Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Morð við áköf fagnaðaríæti Fyrir tveimur árum myrti Marianne Bachneier manninn sem hafði nauðgað og drepið dóttur hennar, Nú bíður hún sjálf dóms í Liibeck — Eg hlakka til aö verða einhvem tíma frjáls. Núna liður mér eins og hundeltudýri. Eg þori ekki einu sinni að fá mér göngutúr niöur að strönd- inni. Mér fannst ég frjálsari og öruggari á meðan ég sat í fangelsi. Marianne Bachmeier (32 ára) felur sig í litlu húsi viö strendur Eystrasalts í Þýskalandi. Hún bíður þess að heyra dóm sinn í Liibeck fyrir glæp sem þúsundir mæðra og feðra hóta oft að fremja gegn þeim glæpamanni sem fremur kynferöis- legt brot á börnum þeirra og myrðir þau. Fyrir tveimur árum sat hún grát- andi í réttarsal í sömu borg og hlustaði á kynferðisglæpamann lýsa því hvernig hann rændi, nauðgaði og kyrkti síðan 7 ára gamla dóttur herrnar, Onnu. Skyndilega reis hún á fætur, tók byssu upp úr töskunni sinni og tæmdi öll skotin úr henni í bak morðingjans. Þau voru alls sex, tvö hittu hann gegnum hjartað. Morðinginn, Klaus Grabowski (35 ára) lést samstundis. Andartak rikti dauöaþögn í réttar- salnum. Síðan brutust út áköf fagnaöarlæti á meðaláheyrenda. Þoröu ekki að hafa réttarhöldin í dómsalnum Marianne Bachmeier átti samúð allra. Og ekki hefur hún minnkað síðan Marianne slapp úr varöhaldi í ágúst sl. Almenningur hikar heldur ekki við að láta hana í ljósi í svo miklum mæli að Marianna neyðist til aö fara hulduhöfði. Hún er konan sem þorði að fram- kvæma það sem svo margir aðrir hafa hugsaö undir svipuöum kringumstæðum. T.d. hefur fjöldi mæðra komið fram í þýska sjón- varpinu til að biðja Marianne griöa. Fáar vildu viðurkenna að það væri kannski ekki rétt aö taka lögin þannig í sínar hendur. Og svo mikill áhugi rikir á máli hennar að yfirvöld hafa neyðst til aö leigja sal úti í bæ þar sem þau þora ekki aö hafa réttarhöldin í dómsalnum vegna ágangs almennings. Blöðin hafa boðið Marianne offjár fyrir frásögn sína af atburðinum en hún hefur hingað til neitað. Þeim hefur þó tekist að komast að ævisögu hennar eftir ýmsum krókaleiðum og velt sér upp úr henni. Teikning af atburðinum i réttarsalnum sem þýska s jónvarpið lét gera. Marianne Bachmeier: Fagnað sem þjóðhetju. — Þetta var ekki fyrirfram ákveðið morð, þetta átti ekki að vera nein hefnd, segir hún. — Kannski gerði ég þetta vegna önnu, kannski vegna sjálfrar mín. Eg óska ekki eftir meðaumkun fólks, vonast bara eftir örlitlum skilningi. Nú er komið aö öðrum að dæma mig. Strax eftir morðið var farið með Marianne Bachmeier í fangelsið í Liibeck. Fangamir höfðu heyrt um atburöinn í útvarpinu og tóku á móti henni með áköfu lófataki. Hún sat inni í 545 daga. Þegar hún var látin laus ók hún beint til kirkju- garösins þar sem Anna er grafin. I fangelsinu hafði hún sjálf útbúið kross á leiði hennar. ióhanna Þráinsdóttir — Ég sat við leiðið og viksi að ég verð aldrei glöð framar. Ekki fyrr en viö hittumst á ný, segir Marianne. — Ég hefði getað flúið en ég vildi það ekki. Eg er sökuð um morð og vil taka út mína refsingu fyrir það. Eg hafði í rauninni engan rétt til að gera þaðseméggerði. Hundruð manna biðu hennar í úrhellisrigningu Sl. þriðjudag hófust svo réttarhöld í máli hennar í Liibeck. Það hafði ekki dugaö til að fá sal út í bæ. Tveimur tímum áður en réttarhöldin áttu að hefjast höföu hundruð manna safnast saman fyrir utan dymar til að sjá þessari þjóðhetju sinni bregða fyrir. Er hún kom bmtust út áköf fagnaðarlæti. Sjálf sýndi hún engin svipbrigði. Færri komust inn í dómsalinn en vildu, fólk klifraöi upp á stólana til aö sjá hana betur. Einnig var fjöldi fréttamanna og sjónvarpsmanna mættur til leiks, meira að segja sjón- varps- og kvikmyndatökumenn frá erlendum ríkjum. Réttarhöldin stóðu þó stutt yfir þennan dag, aðeins 8 mínútur. Ástæðan var sú að tveir geölæknar sem áttu að meta sálar- ástand sakbomings mættu ekki. Sak- sóknari lét sér því nægja að rifja upp málsatvik og Marianne verður enn á ný að búa sig undir að ganga í gegnum hreinsunareldinn. Aætlað er aö það muni taka um 15 daga að komast að niðurstöðu í máli Marianne. Hún á yfir höfði sér lífs- tiðarfangelsi. Almenningur í Þýska- landi vonar þó að sú mikla samstaða og samúð sem hann hefur sýnt henni verði til þess að milda dóminn. Dauðasveit Khomeinis Þeir yngstu eru 10 ára, flestir u.þ.b. 12 ára. Margir eiga við sjúk- dóma að stríða, sumir eru bæklaðir. Þeir kalla sig „Hezbollah” — „hermenn guðs” — og vilja stríða fyrir áttræöan öfgamann, Ayatollah Khomeini. Markmiðið hefur hann sjálfur gefið þeim: Að sigra hina helgu borg, Jerúsalem. Fyrsti liðurinn í þeirri áætlun er að sigra Iraka en sá gamli hefur nú átt í blóöugu stríði við þá í rúm tvö ár. — Eftir sigur okkar yfir Saddam Hussein, (foringja Iraka), fjand- manni Islam, mun íranska þjóðin snúa sér aö glæparíkinu Israel, sagði Khomeini í ræðu á ársafmæli stríðs síns við Iraka. Þar lýsti hann írak sem verkfæri stórveldanna, Israel sem illkynja meinsemd, sem yrði að skera í burtu, og Bandaríkjunum sem satan sjálfum. Síðan hafa rúmlega 70.000 hermenn verið teknir til fanga af báðum aðilum, rúmlega 200.000 eru, fallnir. Þar á meðal eru „Hermenn guðs” í miklum meirihluta. Sum fá ekki annað vopn en Kóraninn Irakar hafa lýst því hvemig Iranir beita bömum og unglingum fyrir sig í bardögum: Þeim er hleypt út í stór- skotahríö herjanna, þau eru send til að virkja jarðsprengjusvæði og þau eru látin ráðast á fallbyssuhreiður og skriðdrekasveitir. Síðan eru sveitir byltingarvarða sendar í kjölfar þeirra og það er ekki fyrr en börnin og byltingarverðirnir hafa rutt brautina að hinar almennu her- sveitir koma til skjalanna. Auðvitað komast fæstir af þessum foiystu- sauöum lífs af, einstaka eru þó teknir til fanga. Þau böm sem lent hafa í fanga- búöum Iraka segja að þegar best lætur fái þau byssu og 20 skothylki í veganesti fyrir árás á víglínu fjand- mannanna. önnur hlaupa um meö kylfur eða bara Kóraninn á milli handanna. Nokkrir drengir hafa lýst því hvernig þeir voru sendir með handsprengjur gegn skriðdrekasveit eöa á hjólum yfir jarðsprengjusvæði. Hver einasti „hermaður guðs” ber um hálsinn jámlykil í plastbandi. Klerkarnir, sem skrá drengina í herinn í nafni Allah og fyrir Khomeini, byrja á að útskýra fyrir þeim að þeir eigi að taka þátt í heilögu stríði. Þess vegna sé aðeins um tvo kosti að velja í þessu stríði: Annaðhvort að sigra sem hetja eða deyja sem píslarvottur. En píslar- vottamir eiga tryggan aðgang að paradís því jámlykillinn gengur ein- mitt að hliði paradísar. Iranskir hermenn sögöu frétta- manni Newsweek frá gömlum manni sem þeir gripu er hann var að leita sér að öruggri leið til paradísar: I bardögunum um Korranshar gekk sá gamli sallarólegur um eitt jarð- sprengjusvæðið og hélt á bamabarni sínuí fanginu. (Weltam Sonntag) „Hermenn guðs”: Eiga greiðan aðgang að paradis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.