Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Blaðsíða 30
30 DV. MIÐVIKUDAGUR27. OKTOBER1982. Andlát Fanney Annasdóttir lést 19. október. Hún var fædd í Bolungarvík 14. júlí 1910. Foreldrar hennar voru Lilja Torfadóttir og Annas Sveinsson. Hún var kornung tekin í fóstur af móöur- systur sinni, Ingibjörgu Torfadóttur, og manni hennar, Finnboga Jasoni Jónssyni. Eftirlifandi maður Fanneyjar er Guömundur Sölvi Ásgeirsson. Þeim varð 8 bama auðið og eru 6 þeirra á lífi. Otför Fanneyjar verður gerð frá Flateyrarkirkju í dag kl. 15. Hún fæddist 11. desember 1904 aö Selbóli viö önundarfjörð. Hún giftist Indriða Jónssyni, en hann lést árið 1975. Þeim varð ekki barna auðið en ólu upp bróöurson Indriða. Gyöa starfaöi á Hótel Sögu frá opnun hótelsins til ársins 1980. Otför hennar veröur gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Theodór Theodórsson lést 19. október. Hann fæddist á Brávöllum á Stokks- eyri 2. júní 1910. Theodór lauk námi í mótasmíði og starfaði alla tíö við þá iön, fyrst hjá Vélsmiðjunni Hamri og síðan hjá Járnsteypunni hf. Eftirlif- andi kona Theodórs er Aðalheiður Ona Sigurbjömsdóttir. Þeim varð 6 barna auðið. Otför Theodórs verður gerð frá Neskirkju í dag kl. 13.30. Guðmunda Sigríður Jónsdóttir, Þingseli 10 Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum mánudaginn 25. október. Gudrun Albertsson, Bögehöj 48 Hellerup, andaðist 18. okt. sl Jarðar- förin hefur farið fram. Helga Sigurðardóttir fráHraunsásilést í Borgarspítalanum 26. október. Snæbjöm Einarsson, fyrrv. kennari frá Raufarhöfn, Hjallabraut 21 Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 29. október kl. 13.30. Þorsteinn Steinsson frá Vestmannaeyjum, Vesturbrún 16, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 28. október kl. 13.30. Hjálmtýr Hjálmtýsson verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 28. október kl. 15. Kjartan Bjamason, fyrrverandi spari- sjóðsstjóri frá Siglufirði, andaðist að heimili sínu, Stóragerði 20, mánudag- inn25. október. Sesselja Jónasdóttir Petersen andaðist í Svíþjóð 22. október. Jarðaö verður í kyrrþey. Rannveig Sigfúsdóttir, Elliheimilinu Grund, lést í Landakotsspítaia mánu- daginn 25. október. Tilkynningar B.P.W. Klúbburinn í Reykjavík heldur fund í Leifsbúð, Hótel Loftleiöum, þriðjudaginn 2. nóvember kl. 20.30. Rædd verða félagsmál og önnur mál. Ema Am- grímsdóttir sagnfræðingur talar um hug- myndir um mannkynbætur á Islandi. Gestir velkomnir. B.P.W. Klúbburinn. I gærkvöldi_______í gærkvöldi________ í gærkvöldi Á PUTTANUM í BÚÐARDAL Dagskrá rikisfjöímiðlanna í gær- kvöldi var aö mörgu leyti ágæt. Sá þáttur er ég beiö þó spenntastur eftÍTj var bókmenntaþátturinn Oní kjölinn, sem var í hljóövarpinu og við hlust- endur þurftum að slökkva á rétt fyrir miðnætti vegna þess að honum var þá lokiö. I þessum þætti var varpað fram þeirri spumingu hvort dægurlaga- textar væru eintómt rusl? Og eftir því sem fram kom í gærkvöldi sýnd- ist sitt hver jum í þeim efnum. Flestir í þættinum vom þó sam- mála því að dægurlagatextar væm í framför. ,,0f væmnir, of einfaldir, ekki nógu háfleygir,” sagöi einn um textana. Þá fannst öðrum einstakir textahöfundar vera „gaga” eins og hann oröaöi þaö. Minnst var á hve textahöfundar em yfirleitt ungir að ámm. Pönktextar eru vitleysa, en diskóið er kætandi, kom fram hjá einum. Notaðu húmorinn til aö koma alvörunni til skila var ráð eins til textahöfunda dægurlaga. Og þá mátti heyra hjá einni að pönkið væri of mikið garg og þeir Bjöggi, Pálmi og Maggi væru með textana í væmn- asta lagi. Annars get ég tæplega skrifað þessar línur því ég er á leiðinni. Já, á leiðinni heim í Búðardal. Kunninsi- arnir segja mér að þar verði partí. Ég er alltaf veikur fyrir þeim. Senni- legast kemst ég þó ekki nógu snemma því rútan fer svo seint af stað vestur. Kunningjamir hafa þó bent á puttana og sérstaklega einn þeirra. Fara á puttanum, já. Reynd- ar segja stelpumar í Búðardal að ég sé best geymdur í Sigöldu, en ég veit ekkiafhverju. Já, við I gærkvöldi leggjum ekki of þungan dóm á textana. Teljum aö ef hlustendur dægurlaga „grípi text- ana”, rauli með og láti þá kæta sig, þá séu þeir bara lala og kannski eilít- ið skárri. Jæja þátturinn er búinn og við kveðjum með því að setja „Nínu ogGeira”áfóninn. Jón G. Hauksson. Sundfélagið Ægir Aðalfundur sundfélagsins Ægis veröur hald- inn laugardaginn 6. nóvember 1982 í Þrótt- heimum viö Holtaveg og hefst kl. 14.30. Stjórnin Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise Miövikudaginn 27. október og fimmtudaginn 28. október veröur sýnd í Regnboganum (sal- ur E á annarri hæð) kl. 20.30 myndin: Kýrin og fanginn (La Vache et le Prisonnier) meö hinum fræga gamanleikara Femandel og kúnni Margréti í aðalhlutverkum. Allar myndir í „K.A.F” eru með enskum skýringa- texta. Félagsskírteini Alliance Francaise kostar 100 kr. (gildir fyrir eitt ár) og veitir réttindi til aö taka þátt í allri starfsemi Alliance Francaise (bókasafn, fyrirlestrar, kvikmyndaklúbbur). Ennfremur veitir þaö rétt til afsláttar af aðgöngumiöum að öllum skemmtidagskrám sem menningardeild Franska sendiráösins mun sjá um að skipu- leggja (leiksýningum, tónleikum, myndlistar- sýningmn, og „franskri kvikmyndaviku”). Nánari upplýsingar í síma 23870 eöa 17621/22. Námskeið Húsmæðraskólinn Osk á Isafirði hóf starf- semi sína 20. sept. síðastliðinn með löngum námskeiðum í verklegum greinum, fata- saumi, vefnaði og matreiðslu. Munu þessi námskeið halda áfram til jóla. Einnig eru styttri námskeið í bótasaumi, hnýtingum og myndvefnaði. Oll eru þessu námskeið fullset- in og fer kennsla fram á kvöldin. Skóiinn hef- ur nú fengið leirbrennsluofn og er verið að koma honum fyrir. Þegar því er lokið verða auglýst námskeið i leirmunagerð og Hátíðarguðsþjónusta í Hallgrímskirkju Hátiðarguðsþjónusta verður í Hallgríms- kirkju i kvöld, 27. okt., á 308. ártíð Hallgrims Péturssonar. Svo sem venja er til verður messuformið meö svipuðum hætti og tíökaðist á dögum sr. Hallgríms. Sálmvers úr Passíu- sálmunum verða sungin við messuna. Dóm- prófasturinn í Reykjavík, sr. Olafur Skúlason, prédikar, sóknarprestarnir sr. Ragnar Fjalar Lárusson og sr. Karl Sigurbjömsson þjóna fyrir altari, kirkjukórinn og nýstofnaður mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja við guðsþjón- ustuna, orgelleikari er Hörður Askelsson. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, flytur ávarp til kirkjugesta í messulok. Þá verður boðuð stofnun listvinafélags kirkjunnar en hlutverk þess verður að efla tónlist og aðrar listgreinar við kirkjuna. Leit- að verður eftir styrktarfélögum til að standa straum af kostnaði sem af starfseminni leiðir. Sú nýbreytni hefir verið tekrn upp að flytja náttsöng hvert miðvikudagskvöld en í tengsl- postulinsmálningu. Einnig er ætlunin að halda seinna í vetur námskeiö í leðurvinnu. Eftir áramót byrjar fimm mánaða hús- stjórnamámskeið með heimavist. Þar verða kenndar allar hefðbundnar hússtjórnarskóla- greinar og lýkur því með prófum. Nemendur víðsvegar af landinu sækja þetta námskeið enda góður undirbúningur fyrir störf á hótel- um og í mötuneytum auk þess að vera mjög hagkvæm menntun fyrir verðandi húsmæður. Skólastjóri Húsmæðraskólans á tsafirði er Þorbjörg Bjamadóttir. Frá Kaupfélagi Skagfirðinga Slátrun sauðf jár hjá Kaupfélagi Skagfirðinga laukmiðvikudaginn 20. október. Alls var slátrað 54.178 kindum, 47.898 dilk- um og 6.280 fullorðnum kindum. Er það 6.102 dilkum færra en 1981 en aftur á móti 386 full- orðnum kindum fleira. Meðalþungi dilka nú varð 13,965 kg, en var í fyrra 13,604 kg. Heild- armagn innlagðs kjöts nam 820 tonnum á móti rúinum 873 tonnum 1981. Þyngsta dilkinn átti að þessu sinni, svo sem oft áður, Leifur bóndi Þórarinsson í Keldudal, 34,9 kg. Eins og fram kemur af ofangrendum tölum er samdráttur í bústofni hér um slóðir og kem- ur þaö fram í færri innlögðum dilkum vegna stofnfækkunar haustið 1981, sem og mikilli slátrun fulloröins fjár. Geta ber þó þess að frjósemi ánna mun hafa verið verulega miklu mrnni nú vegna lélegra heyja og eindæma slæms veðurfars sl. haust sem leiddi til þess að fé kom í verra ásigkomulagi á hús en búast má við í meðalári. Slátrun stórgripa hefst þegar að lokinni sauðfjárslátrun en ekki liggur enn fyrir hversu umfangsmikil hún verður. um við hann er jafnan flutningur listar: tón- verk, ljóðo.fl. Þess má geta í þessu sambandi að 10. nóv. nk. verður svonefnt „Liljukvöld” í kirkjunni, er Lilja Eystems Asgrímssonar verður flutt með aðstoð innlendra og erlendra' listamanna. Smíði kirkjunnar miðar nokkuð áfram. Um þessar mundir er verið að steypa hvelfingar hennar en þaö er mikið og kostnaðarsamt verk. Brátt hillir undir það að kirkjan verði fokheld en skortur á fjármagni hamlar hrað- ari gangi í kirkjusmíðinni. Tekið verður á móti gjöfum til kirkjunnar við guðsþjónustuna svo sem venja er á þess- um degi. Þakkir skulu fluttar fyrir gjafir sem boristhafa. (Frétt frá Hallgrímskirkju) Hallgrímskirkja — opið hús fyrir aldraða Opið hús fyrir aldraða verður á morgun, fimmtudaginn 28. október, kl. 15.00. Gestur — Hermann Ragnar Stefánsson. Kaffiveitingar. Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 31. okt. Kl. 13 — Sýlingarfell — Hagafell — Grindavik. Sýlingarfell (206 m) og Hagafell (158 m) eru austan Grindavíkurvegarins gegnt Þorbirni. Verð kr. 180.00. Farið frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Ath.: Ferðafélagið notar sjálft sæluhús sitt í Þórs- mörk um næstu helgi (30. okt.—31. okt.). Frá Sjálfsbjörg Reykjavík og nágrenni Akveðið hefur verið að endurvekja taflkiúbb félagsins. Verður 1. æfing nk. fimmtudag kl. 19.30 að Hátúni 12. 1. hæö. Þá verður fyrir- komulag skákstarfsins rætt og er áhugafólk því hvatt til að mæta. Frá Rangæingafélaginu í Reykjavík Rangæingafélagið í Reykjavík heldur kaffi- samsæti fyrir eldri Rangæinga og aðra gesti sunnudaginn 31. okt. nk. að lokinni guðsþjón- ustu í Bústaðakirkju, sem hefst kl. 14.00. Sr. Olafur Skúlason dómprófastur prédikar. Námskeið um húsnæðismál 29. og 30. október 1982. Dagskrá: Föstudagur 29.10 kl. 20.00. Setning: Jón Agnar Eggertsson. Kl. 20.15. Undir- búningur íbúðabygginga. (Reglugerðir, lóða- mál o.fl.). Oli Jón Gunnarsson byggingafull- trúi. Fyrirspurnir og umræður. Laugardagur 30.10 kl. 10.00. Lán frá lífeyris- sjóðum og þátttaka lífeyrissjóða í húsnæðis- málum. Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri SAL. Lán og fyrirgreiðsla frá Sparisjóði Mýrasýslu vegna íbúðabygginga. rriojon Sveinbjörnsson sparisjóðsstjóri. Fyrirspum- ir og umræður. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.30. Húsnæöisstofnun ríkisins, verkamannabústaðir og félagsleg lausn húsnæðismála. Olafur Jónsson for- maður stjórnar Húsnæðisstofnunar rikisins. Fyrirspumir og umræður. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00—17.00 Umræður og námskeiðsslit. Námsskeiðsstaður: Snorrabúð Gunnlaugs- götu 1. Borgamesi. Umsjón og stjóm: Bjami Skarphéðinsson, formaður Borgarfjarðar- deildar Neytendasamtakanna. Námskeiðið er undirbúið og skipulagt í samvinnu við Menningar- og fræöslusamband alþýðu — MFA. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Verkalýðsfé- lags Borgamess, sími 7185 fyrir 26. okt. 1982. Ollum er heimil þátttaka. Áttavitanámskeið fyrir ferða- menn Eins og undanfarin 16 ár gengst Hjálparsveit skáta í Reykjavík fyrir námskeiöi í meðferð áttavita og landabréfa fyrir ferðamenn. Á námskeiðinu verða einnig veittar upplýsingar um ferðafatnaö og ferðabúnað almennt. Námskeiðið stendur tvö kvöld, miðviku- daginn 27. október og fimmtudaginn 28. október nk. Fyrra kvöldið er meðferö áttavita og landabréfa kennd og notkunin æfð innan- dyra. Síðara kvöldið er veitt tilsögn í ferða- búnaði og síðan fariö í stutta verklega æfingu rétt út fyrir bæinn. Þátttakendum verður ekið til og frá æfingasvæðinu í bifreiðum H.S.S.R. Námskeiðið verður haldið í húsnæði hjálpar- sveitarinnar í kjallara Ármúlaskóla, Ármúla 10—12, og hefst kl. 20.00 bæði kvöldin. Þátt- tökugjald er kr. 100. Nánari upplýsingar er að fá i Skátabúöinni, Snorrabraut 60, sími 12045. Þar liggur einnig frammi þátttökulisti fyrir þá sem ætla að taka þátt i námskeiöinu. Á þetta námskeið eru allir velkomnir sem áhuga hafa á að læra notkun áttavita og landabréfa eða vilja hressa upp á og bæta við kunnáttu sína. Er athygli vélsleðamanna, skíðagöngumanna og annarra feröamanna sem ferðast um fjöll og firnindi sérstaklega vakin á þessu nám- skeiöi. Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Kvennadeild Slysavarna- félags íslands í Reykjavík býður öllum félagskonum 65 ára og eldri til kaffidrykkju laugardaginn 30. október kl. 15 í húsi S.V.F.I. á Grandagarði. Verið allarhjartanlega velkomnar. Stjómin. 25 ára afmæli Austfirðingafélags Suðurnesja verður haldið í Festi, Grindavík laugardaginn 30. okt. nk. og hefst með borðhaldi (kaffi- hlaðborð) kl. 19. Dansað á eftir.Miðaverð 210 kr. Rútuferð frá B.S.l. og Keflavík. Miðasala og nánari upplýsingar í s. 33325 í Reykjavík (Sonja), 7428 Sandgerði (Guömundur) Rammagerð Grindavíkur 8410 (Eyjólfur) og Versl. Femína Keflavík (Birna). Miðar ósk- ast sóttir í síðasta lagi miðvikudaginn 27. okt. Stjórnin. Ályktun Stjórn Félags ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík fagnar því, að loks skuii fara fram virkt starf í stjórnarskrárnefnd, en harmar um leið þá leynd sem hvílt hef ur yfir störfum nefndar- innar. Eðlilegt hlýtur að teljast að umræður um slíkt stórmál, sem stjórnarskrárbreyting- ar eru, fari fram fyrir opnum tjöldum og al- menningi gefist kostur á að hafa áhrif á stefnumótun. Jafnframt skorar FUJ á alþingismenn að leiðrétta vægi atkvæða á milli kjördæma án þess að fjölga þingmönn- um. Þeir eru þegar nægilega margir til að sinna störfum Alþingis og fjölgun þeirra eyk- ur aðeins á skrifræðisbákn, sem nú þegar er ofþungtívöfum. Ármann Kr. Einarsson Nýjar bækur Nýlega er komin út á norsku ömmu- stelpa eftir Ármann Kr. Einarsson í þýöingu Asbjörns Hildremyr. I norsku útgáfunni heitir bókin Jerjta som ville bli Höjtalar. Á kápusíðu segir meðal annars að sagan sé skemmtileg og lifandi og bók- in hafi fengiö verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta bamabók árs- ins 1977. Teikningar Þóru Sigurðardóttur í ömmustelpu prýða einnig hina norsku útgáfu. Jenta som vUle bli höjtalar er 105 blaðsíður að stærð og gefin út hjá Norsk Barneblads Forlag með styrk úr Norræna þýðingarsjóðnum. NÝ ÞJÖNUSTA PLÖSTUM VINNUTEIKNINGAR, verklýsingar, vottorð, ^43$: MATSEÐLA, VÉRÐLISTA, KENNSLULEIÐBEININGAR, TILBOÐ, BLAÐAURKLIPPUR, VIÐURKENNINGARSKJÖL. UÓSRITUNAR- FRUMRIT OG MARGT FLEIRA. STÆRÐ ALLT AÐ 45x60 CM. OPIÐ KL. 9-12 OG 13-18. k: ' LÆKJARGOTU 2. NYJA-BIOHOSINU « 22680

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.