Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 3
DV. MIÐVXKUDAGUR17. NOVEMBER1982. 3 Víða á Norðurlandi sópaðist grjót og drasl upp á land. Svo var einnig i Reykjavík þar sem þessi mynd var tekin í gærmorgun. DV-mynd: S. BQeigendur landsins fagna líklega fæstir snjónum. Tilkoma hans þýðir verri ökuskilyrði og auðvitað þarf að fórna nokkrum minútum i að skafa af. DV-mynd: Einar Ölason. Húsavík: Stórgrýti sópaðist úr varnargörðunum „Að sjá stórgrýtiö sópast úr garðinum var eins og aö sjá fljúgandi bolta. Mörg hundruö kilóa hnullungar flugu upp,” sagði ungur maöur sem varö vitni að því þegar varnargarður í Húsavíkurhöfn var aö gefa sig. Sá garður var vestan viö salt- fiskverkunarhúsiö. Hann er nú aö mestuhorfinn. Lítill garöur, sunnan við saltfisk- verkimina, skolaöist upp á land. Hluti hans er nú fýrir framan húsið. Bryggjutré með leiöslum eru horfin. Þá uröu tveir bátar í höfninni, Skála- berg og Fanney, fyrir skemmdum. -KMU. Hafnarmannvirki á Hofsósi skemmd Hafnarmannvirki á Hofsósi skemmdust mikiö í óveörinu. Mikiö sjávarbrim gekk yfir höfnina í gær- morgun og er hluti af grjótgaröi alveg horfinn. Einnig eru ljósastaurar við höfnina horfnir. Ollum bátum tókst aö bjarga. Fjórir bátar í höfninni voru dregnir frá viölegukanti til aö þeir slengdust ekki utan í og brotnuðu. Þá voru bátar, sem teknir höföu veriö á land, fluttir meö vörubílum í öruggara sk jól. Hús í sjálfu þorpinu sluppu alveg enda standa þau í góðri hæð yfir sjávarmáli. Rafmagnsleysi bagaöi ibúana á tímabili í gærmorgun. Rafmagnsveitumenn voru þó fljótir aö kippa þvi í liðinn. -KMU/Guðni S. Óskarsson, Hofsósi. Loft- vægið 949 millibör Lægöin djúpa, sem valdið hefur illviörinu síöustu tvo daga, mældist 949 millibör út af Vestfjörðum í fyrrakvöld. Að sögn öddu Báru Sigfúsdóttur veöurfræöings er algengt aö lægsta loftvægi hvers árs sé í kringum 950 millibör. Sagöi Adda Bára afar sjald- gæft aö -’loftvægið færi undir 940 millibör. Þó heföi það gerst einu sinni á þessu ári, þann 8. febrúar síðastliðinn. Þá hafi loftvogin fariö niður í 936,3 millibör. Lægsti loftþrýstingur, sem mælst hefur á Islandi, mældist í Vest- mannaeyjum í desember áriö 1929, 919,7 millibör, aðsögn OdduBáru. -KMU. Ragnhildur Helgadóttir Þeirsem vilja vinna að kosningu Ragnhildar t prófkjöri sjálfstceðismanna 28. og 29. nóvember eru vinsamlega beðnirað hafa samband við okkur. Við verðum íSkipholti 19, 3. hœð (á homi Nóatúns og Skipholts) frá kl. 5 til 10 daglega. Símar: 19011 og 19055. Stuðningsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.