Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Columbía: Fjórir geimfarar iara í loft í henni nk. fimmtudag og er það fjöl- mennsta áhöfn til þessa. SKUTLAN í GEIM- FERÐ í VIKUNNI með fjóra geimfara innanborðs og2fjarskiptahnetti Geimferðastofnunin í Bandaríkj- unum segist ákveðin í að senda geim- skutluna Columbíu sína fimmtu ferð út í geiminn næsta fimmtudag, jafn- vel þótt ekki verði í tæka tíð gert við bílun í einnistjómunareldflauginni. Bilunin mun vera í öðrum af tveim helium-þrýstistjórntækjum, sem stýra þrýstingnum í eldsneytisgeym- um eldflaugarinnar. Bilun þessi er dýpst inni í skutlunni og tæki marga daga að komast að henni. Eru menn bjartsýnir á að bilunin sé of smávægileg til þess að geta truflað neitt að ráði fyrirhugaða fimm daga geimferð skutlunnar. Columbíu hefur verið flogið f jórar tilraunaferðir en þessi skal verða með raunverulegra sniði, í ætt við það hlutverk sem skutlunni verður ætlaö að gegna, en það eru manna- og birgðaflutningar út í geiminn. Hún mun flytja að þessu sinni fjóra geimfara, tvo fjarskiptahnetti og ýmsan vísindalegan tækjabúnað. Er þetta stærsta áhöfn sem til þessa hefur farið meö einu og sama geim- farinu. Áhöfnin er undir forystu Vance Brand, geimfara úr Apollo áætlunum, en flugmaöur verður Robert Overmeyer. Aðalverkefni geimfaranna er að koma fjarskiptahnöttunum, sem eru í einkaeign, fyrir á hringbraut um- hverfis jörðu. Þegar hnettimir verða lausir við skutluna verða þeir drifnir enn lengra frá jörðu af eigin eld- flaugarafli. Á fjórða degi ferðarinnar eiga tveir geimfarar að taka sér þriggja stunda gönguferö út í geiminn. Slikt hefur ekki verið reynt síðan 1975 í sameiginlegri geimferð Bandarikja- manna og Sovétmanna. Verkfall í Nígeríu 30.000 hafnarverkamenn í Nígeríu gru nú í verkfalli til að krefjast hærri launa. Er þetta þriðja verkfall þeirra á sex mánuðum. Síðasta verkfallinu, í júní í sumar, lauk með því að stéttarfélag þeirra samþykkti að láta sér nægja loforð um aðkaupkæmitiimeöað hækkaísam- ræmi við setta stefnu stjómarinnar á árinu 1982. Jafnframt áttu þeir að fá bónus fyrir árið 1981 innan viku. Fulltrúar verkalýðsfélagsins segja aö þeir hafi gefið 21 dags frest í sl. mánuði til að gefa framkvæmdastjóm- inni svigrúm til að bera fram tillögu en að hún hafi enn ekki gert það. Verkfall hafnarverkamannanna stóð yfir í fjóra daga í júní en í maí voru þeir í viku verkfalli. Pólsk yfirvöld vara stranglega við verkföllum Pólska stjómin segist munu beita öllum ráðum til þess aö hindra mót- mælaaðgerðir og verkföll, sem neðan- jaröarsamtök Einingar hafa boðaö til á morgun. Samtímis tilkynntu yfirvöld að einn af fimm foringjum samtak- anna hefði verið handtekinn. Að loknum rQfisráösfundi í Varsjá í gær var gefin út tilkynning þar sem sagt var „að ekki mundi verða hikað viö að beita öllum tiltækum ráöum til þess að viðhalda friöi, tryggja öryggið og vinnufriðinn,” ef menn tækju ekki rökum. öryggissveitir hafa haft sig furðulít- ið í frammi miðaö við áður þegar verkföll hafa verið í vændum. En menn segja að flokkskommissarar hafi verið þeim mun ötulli inni á vinnustöðum. Þeir hafa beitt loforöum og hótunum og öllum hugsanlegum rökum til þess að fá fólk ofan af því aö taka þátt í mót- mælaaðgerðum. Starfsmenn skipa- smíöastöðvanna í Gdansk hafa fengið laun sín hækkun þennan mánuð. En á stöku vinnustað hefur einn og einn starfsmaður sem yfirvöld hafa haft illan bif ur á verið f jarlægöur. Hin opinbera fréttastofa greinir frá því að Piotr Bednarz, foringi Einingar í Wroclaw, hafi verið handtekinn ásamt tylft annarra á sunnudaginn. Bednarz hafði ekki veriö nema mánuö í foringjahlutverkinu en fyrirrennari hans var handtekinn í síöasta mánuði. Viðvörun herlagastjórnarinnar til verkalýðsins var birt í kjölfar tíöind- anna um að Jóhannes Páll páfi mundi koma í heimsókn til Póllands 18. júní í sumar. Þessi heimsókn hafði áður verið fyrirhuguð í ágúst siöasta sumar en verið frestað, því að pólsk yfirvöld töldu ástandiö ekki nógu tryggt. Var- sjárstjómin segir að af heimsókninni geti ekki orðið nema ró og friður ríki heima fyrir. Rannsókn á f jöldamorðunum í Beirút: Begin tók ekki eftir viðvörunum foringjans Menachem Begin, forsætisráðherra ísraels, sagði í vitnaskýrslu við rann- sókn fjöldamorðanna í Beirút í gær að hann hefði ekki frétt af atburðum í flóttamannabúðunum fyrr en hann heyrði útvarpsfréttir BBC síðdegis á laugardegi (tveim dögum eftir að fjöldamorðin hófust). Hann virtist láta þaö koma flatt upp á sig þegar greint var frá því við yfir- heyrslur rannsóknarnefndarinnar í gær að Rafael Eitan yfirhershöfðingi hefði varað við hættu á blóðbaði. Begin sagði nefndinni að enginn hefði getað séð það fyrir að líbönsku falangistarnir mundu fara með f jölda- morðum á hendur óbreyttum borgur- um þegar Israelsher leyfði þeim að fara inn í Sabra- og Sjatila-flótta- mannabúðirnar 16. september. Var forsætisráðherranum þá rétt fundarskýrsla frá ríkisstjómarfundi nokkram klukkustundum eftir að falangistar fóra inn í búðimar. Einn úr rannsóknarnefndinni las upp hvar Eitan hershöfðingi hafði varað ráðherrana við því að falangistar mundu grípa til hefndaraögerða sem ættu engan sinn lika. ' Þá þegar munu nokkrir drúsar hafa verið myrtir en Eitan sagði við ráð- herrana: „Eg sé það í augum þeirra (falangista) eftir hverju þeir eru að bíða.” Begin sagöist ekki hafa tekiö eftir þessu því að hann hefði verið önnum kafinn við að pára niður nokkra minnispunkta. Þetta er í fyrsta sinn sem fram kemur hvað Eitan hershöfðingi hafði sagt þegar hann kom fyrir rannsóknarnefndina. En yfirheyrsla hans fór fram fyrir luktum dyrum. — Aðrir foringjar úr hemum hafa sömuleiðis borið að þeir hafi kviðið blóðbaði þegar falangistum var hleypt inn í búðirnar. Nefndinni hefur þegar verið skýrt frá því að áhafnir ísraelskra skrið- dreka hafi séö til fjöldamorðingjanna að verki og tilkynnt yfirmönnum sínum það 17. september (fóstudag). Nauðlentu loftbelgn- um eltír stutt flug Tilraun tveggja bandarískra loft- fara til þess að svífa umhverfis hnöttinn í loftbelg entist ekki nema fjórtán klukkustundir. Þeir neyddust til þess að lenda viö þjóðveg einn í Kanada, eftir að leki kom að loft- belgnum. Þeir höfðu lagt af stað frá Rapid City í Suður-Dakóta á sunnudags- kvöld í loftbelg sínum „ Jules Veme” en sendu út neyöarkall í gær og hafði kanadiski flugherinn upp á þeim þar sem þeir vora á niðurleið. Loftbelgurinn með þeim Maxie Anderson og Don Ida kom niður í skógi einum en þá sakaði þó ekki. Hins vegar sýnist loftbelgurinn vera ónýtur eftir þá lendingu. Þetta er í annað sinn sem þeir tvímenningar reyna hnattflug í loft- belg. 1 fyrra lögðu þeir upp i slíkt ferðalag frá Luxor í Egyptalandi en urðu að gefast upp í IndlandL — Anderson var í áhöfn loftbelgs sem fyrst varð til þess aö fljúga yfir Atlantshafiö milli Ameríku og Evrópul978. Þeir ætluðu sér að fljúga umhverf- is hnöttinn á aöeins tíu dögum en ákváðu að nauðlenda í Kanada, þegar þeir urðu varir við lekann í gær. Annars áttu þeir á hættu að reka yfir Atlantshafið í biluöum loft- belgnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.