Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Síða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER1982. „Reiknum með að allir sætti sig við það” um framhald viö undirbúning frum- varpsins eftir fund með aöilum vinnumarkaöarins í fyrradag. Þar var staöfestur mikill ágreiningur milli vinnuveitenda og launþega um nýjan vísitölugrundvöll. Tillögudrög vísitölunefndar eru, eins og áöur hefur veriö rakiö hér í blaðinu, um aö móta lifskjaravísitölu í staö framfærsluvísitölu. Nýja visitalan, nýi grunnurinn, byggist í fyrsta lagi á nýlegri neyslukönnun Hagstofunnar, og í öðru lagi á breytilegri opinberri þjónustu, út- gjöldum tii vegamála og álögöum tek jusköttum á einstaklinga. Þá snúa hugmyndimar aö því að til viðbótar viö búvörufrádrátt og frádrátt vegna áfengis og tóbaks, komi orkufrádráttur. A hann aö vega svipaö og tapast í frádrætti vegna minnkandi vægis búvörunnar í neyslu. Ekki eru ráöagerðir uppi um að áhrifum viöskiptakjara á vísitölu yrði breytt. Hins vegar er þaö mikilvæg tillaga aö veröbótatímabil verði lengt úr þrem mánuðum í fjóra eða jafnvel sex. En búvöruverö og fiskverð veröi ákveöiö í takt. Miklir útreikningar hafa veriö gerðir um nýjan vísitölugrunn. Tals- menn launþega segjast vera mjög uggandi um aö niöurstaöan veröi skertur kaupmáttur launa um allt aö nokkra hundraðshluta. -HERB. Enginn meiríhluti um ff ff vísitölufrumvarpið — „menn hljóta að sameinast um orlofsf rumvarpið” Talsmaður væntanlegs vísitölu- frumvarps: „Það hefur ekki veriö gert ráö fyrir því, að unnt veröi aö ná sam- komulagi allra um vísitölufrum- varpiö. En viö höfum reiknað meö því, aö allir sættu sig viö þaö, létu þaö yfir sig ganga,” sagöi einn tals- manna frumvarpsins í samtali viö DV ígær. Þessi orö féllu, þegar DV spuröi Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ: „Þaö er enginn meirihluti fyrir vísitölufrumvarpinu á þingi,” sagöi Ásmundur Stefánsson forseti AS! í samtali við DV í gær. ,,Ég skil alla vega ekki að stjómarandstaðan sam- þykki þaö frekar en annað af ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar.” Vísitölunefndin, Þóröur Friöjóns- son, Þröstur Olafsson og Halldór Ás- grímsson, hélt fund í fyrradag meö aöilum vinnumarkaöarins. Tillögur nefndarinnar eru ekki fullmótaöar. ,,Ég varð ekki miklu nær um þær á þessum fundi, þetta er allt mjög óljóst enn,” sagöi Ásmundur Stefánsson. Tillögunum, eins og þær liggja nú fýrir í mótun, hefur veriö lýst hér í DV og á fundinum í fyrra- dag var staöfestur mikill á- greiningur miili vinnuveitenda og launþega. Vinnuveitendur vilja ganga iengra en ýtrustu tillögur nefnd- arinnar ná um takmörkun vísitöluverðbóta á laun. Launþegar munu í engu kvika frá þeim bótarétti sem núverandi framfærsluvísitala tryggir I veröbótum á laun. Þeir vísa og til erindisbréfs vísitölunefndar, þar sem kveðið sé á um aö nýja lífs- kjaravísitalan eigi að tryggja laun- þegum sambærilegan kaupmátt í kaupgjaldsvísitölu og verðbótum og f ramfærsluvísitalan gerir nú. En munu launþegasamtökin láta visitölubreytingar yfir sig ganga, þrátt fyrir andstööuna, eins og DV hefur á öörum staö eftir talsmanni vísitölumálsins? „Þetta eru aö vísu nýjar fréttir fyrir mig,” sagði Ásmundur Stefánsson, ,,en ég held aö þetta mat komi aldrei til, eins og staöan er á þingi.” Ásmundur var þá spuröur, hvort samtökin myndu láta sem ekkert væri ef bráðabirgöalögin gengju í gildi endanlega 1. desember meö kjaraskerðingunni, án þess aö hljóta meöferö á þingi með fylgi- frumvörpum. „Þaö er aö minu mati lítil hætta á að sú staöa komi upp. Ég tel sama og útilokað aö þau verði látin ganga yfir án afgreiöslu á Alþingi fyrir 1. desember meö orlofslengingunni og láglaunabótunum. Annaö væri raunar stór hnekkir fyrir þing- ræðið.” Ásmundur minnti á að samningar við opinbera starfsmenn um 10.17% orlof í staö 8.33% tækju gildi 1. desember. „Þaö er jafnréttisleg skylda aö ganga frá almennu orlofs- lengingunni fyrir 1. desember,” sagöi hann, „raunar er oriofsmáliö alveg sérstakt og þar sem opinberir starfsmenn hafa fengið lengt orlof er oriofsmáliö ekki í neinum beinum tengslum viö almennar kjara- ráöstafanir. Þaö er hreint jafnréttis- mál fyrir aöra en opinbera starfs- menn.” Forseti ASI kvaöst ekki trúa öðru en þingmenn yröu sammála um þetta viðhorf til orlofsmálanna. Þess má geta, að Geir Hallgríms- son, formaöur Sjálfstæöisflokksins, lýsti andstöðu viö orlofslengingu nú, viö ríkjandi aöstæöur, á Alþingi í fyrrakvöld. -HERB. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins: „Þolum ekki verðbóta- skerðinguna eina” „Nei,” var þrumandi svar Guömundar J. Guðmundssonar al- þingismanns, formanns Verka- mannasambandsins, þegar DV spuröi hann í gær: Munt þú og þínir menn sætta þig við að bráöa- birgðalögin gangi að fullu í gildi 1. desember og þar með veröbóta- skeröingin, en ekkert £uinaö? „Viö munum ekki þola verðbóta- skerðinguna eina,” sagði Guðmundur. Hvað ætliö þið þá að taka til bragös? „Þaö er eitt og annaö hægt,” var svarið. Guömundur var á fundi aðila vinnumarkaðarins . með vísi- tölunefndinni í fyrradag. Um stööu vísitölumálsins sagöi Guömundur: „Þaö er allra veöra von. ” I samtalinu viö DV var þing- maðurinn afar varkár í svörum, eins og sjá má, og tók sér lengri tíma til þess aö íhuga svörin en til þess aö svara. -HERB. Kennarar mótmæla fjársvelti Náms- gagnastofnunar Kennarafélag Reykjavíkur hefur nýlega sent frá sér mótmæli vegna þess fjársveltis sem Námsgagnastofn- un hefur búið viö undanfarin ár. Aö mótmælunum standa einnig Kennara- félög Kópavogs, Reykjaness, Seltjamarness og Kjósarsýslu. Félögin greina frá því aö miklar vonir heföu í upphafi veriö bundnar viö Námsgagnastofnun sem tók við hlut- verki Rikisútgáfu námsbóka og Fræöslumyndasafns ríkisins fyrir nokkrum árum. Stofnunin hefur hins vegar lengi verið í fjársvelti sem veldur því að útgáfa nýs efnis dregst og nauösynleg námsgögn berast ekki á réttum tíma. Félögin skora því á fjár- veitinganefnd Alþingis og fjármála- ráðherra aö endurskoöa fjárveitingu til Námsgagnastofnunar og hækka hana verulega. -PÁ. Þema Amnesty-samtakanna: „Samviskufangar í sveitum” „samvisKurangar i sveitum" Dændur, landbúnaöarverkamenn og veröur þema samtakanna Amnesty. aðrir minnihlutahópar, sem vita oft Intemational í samviskufangavikunni sáralítiö um rétt sinn og hafa sjaldn- 25.-31. október. Samtökin vilja vekja ast aðgang aö fjölmiölum. Stjórn athygli manna á sveitafólki víða um Amnestysamtakanna hefur sett upp lönd' sem handtekið er, pyndaö og lif- sýningu í anddyri Háskólabíós um látið saklaust. I þessum hópi eru þettaefni. -PÁ. Það er ekki algeng sjón að sjá hundi ekið um á hjóibörum. Dömurnar Dóra og Anna urðu á vegi Ijós- myndara D V með hund, sem þær fundu skammt frá dýraspítalanum í Víðidal og töldu hann vera fótbrotinn. Fengu þær iánaðar „sjúkrabörur" hjá hestamönnum og óku hundinum til síns heima. Hundurinn Bósi gengur með og fylgist af áhuga með sjúkrafiutningi féiaga síns. DV-myndS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.