Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982 13 sama áratug voru til fyrirtæki meö síst minni fjármagns- og vinnuafls- kostnaö og raunar hærri raf- orkukostnaö, sem skiluðu samt rekstrarhagnaði. Það er ekki til neitt einfalt svar viö þessari spumingu. Ef þaö væri til, lægju nú sjáifsagt fyrir einhverjar breytingar á starfs- skilyrðum Svisslendinganna í Straumsvík. En margt bendir til, að ÍSAL greiöi móðurfyrirtæki sínu miklu hærra verð fyrir aöföng sín og hljóti miklu lélegra verð fyrir afurðir sínar frá móðurfyrirtækinu en almennt gerist i viðskiptum milli óskyldra aöila. Það er hins vegar af- ar erfitt að sanna nokkuð í þessu máli vegna þess að langflestar ál- stöðum samninga um verð, oft vegna þess að fyrirtæki eru að flytja ágóða sinn á milli einstakra deilda í mis- munandi löndum, til að greiða sem minnsta skatta. Þegar við íslendingar ákváðum (með lögum) að bjóða erlendu fyrirtæki af þessari stærð að starfa á Islandi, en grundvallaratriði með hvaða hætti þjóðin eigi að tryggja hlutdeild sina í arðsemi af rekstrinum til langs tíma. öllum má vera ljóst í dag — og það lá raunar fyrir alveg frá upphafi — að Swiss Aluminum ræður bæði verði á aöföngum og af uröum og getur haft í hendi sér hvort ISAL er rekið með gróða eöa tapi. Erlendu eigendurnir magna ævintýrið, sem lækkar skatt- stofn íslenska ríkisins ennþá meira. Þetta leiðir um síðir til þess, eftir margra ára taprekstur, að skuld- staða ISAL miðað viö eigið fé fer að líkjast efnahag íslensks útgerðar- fyrirtækis, en ekki því sem maður á að venjast um erlend hlutafélög. Og þá vaknar spurningin hvers vegna erlendir bankar og lánastofnanir taka þátt í því að lána upp fyrir hausinn á ISAL. Ein skýringin gæti verið sú, að ISAL standi hvergi sem formlegur lántakandi, heldur sviss- neska móðurfyrirtækið. önnur möguleg skýring gæti verið sú, að lántökumar séu aö mestu á milli skyldra aðila. Þriðja mögulega „Það getur verið að forstjóra ISAL hafl tekist að læða þelrri hugsun inn hjá islenskri alþýðu, að það sé af góðvild Sviss- lendinganna að álverið sé enn gangandi.” bræðslur eru hluti af stórfyrir- tækjum sem eiga bæði aðfanga- og afurðasala framleiðslunnar. Aðeins lítill hluti viðskiptanna fer þannig fram á milli óskyldra aðila. Að auki er yfirleitt mikil leynd yfir niður- geta skipað ISAL aö kaupa aðföng á sífellt hærra verði og greitt sífellt minna fyrir afuröimar, sem lækkar skattana til islenska ríkisins, og síðan er ISAL látið taka sífellt meiri lán á erlendum mörkuðum til að fjár- skýringin gæti verið sú, að hinar erlendu bankastofnanir hafi betri innsýn um endurgreiðslugetu ISAL en islensk skattyfirvöld sem aðeins hafa í höndum rekstrar- og efnahags- reikninga ISAL. Þetta ætti að segja hverju mannsbarni, að það er óskynsamlegt að byggja tekjuhlut- deild okkar Islendinga af álverinu — greiðsluna fyrir að fá að hafa framleiðslu i landi okkar með öllum sérívilnunum sem ISAL hefur fengið — á framlögðum reikningum ISAL Raforkuverð áttfaldað? Það er vert aö ræða hér hug- myndina að breyttu tekjuskiptakerfi milliSwiss Aluminiumannarsvegar og islensku þjóðarinnar hins vegar. Síðustu árin hafa kostnaðarliöir af erlendum toga (sem móðurfyrir- tækið selur ISAL) hækkað miklu þjóðarbúið mikiar skuldbindingar og litlar tekjur. I þessari stöðu hafa stjórnvöld bara um tvo kosti að velja: annaðhvort að hækka verð á raforku til ESAL, þannig að það nemi aldrei minna en 60-70 prósent verðs til venjulegra notenda, eða að finna nýjan notanda Búrfelisraforkunnar, sem vill greiða hærra verð en Sviss- lendingamir. Þessi verðhækkun á raforkunni — ef til vill þreföidun á raforkuverði til ISAL — er þá aðeins lausn á hluta af vandanum. Það þarf aö tryggja eðlilegar skatttekjur til íslenska ríkisins (og eigenda þess, þjóðarinnar) með sköttun á aöstöðunni i heild sinni; að fá aðgang A „Þannig mætti hugsa sér að eldri skatt- ^ stofnar verði felldir niður og raforkuverð sjö- tiláttfaldað.” meira en innlendu kostnaðarliðimir. Hlutdeild innlendra launþega og orkuseljenda hefur lækkaö í erlendri mynt reiknað. Spegilmyndin að baki lækkandi hlutdeild orkunnar er að finna í sífelldum orkuverðshækkun- um til annarra innlendra neytenda, sem í senn þurfa að taka á sig æ stærri hlutdeild í greiðsluskuld- bindingum vegna gamalla orkuvera og æ þyngri skuldabagga af nýjustu orkuframkvæmdum. Síminnkandi launahlutdeild á erlendum verðgmnni hefur hins vegar ekki valdið því að álstarfsmenn hafi dregist aftur úr öðum starfshópum á innlendum vettvangi. Allt bendir til hins gagnstæða. Að hluta til má rekja ástæðuna til þess hvað ódýr orkusala til álversins hefur leitt yfir aö ódýru hæfu vinnuafli aö fá ódýra höfn, að fá að menga íslenska náttúru, að f á hagkvæma raforku, að fá aðild að hagkvæmni íslenskra tollasamninga í viðskiptum við erlenda aðila en vera tollfrjálsir sjálfir, o. fl. Álversmenn geta enda- laust villt á sér heimildir hvað varðar tekjur og framleiðslumagn svo óhæft er að byggja skattstofn á þeim upplýsingum. Á hinn bóginn geta þeir ekki dulið okkur neins um magn aðkeyptrar orku sem þar með er mjög hagkvæmur skatttekjustofn. Þannig mætti hugsa sér að eldri skattstofnar verði felldir niður og raforkuverð sjö til áttfalda. Birgir Bjöm Sigur jónsson, hagfræðingur. Hvemig fást góðar kartöflur? Grein þessari er ætlað að vera smá-innlegg í opinberu umræðu þá er á se'- stað um kartöflur og það sem þeim viðkemur. Sem kartöflu- raktandi fylgist ég með opinberum fréttum og skrifum um kartöflurækt og er vægt til orða tekið ákaflega óhress. Oft á tíðum trúi ég vart augum eða eyrum þegar ég innbyrði opinbera i umfjöllum um blessaðar kartöflum- Sem svokallaöur stórræktandi, (þýðir trúlega, ræktar mikið, hvað sem það er), þarf ég aö þola að vera rægður og sakaður um að vera óhæf- ur framleiðandi, eyðileggja kartöfl- urnar með stórvirkum vélum og jafnvel tahnn vera að venja þjóðina af því að borða kartöflur. Mér er kunnugt um að á meðal forustu- n .anna bænda er þeirri skoðun haldið fram að hentugra sé að kartöflurækt sé haldið sem hliðarbúgrein og þá gjaman samhliða hefðbundinni land- úiiaðargjai^fcanda vandit hvar sem er og hvenær sem er. Það er ekki vist að öllum landsmönnum sé það ljóst að tU að framleiða og selja kartöflur þarf að framfylgja lögum frá Alþingi sem. segja að Grænmetisverslun landbúnaðarins hafi einkasölu á kartöflum til þeirra sem borða. Svo er ákveðið kerfi i gangi sem á að sjá um að allt sé í lagi. En svo er bara ekki allt í lagi og Kjailarinn fólk. Við njótum því miður ekki sann- mælis. Það er viða pottur brotúin og er of langt mál að telja upp hér. Er í raun svo fáránlegt að erfitt er að trúa, að þetta sé ekki leiðindadraum- ur. Þaðstvttiríaðþaðsékomiðnógu mikið efni í heila bók sem hægt væri að kasta i jólabókaflóðið. Samstarfs- nefnd un: flokkun og meðferð kart- aflna ætu að vera ljóst að það verður ekki liðið af hálfu svokaUaðra stór- ræktenda að niöurstaða nefndarinn- ar verði svipað rugl og i gUdi hefur verið. Það er Uðin tið. Framfarir Það er nokkuð ljóst að tU þess að hægt sé að rækta kartöflur af ein- hverju viti hérlendis verður að skapa starfsgreininni viöunandi skUyrði. Það þarf aö koma kartöflum til neyt- | enda án teljandi skaða. Það þarf að stórauka valfrelsi í verslunum. Þaö þarf að halda upp Unnulausum áróðri fyrrr kartöflum. Reynslan sýnir að ekki veitirj upptökuna. Geti síður forðað henni undan frosti og verði að hafa meiri hraða á við upptökuna en æskilegt væri. Þar með er ekki sagt að bóndi með 10 ha eða jafnvel 30 ha geti ekki framleitt fullt eins góðar og útlits- fallegar kartöflur og smáfram- leiðandinn. Líkurnar á því gagn- stæða eru aðeins meiri. Fyrst eftir að kartöflur eru settar í geymslu á að geyma þær í allt að 3 vikur við 12—15°C. Þá gróa sár fljótt og myndast nýtt hýði á tiltölulega skömmum tíma. Eftir þennan sára- græðslutima eru kartöflumar hafðar í kulda, um 4°C, þar til þær eru stærðarflokkaðar fyrir sölu og úr þeim tíndar sýktar og útlitsljótar kartöflur. Þegar kartöflur eru settar í flokkunarvél þá þarf helst að vera búiö að hita þær upp í allt að 12°C. Þá er einnig minni hætta á skemmdum á hýði. Sumir bændur nota eflaust þessa aðferð, sem hér hefur verið nefnd, og fá fyrir bragðið minna af útlitslj ótum kartöflum. Sumir kartöflubændur hafa fullyrt að þeir séu skyldugir að bursta kartöflurnar áöur en þær eru settar á markaðinn. I reglugerð um mat og flokkun kartaflna, sem hefur verið í gildi síöastliðin 20 ár, er ekkert tekið fram um burstun kartaflna aðeins stendur „aö kartöflur skulu vera þurrar og heilbrigðar, vel með famar og fallegar útlits”. Þetta á við 1. f lokk, sama gildir að mestu um hina flokkana einnig. Þaö er ætlast til aö kartöflum sé skilað að mestu lausum við jarðveg. Það má fallast á að betra er að smávegis jarðvegur fylgi kartöflunum heldur en að þær séu nær afhýddar með burstun. Kartöflur eru mjög viðkvæmar fyrir öllu hnjaski. Einhvers staðar stendur ,,að meðhöndla skal kart- öflur eins varlega og egg”. Flestir kartöflubændur hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir þessari staðreynd og haga sér samkvæmt því í meðf erð kartaflna. Að hverju er stefnt? Samstarfsnefnd sú, sem áður er vitnað í, er nýlega skipuð til 4ra ára. Verkefni nefndarinnar er m.a. að gera tillögur að reglum um flokkun og matá kartöflum. Þaö er vilji fyrir því í nefndinni aö skila tillögum að reglum sem hægt verði að vinna eftir og að þær reglur stuöli að betri kartöflum frekar en hið gagnstæða. Allir nefndarmenn vilja samræma sjónarmið framleið- enda og neytenda. Því hagsmunir þessara hópa fara saman. Ennfrem- ur hefur það komið fram að taka skul upp svokallaðan úrvalsflokk. Þar verða teknar að mestu gallalausar, bragðgóðar kartöflur. Einnig er ætlun að bæta við flokki með smáum kartöflum 33—35 mm. Það er stað- reynd að smáar kartöflur eru eftir- sóttar af mörgum vegna bragðgæða. Þaö verður að gera nokkuð strangar kröfur um útlit þessara minni kart- aflna, að þær séu að mestu lausar viö skemmdir. Ef það markmið næðist aö neyt- endur gætu verið öruggir um að kart- öflur sem þeir kaupa í næstu mat- vöruverslun séuósýktar, bragðgóöar og hreinar þá verður ekki kvartað yfir innlendum kartöflum, þótt þær væru verulega miklu dýrari en inn- fluttar. Enda má staðhæfa að það jafnast engar kartöflur á við góðar íslenskar kartöflur, þar á ég við gull- auga, Helgu og rauöar ísl. Að flestra dómi, sem fengið hafa þessi kartöfluafbrigði hrein og óskemmd, hæfilega soðin, án auka- bragðs, eru fáar kartöflur sem standast þeim samanburð hvað bragðgæði áhrærir. Vonandi tekst með sameiginlegu átaki að tryggja framleiðendum gott verð fyrir framleiðsluna og neytend- umgóða vöru. Kveðja til Tryggva L. Skjaldarsonar Það er ekki hægt að ljúka þessum pistli nema minnast örlítið á höfund kjallaragreinar þeirrar sem vitnað hefur verið í hér áður. Hann telur aö stórframleiðandi í kartöflum sé lík- legri til að framleiöa ódýrt en smáframleiðandinn. Þaö þjóni því hagsmunum neytenda betur að hafa stórframleiöendur en marga smáa. Þetta er ekki nein algild regla. Framleiðni byggist ekki eingöngu á landstærðinni heldur miklu frekar á uppskeru eða nýtanlegri uppskeru. Þannig getur bóndi, sem hefur kart- öflurækt sem aukabúgrein, alveg eins ræktað kartöflur með góðum árangri og sérhæfði kartöflufram- leiðandinn. Flestir neytendur láta sig litlu varða hver ræktar kartöflumar hvort það eru örfáir framleiðendur eða margir. Neytand- inn vill góðar kartöflur, aðrar em kröfur hans ekki. Varðandi verðið þá gerir hann ekki athugasemd þótt það sé verulega hærra en eriendis. Tryggvi heldur því fram að gæði kartaflna ráðist ekki af stærð búanna. Þetta getur verið rétt hjá honum og einnig snarvitlaus fullyrð- ing. Því þar vantar alveg saman- burð. Hvað sem því líður þá hefur gæðum kartaflna heldur hrakað á síðustu 10—15 árum. Sérstaklega hvað varðar útlit. Það verður aö viöurkennast, þótt leiðinlegt sé. Aö siðustu langar mig að benda Tryggva á, þótt það þjóni litlum til- gangi nema sögulegum, að þrátt fyrir mína vanþekkingu í ræktun og meðferð kartaflna að hans mati, var hægt að notast viö mig sem leiðbein- anda á því sviði í 20 ár. Ennfremur vil ég geta þess að kartöflur hefi ég ræktaö í 30 ár. Þá er einnig hægt að tína til aö Tryggvi nýtur þess von- andi eins og flestir ræktendur kart- aflna i landinu að geta notað ill- gresiseyðingarlyf í kartöflugörðum með góðum árangri. Þar hefur ekki orðið nein breyting síðan ég gerði til- raunir með mismunandi lyf og gaf út leiöbeiningar um notkun Afalons. Þrátt fyrir að ég hafi nú starfað sem „fjölmiðlamaður bænda” í 7 ár, hefi ég ekki orðið var við neinar umtalsverðar breytingar í leið- beiningum til kartöfluræktenda um eyðingu illgresis, frostvöm, áburð eða annað sem skiptir vemlegu máli í ræktun þeirra. Agnar Guðnason, blaðafulltrúi bændasamtakanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.