Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Blaðsíða 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982
Menning Menning Menning Menning
uAviNKvNI
OG
DAiiuryyTiD
■SylllflEillll I llm
I blööunum þykja bókmenntir
forvitnilegar, fréttnæmar á meöan þær
eru væntanlegar, ennþá ókomnar á
bók. Og auövitað meöan bækumar eru
að koma út, um kauptíöina og auglýs-
ingatímann. Fyrir utan fréttir og
viðtöl, frásagnir og auglýsingar um
bækur vilja áreiöanlega öll blöðin birta
umsagnir um sem flestar nýútkomnar
bækur sem fyrst eftir að þær birtast.
Af þessu stafar heilmikil bók-
menntaumræða í blööum, eins og
manna á meðal, á bókakauptíð á
haustin. I seinni tíð þykja bækur aftur
á móti ekki umtalsveröar í blöðunum
nema rétt á meðan þær eru spánnýjar.
Eftir jólin þyrmir mikilli þögn yfir alla
þá bókmennta-skraffinna sem vakist
hafa upp í blöðum vikurnar fyrir jól,
nema kannski rétt einstöku þverhaus.
Það er aftur á móti þá fyrst sem öðru
fólki gefst tóm til að lesa allar þessar
bækur.
Að þessu leyti háttar bókmennta-
gagnrýni blaðanna öðru vísi tii en öðru
efni þeirra um menningarmál, t.a.m.
leiklist eða tónlist. Leiklistargagn-
rýnin dreifist á leikárið eftir sýningum
leikhúsanna eins og annað blaöaefni
um leikhúsmál. Bókmenntaumræðan
fer hinsvegar öll aö kalla fram á þeim
sex eða átta vikum sem bækur eru aö
koma út á haustinu. Eins og ævi bókar
sé úti um leið og fyrstu sölulotu er
lokið.
Ókjör og annríki
í grein Ástráðs Eysteinssonar um
bókmenntagagnrýni dagblaöanna í
Tímariti Máls og menningar í haust er
ekki vikið nema fáum orðum að þessu
efni, starfskjörum gagnrýninnar og
gagnrýnenda á blöðunum. Ástráði
finnst eins og fleirum ókjör mikil hve
menn þurfi að skrifa um margar
bækur á skömmum tíma. Það er nú
eins og því er tekið. Það er í sjálfu sér
ekki seinlegra að lesa vel en illa,
ekkert fljótlegra að skrifa illa og fávís-
lega en vel og skynsamlega um hverja
tilfallandi bók en hvert annað efni.
Þetta veltur eins og hvert annað verk
mest á starfshæfni og starfsþjálfun
þeirra sem við það fást. Þaö er hægt að
komast yfir að lesa og skrifa býsna
mikið ef menn sinna engu öðru um
bjargræðistíma bókmenntanna. Aftur
á móti er þess ekki að vænta að neinni
bók séu gerð „tæmandi skil” í einni
blaðaumsögn um hana nýútkomna.
Slíkan metnað geta ritdómendur
blaöanna með góðri samvisku látið
öörum gagnrýnendum og annarskonar
gagnrýni eftir. Enda geta ritdómarum
eina og sömu bókina reynst ansi mikið
óbkir og þó allir verið vel og samvisku-
samlega gerðir, hver og einn „sóma-
samleg úttekt” bókar á sínum gefnu
forsendum.
En gagnrýnendum dagblaðanna er
það engin vorkunn þótt annríki
nokkurt og erfiöismunir fylgi starfi
þeirra. Enda gefa þeir sig sjálfviljugir
aö því. Og eiga þaö eins og aðrir við
guð og húsbændurna að rækja starf sitt
eftir bestu samvisku. Eins og annað
menningarefni blaðanna er bók-
menntagagnrýnin auðvitað í bráð og
lengd umfram allt háð menningar-
stefnu sjálfra þeirra. Af henni ræöst
það rúm sem slíkum efnum er ætlaö og
rækt sem við þau er lögð, mannval til
verka og vistarkjör þeirra sem vinna
þau.
Ef blaö vill fyrir hvern mun birta
Seinnigrein
eftir
Ólafiónsson
ritdóm um allar nýútkomnar bækur
undireins og bækumar birtast þurfa
þau að ætla til þess pláss, fá til þess
mannskap sem til þarf. Þetta er
auðvitað ógerningur: ekkert blað, og
ekki Moggi sjálfur, mundi rúma svo
marga ritdóma. I verki falast blöðin
eflaust eftir því fólki til ritdæminga
sem þau telja hentugt til að f jalla um
þær greinar og tegundir bókmennta
sem blöðunum einkum finnst vert aö
sinna, en láta umsagnir um aðrar
bækur ráðast af því sem berst
ótilkvatt. I vali ritdómenda, bóka til
umsagnar kemur að sínu leyti fram
bókmenntamat og bókmenntastefna af
blaðsinshálfu.
Blöð og
lesendur
Og stefnan beinist að lesendum. Allt
eins og grennslast fyrir um það hverjir
skrifa eða hvernig eigi að skrifa rit-
dóma má spyrja um hitt, hverjum
þetta efni sé ætlað, hverjir lesi og
hvernig gagnrýnin sé lesin. Að hvaða
notum er líklegt að komi allt það rit-
dómaflóð sem í seinni tíð fellur yfir
lesendur blaðanna samtímis því að
bókaflóð gengur yfir í búðunum? En að
þessum efnum víkur Ástráður
Eysteinsson svo sem ekki í grein sinni í
haust.
Blaðagagnrýni er blaðamennska,
gagnrýnandinn blaðamaður, það er
sjálfgefið mál. En ekkert efni
blaðanna, og ekki einu sinni fréttimar,
er ætlað né notast það lesendum þeirra
öllum saman í senn. Það má ætla aö
gagnrýni sé býsna mikið lesin og þvi
líklegt að lesendahópurinn sé æöi
sundurleitur og þar með þarfir hans og
hagsmunir við lesturinn. Ætla má aö
þeir lesendur sem einkum hafa áhuga
á nýjum íslenskum skáldskap, sem
viðurkenningar nýtur sem bók-
menntir, fái sinn skerf vel úti látinn í
blaðagagnrýni. Þeir sem einkum lesa
þýddar skemmtisögur fá aftur á móti
fátt eitt í sinn hlut,og það sem þó er
skrifaö í blöð um slíkar bókmenntir
ólíklegt að verða raunverulegum les-
endum þeirra aö svo sem neinu gagni.
Ýmsum tískubókum á markaði, ævi-
sögum og endurminningum, samtals-
bókum við stjómmálamenn, athafna-
menn eða listamenn, er einatt all-
vel sinnt, meöan persónulegir
eða pólitískir hagsmunir taka
ekki ráðin á blööunum, en öðrum ritum
um söguleg eða fræðileg efni minni
gaumur gefinn. Um hjátrúarrit skrifa
að jafnaði andatrúmenn einir.
Kennarar um bamabækur Og þannig
mættilengitelja.
Það er trúlegt að þeir lesendur
gagnrýninnar skipti mestu sem sjálfir
eru áhugamenn um þá og þá tegund
bóka, svo sem þeir sem að staöaldri
fylgjast með og lesa nýjan fmm-
saminn skáldskap. Samt sem áður
þarf gagnrýnandi ekki aö gera því
skóna að lesendur hans hafi upp til
hópa lesið né muni nokkum tíma lesa
þá og þá bók sem hann fjallar um
hverju sinni. Hans; verk er meöal
annars að miðla upplýsingum, segja
frá og lýsa bók sem hann hefur lesið og
leggja í framhaldi þeirrar frásagnar
sitt eigið mat á hana í samhengi
annarra bókmennta, segja í stystu
máli kost og löst á bókinni.
Vel má samsinna því með Ástráði
„að ritdómar hafi þremur meginverk-
efnum að sinna, sem eru greining
verksins, umfjöliun um stöðu þess í
bókmenntunum og persónulegt mat
gagnrýnandans — án þess að þetta
þrennt geti verið greinilega aöskiliö í
ritdómnum sjálfum. Ritdómurinn í
heild ætti síöan einnig að geta staðið
sem kynning á verkinu fyrir þann sem
ekki þekkir þaö og vill fræðast,” segir
Ástráður. Og auðveldlega má fallast á
það með honum að skilmerkileg
greining verks skipti mestu í ritdómi,
en án þess veröi skoöun gagnrýn-
Staða konunnar—Askan og eldurinn—4. grein
Lausnimar tvær
Þetta er fjórða og síöasta greinin
um einkenni og þróun feöraveldisins
foma og f jallar um lausnimar tvær á
„kvennavandamálinu”. Ég held
áfram þar sem frá var horfið síðast og
byrja á þætti vísindanna i viðgangi
kvennakúguunar.
Bandalag valds
og vísinda
Þó að andófið og uppreisnin gegn
óréttlátri og kúgandi þjóðfélagsskipan
hafi hafist sem almenn réttlætis-
barátta fyrir alla kúgaða, líka konur
(kvennahreyfingamar fyrri em
einmitt sprottnar upp úr þeim jarð-
vegi)þá fór svo að konur og karlar
uröu rækilega viðskila á þeirri leið.
Þau höfnuöu hvort í sínum heimi og
djúp staðfest á milli. Djúp sem erfitt er
aö komast yfir. Svo mikill er þessi að-
skilnaður orðinn að hóparnir tveir
skilja vart mál hvor annars. Verst er
þó að aðeins annar heimurinn er viður-
kenndur, kvennaheimurinn og kvenna-
menninginn er e.k. hulduheimur sem
skoðaöur er og skilgreindur utan frá.
Við þá iðju komu Vísindin svo sannar-
lega í góðar þarfir. Þau hin sömu
Vísindi sem í árdaga lögðu uppreisnar-
öflunum góöu liö með sjálfan Galileo í
broddi fylkingar. Nú snerust þau á
sveif með hinu nýja valdi, hinu karl-
lega valdakerfi, bræðralaginu. Gerðu
við það e.k. bandalag eða sáttmála og
uröu s jálf áhrifamikil innan þess sama
valdakerfis og þar með í sköpun og við-
gangi kvennakúgunar.
Eins og ég hef sagt áöur er alveg
makalaust hvað mikla vitleysu er búiö
að festa á blað um konur og svokallað
kveneðli — í nafni vísinda og sérfræði-
þekkingar. Þar hafa læknar verið
einna umsvifamestir og fremstir í
flokki enda þurftu þeir að ganga bein-
línis í skrokk á konum, reka þær burt
með harðri hendi frá sjúklingum og
fæðandi konum og útrýma þekkingu
þeirra á náttúrlegum lækningalyfjum
svo að læknisfræðin mætti veröa virðu-
leg og ,,fín” fræöigrein á akademísku
plani og þess virði aö karlar iökuðu
hana.
Árekstrar við
karlveldið
Lokatakmark Vísindanna var þó
ævinlega að „leysa kvennavanda-
málið” jafnvel þótt þaö virtist
óleysanlegt. Varla var Vísindunum
vandara um en gamla guöi sem ekkert
var ómáttugt. Þær meginlausnir á
vandanum sem sprottið hafa fram
undan handarjaðri hins karllega
valdakerfis eru tvær og hef ég kosið að
kalla þær hina rómantisku lausn og
hina raunsæju. I upphafi þessa greina-
flokks tók ég dæmi af tveimur konum
sem báöar lentu í harkalegum
árekstrum við karlveldið (við konur
erum alltaf að lenda í slíku á lífs-
leiðinni). Þessar konur hétu Elenóra
Marx og Charlotte Perkins Giiman
(Sjá DV 29.9.82).Þær fóru hvor sína
leið þegar að þeim svarf og farnaðist
misjafnlega, ekki af því að munur
lausnanna væri svo mikill þó að vissu-
lega sé hann nokkur (báöar samt ónot-
hæfar fyrir konur) heldur af því að
önnur tók málin í eigin hendur áður en
það var um seinan og skoðaði sjálf og
skilgreindi sinn vanda og jafnframt
vanda annarra kvenna. Þekking og
skilningur á eigin lífi og aðstöðu
reyndist henni farsælla lækningalyf en
læknisráð sérfræðinganna. Raunar
urðu þau henni miklu hættulegri aö
lokum en sjúkdómurinn sjálfur. Hin
konan, hún Elenóra Marx, geröi ekki
þetta . Ekki veit ég hvers vegna, e.t.v.
hefur hún trúaö marxistunum sínum
sem hún lifði með og fullyrðingum
þeirra um einlægan og raunar hinn
eina rétta skilning á vandamálum
kvenna. Hver veit, en svo mikið er víst
að áreksturinn við karlveldið varð
henniaðfjörtjóni.
Raunsæja lausnin er í stuttu máli sú
að úr því að konum sé haldiö utan við
karlaheiminn og karlamenninguna þá
sé ekki um annað að gera en opna fyrir
þeim dyrnar. Hleypa þeim inn, það
ætti ekki að vera neinum vandkvæðum
bundið. Þaö héldu líka fyrstu kven-
réttindakonurnar og sósíalistar og
margir sósíalistar halda það enn.
Kvenréttindakonumar komust hins
vegar að raun um það að málið var ekki
svona einfalt. Með því að fara þá leið
hefðu konur afneitað sinni eigin
menningu eöa menningarleifum sem
höföu lifað af þrátt fyrir þrengingar
um aidir. Það gátu konur ekki og vildu
ekki. Þær vildu ekki verða eins og
karlar, til þess voru enn það ríkir í
þeim þeir mannlegu eiginleikar sem
leggja ást við allt lifandi, bæði menn og
náttúru.
En rómantíska lausnin? Hæfir hún
konum t.d.v. betur? Nei, ekki gerir hún
það. Hún hæfir þeim ennþá síður og til
hennar má eflaust rekja dágóöan
slatta þeirrar kvennageðveiki sem
hrjáði konur svo mjög um aldamótin
og gerir enn. Ekki síst greindar konur
sem hlotið höfðu gott uppeldi og
menntun. Hvað áttu þær til bragðs að
taka þegar þær stóðu frammi fyrir ótal
hindrunum og veggjum þegar þær full-
orðnuðust? Til að falla inn í róman-
tísku kvenímyndina var þess nánast
krafist að konur bækluðust andlega.
Ég er sannfærð um að meginástæðan
fyrir flestum andlegum kvillum
kvenna er kúgun og bæling kvenna-
menningarinnar. (Hér á Islandi eru
tvisvar til þrisvar sinnum fleiri konur
en karlar sjúklingar á geðsjúkrahús-
um. Er þaö tilviljun ?).
Aðalforsendurnar fyrir rómantísku
lausninni voru tvær. Hin fyrri sú aö fá
konur til að vinna ólaunuðu vinnuna á-
fram þrátt fyrir ömurleg kjör og fjár-
hagslegt ósjálfstæði. Þá varm.a. fund-
in upp rómantíska ástin, sem ennþá er
prangað inn á ungar stúlkur til aö fá
þær til aö ganga í gildruna. Karlar
hafa aldrei haft neinn áhuga á hinni
rómantísku ást. Þeir fundu hana hins
vegar upp — handa konum. Síöari á-
stæðan er ótti hins haröa, kalda
Markaðsmanns (fjármálamanns,
athafnamanns, framamanns o.s.frv.)
við sinn eigin nýskapaða heim, þar
Kjallarinn
Helga Sigurjónsdóttir
sem allt mannlegt var bannlýst. ÞaÖ
var þeim bókstaflega lífsnauðsyn, eins
og öllum öðrum, að halda eftir ein-
hverri vin og þessi vin var litla, sæta
heimilið með konu innandyra. Stund-
um er sagt að iðn- og tæknibyltingin
hafi verið fagurfræðileg tragedía fyrir
mannkyn. Það var þessi tragedía sem
allir -óttuðust innst inni. Líka stóru,
sterku bræðumir sem steyptu fööum-
um af stóli forðum daga. Hvað var þá
til ráða? Hver átti að bjarga? Konan
auðvitað. Nú áttu konur að forða
mannkyni frá hreinni sturlun í heimi
sem þær höfðu ekki smíðað og var
meinað að ráða nokkru um. Heimi sem
þær þekktu sig illa í og rötuðu tæpast
um. Það var engin smáræöisbyrði lögð
konum á herðar og ekki nema von að
sumar kiknuðu. En hvað merkti það á
vísindamáli? Við vitum svarið núna,
viö vitum að ef í þeim heyrðist voru
þær kallaðar taugaveiklaðar, ef þær
æptu dálítið vora þær móðursjúkar
(móðursjúkar konur þótti gott að slá
þéttingsfast utanundir) og ef þær ekki