Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 15
„Hin neikvæða mannoskjuimynd kvanhatarans Luthers og þróunarkenning „hinnar beinu linu", Darwinsisminn, eru kóronan á hinu kariiega sköpunarverki sem er heimur okkar tíma." — Myndin er al Luther og nokkrum öörum siðbótarmönnum. hlutverk aö réttlæta hina nýju fram- leiðsluhætti og fordæma eldri, allt í ljósi þeirrar heimssýnar er hin beina lína fól í sér. I þessu ljósi má t.a.m. skoöa dæmisögurnar um Esau og Jakob og Kain og Abel m.m. Eingyðistrúin var trú miöstýr- ingar og harðstjórnar og þróunar, sem byggöi á yfirráðum yfir öðrum. Zaraþústra, spámaðurinn mikli frá Persíu, var fulltrúi þeirrar tvíhyggju (dualism) er verður til á þessu skeiði og felur m.a. í sér að fyrirbæri náttúrunnar eru klofin upp í andstæður og eru ekki lengur skoöuð sem órofa heild. Náttúrusýninni er ekki lengur haldið saman af því heildarsjónarmiði að allir hlutir séu hver öðrum háðir; nú skapast „stríðssjónarmiðið”, það verður barátta andstæðra afla sem heldur veröldinni gangandi. Niðurlæging konunnar og þeirrar heimssýnar, sem hún er fulltrúi fyrir, á sér einnig hliðstæðu í hellenskri hámenningu á tímabilinu 600—350 f. Kr. Á sama hátt og konur Israelsríkis héldu hin- ar hellensku konur dauöahaldi í fomar goðsagnir og tignuöu frjósemisparið Dionysos og Demeter löngu eftir að karlar höfðu snúið við þeim baki til að helga sig agaðri hugarstarfsemi, landvinningum og mannvígum. Sjálfsdýrkun karla I grisku goösögunni um Pandóru er konan talin upphaf alls ills. (T og W, s. 32). Hjá Hellenum er einnig að finna þá tvíhyggju er einkenndi Persa, en þó í miklu mun hreinrækt- aðri mynd. Barátta Hellena við hið illa var ekki barátta við náttúruöflin heldur við allar hinar „óskynsam- legu” óskir og girndir, sem innra með manninum búa, þ.e. það sem við í dag nefnum „hið ómeðvitaða”. Þannig eru guöir Hellena hrein af- steypa af manneskjuímynd þeirra, þ.e. göfugir og glæsiiegir aö hluta til, en gráðugar, heimskar og hnýsnar fyllibyttur að hinu leytinu. Afleiðing- ar kvenfyrirlitningarinnar voru að hyggju T og W öðrum þræði sú umfan smikla sjálfsdýrkun (narcissism), sem tíðkaöist meðal karla og sem varð þess valdandi að ástir milli karla voru taldar æðsta form ástar, hins vegar urðu lesbian- ismi og kynsvall hið „rökrétta” and- svar af hálfu kvenna. Grikkir og Rómverjar lögðu grundvöllinn að þeirri táknfræði, sem síðar varð ráðandi um miðaldir og e.t.v. fram á vora daga. Samkvæmt henni er konan hin efnislega hliö tilverunnar; hún er hold, sem á að fæða nýtt h'f og elska. Karlinn er uppspretta sjálfs- afneitunarinnar, andleg vera, dæmd til að hata og myrða. Karl og kona áttu ekkert sameiginlegt lengur. „Básar" I kjölfar endurreisnarinnar festist tvíhyggjan í sessi og hin beina lína verður hið ráðandi form í byggingar- list og táknfræði, með Kópemikusi festist hin vélræna heimsmynd í. sessi og í galdraofsóknunum er konunum, tákni fr jóseminnar og lífs- ins, varpað á bál. Hin neikvæða manneskjuímynd kvenhatarans Luthers og þróunarkenning „hinnar beinu línu” — Darwinisminn — eru kórónan á hinu karllega sköpunar- verki sem er heimur okkar tíma. Þó þetta sé orðið langt mál hefur hér verið stiklað á stóru. Ef við drögum saman meginkenningar Thorbjömsen og Windelöv í fáeinar setningar mætti orða þær eitthvað á þessa leið: Tungumál og þekking manna hefur frá alda öðli verið hlaöin ..myndrænum táknum”, sem haft hafa lykilþýðingu í heimsmynd þeirra. Af þessum táknum má ráða sitt hvað um hlutlæga stöðu svo og afstöðuna til kynjanna a.m.k. á síðari tímum. I öndverðu voru þessi tákn sameiginleg fyrir karla og konur enda enginn reginmunur á hlutverkum kynjanna í hinum fomu akuryrkjusamfélögum og heims- myndin sameiginleg með kynjunum. Með tilkomu borgar- og stríðssam- félaga og þeirri tvíhyggju er hinum nýju lífsháttum fylgdi verður umtalsverð breyting á bæði þeim táknum, sem menn nota, svo og virðingarstöðu „kventákna” annars vegar og karltákna” hins vegar. Þannig varð t.a.m. sólin tákn hins karllega, tunglið tákn hins kvenlega. Hringurinn varð tákn hins kvenlega, hinnar eilifu hringrásar, náttúmnn- ar og getunnar til endursköpunar lífs (móöurlífið)), meðan bein lína varð tákn hins karllega, tákn rökfestu, framþróunar og sigra (getnaöar- limurinn?). — I næstu grein munum við taka fyrir kenningar um karlleg og kvenleg gildi og skilyrði þessara gilda, eða eiginleika, svo og möguleikana til að komast út úr þeim „básum”, sem kynjunum eru mafkaðir i nútíma samfélagi. Lárus Már Björnsson, fil. kand. Rafsuðuvélar og vír Haukur og Ólafur Ármúla 32 - Simi 37700. DELMA QUARTZ Spáðu í DELMA quartz þau eru í sérflokki. Svissnesk gæði. Póstsendum. Jón og Óskar Laugavegi 70, sími 24910. eru framleiddir i Japan af stærstu hogg- deyfaverksmiðju í heimi og eru „orginal" í flestum tegundum japanskra og Volvo bíla Þeir henta einstaklega vel á vegum sem okkar. KYB vökva- og gas-höggdeyfar eru fyrir- liggjandi í allflestar tegundir bíla á mjög hagstæðu verði. KYB höggdeyfar fást hjá öllum helstu verkstæðum og varahlutaverslunum landsins. ALMENNA VARAHLUTASALAN S.F. Skeifunni 17. Reykjavík. Símar 83240/41 KYB HÖGGDEYFAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.