Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982 37 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Áhuginn frekar dræmur” Foreldra- og kennarafélag Breiöholtsskóla er yngsta félagiö sinnar tegundar, sto&iað 27. september síðastliöinn. Formaöur þess er Sveinn Fjeldsted jám- iðnaöarmaður. Sveinn og kona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiga einn son í skólanum, Guömund 7 ára gamlan. Þau eiga einnig uppkomna dóttur og son sem bæði fengu kennslu viðþennanskóia. „Þaö er miður að þetta félag skyldi ekki vera stofnað fyrr,” segir Sveinn, því að ég er sannfærður um að bæðí skóltnn, foreldrar og nemendur væru betur á vegi stödd ef við hefðum eldra félag. Ég tel að Bakka-hverfiö sé best skipulagða hverfið í Reykjavík, það er byggt kringum alla þá þjónustu sem nauðsynlegust er, nema hvað læknis- þjónustanerekkiennkomin tilokk- ar. Foreldrafélagið er nauösynlegur þáttur í því að bæta þetta hverfi og fegra, þaö er til dæmis á dagskrá hjá okkur að fá foreldra og nemendur til þess að gróðursetja í holtinu milli Breiðholts 1 og 3. Það er hlutverk félagsins. að opna skólann meira fyrir foreldrum og veita honum stuðning á ýmsa vegu. Eg get nefnt skólasundlaugina til dæmis, búnings- aðstaöan hefur frá upphafi verið í gjörsamlega óviöunandi ástandi og þama bíöur foreldrafélagsins mikið verkefni, að þrýsta á stjómvöld um úrbætur.” — Hvernig eru undirtektir kennara og foreldra? „Samstarfið við kennara hefur gefið mjög góða raun það sem af er og ég get ekki annað en verið bjart- sýnn á framtíöina. Áhuginn er enn frekar dræmur meðal foreldranna í hverfinu en ég vona að það rætist úr því. Félagið er ungt, þaö er margt sem þarf að gera og það er alltaf þörf fyrir dugandi hendur,” sagði Sveinn Fjeldsted. Sveinn Fjoldstod, Ingibjörg Krístjánsdó ttir og sonurínn Guðmundur, sem ekki list meir en svo 6 foreldrafólögin. „Mér líst ekki á foreldrafélagið” „Nei, mér líst ekkert á þetta for- eldrafélag,” sagði Guðmundur Fjeldsted, sonur Sveins og Ingibjarg- ar. „Ég var látinn fara að sofa þegar þau fóru á fund. Kannski á þetta félag eftir að gera eitthvert gagn, en égheldþóvarla.” — Ertu sæmilega sáttur viö skólann? „Já, leikfimi og teikning eru skemmtilegustu fögin, þar næst reikningur. Hann Jóhannes Atlason kennir leikfimi og hann er mjög góður.” — Hefuröu nokkum tíma skrópað? „Stundum væri nú gott að fá að sofa rækilega út en ég hef bara einu sinni fengið skróp. Þannig var aö kennarinn hafði sagt okkur að tón- mennt félli niður en þegar til kom mætti kennarinn í tónmennt og fimm nemendur sem höfðu tekið illa eftir en við hinir fengum skróp. Ég er nú ekki sérlega ánægður með svona lagað en yfirleitt er ég nokkuð sáttur við þennan skóla,” sagði Guðmundur Fjeldsted. Guðmundur Regnarsson og dóttir hans Unnur Ása, 12 ára gömul. Hún stundar nám við öskjuhlíðarskóla en hór er hún að prófa leiktækin sem foreldra- og kennarafólagið kom upp á skólalóðinni. Gott fólk — gott skipulag Friminútur i öskjuhlíðarskóla. að skipulagi lóðarinnar í stóram dráttum en smáatriöin hafa síðan komiö í samráði viö foreldra, kennara og nemendur. Við erum reyndar ekki hálfnuö enn með það sem við ætlum að gera en þessar aðgerðir hafa orðið til stórra bóta, eins og allir mega sjá. ” — Era foreldrar sáttir við stunda- skrána? „Þaö er samfelldur skólatimi hér svo það er engin ástæða til þess að foreldrar séu að skipta sér af stunda- skránni. Skólinn er tvísetinn, byggingin alltof lítil, en ég verð að segja þaö að mér finnst aödáunar- vert hvað skólastjóri og kennarar hafa náð góðu skipulagi þrátt fyrir þrengslin.” Öskjuhlíðarskóli í Reykjavík er sérskóli fyrir þroskaheft böm. Kennd eru sömu fög og í öðram skólum en námshraðinn er minni og markið sett ívið lægra. Nemendur era á aldrinum 7—18 ára. Formaður foreldra- og kennarafélagsins er Guðmundur Ragnarsson viðskipta- fræðingur. ..Stærsta verkefni félagsins er að reka „Sumardvöl” fyrir nemendurna, sagði Guðmundur. „I sumar vorum við með Hafralækjar- skóla í Aðaldal á leigu í 9 vikur. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að þetta félag nær til foreldra, kennara og allra sem við skólann starfa. Til dæmis hafa ræstingakonumar staðið fyrir kökubasar á hverju vori, gefiö til hans kökur og alla vinnu, en á- góðinn rennur svo til skóla- starfsins.” „Það er alveg sérstakt starfsliö þarna,” segir Dúfa Einarsdóttir kona Guðmundar, „og ég held að það geti hreinlega ekki unnið annað en gott fólk við svona stofnun því að aðrir myndu ekki nenna því. Það gefur auga leið að það er svo margt sem reynir á þolinmæðina.” „Nú, það komu upp hugmyndir um að það væri verðugt verkefni fyrir félagið að flikka upp á skóla- lóðina því sýnt var að ekki myndi ríkisvaldið leggja okkur lið. Við höfum til dæmis aflað okkur fjár- muna til framkvæmda með happdrætti. Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt lagði fram tillögur Kári Arnórsson, skóiastjóri Fossvogsskóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.