Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 13
DV. MÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER1982. 13 að ef ég heföi ekki vitaö að þetta var einn af borðstofustólunum okkar hefði ég getað dáðst að þessarí jurt löngum stundum. Til að gera langt mál stutt, þá tókst mér að lokum að koma upp snúrunum, en það er gott dæmi um óheppni okkar háaloftsbúa, að um leið og ég hafði lok- ið við að festa síðasta krókinn, bilaði þvottavélin. Vinnuaðstaða II Á meðan ég var að pára þetta um verstu vinnuaðstöðu sem þekkist í ver- öldinni fór ég að hugsa um hverjir byggju við næst lökustu aðstöðuna. Lengi vel fannst mér það hlytu að vera alþingismenn því að þegar sýndar eru myndir frá Alþingi eru þeir sjaldnast í salnum en sitja gjarnan í gluggakist- um eða kaffistof u, en þegar ég hugsaði mig betur um komst ég að þeirri niður- stöðu að númer tvö í röðinni neðanfrá væru þeir sem vinna hjá Landhelgis- gæslunni. Forðum tíð var landhelgin aðeins þrjár mílur og þá gátu menn sinnt starfinu með því einfaldlega að ganga fjörur, síðan var fært út í tólf mílur og þá voru keypt skip sem hétu María Júlía, held ég, og skutu lausum skotum að landhelgisbrjótum í gríð og ergi, samkvæmt fréttum í útvarpi, og við strákarnir héldumað væru alvöruskot sem dræpu ef til vill eins og helminginn af áhöfn landheigisbrjótanna, en frétt- um síðar að væru púðurkerlingar, ófærar um að granda nokkrum manni en hins vegar tilvaldar til að skjóta gömlum konum og körlum skelk í bringu á gamlárskvöldi. Næst var landhelgin færð út í fimmtíu mílur og að lokum í tvö hundruð og þótti þá mörgum nóg um, ekki síst þeim sem gengu f jörur i gamla daga. Ég man mjög vel eftir því að Oðinn og Þór voru alltaf öðru hvoru að taka skip í landhelgi og meira að segja ..hafí það helst é slnnl könnu aO smala tyrir bændur og flytja byggingarefnifyrirskíöamenn uppé fjöll. Maria Júlia, með púðurkerlingarnar sínar, lét ekki sitt eftir liggja í því efni, en nú les maður í blöðunum að varö- skipin séu notuð til að flytja ráðherra á milli Reykjavíkur og Akraness og arf- taki Júliu, þyrlan, hafi það helst á sinni könnu að smala f yrir bændur og flytja byggingarefni fyrir skíðamenn upp á fjöll og aldrei hljómar gamalkunna setningin á öldum ljósvakans: afli og veiðarfæri gert upptækt. En sjálfsagt á þetta sinar eðlilegu skýringar eins og það hvers vegna stóllinn minn er enn úti í garði. • Kveðja Ben. Ax. Iðnskólinn í Reykjavík. 5. Aukin áhersla verði lögð á skemmt- anir ýmiskonar, sem hagnaður renniaf til iðnnáms fatlaðra. Liðir 1 og 4 eru úr ályktum félags- málanefndarinnar en eigendur hug- myndanna sitja nú í stjórninni, en liðir 3 og 5 eru f rá stjórninni og hafa komið fram á þeiin tveimur fundum sem haldnir hafa verið þegar þetta er ritað. Ýmsir aðrir möguleikar hafa fengið mikla umfjöllun en ekki þykir ástæöa til að opinbera þá að svo stöddu. Gagnrýnin og ábyrgðin Um hina ungu og efnilegu stjórn hefur verið sagt, að henni sé ekki treystandi til að leysa úr ýmsum kjara og réttindamálum vegna þekkingar- skorts. Þessi gagnrýni hefur nær eingöngu koiniö frá aðilum úr fyrri stjórn, en eins og kunnugt er gerðu þeir með sér samtök á þinginu um að draga sig allir til baka úr kjöri, eftir að ljós urðu úrslit úr fomanns- og varafor- mannskjöri. Sú gagnrýni hittir því eig- endur sína sjálfa i hnakkann, þó þeir virðist eiga dálítið erfitt með að skilja það. Þannig má segja að ábyrgð þeirra sé í raun og veru tvöföld. Á siðasta kiörtímabili bera þeir ábyrgð á and- vana samtökum og á þessu kjörtíma- bili leggja þeir stein í götu nýkjörinnar stjórnar. Jafnvel starfsmaður INSI (hinn duglegi, ábyrgi og hlutlausi) til- kynnir uppsögn sina eftir formanna- kosningar. Þykir nú breiðfylking farin að skíta í nytina sína. Einn ágætur maður úr fyrrverandi stjórn studdi kröfu sina um afsögn nýkjörinnar stjórnar með því, að það hafi tekið hann „eitt ár, að læra að svara í símann á skrifstofunni." Auðvitað meinti hánn þetta ekki bókstaflega, enda væri hæpið að hann gengi þá laus, en menn spyrja samt sjálfa sig hvort það sé nú ekki eitthvað bogið við þetta. Því hefur verið haldið fram, að „starfiö" í INSI hafi „sjaldan" verið „viðameira," svo talað sé í fréttafyrir- sögnum úr DV. Þetta væru ánægjuleg ummæli ef fyrir þeim væri flugufótur. Möguleiki er að starfið hafi verið neðanjarðar, og er það raunar eini möguleikinn, því þetta „viðamikla" starf hefur því miður farið framhjá flestum. Fram hefur komið að mikið starf og erfitt sé að svara í síma, en spurning er hvort það megi kallast „viöamikið". Það er f ullkomlega ljóst að fyrrver- andi st jórn mun halda dauðahaldi í það sem eftir er af Iðnnemasambandi Islands, enda fengju þeir annars skömm i hattinn frá Sigurjóni frænda. Kannski er ljósasta dæmið um hið „viðamikla" starf þaö, að ómögulegt er fyrir þetta staðnaða lið að koma saman löglegum stjórnarfundi, því hið sökkvandi skip er orðið mannafátt. Haraldur Krist jánsson, formaður Iðnnemasambands íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.