Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 16
16 DV.MIÐVIKUDAGUR27. OKTOBER1982. Spurningin Spurt í Verbúðinni Ásgarði, Höfn í Hornafirði. Hvernig líkar þér að vera á Höfn? Vera Guðmundsdóttir Bildudal: „Þaö er bara ágætt. Allavega skemmtilegt, miðað við heima. Hér er sitthvað um að vera t.d. bíó og svoléiðis." Helena María Ágústsdóttir Rcykjavík: „Svona ágætlega. Það er ekki mikið um að vera hérna en mér líkar ágæt-1 legaviðyinnuna." Hallfríður Bjarnadóttir Hveragerði: „Ágætlega, það er betra en að vera heima. Það er ágætt að vinna hérna en þaö er ekki mikið um að vera fyrir utan vinnuna. Guðný Björnsdóttir Bildudal: „Það er ágætt að vera hérna. Það er ágætur mórall hérna í verðbúðinni og bara fínt þarsemégvinn." Hjördís Geirsdóttir Reykjavík: „Þaö er ágætt að vinna hérna, en ég vildi alls ekki búa hér.'-' Gróa Guðmundsdóttir Selfossi: „Fint að vera hérna, já, já. NEI, ég vildi sko, ekki búa hérna, það er alltof lítið um að vera fyrir utan vinnuna." litla-Hraun. „Ekkifer fyrir miklum höftum á feröir fanganna innan svæðisins. Ganga þair frjálsir um alla lóðina og auðvolt er aO henda einhverju þangað inn, svosom t.d. fíkniefnum" — segirm.a. íbréfiS.K. Menntunarmál f anga og meðf erð: VANTAR EKKIMEÐALVEGINN? — mildi og miskunn „í garö manna sem hvorugt sýna né virðast þekkja" ¦ < S.K. skrifar: Það er af sem áður var. Fyrstu árin var Litla-Hraun fangelsi, í merkingu þess orðs. Nú eru aðstæður „fanga" sem hér segir: Þeir hafa frítt húsnæði, frítt fæði, borga enga skatta og þurfa ekki að borga krónu f yrir það sem þeir eyðilögðu fyrir öðrum. Á Hrauninu vinna þeir fyrir ágætis kaupi enda eru fangaklefarnir eftir því. Þar eru dýr- ustu stereo-græjurnar á landinu og fleiramættitelja. Fangarnir eru í fótbolta, stunda alls- konar líkamsæfingar og striplast í heita pottinum á þessu hressingar- heimili. Svo er það videoið, en í því er aðallega horft á glæpa- og ofbeldis- myndir. (Það myndefni er sennilega talið sérlega uppbyggjandi fyrir ná- kvæmlega þennan hóp). Ekki f er fyrir miklum hó'ftum á f erð- ir fanganna innan svæðisins. Ganga þeir frjálsir um alla lóöina og auðvelt er að henda einhverju þangaö inn, svo sem t.d. fíkniefnum. (Svo er talað um hversu mikilum erfiðleikum það er háð að stemma stigu við fíkniefnaneyslu fanga.) Finnst mér þetta vera nokkuð önnur meðferð en maöur fær sem tekinn er fyrir ölvun — og fær ekki einu sinni vatn að drekka í Hverfisteininum. Vantar ekki meðalveginn í þessum efnum? En fólk hættir sennilega ekki að skrifa um úrbætur afbrotamönnum til handa fyrr en þeir eru fluttir inn á heimili skrifaranna. Skrif um mildi og miskunn tel ég eiga lítinn rétt á sér í garð manna sem hvorugt sýna né virð- ast þekkja. Annaðhvort verður að refsa mönnum fyrir lögbrot eöa horf- ast i augu við stjórnleysi. Mér þætti gaman að spyrja S.G.H., sem skrifar á lesendasíðu DV 20. októ- ber sl., hvort hann myndi kæra sig um að barn hans sæti á skólabekk við hlið þeirra þriggja fanga er öll þessi skrif hafa snúist um; þriggja manna, er hlotið hafa þunga dóma, varla að til- efnislausu. Við skulum hafa það hug- f ast að við vituih ekkert um f yrirætlan- irþessarapilta. Það er lágmarkskrafa að kennsla þessara manna farí fram á Litla- Hrauni. Það vilja þeir auðvitað alls ekki. Þeir vilja meira frelsi enda voru þeir fljótlega komnir á flakk í búðirnar á Selfossi. ¦ :'¦':?- ¦'¦¦ ".' " ¦ ¦ -: . ¦ '.'.' ¦¦ ¦:¦.:.¦ ¦ '¦ ¦¦¦ ' '. ¦¦ ¦ . ¦ . .'¦¦'- : Keflavik. Vegna akrifa um ísbarinn þar spyr unglingur: „Hvar eigum við unglingarnir annars staðarað vera hériKeflavík?" Vegna skrífa um ísbarinn í Keflavík: Grein Víkurfrctta var óréttmæt — segir unglingur í Kef lavík 8925-9614 skrifar: Ég sendi þetta bréf vegna ádeilunn- ar sem svokallaður Isbar í Keflavík varð fyrir. Er ég eindregið sammála Inga Guðmundssyni sem birti bréf í DV 15.10. síðastliðinn um þetta mál. Hvar eigum við unglingarnir annars staöar að vera hér í Keflavik? Eigum við kannski að ganga um göturnar eða sitja heima og glápa á allt þetta fjöl- breytta og skemmtilega dagskrárefni sem sjónyarpið sýnir á meðan þiö for- eldrarnir eruð úti aö skemmta ykkur? Einnig vil ég koma því til Víkur- frétta að reykingar eru stranglega bannaðar á þessum stað. Og einnig er bannaðaðdrekka. Það getur nú samt komið fyrir, þar eins og annars staðar, að einstaka maður komi inn með vín undir hönd- er um. En ef verður vart við það honum vísað strax út þaðan. Vil ég vona að barnaverndin reyni þá aö opna annan stað áður en hún kemur nálægt þessum svo við unglingarnir höfum þá annað athvarf áður en þiö takið þetta af okkur. Ætla ég að vona að svo verði ekki. Ég hef til dæmis eytt hundruðum, ef ekki þúsundum, króna og sé alls ekki eftir því fyrir alla þá skemmtun sem ég hef haft upp úr þessum spilum. Ef svo vill veröa aö eigi að loka Is- barnum þá stöndum saman krakkar og segjum NEI. Hvað ef við unglingarnir. tækjum okkur nú saman um að láta loka öllum vínveitingastöðunum í borginni? Þá myndi sjálfsagt heyrast í mörgum. Látið okkar skemmtistaði í , friði: Grein Víkurfrétta var óréttmæt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.