Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Blaðsíða 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Hér er eitt sýnishorn af takkasíma í hinni nýju söludeild Pósts og síma. Þessi
tegund er til í sex lltum og kostar tskið kr. 2.361.
Takkasímar
í tveimur litum
— hjá Radíóbúðinni
„Viö höfum flutt inn eina tegund
af símtækjum, sem er fáanlegt í
tveimur litum. Þetta er afar vinsæll
H
Þessi sími er af gerðinni U.S. tron,
fæst í versluninni Rafeindatækni og
kostar krónur 1.230.
smásími sem kostar 1.180 kr.,” sagði
Siguröur Guðmundsson sölumaður
hjá Radíóbúöinni. Einnig kom fram
hjá Sigurði að í bígerð væri að flytja
inn fleiri tegundir á næstunni.
Ársábyrgö er á símtækjum sem
seld eru í Radíóbúöinni og viðgeröar-
þjónusta.
-ÞG.
Tækið með skifunni aftar á myndinni kostar kr. 1.019 en það fremra, takka-
tækið, kostar kr. 2.291. Báðar tegundir eru fáanlegar í sex litum.
Verslunin Rafeindatækni meö
200geröir af skrautsímum
„Mest seldi síminn hjá okkur í dag
er lítill bandarískur takkasími sem
geymir síðasta númerið sem hringt
er í,” sagði Jón Sen í versluninni
Rafeindatækni. Síminn kostar 1.230
krónur og er hann látinn liggja eða
festur á vegghengi sem kostar 365
krónur. Þessi tegund er fáanleg í
f jórum litum.
Þá eru þaö símar fyrir smáfyrir-
tæki sem hafa að geyma klukku,
dagatal og sjö mismunandi vekjara-
minni til aö minna mann á að fara á
fund eða annað. Síminn reiknar öll
verslunardæmi, telur hverja sek-
úndu sem símtólið er í notkun og
kostar þessi takkasími kr. 6.669. Sim-
inn er beinhvítur, ljósaborðiö grænt,
en þar sést númerið sem hringt er í.
Sagðist Jón einnig vera með um
200 tegundir af skrautsímum. Þeir
eru fáanlegir úr viði, kopar,
postulíni, leðri og alla vega efnum. Á
þeim eru gylltir málmfletir úr 18
karata gulli. Þeir eru á verðinu ffá
2.500 í 20.000krónur.
„Viö erum að sjálfsögðu meö eins
árs ábyrgð á öiium símunum og
einnig er hægt að treysta á að fá
varahluti í símana fimm ár fram í
tímann,” sagði Jón Sen aö lokum.
-RR.
Símakerfi sem er hannað fyrlr stór og smá fyrlrtæki og er fáanlcgt í tveimur
stærðum. Kerfi fyrir tvær bæjarlínur og sex talfæri kostar kr. 55.000 (þá eru
línurnar ekki innif aidar eða önnur talf æri).
cortso
MIKK) ÚRVAL SÍMTÆKJA HJÁ SIMCO
Lítill takkasimi með minni á siðasta
númer. Radióbúðin selur hann og kost-
ar tækið kr. 1180.
„Við erum með um fimmtán
tegundir símtækja, auk þess veljara
og símsvara,” sagði Hrafn Sturluson
simsmiöur hjá fyrirtækinu Simco sf.
þegar spurst var fyrir um úrval sím-
tækja á þeim bæ.
Eftir breytingu á reglugerð um
innflutning símtækja hafa nokkur
fyrirtæki hafið innflutning á tækjum
og er f yrirtækið Simco eitt þeirra.
„Það var talað um frjálsan inn-
flutning á simtækjum i kjölfar
breytinga á reglugerðum en þetta
frjálsræði er aðeins lítiöskráargat
sem var opnað,” sagöi Hrafn
ennfremur. „Við vonum nú að frjáls-
ræðiö verði meira innan skamms og
dyrnar opnaðar alveg. O!' *æki sem
við flytjum inn þuria aö fara i
gegnum nálarauga Pósts og síma.
Hjá þeim fer fram prófun á tækjum
sem viö flytjum inn og þeir gefa sér
forsendur fyrir prófunum. Eg veit
ekki til að neinn staðall sé tii, sem er
til grundvallar. Manni finnst að þessi
prófun ætti að vera í höndum ein-
hvers annars aðila en Pósts og síma.
Símtækin sem Simco sf. flytur inn
eru meöal annars frá Japan, Þýska-
landi og Bandaríkjunum. Allar
innflutningsskýrslur fyrirtækisins
þurfa að fara til undirskriftar hjá
Pósti og sima og taldi Hrafn Sturlu-
son að þetta mál væri ákaflega þungt
í vöfum innan kerfisins. öll tæki sem
við seljum eru meö ársábyrgð og að
sjálfsögðu erum við með alla
viðgerðaþjónustu,” sagði Hrafn sím-
smiður. -þq
Smásímtækl eru mjög vinsæl, líkt og hvíta tæklð lengst tll hægri á myndinni, það kostar um 1800 kr. Takkasíminn
lengst tU vinstri kostar kr. 1700 og marmarasímtækið kostar 3000 kr. Takkasímlnn er með minni á síðastvalda númerið.
Fyrir miðri myndinni er hátalarasimi meö fimmtíu númera minni og kostar hann kr. 7.512. Þetta er sýnishorn af
símtækjaúrvali hjá Simco sf.
Pósturogsími:
Neytendaþjónusta
á einum stað
„Með rekstri Söludeildarinnar
hefur veriö bætt úr allri aðstöðu sím-
notenda til vals og kaupa á nýjum
símtækjum,” sagði Þorgeir Isfeld
Jónsson, verslunarstjóri söludeildar
Pósts og síma, er blm. spuröist fyrir
um nýja verslun í Landssímahúsinu
við Austurvöll.
..Hér er einnig veitt öll ráögjöf og
aðstoö vegna flutnings símtækja,
sem sagt neytendaþjónusta Pósts og
síma á einumstað.”
Sérstök sýningartæki af hverrí
gerö eru tengd í versluninni svo unnt
sé að reyna tækin og finna út hvaö
best hentar hverjum og einum. Á
staönum liggja einnig frammi lit-
prentuð blöð með upplýsingum um
eiginleika og lita val hvers tækis.
öll símtæki í söludeild Pósts og
síma eru viðurkennd og þjónustuö af
starfsmönnum stofnunarínnar.
Stofnunin hefur hins vegar ekki að-
stöðu til þess að annast viðhaid
þeirra tækja sem ekki eru seld af
stofnuninni.
-ÞG.