Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 34
34 DV. MIÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Jane Bager: Þjálfar'mn ráðlagði henni að taka lyf tíl að losna við óæskilegt vatn úr líkamanum. Dönsk líkamsræktarkona: Nær daiiða en lif i eftir lyfjanotkun 17 ára gömul dönsk líkarasræktar- kona, Jane Bager, hefur nú legið í tæpa viku á gjörgæsludefld sjúkra- hússins í Alaborg eftir að hafa tekið stóran skammt af hormónapillum. Stúlkan varað búa sig undir meíst- arakeppni danskra Hkamsræktar- manna er hún veiktist. Hefur þjálf- ara hennar nú verið stefnt fyrir rétt, en það var að hans ráði að stúlkan neytti hormónalyfjanna tetroxin og lertroxin ásamt B-3 vítamíni. Tók hún um 40 pillur á dag í þeim tilgangi að losna við sem mest vatn úr> líkamanum. Tókst læknum að þjarga lifi hennar eftir að þjálfarinn hafði viðurkennt lyfjatökuna og sagt þeim um hvaða Jyf var að ræða. David Niven er við bestu heilsu Leikarinn David Niven og kona hans, Hjördís, voru nýlega á ferð í París til að mótmæla þeim fréttum franskrar fréttastofu að David væri látinn og hefði lát hans borið aö höndum aðeins fáeinum dögum eftir jarðarför Grace furstafrúar af Monakó. Voru það einkum tvö atriði er fréttastofan studdist við: David kom ekki til jarðarfarar Grace, og skömmu áður en f urstaf rúin lést haföi hún látið i ljósi áhyggjur af heilsufarí vinar síns, David Nivens. David Niven þjáist að vísu af of háum blóðþrýstingi, en segist annars vera við hestaheilsu. Hann hefur í hyggju að bæta einu bindi við ævisögu sína, en tvö fyrri bindin hafa selst eins og heitar lummur. Hann vill helst ekki leika í kvikmyndum framar en er því ötulli við þáttagerð f yrir sjónvarpsstöð þá sem hann rekur sjálfur í samvinnu við Charles Boyer. Enda gengur rekstur sjónvarpsstöövarinnar svo vel að þeir félagar eru sagðir raka saman peningunum. » Hjördls og David Niven: Likaði illa franska fréttín um lát Davids. Karólína tekurvið skyldu- störfum Karólína prinsessa af Mónakó hefur nú orðið að taka við öllum þeim skyldu- störfum sem móðir hennar var vön að sinna og segja vinir og kunningjar að hún hafi breyst mjög eftir lát fursta- fruarinnar. Við það bætist að hún hefur sárt samviskubit yfir því að hafa ekki verið í Mónakó er lýsið skeði. Hafði hún stungið af til London án þess aö láta neinn vita um sig og tók þaö Scot- land Yard eina 12 tíma að hafa upp á henni í heimsborginni. Fannst hún loks á næturklúbbi þar sem hún var að skemmta sér með vinum sínum. Hún var þó komin heim í tæka tíð til að hjálpa föður sínum og bróður við að taka þá þungbæru ákvörðun að af- tengja öndunartæki þaö sem hélt furstafrúnni á lífi. Sagt er að Karólína hafi síðan aðeins einu sinni átt síma- samband við vin sinn Guillermo Vilas, Karólína hefur nú aftur tekið upp sambandið við Robertíno Rosselini, en hann var móður hennar mjög að skapi. „Erummeð sumarhýruna íþessari hljómplötu" „Við erum með sumarhýruna í þess- ari plötu og vonumst til að hún gangi vel," sögðu tveir ungir piltar sem komu að máli við blaðamann DV. Þeir kváðust heita Stefán Hjörleifsson og Jón Diðrik Jónsson. Piltarnir hafa ásamt nokkrum öðr- um gefið út hljómplötuna Morgun- dagurinn — lítið stef um daginn í dag. Á plötunni eru fjögur lög úr sam- nefndri kvikmynd sem væntanlega verður frumsýnd í Regnboganum eftir um það bil hálf an mánuð. Stefán og Jón sögðu að framleiðandi kvikmyndarinnar væri félag sem kallaðist Kaos. Fóru aðstandendur þess fram á það við Stefán að hann semdi tónlist við kvikmyndina. Auk þess kvaðst hann leika eitt hlutverk í myndinni. En um hvað fjallar myndin? Þeir fé- lagar Jón og Stefán svara: „Hún fjallar um daglegt líf unglings sem er í popphljómsveit og samskiptavanda- mál hans við foreldrana. Þetta er stutt mynd og tekur um hálfa klukkustund í sýningu." Flutningur tóniistarinnar er í hönd- um Stefáns Hjörleifssonar, Jóns Olafs- sonar, Hafsteins Valgarðssonar, Smára Eiríkssonar, Petreu Oskars- dóttur og Rafns Sigurbjörnssonar. Á umbúðum skifunnar stendur að „hljómplötuútgáfa fátækra náms- manna" gefi hana út. -GSG. Stefán Hjörleifsson og Jón Diðrík Jónsson með plötuna „Morgun- dagurinn — lítíð stef um daginn i dag". DVmynd.GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.