Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Blaðsíða 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982 31 Andlát Páll Einarsson frá Mórastöðum í Kjós, fyrrverandi húsvörður, Hátúni 12, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. nóvemberkl. 10.30. Elísabet Helgadóttir er látin. Hún fæddist 26. nóvember árið 1898 í Reykjavík. Elísabet kvæntist Bjama Bjamasyni kennara, en hann lést áriö 1961. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Elísabet lauk kennaraprófi í handavinnunámi árið 1937. Starfaði hún síðan alla tíð við Austurbæjarskól- ann. Utför hennar verður gerð frá Fríkirkjunni í dag kl. 13.30. Jón M. Sigurðsson frá Hjalteyri, Gnoöarvogi 38, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 15. Sigurjón Böðvarsson, Vogatungu 4 Kópavogi, andaðist í Landakotsspítala 7. nóvember. Hafsteinn Haraldsson, Bragagötu 23, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 10. nóv. kl. 13.30. Pálína Jóna Halldóra Halldórsdóttir Benoto verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 11. nóv. kl. 15. Elisabet Friðriksdóttir, Bræðra- borgarstíg 34, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. nóvember kl. 15. Gunnlaugur Jónsson frá Króki lést sunnudaginn 7. nóv. Sigurbergur Hjaltason, Kaplaskjóls- vegi 31, andaöist 6. nóvember sl. Jón S. Jónsson frá Purkey, Klofnings- hreppi Dalasýslu, andaðist í sjúkrahúsinu Stykkishólmi 7. nóvem- ber. Guðni Jónsson, fyrrverandi bóndi að Jaðri Hrunamannahreppi, til heimilis aö Langageröi 15 Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 7. þ.m. Kristín Helgadóttir, Njálsgötu 43, andaðist á Elliheimilinu Grund föstudaginn 5. nóvember. Jónina Kristin Magnúsdóttir, Borgar- holtsbraut 25 Kópavogi, lést í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 6. nóv. Edda Bjömsdóttir, Hringbraut 10, andaðist í Borgarspítalanum aðfara- nótt 6. nóvember. Sæmundur E. Kristjánsson vélstjóri, Reynimel 88, lést í Landspítalanum 5. nóvember. Aðalbjörg Ölafsdóttir, Ljósheimum 20 Reykjavik, lést í Landspítalanum laugardaginn 6. nóvember. Baldvin Sigurvinsson bóndi, Gils- f jarðarbrekku, verður jarðsunginn frá Garpdalskirkju laugardaginn 13. þ.m. kl. 14. Minningarathöfn verður haldin í Fossvogskirkju í dag, þriðjudag, kl. 13.30. Fundir Bella Hvítabandskonur Munið fundinn að Hallveigarstöðum þriðjudaginn 9. nóv. kl. 20 stundvíslega. Helgi Kristbjamarson læknir flytur erindi um svefn og svefnörðugleika. Mætið vel og bjóðið gestum. ( ©SAMHYGЩ) Hefurðu áhuga á að kynnast Samhygð? Kynningarfundir aUa mánudaga kl. 20.00, aUa þriðjudaga kl. 18.00 og 20.30 og aUa miöviku- daga kl. 20.00 að Ármúla 36, uppi. (Gengið inn frá Selmúla). Félagssamtök og aðrir sem hafa áhuga á að fá kynningu til sin geta hringt í sima 37829 mUli kl. 16 og 18 aUa virka daga. I gærkvöldi í gærkvöldi Kvennadeild Breið- firðingafélagsins heldur fund miðvikudaginn 10. nóvember í Bústöðum kl. 20.30. Snyrtivörukynning. Stjórnin. JC Breiðholt Klúbbarnir öruggur akstur, Samvinnu- tryggingar í Reykjavík. Almennur Borgara- fundur. Getum við dregið úr tíðni umferðarslysa? Hvar kreppir skórinn í þeim efnum? Eru ein- hverjar úrbætur á döfinni í þessum málum? Við vUjum hvetja þig til þess að koma á opinn almennan borgarafund um umferðarmálin fimmtudaginn 11. nóvember 1982 að Hótel Sögu Súlnasal kl. 20.00, hlýða á framsögu- erindi um þessi mál og taka þátt í opnum umræðum á eftir. Við vUjum heyra þitt áUt, það getur skipt sköpum í baráttunni gegn umferðarslysum. Okeypis kaffiveitingar verða á fundinum og erum við sannfærð um að við förum ÖU mun fróðari heim eftir fundinn en áður. Fjölmenn- um, þín þátttaka er mikUvæg. Ávarp: Ágúst Már Grétarsson forseti JC Breiðholti. Frummælendur: Baldvin Ottós- son, formaður landssambands klúbbanna öruggur akstur. Rögnvaldur H. Haraldsson, fulltrúi. Oskar Olason, yfirlögregluþjónn. Oli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðar- ráðs. Fundarstjóri Erlendur Kristjánsson, JC Breiðholti. ATH. Þingmönnum Reykjavíkur, borgarfuU- trúum og forustumönnum í umferðarmálum boðið sérstaklega. Tilkynningar Tónleikar Vegna mikUlar aösóknar flytur Kór Lang- holtskirkju Requiem eftir Wolfgang Amadeus Mozart í þriðja skiptið í kvöld klukkan 21.00. Tónleikamir eru í Fossvogskirkju. Einsöngvarar eru Olöf K. Harðardóttir, Elísabet Waage, Garðar Cortes og HaUdór ViUielmsson. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Islands leika. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Forsala aðgöngumiða er hjá úrsmiðnum Lækjargötu 2, í Langholtskirkju og við inn- ganginn. ABBABABB! Eg segi nú bara eins og bömin ,,er það nú abbababb”. Fóstbræður látnir sitja heila tónleika fyrir aftan hljómsveit og einsöngvara og fá svo rétt aö syngja með tveim öðrum kórum brot úr Finnlandiu. Kaninn hefði nú alveg mátt leyfa þeim aö syngja þó ekki væri nema eitt lag. Annars var dagskráin í sjón- varpinu í gær frá setningu hátíð- arinnar Scandinavia today alveg ágæt. Einsöngvararnir voru vita- skuld frábærir þó ég saknaði þess að sjá engan af okkar ágætu einsöngv- urum þama. Sérlega var gaman að heyra dúettinn úr Töfraflautunni svona á meðan verið er að sýna hana hér. Sjónvarpsdagskrá fór aö öðru leyti mest fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Mér fundust þeir fjandvinirnir orðnir ansi þunnir undir endann og ekki fannst mér sættir þeirra trúlegar í gær. Undir íþróttaþætt- inum svaf ég hreinlega. Mér leiðast íþróttir skelfilega og horfi helst aldrei á þær. Þó man ég eftir einu atriði í íþróttaþætti sem ég horfði á með athygli. Það var þegar um- sjónarmaðurinn sýndi með dæmum það hvernig ekki á að búast til f jall- göngu. Fréttir sjónvarps sá ég ekki heldur. Ég var þakklát því í morgun þegar ég ók til vinnu minnar að daglegt mál var endurtekið. Af því missti ég í gærkvöldi. Eg reyni að láta þann þátt aldrei framhjá mér fara og vildi helst að hann væri fluttur á hverjum degi. Var það ekki svoleiðis í gamla daga? Að lokum langar mig aö þakka fyrir nýtt form á útvarpsfréttum. Þó enn eigi eftir að slípa betur til er þetta form miklu betra núna en það gamla var. Dóra Stefánsdóttir. Háskólatónleikar Fimmtu Háskólatónleikar vetrarins verða haldnir í Norræna húsinu, miðvikudaginn 10. nóvember kl. 12.30. Þar mun Pétur Jónasson gítarleikari leika einleiksverk eftir Narváes, Bach, Villa-Lobos og Moreno-Torroba. Pétur fæddist í Reykjavík 1959. Hann hóf nám í gítarleik 10 ára gamall við Tónlistar- skólann í Garðabæ undir leiðsögn Eyþórs Þor- lákssonar. Sumarið 1978 tók hann þátt í al- þjóðlegu gítamámskeiöi í Frakklandi hjá Lose Luis Gónzalez. Næstu tvö árin nam hann við Estudio de Arte Guitarrístico í Mexíkó- borg þar sem kennari hans var Manuel López.Ramos. Pétur hefur haldið einleikstónleika á Is- Iandi, í Mexíco, Skotlandi, Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Kanada. Hann hefur einnig gert útvarpsþætti í mörg- um löndum. Veturinn 1982 fékk hann styrk frá Menningarsjóði Norðurianda til aö halda tón- leika á Norðurlöndum. Aðgangseyrir að tón- leikunum er kr. 50 en námsmenn greiða aðeins 30 kr. Skipulagning geðheilbrigðisþjónustu Borgar- spítalans. 19. maí 1983 Ingólfur Sveinsson geðlæknir: Streita í daglegu lífi. Félagsvist í saf naðar- heimili Hallgrímskirkju Spiluð verður félagsvist í kvöld í safnaðar- heimili Hallgrímskrikju til ágóða fyrir kirkju- byggingarsjóð og verður byrjað að spila kl. 20.30. Kvenfélag Kópavogs verðiu' með félagsvist þriðjudaginn 9. nóvem- ber í félagsheimilinu kl. 20.30. Allir velkomnir. Fótaaðgerð á vegum Kvenfélags Hallgrímskirkju fyrir elli- og lífeyrisþega er byrjuð og verður hvem þriðjudag á milli kl. 13 og 16 í vetur (inngangur í norðurálmu kirkjunnar). Upplýsingar og tímapantanir í síma 39965. Félag einstæðra foreldra Dregið hefur verið í happdrætti félagsins. Upp komu eftirtalin númer: 5740, 1802, 6702, 5989, 4149, 6349, 689, 7246, 5998, 7076, 440, 3200, 2690. Birt án ábyrgðar. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Umsóknir um skólavist í Dagskóla F.B. á vorönn 1983 skulu hafa borist skrifstofu skólans Austurbergi 5 fyrir 15. nóvember næstkomandi. Nýjar umsóknir um Kvöldskóla F. B. (öldungadeild) á vorönn 1983 skulu berast skrifstofu skólans fyrir sama tíma. Staðfesta skal fyrri umsóknir með símskeyti eða símtali við skrifstofu F.B. sími 75600. Skólameistari. Knattspyrna Fyrirlestrar Geðhjálp, félag geðsjúkra, aðstandenda þeirra og velunnara, mun í vetur gangast fyrir fyrirlestrum um geðheilbrigðismál og skyld efni. Fyrirlestramir verða haldnir á geðdeild Landspítalans, í kennslustofu á 3. hæð. Þeir verða allir á fimmtudögum og hefj- ast kl. 20. Fyrirlestrarnir eru bæði fyrir fé- lagsmenn svo og alla aðra sem áhuga kynnu að hafa. Aðgangur er ókeypis. Fyrirspumir og umræður verða eftir fyririestrana. 25. nóv. 1982 Ellen Júlíusdóttir félagsráð- gjafi: Kynning á starfsemi fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar. 20. jan. 1983 Eiríkur öm Arnarson sál- fræðingur: Fælni og helstu meðferöarform. 17. feb. 1983 Ingólfur Sveinsson geðlæknir: Svefn og þýðing hans fyrir heilbrigði okkar. 24. mars 1983 Jónas Gústafsson sálfræðing- ur: Nýjar aðferðir í geðlækningum. 28. apríl 1983 Elín Snædal félagsráðgjafi: GEÐHJALP Æfingatafia knattspyrnu- deildar Þróttar, gildir frá 10. október Sunnudaga kl. 9.40—11.10 5. flokkur, kl.> 11.10-12.45 M. flokkur, kl. 12.45-13.50 6. flokkur, kl. 13.50-15.10 3. flokkur, kl. 15.10— 16.40 4. flokkur, kl. 16.40-18 2 flokkur. Fimmtudaga kl. 22—23.30 eldri flokkur. Allar æfingar fara fram í Vogaskóla. Mætið stundvíslega. Nýir félagar velkomnir. Stjómin. Æfingatafla knattspyraudeildar Víkings ’82—’83. Réttarholtsskóli: Karlaflokkur Mfl. sunnudagur kl. 16.35—17.50 öldungarsunnudagur kl. 17.50—18.50 2. fl. sunnudagur kl. 15.20—16.35 3. fl. sunnudagur kl. 14.05—15.20 4. fh-sunnudagur kl. 12.50—14.05 5. fl. laugardagur kl. 12.50—14.30 6. fl. laugardagur kl. 14.30—16.10 Kvcnnaflokkur Mfl. föstudagur kl. 21.20—23.00. Yngri flokkur sunnudaga kl. 9.30—11.10. Hjálparbeiðni — fyrir fjölskyldu sem missti eigur sínar í bruna Að vakna á nærklæðunum einum til flótta undan gráðugum tungum eldsins, — þeirri til- finningu verður sjálfsagt aldrei lýst. Heldur ekki þvi að standa og horfa á veraldarauðinn sinn allan hverfa í reyk í myrkur nætur. Þetta fékk fjölskyldan, Dagbjört Eiríksdóttir og Magnús örn Haraldsson, að Bræðraparti v/Engjaveg að reyna fyrir skömmu. Þau em ung, bæði fædd 1955, eiga tvö böm, og af verkamannaiaununum voru þau að spara til betri framtiðar. Um helgina höfðu þau ætlað að fjárfesta í eign, höfðu því tekið út sparifé sitt, og eldurinn náði því líka. AUt, — aUt hvarf í logatungur. Nei, ekki aUt, sjálf uröu þau eftir og bömin þeirra, og þau eiga okkur að bræðrum og systrum. VUt þú minnast þeirra? Hjálpa þeim til þess að ná fótfestu á ný? Prestar prófastdæmisins og ritstjórnir dag- blaðanna munu hjálpa til við að koma framlögum til þeirra. Sjálf hafa þau fengið inni á Hótel Heklu, ef einhver vildi ganga beint til þeirra. Ég trúi því að þau séu enn rík af því að þau eiga okkur, okkur lánsmann- eskjumar að bræðrum og systrum. Sig. Haukur Guöjónsson. Minningarspjöld Minningarkort Barna- spítala Hringsins fást á eftirtöldum stöðum: Versl. Geysir hf., Jóhannes Norðfjörð hf., Hverfisgötu 49, Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, Bókaversl. Snæ- bjamar, Hafnarstræti 9, Bókabúðin Bók Miklubraut 68, Bókabúðin Glæsibæ, Versl EUingsen, hf., Bókaútgáfan Iðunn, Bræðra borgarstíg 16, Kópavogsapótek, Háaleitis apótek, Vesturbæjarapótek, Garðsapótek. Lyfjabúð Breiðholts, Heildversl. Júlíusar Sveinbjömssonar, Garðarstræti 6, MosfeUs Apótek, LandspítaUnn, Geðdeild Bamaspít- ala Hringssin, Dalbraut 12, Olöf Pétursdóttir, Smáratúni 4, Keflavík, Kirkjuhúsið, Klappar- stíg 27. Bókabúðin, Álfheimum 6 Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ v. Bústaðarveg. Bókabúðin Embla, DrafnarfeUi 10. Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58—60 Innrömmun og Hannyrðir, Leirubakka 12. Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Hafnarfjörður: Bókabúð OUvers Steins, Strandgötu 31. Valtýr Guðmundsson, Öldugötu 9. Kópavogur: Pósthúsið. MosfeUssveit: Bókaverslunin Snerra, Þverholti. Minningarkort fást einnig á skrifstofu félagsins Hátúni 12, sími 17868. Við vekjum athygU á síma þjónustu í sam- bandi við1 minningarkort og sendum gird- seðla, ef óskað er, fyrir þeirri upphæð sem á að renna í minningasjóð Sjálfsbjargar. Ólympíuskákmótið: Nýjustu f réttir Myndlist Fínt! Engar stafavillur — bara að þú gætir skrifað bréf fyrirtækisins jafngallalaust eins og einkabréfin þín. Níunda umferð ólympíuskákmótsins í Luzern lauk í gær. Islenska karla- sveitin keppti við Spánverja og fóru leikar þannig: Jón L. Árnason og Martin gerðu jafntefli, Helgi Olafsson tapaði fyrir Sanz, Margeir Pétursson vann Och de Echaguen og Guðmundur Sigurjónsson tapaði fyrir Bellon, eftir að hafa leikið af sér í vinningsstöðu. Spánverjar unnu því með 21/2 vinningi gegn 11/2. Islensku stúlkurnar tefldu við ensku sveitina. Olöf Þráinsdóttir tapaði á öðru borði, Sigurlaug Friðþjófsdóttir vann á þriðja borði og Guðlaug Þor- steinsdóttir á tvísýna skák við Miles á þriðja borði. Kvennasveitin íslenska hefur nú hlotið 14 vinninga og á eina biðskák. Sovétmenn eru nú efstir á mótinu með 24 1/2 vinning og eina biöskák í karlaflokki og 21 vinning í kvenna- flokki. PÁ Afmæli Sýning að Kjarvalsstöðum Dagana 5.—20. febrúar nk. verður efnt til sýningar að Kjarvalsstöðum á verkum ungra myndlistarmanna. Sýningin er haldin á vegum stjórnar Kjarvalsstaða og er þátttaka miðuð við listamenn 30 ára og yngri. Frestur til þess að skila verkum er til 10. janúar nk. Sérstök dómnefnd fjallar um innsend verk, en hana skipa myndlistarmennirnir Einar Hákonarson, Jón Reykdal, Kristján Guðmundsson og Helgi Gíslason, og Þóra Kristjánsdóttir listráðunautur. Þá verður og veittur ferðastyrkur, og velur dómnefndin úr hópi þátttakenda þann sem styrkinn hlýtur. Greidd verða dagleigugjöld fyrir þau verk sem valin verða á sýninguna. Þá er fyrirhugað að flytja verk ungra tón- skálda á Kjarvalsstöðum í tengslum við þessa sýningu. 70 ára er í dag, 9. nóvember, Olafur Guðmundsson veggfóðrarameistari, Stigahlíð 6 hér í Rvík. — Kona hans er Elín Isleifsdóttir. — Olafur er að heim- an i dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.