Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Síða 16
16 DV.MIÐVIKUDAGUR27. OKTOBER1982. Spurningin Spurt í Verbúðinni Ásgarði, Höfn í Homafirði. Hvernig líkar þér að vera á Höfn? Vera Guðmundsdóttir Bíldudal: „Það er bara ágætt. Allavega skemmtilegt, miðaö við heima. Hér er sitthvaö um að vera t.d. bíó og svoléiðis.” Helena María Ágústsdóttir Reykjavík: „Svona ágætlega. Það er ekki mikið um að vera hérna en mér líkar ágæt- lega viðyinnuna.” Hallfríður Bjamadóttir Hveragerði: „Ágætlega, það er betra en að vera heima. Það er ágætt aö vinna hérna en það er ekki mikiö um að vera fyrir utan vinnuna. Litla-Hraun. „Ekki fer fyrir miklum höftum á feröir fanganna innan svæðisins. þangað inn, svosem t.d. fikniefnum" — segirm.a. ibrófiS.K. Ganga þeir frjáisir um alla lóðina og auðvelt er að henda einhverju Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Menntunarmál fanga og meðferð: VANTAR EKKIMEÐALVEGINN? — mildi og miskunn „í garð manna sem hvorugt sýna né virðast þekkja” S.K. skrifar: Það er af sem áður var. Fyrstu árin var Litla-Hraun fangelsi, í merkingu þess orðs. Nú eru aðstæður „fanga” sem hér segir: Þeir hafa frítt húsnæði, frítt fæði, borga enga skatta og þurfa ekki að borga krónu fyrir það sem þeir eyðilögöu fyrir öðrum. Á Hrauninu vinna þeir fyrir ágætis kaupi enda eru fangaklefamir eftir því. Þar eru dýr- ustu stereo-græjumar á landinu og fleiramættitelja. Fangarnir era í fótbolta, stunda alls- konar líkamsæfingar og striplast í heita pottinum á þessu hressingar- heimili. Svo er það videoið, en í því er aðallega horft á glæpa- og ofbeldis- myndir. (Það myndefni er sennilega talið sérlega uppbyggjandi fyrir ná- kvæmlega þennan hóp). Ekki fer fyrir miklum höftum á ferð- ir fanganna innan svæðisins. Ganga þeir frjálsir um alla lóðina og auðvelt er að henda einhverju þangaö inn, svo sem t.d. fíkniefnum. (Svo er talað um hversu mikilum erfiðleikum þaö er háð að stemma stigu við fíkniefnaneyslu fanga.) Finnst mér þetta vera nokkuð önnur meðferð en maður fær sem tekinn er fyrir ölvun — og fær ekki einu sinni vatn að drekka í Hverfisteininum. Vantar ekki meðalveginn í þessum efnum? En fólk hættir sennilega ekki að skrifa um úrbætur afbrotamönnum til handa fyrr en þeir eru fluttir inn á heimili skrifaranna. Skrif um mildi og miskunn tel ég eiga lítinn rétt á sér í garð manna sem hvorugt sýna né virð- ast þekkja. Annaðhvort verður að refsa mönnum fyrir lögbrot eöa horf- ast í augu við stjórnleysi. Mér þætti gaman að spyrja S.G.H., sem skrifar á lesendasíðu DV 20. októ- ber sl., hvort hann myndi kæra sig um að bam hans sæti á skólabekk við hlið þeirra þriggja fanga er öll þessi skrif hafa snúist um; þriggja manna, er hlotið hafa þunga dóma, varla að til- efnislausu. Við skulum hafa það hug- fast að við vitum ekkert um fyrirætlan- ir þessara pilta. Þaö er lágmarkskrafa að kennsla þessara manna fari fram á Litla- Hrauni. Það vilja þeir auðvitað alls ekki. Þeir vilja meira frelsi enda voru þeir fljótlega komnir á flakk í búðirnar á Selfossi. Gróa Guðmundsdóttir Selfossi: „Fínt aö vera hérna, já, já. NEI, ég vildi sko ekki búa héma, það er alltof lítið um að . vera fyrir utan vinnuna.” Grein Víkurfrétta var óréttmæt segir unglingur í Keflavík 8925-9614 skrifar: Ég sendi þetta bréf vegna ádeilunn- ar sem svokallaður Isbar í Keflavík varö fyrir. Er ég eindregið sammála Inga Guðmundssyni sem birti bréf í DV 15.10. síðastliðinn um þetta mál. Hvar eigum viö unglingamir annars staðar að vera hér í Keflavík? Eigum við kannski að ganga um göturnar eða sitja heima og glápa á allt þetta fjöl- breytta og skemmtilega dagskrárefni sem sjónvarpið sýnir á meðan þið for- eldrarnir eruð úti að skemmta ykkur? Einnig vil ég koma því til Víkur- frétta að reykingar eru stranglega bannaöar á þessum staö. Og einnig er bannað að drekka. Það getur nú samt komið fyrir, þar eins og annars staöar, að einstaka maður komi inn með vín undir hönd- um. En ef verður vart við það þá er honum vísað strax út þaöan. Vil ég vona að barnaverndin reyni þá að opna annan stað áöur en hún kemur nálægt þessum svo við unglingarnir höfum þá annaö athvarf áður en þið takið þetta af okkur. Ætla ég aö vona að svo veröi ekki. Eg hef til dæmis eytt hundraðum, ef ekki þúsundum, króna og sé alls ekki eftir því fyrir alla þá skemmtun sem ég hef haft upp úr þessum spilum. Ef svo vill verða aö eigi að loka Is- barnum þá stöndum saman krakkar og segjum NEI. Hvað ef við unglingamir tækjum okkur nú saman um aö láta loka öllum vínveitingastööunum í borginni? Þá myndi sjálfsagt heyrast í mörgum. Látið okkar skemmtistaði í friði: Grein Víkurfrétta var óréttmæt. Guðný Björnsdóttir Bíldudal: „Það er ágætt að vera hérna. Það er ágætur mórall hérna í verðbúðinni og bara fínt þar semég vinn.” Hjördís Geirsdóttir Reykjavík: „Það er ágætt að vinna hérna, en ég vildi alls ekki búa hér.” Keflavik. Vegna skrifa um ísbarinn þar spyr unglingur: „Hvar eigum við unglingamir annars staðar að vera hór iKefiavik?" Vegna skrifa um ísbarinn í Kef lavík:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.