauður í mörgu fé." Blaðamaður spurði Ingunni þvi næst hversu Jangt væri síðan hún heföi stigið á fjalirnar. Ingunn kvaðst siðast hafa verið á fjölunum *75 eða '76. Hún er lærðleik- kona, lærði i Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins á sínum tima og hefur leikið í fjölda leikrita, jafnt i Þorsteinn Sigurbergsson, formaður Leikfólagsins. DV-myndir: Einar Ólason. Þjóöleikhúsinu sem í sjónvarps- myndum. En hvernig atvikaðist það að Jón tók að sér Jeikstjórnina á Höfn? Ingunn: „Þetta er gamalt loforð hjá Jóni að koma hingað og ieikstýra þessuverkL .." Jón: „Já, barnið okkar Skáld-Rósa komeiginlega undir þegar við vorum bæði að leika í sjónvarpsþætti h|á AgústiGuðmundssyni .." Þorsteinn: „Leikfélagift sló til aö taka Skáld-Rósu, enda var það innan þess ramma sem við höfðum sett okkur, — menningarlegt islenskt verk meö mörgumhlutverkum." Jón: „Það var eiginlega mín hug- mynd að taka Skáld-Rósu. Þetta er eitt af þessum verkum sem eru á góðri Jeið með að verða klassísk. Birgir skrifaði þetta verk upp úr bestu heimildum og þræðir Jíf Skáld- Rósu. Þetta er sannsögulegt leikrit og greinitegtað það á ítök í fólki," Og lhgunn bætir við: „Það er afskaplega vel skrifað.'jóðrænt og fallegt." Jdn: „Ég setti þetta upp í Iðnó þannig að þetta er ekkert mál fyrir mig. Sviðið í Iðnó er raunar enn minna en þetta, en uppsetningin er vitaskuld ekkisériega raunsæisieg." — Hvernig hefur gengið að sam- ræma vinnu og æfingar ? „Víð höfum veriö heppin að þvi leyti að leikarar í ýmsum burðar- hlutverkum geta æft að degi til, en það er mjög óvenjulegt. En yfirieitt kemur fólk upp úr hálfátta, eftir langan vinnudag og æf ir langt fram á nótt. Þaö má segja að i áhugamanna- féliSgum úti á landi hittist allar týpur úr öllum stéttum og af öllum gerð- um, og það er mjög gott. Þrátt fyrir að það sé ofboðslega krefjandi og mikil vinna að setja upp sýningar þá gef ur þetta mikið. Það haf a margir á orði eftir stranga törn. að þetta sé í síðasta skipti sem þeir taki þátt, en samtkomaþeiralltafaftur!" Og við svo búið kvöddum við DV menn leikfélagsmenn. Þeir frum- sýna Skáld-Rósu, elns og áður segir, ,á fimmtudaginn kl. 9 í Sindrabæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.