Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR 245. TBL. — 72.og8.ÁRG. — MIDVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982. Flugsendir á Breiðadalsheiði óvirkur í gærmorgun: Gat f lugmaðurinn ekki náð sambandi? Flugfjarskiptasendír á Breiöadals- heiöi var óvirkur um einhvern tíma í gærmorgun. Flugmálastjóri vinnur nú að því að kanna hvenær nákvæm- lega og hvers vegna fjarskiptasend- irinh var óvirkur. Er sú rannsókn gerð í tengslum við rannsókn á hvarfi flugvélarínnar TF-MAO. Haukur Hauksson, framkvæmda- stjóri flugöryggisþjónustu Flug- málastjórnar, sagði ekkert hægt að segja um mál þetta þar sem það væri á rannsóknarstigi. „Menn komust ekki upp á heiðina í gær vegna fárviðris. Það liggur því ekki fyrir hver bilunin var," sagði Haukur. Erfiðlega hefur gengið aö afla upplýsinga um mál þetta vegna símasambandsleysis við isaf jörð. Valdimar Olafsson yfirflugum- ferðarstjóri sagði í morgun að vara- rafstöð vegna fjarskiptasendisins hefði einnig brugðist i gær. Hann haf ði enga nánari tímasetningu. Að sögn Valdimars hefur óvirkur fjarskiptasendir á Breiðadalsheiði þær afleiðingar að flugvél á Vest- f jörðum nær ekki sambandi við flug- stjórnarmiðstöðí Reykjavík. -KMU. LögreglubOl úr Hafnarfirði var á leið upp i Mosfellssveit að árekstri við Blikastaði er hann ók i hliðina á leigubíl við gatnamót Miklubrautar og Réttarholtsvegar. Ökumaður leigubílsins var fluttur á slysadeild. Á iunfelldu myndinni sést frá árekstrarstað, við Blikastaði í Mosfellssveit. DV-myndir S ÍTALIR FÚLSA VIÐ ÍSLENSKRISKREIÐ „ltalir gera vissar kröfur og þeir ,eru óánægðir með gæði skréiðarinn- ar. Allar lfkur eru á að skreið sem nýlega var send til Italíu verði send til baka," sagði Bragi Eiríksson framkvæmdastjóri Samlags skreið^ arframleiðenda í samtali við DV í morgun. ,,Enn vitum við ekki hve mikill hluti skreiðarinnar sem fór til — skreiðarfarmur sendur til baka? Italíu er óseljanlegur. Skreiðin er frá öllum skreiðarframleiðendum á landinu en nokkrir sleppa við allar kvartanir," sagði Bragi. Fulltrúar íslenskra skreiðarframleiðenda eru nú á Italíu til að kanna vandann. „Það hefur alltaf verið vandamál í sambandi við skreiðar- sölu til Italíu. Þarna er stór inarkað- ur í húfi og eina leiðin er að kippa burt þessari óseljanlegu skreið," sagði Bragi. Italir og Nígeríumenn eru einu þjóðirnar sem kaupa skreið af Is- lendingum. Kröfur þessara þjóða um vörugæði eru mjög mismunandi og Italir eru til muna kröfuharðari. Bragi sagði að nú byðist Itölum úr- valsskreið frá Noregi og norska krónan fer lækkandi. Viðskipti Is- lendinga fara hins vegar fram í doll- urum og. gengi Bandaríkjadollars hefur farið hækkandi. -SKJ Ætlumekki aðbjarga heiminum sjá Viðtalið bls.ll v.. ft' Sjósport — sjá Dægradvöl bls.36og37 Vitleysa að gamlirþurti að vera leiðir — sjá Neytendur bls.6og7 meirihluti um vísitölu- frumvarpið — segir Ásmundur Stefánsson — sjábls.2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.