Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 18
18 DV. MIÐVKUDAGUR17. NOVEMBER1982. Nýjar bækur Nýjar bækur BÍLALEIGA Mesta úrvalið. Besta þjónustan. Skeifan 9, 108 Reykjavik s. 91-86915 Tryggvabraut 14, 600 Akureyri s. 96-23515 I Hitablásarar fyrir gas og olíu Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar81722 og 38125 DV ^ftöðinni iárnb'^annahöfn i Kanprnan' Tréð fyrir utan gluggann minn eftir Normu E. Samúelsdóttur Mál og menning hefur gefiö út ljóöa- bókina Tréö fyrir utan gluggann minn eftir Normu E. Samúelsdóttur. Tréð fyrir utan gluggann minn er fyrsta ljóöabók Normu, en hún hefur áöur gefið út eina skáldsögu, Næstsíö- asti dagur ársins sem kom út hjá Máli og menningu 1979, og hlaut lofsamlega dóma. I bókinni eru þrjátiu og fimm Ijóð sem öll tengjast á einn eöa annan hátt hversdagslifi húsmóöur í borg. Bókin er 48 síður, prentuð í Prentsmiðjunni Hólum. HJÖRTUR PÁLSSON Sofendadans Ljóðabók eftir Hjört Pálsson Hjörtur Pálsson hefur sent frá sér nýja ljóðabók, Sofendadans, og er þaö þriðja þjóöabók skáldsins. Utgefandi er Almenna bókafélagiö. 1 bókinni eru 42 ljóð um margs konar efni, ýmist í rímuöu eöa órímuöu formi. Sofendadans er 78 bis. aö stærö og unnin í Prentsmiöju Hafnarf jaröar. Af manna völdum eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur Hjá Máli og menningu er komin út bókin Af manna völdum, Tilbrigði um stef, eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Þetta er fyrsta bók höfundarins. Hún hefur aö geyma röð söguþátta víðsveg- ar aö og margvíslega aö efni til en saman mynda þeir eina samfellda heild. Álfrún Gunnlaugsdóttir er borinn og bamfæddur Reykvíkingur en stundaði háskólanám í Sviss og á Spáni og lauk doktorsprófi í miöaldabókmenntum frá háskólanum í Barcelona. Hún er nú dósent i almennum bókmenntum viö Háskóla Islands. Um efnistök höfundar segir svo á kápu: „Af manna völdum er óvenju glæsileg frumsmíð. Sérstæöur stíll og persónuleg framsetning gerir þaö að verkum aö söguefniö veröur lesanda nærtækt og líöur honum seint úr minni.” Af manna völdum er 124 bls. Bókin er prentuö hjá Prentstofu G. Benedikts- sonar og bundin í Bókfelli hf. Borghild- ur Oskarsdóttir gerði kápumyndina og hannaöi kápu. I sviðsljósinu Leikdómar eftir Sigurð A. Magnússon Mál og menning hefur gefið út safn leikdóma eftir Sigurö A. Magnússon og nefnist þaö I sviðsljósinu. Þetta er úr- val úr leikdómum Sigurðar frá árun- um 1962—1973 og birtust þeir vel flestir1 í Morgunblaðinu og Alþýöublaðinu á Árin dásamlegu eftir þýska skáldið Reiner Kunze Almenna bókafélagiö hefur sent frá sér bókina Árin dásamlegu (Die wunderbaren Jahre) eftir austur- þýska skáldiö og rithöfundinn Reiner Kunze. Kunze þykir afar viöfelldinn og hóg- vær höfundur — að minnsta kosti vestan jámtjalds. í hinni íslensku kynningu bókarinnar er hann sagður hafa hlotið margs konar bókmennta- lega viðurkenningu, bæöi í heimalandi sinu og utan þess, og verk hans séu nú gefin út á um 20 þjóðtungum. Þá segir í kynningunni: „Árin dásamlegu komu fyrst út 1976. Þau fjaila um líf æskufólks í þáverandi heimalandi höfundar. Bókin er saman sett úr mörgum örstuttum smásögum — eins konar myndum — látlaus bók og hógvær. „Bók mín er ekki pólitískt plagg,” hefur Kunze sagt um þetta verk. „Hún er ekki hugsuö sem árás á einn eða neinn. Eg er ekki óvinur Al- þýöulýðveldisins. Eg er óvinur lyginnar.” Enginn vafi er á því aö þessar sögur eru byggðar á reynslu dóttur Kunze af æskulífi og skólakerfi fyrir austan múrinn.” Þýöandinn Björn Bjamason ritar nokkur aöfaraorö um höfundinn. Árin dásamlegu er 126 bls. aö stærð, pappírskilja, og unnin í Prentsmiðjunni Hólum. þessu árabili. Þorleifur Hauksson valdi efnið. I bókinni er aö vísu lítið úr- tak miöað viö þann fjölda leikdóma sem Sigurður skrifaði á þessum árum, en efnið er þannig valiö aö það ætti aö gefa allgóða mynd af því sem mestum tíðindum þótti sæta á þessum árum, bæði frá hendi innlendra og erlendra höfunda. i sviðsljósinu er 218 bls., prentuö og bundin í Odda. Hilmar Þ. Helgason geröikápuna. \LDNIR HAFA ORÐIÐ Afi ttfa & Sfgistðzsm i$vttr$ snn Ólifidátu: m Hailtíómon rgrH TborUc»5>4 Aldnir hafa orðið Ellefta bindiö í bókarflokknum „Aldnir hafa oröiö” er komin út hjá Skjaldborgu, Akureyri. Erlingur Daviðsson ritstjóri hefur skrifaö öll bindin og í hverri bók ræðir hann viö sjö manns. Þannig eru ævi- þættirnir nú samtals orönir sjötiu og sjö. 1 þessu seinasta bindi eru viðmæl- endur Erlings þessir: Halldór E. Sigurösson, fv.alþm. og ráöherra, Jón Eðvarö Jónsson, rakarmeistari á Akureyri, Jórunn Ölafsdóttir, skáld- kona frá Sörlastöðum í Fnjóskadal, Lórens Halldórsson frá Norðfirði, far- maöur og verkstjóri, búsettur á Akur- eyri, Margrét Thoriacius f rá öxnafelli, skyggna konan landskunna, Zóphónías Pétursson, dulspekingur í Reykjavík, og Þorsteinn Stefánsson frá Rauöhól- um í Vopnafiröi, smiöur og umboös- maöur, nú búsettur á Tanga. Á bókarkápu segir m.a. svo: ,,Með hinum öldnu sem kveðja hverfur jafnan mikill fróðleikur og lífs- viska, sem betur er geymdur en gleymdur. — Bókaflokkurinn Aldnir hafa orðiö hefur hlotiö frábærar viötökur um land ailt og sannar hiö fomkveðna, að oft er þaö gott sem gamlirkveða.” táningur" rr eftir Indriða Úlfsson Afi „táningur” nefnist 15. bama- og unglingabók Indriöa Ulfssonar skóla- stjóra. Hún er nýkomin út hjá Skjald- borgu,Akureyri. Fyrstu bækur Indriða Ulfssonar eru löngu uppseldar en hafa ekki verið endurprentaöar. Á kápu bókarinnar Afi, .táningur ’ ’ segir s vo: „Þetta er algjörlega sjálfstæö saga og tvímælalaust ein besta bók Indriöa. Aðalsöguhetjan er afi „táningur” (Jóhannes Sigurösson.) Afi er í sumar- frii í Furuvik, þar sem hann ólst upp hjá foreldrum sínum, en jöröin er nú komin í eyöL Hann notar þó íbúöar- húsiö fyrir sumarbústaö og hjá honum dvelja í vikutíma barnaböm hans, þau Bogga og JóL Afi segir þeim frá æsku sinni meðan þau dvelja þar, m.a. frá dvöl hersins hér á landi á stríðs- árunum. 1 upphafi bókarinnar segja Jói og Bogga svo: Ef til vill hefðum við aldrei komist aö því hvers konar æsku afi „táningur” átti, ef pabbi heföi ekki þurft á fund til útlanda og mamma farið meö honum... ” Þetta er bráö- skemmtileg saga og lýsir vel lífinu eins og þaö gekk fyrir sig hér á landi fyrir nokkrum áratugum. Káputeikning og myndir em eftir Bjama Jónsson. iNDRIÐI ÚLFSSON HFI iRnmcuR tí Barnaeyjan eftir P.C. Jersild Hjá Máli og menningu er komin út í islenskri þýðingu skáldsagan Bama- eyjan (Bamens ö) eftir sænska rit- höfundinn P.C. Jersild. Baraaeyjan héfur nokkra sérstööu meðal verka Jersild, því hún er skrifuö jafnt fyrir unglinga sem fulloröna. Hún segir frá því þegar Hlynur Sveinsson, 11 ára, ákveöur aö spjara sig á eigin spýtur sumarlangt í staö þess aö fara í sumarbúöimar þar sem mamma hans hefur komiö honum fyrir. Hann er staöráöinn í aö nota sumariö til aö kanna heiminn og fá botn í tilveruna áöur en þaö er um seinan. Brátt mun nefnilega kynþroskaaldurinn hellast yfir hann og eftir það kemst ekki heil hugsun aö í kollinum... Kvikmynd sem gerð var eftir bók- inni var sýnd hér á kvikmyndahátíð í fyrra. Bamaeyjan er 299 bls. aö stærð, prentuð hjá Prentstofu G. Benedikts- sonar og bundin í Bókfelli hf. Robert Guillemette geröi kápuna. Luktar dyr eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö Komin er út hjá Máli og mennlngu ný bók í sagnaflokknum Skáldsaga um glæp og nefnist hún Luktar dyr. Höfundar bókarinnar em sænsku rit- höfundamir Maj Sjöwall og Per Wahlöö, og er þetta áttunda og jafn- framt stærsta bókin í þessum sagna- flokki, sem hefur verið gefinn út á fjöl- mörgum þjóðtungum og alls staöar notiö mikilla vinsælda. Ekki sist meðal vandlátra lesenda. I flokknum em tíu lögreglusögur alls sem em sjálf stæðar hver um sig, en aöalpersónumar em þær sömu, Martin Beck og starfsbræð- ur hans í rannsóknarlögreglu Stokk- hólmsborgar. Luktar dyr er 266 bls. og er gefin út bæöi innbundin og sem kilja. Setningu og prentun annaðist Prentrún hf., en Bókfell hf. batt. Olafur Jónsson þýddi bókina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.