Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 32
32 DV. MIÐVIKUDAGUR17. NOVEMBER1982. FAM RYKSUGUR Haukur og Úlafur Armúla 32 - Sfiri 37700. LAUSARSTÖDUR Umsóknarfrestur um áöur auglýstar tvær hlutastöður lektora (37%) í sjúkraþjálfun við námsbraut í sjúkraþjálfun í Háskóla Islands framlengist hér með til 1. desember nk. — Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. — Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf skulu sendar mennta- málaráðuneytinu. Menntamðlaráðuneytið, 12. nóvember 1982. 1 x2-1 x2-1 x2 12. leikvika — leikir 13. nóvember 1982 Vinningsröð: X11 — 11X — XX1— XIX 1. vinningur: 12 réttir — kr. 16.090.- 379 4015<1/12,1/11) 12722 62728(1/12,4/11)+ 70792(1/12.4/11) 75657(1/12,4/11) 800491(12411)+ 82202(1/12.4/11) 82429(1/12.4/111 84562(1/12.4/11) 90064(1/12.6/11)+ 90225(1/12.6/11)+ 90736(1/12,6/11) 81314(1/12,6/11)+ 92599(1/12,6/11)+ 93223(1/12.6/11) 98309(1/12.6/11) ll.vika: 93457(1/12,6/11)+ 2. vinningur: 11 réttir — kr. 337.- 335 8736 63384 68442 73942 80754 90339+ 94155 570 9790 63426 68532 74048 80793 90357+ 94419 781 9805 63445 68821 74366 80847+ 90434+ 94470 786 9972 63508 CQACQ 75036+ 80851 + 90465 94507+ 788 12050 63887+ 69344 75038+ 81221 90687 94592 1196 12321 63961 69392+ 75353 82128 90690 94853 1418 14105 64162 69453+ 75523+ 82408+ 90695 94857 1688 14159 64344 69495+ 75539+ 82499 90726 94871 2708 15538 64394 69920+ 76255+ 82732 90733 94894 2932 15838 64656 h 76344+ 82874 90735 94973 3143 16032 64783 70161 + 76552+ 83052 90746+ 95092 3747 17043+ 64795+ 70169+ 77067+ 83126 90845 95122 3952 17154 64942 r 77283+ 83135 91300 95562 4006 18231 + 65113 70185+ 77670+ 83557 91322 95885 4009 18836 65121 70244 77742 83738 91327 96171 4012 19179 65194+ 70272 78029+ 84552+ 91524 96340+ 4014 19743+ 65262 70285 78231 84560 91615 96378 4016 19829 65374 70393 78267 84561 91763 96555 4030 20643 65769 70839 78394 84792+ 92220 96866+ 4036 23009 66743+ 71202+ 79081 + 90021 92275 97159+ 4687 23011 66804 71806 79296 90053+ 92439 97387 5041 23275 66822 71944+ 79472 90063+ 92573+ 97421 + 5663 23958 67197 72557 79903+ 90067+ 92575+ 97525 5991 + 60384+ 67208 72915+ 79930 90155 92707 97590+ 7401 60853+ 67284+ 73040 80154 90222+ 93055 97703 7510 60883+ 67298+ 73111 80389 90224+ 93197+ 97712+ 7623 60887+ 67705+ 73248+ 80438 90235+ 93401 + 97908 8008 60967 68345 73490+ 80477 90249+ 93660 97984 8400 62166 68359+ 73677 80627 90260+ 93721 98310 8600 62727+ 68440 73791 80659 90337+ 93884 98311 11. leikvika: 98336 61529(2/11) 73717(2/11) 17202+ 93612+ 98363 61822(22/11) 76090(2/11) 91251 + 94003+ 98400 6252512/11) 76977(2/11)+ 91656+ 95702+ 98516 63074(2/11)+ 79295(2/11) 91667+ 95573+ 98983 65020(2/11) 80393(2/11) 93451 + 96067+ 13169(2/11) 73308(2/11) 80397(2/11) 93455+ 97161 + 17402(2/11) 73687(2/11) 9225712/11) 93458+ 98064+ Kærufrestur er til 6. desember kl. 12 á hádegi, Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýs- ingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Jón L Árnason skrifar frá Luzem: Miles tekur Browne í karphúsiö Sovésku skáksveitirnar sigruðu með miklum yfirburðum á Ölympíu- skákmótinu í Luzern í Sviss sem lauk í fyrradag. I kvennaflokki fengu sovésku skákgyðjurnar 3 vinningum meira en sveit Rúmena sem hafnaöi i ööru sæti en í sjálfum aöalflokknum munaði er upp var staöiö 6.5 v. á sovésku sveitinni og þeirri næstu sem var sveit Tékka. Þetta er meiri munur en almennt hafði veriö búist við því þótt ljóst væri að Sovétmenn væru með sterkasta liðið, var fyrir- fram búist við mikilli keppni um efsta sætið. Heimsmeistarinn, Anatoly Karpov, og undramaðurínn, Garry Kasparov, leiddu sovésku sveitina og er óhætt að fullyrða að þeir hafi átt mestan þátt í sigrí hennar. En auðvitað er hver maður mikilvægur því vinningur á fjórða borði er nákvæmlega jafnmikilsvirði vinningi á fyrsta borði. Karpov tefldi 8 skákir.og fékk 6.5 v. sem er frábært vinningshlutfall og Kasparov lét ekki sitt eftir liggja, hlaut 8.5 v. af 11 mögulegum. Tal var taplaus eins og þeir og náði sama vinningshlutfalli og heimsmeistarinn, eða 6.5 v. af 8. Þeir Polugajevsky, Beljavsky og Yusupov töpuðu einni skák hver en árangur þeirra er engu að síður mjög góður. Polu fékk 6v. af 9, Beljavsky var með 7 af 11 og Yusupov var með 8 af 10 mögulegum. Annars var staða efstu þjóða þessi: 1. Sovétríkin 42.5v., 2. Tékkóslóvakia 36., 3. Bandaríkin 35.5v., 4. Júgóslavía 35 v., 5.-6. Ungverjaland, Búlgaría 33.5v., 7. Pólland33v., 8.-9. Kúba og Danmörk 32.5v., 10.—14. Argentína, England, Rúmenía, Austurríki, Israel 32v., 15,—20. Svíþjóð, Filipps- eyjar, Holland, Kólumbia, Vestur- Þýskaland, Kanada 31.5v., 21. Chile 31v., 22.-25. Island, Ástralía, Finn- land og Noregur30.5 v. o.s.frv. Misstum flugið Islenska skáksveitin fékk nú hálfu háifum vinningi betur en á ólympíu- skákmótinu fyrir tveimur árum á Möltu, en engu að síður hlýtur það að vera samdóma álit allra að hún hafi staðið sig lakar nú. Á Möltu tefldi sveitin við flestar ef ekki allar sterk- ustu sveitirnar en missti flugið undir lok mótsins, tapaði stórt fyrir Ung- verjum í siðustu umferð. Nú var þessu öfugt farið. Er þriðjungur var liöinn af mótinu stóð sveitin vel að vígi en þá tapaöi hún illa fyrir Englendingum. Eftir það var eins og hún næði sér ekki almennilega á strik. Einhver „óheppni” elti sveitina í viðureignum við lakarí skákþjóðir og endaspretturinn kom ekki fyrr en í síðustu umferð. Þá vannst góður sigur, 3.5—0.5, gegn Belgum, og hefði í rauninni getað orðið enn stærri. Helgi var óláns- samur gegn mótherja sínum, tefldi of hratt á viðkvæmu augnabliki og glutraði vænlegu tafli niður í jafn- tefli. Engu að síður björguðu þessi úrslit því sem bjargað varð og sýna reyndar fram á vankanta Monrad- kerfisins. Þrátt fyrir lakari frammi- stöðu en á Möltu, náði sveitin betri árangri. Árangur íslensku keppendanna var mjög mismunandi og var greini- legt aö sumir voru í stuði og aðrir ekki. Guðmundur Sigurjónsson, sem tefldi á 1. borði, hlaut 4v. af 9, en hann var afskaplega óheppinn. Hann lék af sér heilum hróki í betri stöðu gegn Spánverjanum Bellon, og gegn Femandez frá Venezuela seildist hann eftir of miklu og missti vænlega stöðu niður í tap. Mótið hefði hans vegna mátt vera lengra því að í síðustu umferð vann hann andstæð- ing sinn af miklu öryggi og virtist hafa náð sér eftir áföllin. Helgi Olafsson var einnig langt frá sínu besta en 50% vinningshlutfall, 5.5v. af 11, er vafalaust minna en hann og aðrir sveitarmenn höfðu gert sér vonir um. Sömu sögu má segja um Inga R. Jóhannsson, liðs- stjóra sveitarinnar. Ingi tefldi reyndar aðeins 3 skákir og náði því aldrei almennilega að hita sig upp. Afraksturinn var hálfur vinningur. Ingi gegndi þó veigamiklu hlutverki við að velja í liðið fyrir hverja viður- eign og stappa í menn stálinu er mót- byrinn var sem mestur. En fyrir þann þátt fær hann enga vinninga skráða á bók. Þeir þrír sveitarmenn sem eftir eru náði allir meira en 50% vinningshlutfalli. Jón L. Aranson hlaut 7v. af 11, Margeir Pétursson var með 8v. af 12 og Jóhann Hjartar- son hlaut 5.5 af 10 mögulegum. Jóhann hafði gert sér vonir um að næla sér í áfanga að alþjóölegum meistaratitli en það tókst ekki að éinni. Mótherjamir voru ekki nógu sterkir samkvæmt Elo-stigakerfinu. Guðlaug harðskeytt Áf islensku skákkonunum náöi Guðlaug Þorsteinsdóttir bestum árangri, 7.5v. af 11 mögulegum en hún tefldi á 1. borði. Þessi árangur hennar er mjög nálægt því að vera árangur alþjóðlegra meist- arakvenna en hvort svo er, verða sérfræðingar að skera úr um. Það er spurning hvort hún hafi teflt við skákkonur með nógu mörg Elo-stig sem allt snýst um nú á dögum. Skák Jón L Árnason Áslaug Kristinsdóttir var litill eftir- bátur Guðlaugar og hlaut 6.5 v. af 11 mögulegum. Sigurlaugu Friðþjófs- dóttur og Olöfu Þráinsdóttur gekk hins vegar ekki eins vel. Sigurlaug var með 4v. af 11 en Olöf fékk 3v., en hún tefldi aðeins 9 skákir. Sveitin hlaut 21v. af 42 mögulegum, en á Möltu hlaut íslenska kvennasveitin 21.5v., svo árangrinum hefur hrakaö um hálfan vinning. Það er öfug atburðarás miðað við karlana. Nú tefldu stúlkurnar við mun sterkari þjóðir en á Möltu og stóðu sig í raun mun betur; greinilegt að kvenna- skák á Islandi er í mikilli framför. Staöa efstu þjóöa í kvennafiokki er þessi: 1. Sovétríkin 33v., 2. Rúmenia 30v., 3. Ungverjaland26v., 4. Pólland 25.5v., 5. Vestur-Þýskaland 24.5v. o.s.frv. Þótt íslensku skáksveitunum gengi ekki sem skyldi, voru Islendingar í fararbroddi á öðrum sviðum. Þannig náði Bragi Halldórsson þeim frá- bæra árangri aö sigra í hraöskák- móti blaðamanna. Bragi komst í f jögurra manna úrslit, sigraði Kristi- ansen hinn danska í undanúrslitun- um og síðan Gurevic, sem Islending- um er að góðu kunnur frá Reykjavíkurskákmótinu, tók þá báða 2—0. Hæst ber þó auðvitaö mótsblaö Jóhanns Þóris Jónssonar sem sló í gegn. Eftir nokkra byrj- unaröröugleika small allt í liðinn hjá Jóhanni og útkoman var glæsileg- asta mótsblað sem sést hefur frá því að menn hófu að tefla skák. Það er meiriháttar aö gefa út blað með öllum skákunum á mótinu, fjölda mynda, viðtala og greina auk skýrðra skáka eftir valinkunna meistara. En þetta tókst Jóhanni og hefur hann fengið mikið lof fyrir. Hinn nýkjörni forseti FIDE, Campomanes, hefur boðið Jóhanni aö sjá um mótsblaðið á næsta ólympíuskákmóti sem haldið verður ílndónesíueftir 2ár. Jóhann Hjartarson í stuði Auövitað var mikill fjöldi skemmtilegra skák tefldur á mótinu, eins og lesendur DV hafa fengið smjörþefinn af. Vafalaust verður skák Kortsnojs og Kasparovs talin skák mótsins. Karpov heimsmeistari tefldi einnig margar góðar skákir og ávallt vakti það athygli ef viður- kenndur stórmeistari tapaði fyrir lítt þekktum manni. Ymislegt gerðist einnig í skákum stórmeistaranna innbyrðis, hart var barist og stór- meistarajafnteflin hvimleiðu voru sjaldgæf. Stundum léku bestu menn illa af sér. Hér kemur ein skák sem vafalaust á eftir að rata í kennslu- bækumar. Tveir góðkunningjar okkar Islendinga eru þar aö verki, Englendingurinn Miles og Banda- ríkjamaðurinn Browne. Hvítt: Miles (England) Svart: Browne (Bandaríkin) Tarrasch vöm. 1. Rf3 c5 2. c4 Rf6 3. Rc3 e6 4. e3 Rc6 5. d4 d5 6. dxc5 Bxc5 7. a3 a6 8. b4 Ba7 9. Bb2 0-0 10. Hcl d4 11. exd4 Rxd4 12. c5Rxf3+ 13. Dxf3 Bd714. Bd3Bc6 15. Re4 Rxe4 16. Bxe4 Dc7 17. 0-0 Had8? ? 18. Bxh7+! Kxh7 19. Dh5+ Kg8 20. Bxg7+! Kg7 21. Dg5+ Kh8 22. Df6 Kg8 23. Hc4 og Browne gafst upp því mátið verður ekki umflúið. Klassískt dæmi um tvöfalda biskupsfórn gegn kóngsstöðunni. Jafnvel stórmeistar- amir geta flaskaðá þessu. Islendingarnir tefldu afskaplega fáar frambærilegar skákir. Jóhann Hjartarson tefldi kannski einna skemmtilegast og hann hafði einnig lag á því að hala inn vinningana þegar þeirra var mest þörf. Hann bjargaði mörgum viðureignum sem annars hefðu tapast. Hér kemur skák hans gegn Indónesíumanninum Ginting, sem var eina vinningsskák íslenskusveitarinnarí 11. umferð. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Ginting (Indónesía) Kóngsindversk vöm. I.c4 Rf6 2. Rcl. Rc3 g6 3.e4 d6 4. Bg7 5. f3 0-0 6.Bg5 c5 7.d5 e6 8. Dd2 exd5 9.cxd5 a6 10. a4 Rbd7 11. Rh3 Re512. Rf2 Hb8 13. Be2 Dc7 Dc7 14. 0*0 c4 15.Be3 bö 16. axb5 axb5 17. Ha7 Dd8 18.b4 Re8 19. f4 Rd7 20. Bd4 Bxd4 21.Dxd4 Db6 22.Dxb6 Hxb6 23. Hfal Bb7 24. Hla5 Rc7. 25. e5 dxe5 26. d6 Re6 27. Hxb5 Hxb5 28. Rxb5 Hb8 29. Bxc4 Bc6 30. Ra3 Hxb4 31. Rd3 Hb7 32. Hxb7 Bxb7 33. Bxe6 fxe6 34. Rxe5 Bc8 35. Rxd7 Bxd7 36. Rc4 Kf8 27. Re5 Bb5 38. Kf2 Ke8 39. Ke3 Bfl 40. g3 Bg2 41. Kd4 Bfl 42. Rg4 Kd7 43. Ke5 Kc6 44. Rf6 og svartur gafst upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.