Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 2
DV. MIÐVDCUDAGUR 27. OKTÖBER1982. Talsmaður væntanlegs vísit ðly- frumvarps: „Það hefur ekki veriö gert ráö fyrir því, að unnt verði að ná sam- komulagi allra um vísitölufrum- varpið. En við höfum reiknað með. því, að allir sættu sig við það, létu það yfir sig ganga," sagði einn tals- manna frumvarpsins í samtali við DVígær. Þessi orð féllu, þegar DV spurði „Reiknum með að allír sættí sig viö það" um framhald við undirbúning frum- varpsins eftir fund með aðilum vinnumarkaðarins i fyrradag. Þar var staðfestur mikill ágreiningur milli vinnuveitenda og launþega um nýjan visitölugrundvöll. Tillögudrög vísitölunefndar eru, eins og áður hefur verið rakiö hér í blaðinu, umaðmóta lífskjaravísitölu i stað framfærsluvísitölu. Nýja visitalan, nýi grunnurinn, byggist í fyrsta lagi á nýlegri neyslukönnun Hagstofunnar, og í öðru lagi á breytilegri opinberri þjónustu, út- gjöldum til vegamála og álögöum tek jusköttum á einst aklinga. Þá snúa hugmyndirnar að því að til viðbótar við búvörufrádrátt og frádrátt vegna áfengis og tóbaks, komi orkufrádráttur. Á hann að vega svipað og tapast í frádrætti vegna minnkandi vægis búvörunnar í neyslu. Ekki eru ráöagerðir uppi um að áhrifum viðskiptakjara á vísitölu yrði breytt. Hins vegar er það mikilvæg tillaga aö verðbótatimabil verði lengt úr þrem mánuðum í fjóra eða jafnvel sex. En búvöruverð og fiskverð verði ákveðið í takt. Miklir útreikningar hafa veríð gerðir um nýjan vísitölugrunn. Tals- menn launþega segjast vera mjög uggandi um að niðurstaðan verði skertur kaupmáttur launa um allt að nokkra hundraðshluta. -HERB. Ásmundur Stefánsson, forsetiASÍ: „Það er enginn meirihluti fyrir vísitölufrumvarpinu á þingi," sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASI í samtali við DV í gær. ,,Ég skil alla vega ekki að stjórnarandstaoan sam- þykki það frekar en annað af ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar." Visitölunefndin, Þórður Friðjóns- son, Þröstur Olafsson og Halldór As- grímsson, hélt fund í fyrradag með aðilum vinnumarkaðarins. Tillögur nefndarinnar eru ekki fullmótaöar. „Iig varð ekki mikiu nær um þær á þessum fundi, þetta er allt mjög óljóst enn," sagöi Ásmundur Stefánsson. Tillögunum, eins og þær liggja nú fyrir í mótun, hefur verið lýst hér í DV og á fundinum í fyrra- dag var staðfestur mikill á- greiningur milli vinnuveitenda og launþega. Vinnuveitendur vilja ganga lengra en ýtrustu tillögur nefnd- arinnar ná um takmörkun vísitöluverðbóta á laun. Launþegar munu í engu kvika frá þeim bótarétti sem núverandi framfærsluvísitala tryggir í verðbótum á laun. Þeir vísa og til erindisbréfs vísitölunefndar, þar sem kveöið sé á um að nýja lifs- ft Enginn meirihluti um vísitölufrum varpið " — „menn hljóta að sameinast um orlof sf rumvarpið" kjaravísitalan eigi að tryggja laun- þegum sambærilegan kaupmátt i kaupgjaldsvísitölu og verðbótum og f ramfærsluvísitalan gerir nú. En munu launþegasamtökin láta vísitölubreytingar yfir sig ganga, þrátt fyrir andstöðuna, eins og DV hefur á öðrum stað eftir talsmanni vísitölumálsins? „Þetta eru að vísu nýjar fréttir fyrir mig," sagði Ásmundur Stefánsson, „en ég held að þetta mat komi aldrei til, eins og staðan er á þingi." Asmundur var þá spurður, hvort samtökin myndu láta sem ekkert væri ef bráðabirgðalögin gengju í gildi endanlega 1. desember með kjaraskeröingunni, án þess að hljóta meðferð á þingi með fylgi- frumvörpum. „Það er að mínu inati litil hætta á að sú staða komi upp. Eg tel sama og útilokað að þau verði látin ganga yfir Guðmundur J. Guðmundsson, formaöur Verkamannasambandsins: „Þolum ekki verðbóta- skerðinguna eina" ,,Nei," var þrumandi svar Guðmundar J. Guðmundssonar al- þingismanns, formanns Verka- mannasambandsins, þegar DV spurði hann í gær: Munt þú og þínir menn sætta þig við að bráöa- birgðalögin gangi að fullu í gildi 1. desember og þar með verðbóta- skerðingin, en ekkert annað? „Við munum ekki þola verðbóta- skerðinguna eina," sagði Guðmundur. Hvað ætlið þið þá að taka til bragðs? „Það er eitt og annaö hægt," var svarið. Guðmundur var á fundi aðila vinnumarkaðarins . með vísi- tölunefndinni í fyrradag. Um stöðu vísitölumálsins sagði Guðmundur: „Það er allra veðra von." í samtalinu við DV var þing- maðurinn afar varkár í svörum, eins og sjá má, og tók sér lengri tíma til þess að íhuga svörin en til þess að svara. -HERB. án afgreiðslu á Alþingi fyrir 1. desember með orlofslengingunni og láglaunabótunum. Annað væri raunar stór hnekkir fyrir þing- ræðið." Ásmundur minnti á að samningar við opinbera starfsmenn um 10.17% orlof í stað 8.33% tækju gildi 1. desember. „Það er jafnréttisleg skylda að ganga frá almennu orlofs- lengingunni fyrir 1. desember," sagði hann, „raunar er orlofsmálið alveg sérstakt og þar sem opinberir starfsmenn hafa fengið lengt orlof er orlofsmáliö ekki í neinum beinum tengslum við almennar kjara- ráðstafanir. Það er hreint jafnréttis- mál fyrir aðra en opinbera starfs- menn." Forseti ASI kvaðst ekki trúa öðru en þingmenn yrðu sammála um þetta viðhorf til oriof smálanna. Þess má geta, að Geir Hallgrims- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti andstöðu við orlofslengingu nú, við ríkjandi aðstæður, á Alþingi í fyrrakvöld. • -HERB. Kennarar mótmæla fjársveltí Náms- gagnastofnunar Kennarafélag Reykjavíkur hefur nýlega sent frá sér mótmæli vegna þess fjársveltis sem Námsgagnastofn- un hefur búið við undanfarin ár. Að mótmælunum standa einnig Kennara- félög Kópavogs, Reykjaness, Seltjarnarness og Kjósarsýslu. Félögin greina frá því að miklar vonir hefðu í upphafi verið bundnar við Námsgagnastofnun sem tók við hlut- verki Rikisútgáfu námsbóka og Fræðslumyndasafns rikisins fyrir nokkrum árum. Stofnunin hefur hins vegar lengi verið í fjársvelti sem veldur því að útgáfa nýs efnis dregst og nauðsynleg námsgögn berast ekki á réttum tíma. Félögin skora því á fjár- veitinganefnd Alþingis og fjármála- ráðherra aö endurskoða fjárveitingu til Námsgagnastofnunar og hækka hana verulega. -PÁ. Þema Amnesty-samtakanna: „Samviskufangar í sveitum" „samvisKutangar i sveitum" verður þema samtakanna Amnesty. International í samviskufangavikunni 25.-31. október. Samtökin vilja vekja athygli manna á sveitafólki víða um lönd'sem handtekið er, pyndað og líf- látið saklaust. I þessum hópi eru bændur, landbúnaðarverkamenn og aðrir minnihlutahópar, sem vita oft sáralítið um rétt sinn og hafa sjaldn- ast aðgang að fjölmiölum. Stjórn Amnestysamtakanna hefur sett upp sýningu í anddyri Háskólabíós um þetta efni. -pA. Það er ekki algeng sjón að sjá hundi ekið um á hjólbörum. Dömurnar Dóra og Annaurðu á vegi Ijós- myndara DV með hund, sem þær fundu skammt frá dýraspítalanum í Víðidal og töldu hann vera fótbrotinn. Fengu þær lánaðar „sjúkrabörur" hjá hestamönnum og óku hundinum til síns heima. Hundurinn Bósi gengur með og fylgist afáhuga með sjúkraflutningi félaga síns. DV-myndS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.