Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Blaðsíða 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Ásgeir Guðmundsson, Sigríður Jónsdóttir og dóttir þeirra, Margrót. DV-myndir B.H. „Afstaða skólastjór- ans afgerandi” Þegar sú kynslóð sem nú stendur í fullum blóma var aö vaxa úr grasi þekktist ekki annaö en samfelldur kennslutími og þaö heföi ekki þýtt aö bjóöa foreldrum og nemendum upp á þærtætingslegu stundaskrár, semnú þekkjast. Hvernig þessi öfugþróun hefur oröiö er ekki gott aö segja um en þaö er nú oft þannig að erfitt er aö losna viö aflægisháttinn þegar hann hefur hreiðraö um sig í kerfinu. For- eldrafélögin hafa látiö þetta mál til sín taka og mörg önnur sem varöa samstarf skóla og heimila. Fjölmargir ágætir skólamenn hafa beitt sér fyrir framgangi þessara félaga þótt þau hafi einnig víöa mætt óvild og andstöðu. Ásgeir Guðmundsson, núverandi for- stöðumaður Námsgagnastofnunar, er einn af frumkvöðlum foreldra- félaganna. Hann hafði kynnst for- eldrafélagi Laugarnesskóla þegar hann kenndi þar ungur maöur áriö 1953. Því miður lognaöist þaö félag út af áriö 1953. Ásgeir og kona hans Sigríður Jónsdóttir, sem nú er náms- stjóri í samfélagsfræðum, dvöldu um sinn í Skandinavíu og kynntust þar nútima skólastarfi. Þegar þau komu heim til starfa aftur tók Ásgeir við stjórn Hlíðaskóla, beitti sér þar fyrir ýmiss konar nýlundu ásamt sínu samstarfsfólki þar á meðal stofnun foreldrafélags áriö 1970. Foreldrafélögin brúa bilið „Margir höföu litla trú á þessu í byrjun,” sagöi Ásgeir. „Skólinn var afskaplega lokuð stofnun í þá daga og ekki vel þegið aö aörir rækjust þar inn en kennarar og nemendur. Þetta fór rólega af staö, menn voru aö kanna ótroðnar slóöir og þaö lá ekki ljóst fyrir hvaða hlutverk foreldra- félögin myndu taka aö sér. Þaö er líka óhætt aö segja aö kennarar voru ekki tilbúnir til þess aö hleypa for- eldrum inn á gafl hjá sér í kennslunni en smám saman varö allt liprara. Menn fóru að skilja aö þaö var mikilvægt fyrir skólann og for- eldrana aö hafa samband og samstarf. Foreldrafélögin hafa brúaö biliö milli heimilanna og kennslustofanna, þau hafa opnað nýjar leiöir til samskipta milli for- eldra og kennara. Hér áður fyrr ákvað kennarinn einn hvenær kalla skyldi foreldra til viðtals og þá vissu líka allir aö eitthvaö alvarlegt var á seyöi. Þaö má nærri geta hvemig foreldrunum leið þá að þurfa aö arka upp í skóla og standa þar augliti til auglitis viö lærifeður barnanna sinna. Enþetta hefur gjörbreyst. Nú vita allir aö þessi samskipti eru barninu fyrir bestu og þau efla á- byrgðartilfinninguna hjá báðum aðilum.” Foreldrafélög Baldur Hermannsson Gagnrýni á stundaskrá — Nú hafa foreldrafélögin fengið nokkuð misjafnar undirtektir meöal kennara og skólastjóra. ,,Já, afstaöa skólastjórans er alveg afgerandi í þessu efni. Það hlýtur aö vera mjög erfitt fyrir for- eldrafélag aö starfa aö gagni fyrir skólann ef það mætir andstöðu innan hans.Eitt af því sem foreldrafélögin hafa hjálpað til með eru endurbætur á stundaskránni. Skólarnir hafa sætt stööugri gagnrýni fyrir sundurtætta stundaskrá og þessi gagnrýni hefur örugglega haft mikil áhrif til bóta á þá sem um hana fjalla. Þaö er meö foreldrafélögin eins og hvern annan félagsskap aö stundum er líf í tusk- unum en á milli koma lægðir. Þetta veltur mikið á þeim einstaklingum semtil forystu veljast.” „Smákóngarnir óttast breytingar —og lokast inni meö vandamálin” Kári Arnórsson skólastjóri Foss- vogsskóla hefur beitt sér fyrir margskonar nýbreytni í kennslu sem kunnugt er. Það hef ur löngum gustaö kringum þennan mann og eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti þeirra nýjunga sem hann hefur innleitt. Við spurðum hann álits á foreldra- félögunum. „Viö höfum nú nokkuð sérstaka reynslu af þessum málum því aö Fossvogsskóli er tilraunaskóli. Þaö var strax í upphafi mikill áhugi hjá vissum hópi foreldra að stýöja þennan skóla og þessi hópur varö síðan kjarninn í foreldrafélaginu þegar þaö var stofnað 1973. Viö vorum að brydda upp á nýju kennsluformi, markmiö okkar var að leggja meiri rækt viö einstakling- inn en gert haföi veriö og þetta ýtti undir forvitni og áhuga foreldranna. Stuðningur þeirra var okkur ákaf- lega mikils virði. Hann nýttist meöal annars vel til þess að bæta aöstööu skólans því að ekki var búið að byggja nema hluta hans þegar viö hófum kennslu. Þetta er eitt dæmi um það hvemig foreldrafélög geta gagnast skólunum. En þegar frá leið komu upp ýmsar efasemdir, fólk vildi kynnast kennslunni betur og þá hleyptum viö af stokkum heilmikilli kynningarráöstefnu. Hún stóð í vikutíma og sóttu hana allt aö 700 manns.” — Hafa einhvern tíma oröiö á- rekstrar milli foreldrafélags og kennara? ,,Ég get ekki sagt aö þaö hafi beinlínis komið til árekstra, enda er þaö regla í foreldrafélaginu, sem kannski mætti taka til endur- skoöunar, að þaö sinnir ekki á- greiningi sem upp kann aö rísa milli kennara og einstakra nemenda eða nemendahópa. Viö höfum líka komist hjá deilum vegna stunda- skrárinnar, vegna þess að hjá okkur er þaö grundvallaratriöi aö hafa samfelldan kennslutíma. Þaö getur veriö torsótt að koma slíku viö í skólum sem búa viö erfiðar aðstæöur en ég held aö skólamir geti oftast gert miklu meira átak til aö hafa kennslutímann samfelldan. Þetta er eitt helsta baráttumál kennarasam- takanna, þaö er einnig vilji nemenda og foreldra og hlýtur því aö vera eitt af brýnustu verkefnum foreldra- félaganna aö vinna aö þessu mark- miöi.” — Hvemig lætur kennumm aö vinna meö foreldrafélögunum? „Áöurfyrr var tilfinning foreldra sú aö þeim væri haldið fyrir utan skólaveggina og fengju ekki aö kynn- ast námsaðstööu bama sinna en þetta hefur breyst mikið. Náin sam- vinna skóla og foreldra er mjög nauösynleg og yngri kennarar em yfirleitt opnir fyrir þessari nýbreytni. Þaö er helst aö eldri kenn- arar sem verið hafa einskonar smá- kóngar í ríkjum sínum vilji sitja á- fram að sínu, þeir óttast breytingar en lokast þá jafnframt inni meö vandamál sín og það er hvorki þeim né nokkrum öörum til góös.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.