Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR17. NOVEMBER1982. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Ýmist er sviðasultan útbúin i verslunum, hjá Sláturfólaginu eða Sambandinu. Kilóverð á pressuðum sviðum erallt frá krónum 55,40 i 149,00. Yfir 90 króna munur á kílóverði sviðasultu Sviðasultuæta hefur samband við DV: Mér finnst ágætt aö boröa sviðasultu í hádeginu og kaupi mér oft eina sneiö. Oftast kostar hún um tíu krónur, en þó er verðiö mjög misjafnt. Þaö væri fróð- legt aö vita hvort álagningin væri al- mennt frjáls á sviðasultu eða í hverju verömunurinn liggur. Verðkönnun á sviðasultu: — kílóverð Kjörbúö Hraunbæjar 139,10 fráGoöa KjörbúöHraunbæjar 64,75 frá SS Kjörbúö Vesturbæjarl39,00 frá SlS Dalmúli Síöumúla 120,00 frá SlS Kjörbúöin Hólagarði 144,00 frá SlS Kjörbúöin Laugarás 144.00 frá SlS KjörbúöinNóatúni 147,00 frá SIS Kjörbúöin Nóatúni 68,50 frá SS Kjötogfiskur 134,00 frá SlS Kjötborg hf., Ásvallagötu 128,00 frá SIS KjötbúöVesturbæjar 68,70 frá SS Kostakaup 55,40 fráKostak Kjötverslun Tómasar 67,00 frá SS Kjötverslun Tómasar 140,00 fráSlS Matvælabúðin 134,00 Matval 149,00 Fjarðarkaup 59,00 Kjötmiöstööin 134,77 Eftir töflunni aö dæma er talsverður verömunur á pressuöum sviðum. Fer hann eftir því hvaðan sviöasultan er fengin í verslanimar. Vildu sumir kaupmenn meina aö annars vegar væri um lambasultu aö ræða en hins vegar væri ærkjöt í hlaupinu. Margir sögöu þó aö besta sultan væri úr ærkjöti. I versluninni Kostakaup í Hafnarfiröi sögðust þeir búa sína sultu til sjálfir, er þar kílóverö aöeins 55,40. Fjarðarkaup selja kílóiö á 59 krónur. Fjórar verslanir af þeim, sem hringt var í, selja sviöasultu á veröinu frá 64,75—68,70. Sviðasultan frá SlS erseld á verðinu frá 120—149 krónur. Munar þaö 29 krónum sem samsvarar tæplega hálfu kílói af sviðasultu frá Sláturfélagi Suöurlands. Verömunur á ódýrustu og dýrustu fáanlegri sviöa- sultu í þessum verslunum eru krónur 93,60 — dágóð upphæð. -RR. rrtSl Magic Pre-Wash: Hjálpartæki í baráttu við blettina Magic Pre-Wash nefnist efni, sem okkur var nýlega sent til prófunar. Er þetta efni á úðunarbrúsa og á að úða á ýmsa bletti í fatnaði. Síðan er flíkin þvegin á venjulegan hátt. Utan á brúsanum stendur aö meðal annars eigi aö nást olíublettir,blek,skóáburö- ur, sósulitur, ber jaklessur, kaffi, te og kakóblettir , appelsín- og vínblettir, rauökálsblettir, lýsi, blóð og .fleira. Einnig hverfi dökkar rendur í skyrtu- flibbum og á ermalíningum. Við prófuðum vitaskuld ekki efnið viö allar þessar aöstæöur. Aftur á móti reyndum við líka aö ná úr blettum sem ekki voru nefndir í þessari upptaln- ingu. I ljós kom aö efnið virðist geta gert verulegt gagn í sumum tilfellum, í öörum mást blettirnir án þess aö hverfa alveg og í enn öörum virtust þeir ekki haggast. Aríðandi virtist vera aö leyfa efninu aö standa aöeins í áöur en flíkin var þvegin. Minnst fór úr af blettum við handþvott í volgu vatni. Mest hins vegar með því að setja flíkina á suðuþvott. Enda er mælt meö því á brúsanum aö þvegið sé við eins hátt hitastig og flíkin þolir. Ánægjulegast var aö ná úr gömlum blettum, úr flíkum, sem jafnvel var búið aö þvo mörgum sinnum án þess að bletturinn haggaöist. Einnig aö ná dökkum rákum úr skyrtuflibbum og ermalíningum. Eitt af því sem við gátum ekki reynt, var að ná olíu- blettum (mótorolíu) úr fötum. Inn- flytjandinn sagöi okkur hins vegar aö sá þáttur vekti oft hvað mesta ánægju fólks. Olían næöist nefnilega mjög vel úr. Magic Pre-Wash fæst í öllum máln- ingarvöruverslunum á landinu. Brúsinn kostar 70-80 krónur. I honum eru 454 grömm sem duga í ansi margar flíkur. Eftir prófun okkar aö dæma er óhætt aö segja að það ætti ekki að gera neinum til aö eiga svona brúsa. Flíkin skemmist aö minnsta kosti örugglega ekki og ætti jafnvel aö hreinsast. Athugiö bara aö fara eftir því sem stendur á miöa á brúsanum að geyma hann þar sem böm ná ekki til. .....................J& STJORIMUIMARFRÆÐSLA TOLLSKJÖL OG VERÐÚTREIKNINGAR Markmiö námskeiösins er að auka þekkingu þeirra sem innflutning stunda og stuðla þar meö að bættum afköstum og tímasparnaði hjá viðkomandi aðilum. EFNI: — Helstu skjöl og eyðu- blöð við tollafgreiðslu og notkun þeirra. — Meginþættir laga og reglugerðir er gilda við tollafgreiðslu vara. — Grundvallaratriði toll- flokkunar. — Helstu reglur við verð- útreikning. — Gerð verða raunhæf verkefni. Námskeiöið er einkum ætlað þeim sem stunda innflutning í smáum stíl og iðnrekendum sem ekki hafa mikinn innflutning. Einnig er nám- skeiðið kjöriö fyrir þá sem eru að hefja eða hyggjast hefja störf við tollskýrslugerð og verðútreikninga. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS irS423 «****%%%*» Leiöbeinandi: Karl Garðarsson viöskiptafræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.