Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 8
DV. MIÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER1982. Utiönd Utlönd Utlönd Utlönd Samningar hafnir ifin herstöðvarnar í Grikklandi —Papandreou nú tíl viðtals við Bandaríkin um „hæfilegt gjald" Grikkland og Bandaríkin hef ja í dag viðræður um hvað verða skuli um f jór- ar meiri háttar herstöövar Banda- rík jamanna í Grikklandi. Viðbúið þykir að samningaviðræð- urnar verði bæði langar og strangar en ef þær leiða ekki til samkomulags er haft eftir embættismönnum úr stjórn Papandreous að herstöövarnar verði lagðar niður. Þessar viðræöur, sem sumir spá að muni standa í niu mánuði að minnsta kosti, er fyrsti prófsteinninn á sambúð Gríkklands og Bandarikjanna síðan sósíalistar komust til valda undir for- ystu Andreas Papandreou forsætisráð- herra, sem í kosningabaráttunni lagði áherslu á andstöðu gegn Bandaríkjun- um, gegn NATO og gegn EBE. Aðstoðarutanrikisráöherrann Yann- is Kapsis verður fyrir grísku viðræðu- nefndinni en Reginald Bartholomew, starfsmaöur bandarisku utanríkis- ráðuneytisins, formaður bandarisku nefndarinnar. A dagskrá er endurskoð- un 108 samkomulagsatríða sem undir- rituö hafa verið síðan 1958 og gilda um herstöðvarnar. Papandreou hefur lýst þeim sem nýlendusinna og sagt að stöðvarnar þjónuðu ekki landvarnar- hagsmunum Grikkja. Um er að ræða eina flugbækistöð (til könnunarflugs) við Hellenicon-flugvöll Aþenu. önnur stöð er í Nea Makri og er miklvægur hlekkur í fjarskiptakerfi bandaríska flotans. Hinar tvær eru á eyjunni Krít og elektrónisk hlustunar- Vopnuö lögregla heldur uppi eftirliti í bænum Amritsar, eftir að tveir létu lífið og fimmtíu særðust í nýjustu óeirðum Sikha á Indlandi. Þykja þessar óeirðir draga úr árangurslíkum viðræöna yfirvalda á Indlandi við leiðtoga Sikha, sem krefj- ast róttækra breytinga , pólitískra og trúarlegra, fyrir Sikhana og einnig aukinnar sjálfstjórnar fyrir Punjab- fylki, þar sem Sikhar eru fjöl- mennastir. Hafa leiðtogar Sikha hótað nýjum ó- eirðum í byrjun nóvember, ef stjórnin í Nýju-Dehlí verður ekki við kröfum þeirra. stöð í Gournies, skammt frá Heraklí- ón. 1 kosningabaráttunni í fyrra hét Papandreou að draga Grikkland út úr Nato og loka herstöðvunum, sem hann sagði aö hýstu kjarnorkuvopn. Síðan hefur þó stjórn hans sýnst mýkjast í af- stöðu sinni og talið meir snúist um þjóðarnauðsyn og þarfir í öryggismál- um. Er gríska stjórnin nú til viðtals um að Bandaríkjamcnn hafi herstöðvarn- ar áfram gegn aukinni aðstoð í efna- hagslíf inu og á hernaðarsviðinu. Einh- ig vill hún aö NATO ábyrgist austur- landamæri Gríkklands gegn árás utan frá, en þar eru auðvitað augun höfð á deilu Grikkja við Tyrkland um yfirráð nokkura eyja og ákveðins hafssvæðis á Eyjahafinu. FlóðáSpáni Vatnavextir á Spáni hafa verið svo miklir aö stjórnvöld hafa orðið að flytja 100.000 manns á brott frá heim- ilum sínum á SA-Spáni vegna flóða- hættu. Þúsundir Spánverja eiga í erfið- leikum með að fá matvörur og nauö- synlega hjálp þar sem flóðin hafa eyöilagt vegi og símalinur og á vissum svæðum er vatnsborö fljót- anna 2 metrum hærra en eðlilegt er. Og allt er þetta regninu að kenna sem hefur herjað víða á Evrópu að undanförnu í óvenju miklum mæli. Réðst að lögreglu- manni með reídda exi Utlönd Oeirðirnar í gær í Amritsar, hinni helgu borg Sikha, brutust út eftir að háttsettur lögregluforingi skaut til bana einn Sikha, sem réðst að honum með exi á lofti. Tveim sprengjum var varpað að lögregluflokki utan við gullna musterið, sem er mesti helgi- staður Sikha. önnur sprakk ekki en hin varð einum manni aö bana og særði um 50 manns, þar af 20 lögreglumenn. I tilraun til þess að sýna sam- komulagsvilja sinn fyrirskipaði Indira Gandhi forsætisráðherra ísíðustuviku að látnir skyldu lausir 25 þusund Sikhar sem verið hafa í haldi frá því í sumar fyrir mótmælaaðgerðir og óeirðir. Umsjón: Guðmundur Pétursson VÖRUSKORTUR AUSTANTJALDS Mikill vöruskortur þjakar nú austan- tjaldslöndin. Um tíma var ekkert smjör að fá í Austur-Berlín og er nýtt smjör kom á markaðinn haföi það að geyma alltof mikið magn af vatni. Einnig er ákaflega erfitt að fá ávexti og grænmeti í borginni og má sjá lang- ar biðraðir við verslanir er selja þessa vö'ru. Rafmagn er þar líka mjö'g af skornum skammti. I Júgóslavíu fengu ökumenn bensín- skömmtunarseðla afhenta í október og eiga þeir að duga þeim til áramóta. Hljóða skömmtunarseðlarnir upp á 200 h'tra af bensíni. Bannað er að hita íbúð- ir upp í meira en 19 gráöur á daginn og ánóttunnieralls ekki kynt. Sjónvarps- dagskrá lýkur klukkan 10 á kvöldin og bannað er að hafa íþróttasýningar eða mót á kvöldin. Götulýsing verður ekki höfð á á nóttunni. ¦ ' :'\ ¦:'/¦' . ''¦¦:'¦":¦:" lliii' 'fx Norskur fjarðarhestur með aktýgjum, reiðubúinn til kerruaksturs fyrir ljós- myndarann, ef hann gaukar að honum einhverju góðu. Er fjarðarhestur- inn norski í hættu á að deyja út? Meðal Norömanna eru nú auknar umræöur um hættuna á að „f jarðarhest- urínn" norski sé að deyja út sem hestastofn eða kyn, nema fyrir hann finnist ný not. Hann er af smáhestakyni eins og hinn íslenski frændi hans og hef ur orö á sér f yrir að vera f ótviss í f jallendi. Fjarðarhesturinn þykir auðtaminn og hefur verið jafnvel notaöur í sirkus, en notkun hans var alhliða, þótt nú séu til umræðu hugmyndir um að beita honum meir í kerruakstur á veðhlaupabrautum, fremur en til reiðar. Þar sem hann hefur verið notaður til reiðar í skipulagðar fjallaferðir fyrir almenning hefur hann einnig gef ist vel. Even Alme, formaður hestamannafélagsins í Nordf jord, segir aö vaknaður sé áhugi fyrir því að setja upp kerruveðhlaupabrautir í Nordf jörd og í Sogni. Til þessa hafa verið haldnar nokkrar kappreiðar á síðustu fjórum til fimm árum fyrir fjaröarhestinn sérstaklega og hlotið töluverða aðsókn.'— Engu að síður, hef ur fjarðarhestum f arið f ækkandi. Veckans Eko gjaldþ \\f. Indverska iögreglan í erjum við Sikha. Sænska tímaritið Veckans Eko er nú endanlega gjaldþrota. Varð það bana- biti blaösins að því var í annað skiptið neitað um ríkisstyrk og samtímis neit- uðu skattayfirvöld aö taka nokkra ákvörðun um söluskattfrelsi blaðsins fyrr en að þremur vikum liðnum. Veckans Eko hefur ekki komið út síöan í ágúst vegna skulda og var talið að ekki væri hægt að bíða eftir því leng- ur að f á úrskurð um söluskattf relsi. Blaðiö var ekki gamalt i hettunni. Það hóf göngu sína í febrúar í fyrra og kom það út á vegum Umhverfisvernd- arsambandsins og baráttufélags gegn kjarnorkuverum. Þegar best lét voru áskrifendur að blaðinu7.400.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.