Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR13. DESEMBER1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Grein sem ég skrifaði um verðlag í Fríhöfninni í Keflavík og birtist á síð- unni nú fyrir nokkru virðist ætla aö hafa töluverð eftirmæli. Þannig skrif- ar Mats Wibe Lund eftirf arandi bréf: Með tilvísun til athyglisverðrar greínar á neytendasíðunni í DV 7. des. sl. er full ástæða til að vara við inn- kaupum „á vildarkjörum” í Fríhöfn- inni. Þar kemur tvöfeldni ríkisinsfram í „óhugnanlegrimynd”. Allar vörur að verðmæti 1.400 kr. eöa meira eru tollskyldar — hvort sem þær eru keyptar erlendis eða í Fríhöfninni. Kaupir þú hlut erlendis er líklegt aö þú fáir hann enn ódýrari heldur en í Frí- höfninni. Væntanlega gerir þú þér grein fyrir því (ef um dýran hlut er að ræða) að þér ber að greiða af hlutnum aöflutningsgjöld og söluskatt. — Svo er reyndar líka um það sem þú kaupir í Fríhöfninni! Ef þú lesandi góður, þekkir umfang þeirra gjalda sem ber aö leggja á þaö sem þú kaupir fram yfir 1.400 kr. muntu fljótt sjá að þaö borgar sig heldur að kaupa hlutina í Reykjavík. Ef verð í Fríhöfninni er lagt til grundvallar og aðflutningsgjöldum og söluskatti bætt ofan á verður þaö í mörgum tilfellum, eins og t.d. meö myndavélar og filmur, 10—35% dýrara að versla í Fríhöfninni ef farið er að lögum! Eftir því sem ég kemst næst, er starfsfólki Fríhafnarinnar ekki uppá- lagt að benda íslenskum viðskiptavin- um sínum á þessi ákvæði. Þannig stundar í raun ríkiö sölu til þegna sinna á fölskum forsendum. Ríkið veltir hins vegar vandamálunum yfir á tollverði sina hinum megin í sama húsi. Mér er sagt að þeim sé meinilla viö þessa verslunarhætti Fríhafnarinnar. Að vísu segja margir aö þetta og hitt ætti maöur að vita. En það er ekki rétt af DV aö birta grein eins og þá sem kom 7. des. sl. án þess aö allur sannleikurinn sé sagður. Var ekki annars ætlunin að starf- rækja Fríhöfnina til aö afla erlends gjaldeyris — en ekki að stunda opin- bera hrossakaupmennsku við íslend- inga. Ríkið að keppa við sjálft sig Sigurður Þorleifsson í versluninni Amatör hringdi og tók í sama streng og Mats. Hann sagði aö í raun væri ríkiö að keppa viö sjálft sig. Þannig seldi það fólki á einum stað ýmsan tollfrjáls- an vaming. A sama varningi seldan í verslunum væri hin§ vegar lagt alveg gifurlega af sama ríkinu. Þannig aö þeir sem mögulega gætu komiö því við keyptu eða létu kaupa fyrir sig það sem hægt væri annað hvort í Fríhöfn- inni eða jafnvel í verslunum erlendis. Þannig yrði ríkið af miklum tekjum í formi tolla og söluskatts. Siguröur sagðist til dæmis hafa vissu fyrir því aö á einu ári seldust 2000 myndavélar í Fríhöfninni. Gott þætti hins vegar ef salan færi upp í 500 vélar í öllum verslunum í Reykjavík samtals á einu ári. Sigurður sagðist vita það að 99% af því sem selt væri af hlutum sem myndavélum í Frihöfninni væri selt Is- lendingum. Til þess að nefna dæmi um gifurlega álagningu rikisins tók Sigurður filmu- verð. Við gefum okkur það að ákveöin filma kosti 100 krónur á svonefndu FOB verði. Það er að segja filman komin til landsins, búið að greiöa verð hennar erlendis, greiða fyrir flutning- inn heim, tryggingar og bankakostnað. Þá bætist við hana eftirfarandi. krónur Fflmuverð 100 35% tollur ‘ 35 Samtals 135 43% vörugjald 54 Samtals 189 25% hefldsöluálagning 47,25 Samtals 236,25 40% smásöluálagning 94,50 Samtals 330,75 23,5% söluskattur 77,70 Samtals 408,50 Þannig tekur ríkið af þeim 408 krón- um sem filman kostar endanlega út úr Ftestír nota tækífærið þegar þeir fara um Frihöfhina tíf að kaupa eins og þeir mögulega gata og hafa afni á. Kaupmenn i Reykjavík eru ekki sam mála um hversu hagkvæmt þetta er bæði fyrir fóikið sjétft og þó aðallega fyrir ríkið. ., Kaupmenn um verð íFríhöfninni: RIKIÐ ER AÐ TAKA ÚR EIGIN VASA missir af miklum tollum og söluskatti búð hvorki meira né minna en 166,70 krónur. Sigurður sagöi að tollar á linsum og öðrum fylgihlutum myndavéla væru enn hærri en þetta. Þess vegna keypti bókstaflega enginn maður þetta hér í verslunum. Þó þessir hlutir væru mun ódýrari í Fríhöfninni en hér í búöum væri ekki óalgengt að þeir væru enn ódýrari í verslunum erlendis, sérstak- lega í Bandaríkjunum. Enda brigðust útlendingar oft reiðir við þegar þeir spyrðu um verð hér í búðum og fengju þaðuppgefið. Gera kaupmenn tortryggilega Þá hringdi Magnús Finnsson for- maður Kaupmannasamtakanna. Hann sagði að með verðkönnuninni væri verið að gera keupmenn tortryggilega. Þar sem engar skýringar fylgdu henni um það af hverju verðmunur væri þetta mikill teldi almenningur ugg- laust að verslanir í Reykjavík væru að okra á fólki. 100% álagning Einn kaupmaöur sem baö mig fyrir nafnið sitt hringdi líka til aö segja frá því aö þó vörur í Fríhöfninni væru ódýrar væri samt 100% álagning á þeim öllum. Guömundur Karl Jónsson verslunarstjóri sagði að það væri rétt að álagningin færi stundum upp í 100% og jafnvel yfir það á sumum vín- tegundum. En á öðrum vörutegundum færi hún niður í 30%. Eftir því sem var- an væri dýrari því minna væri lagt á hana. Kostnaöur við rekstur Fríhafn- arinnar væri líka mikill, mun meiri en við að reka verslun. Búðin væri opin á öllum tímum sólarhrings og því hefði starfsfólkiö hærra kaup en almennt gerðist. Ódýrara postulín? Einn sölumaöur á postulíni hringdi líka til þess að segja frá því að hvað sem um aðrar vörur mætti segja þá væri það ljóst að postulín væri ódýrara út úr búð í Reykjavík en suður á Kefla- víkurvelli. Guðmundur Kal sagði að það gæti oft verið svo. Á postulíni er enginn tollur, aðeins 3% verðjöfiiunar- gjald. Otlendingar keyptu nær allt postulinið. Fríhöfnin yrði vegna þess að verð á öllu væri í dollurum að taka fleiri íslenskar krónur fyrir hvem hlut. Verslanir í Reykjavík gætu hins vegar geymt sér hækkunina eitthvað öriítið lengur. Til að bæta fyrir brot okkar könnuð- um við verð á einum hlut úr postulíni, þeim sem mest er keyptur nú fyrir jól- in. Það er jólaplattinn frá Bing og Gröndal. Kann kostar í Fríhöfninni 294 krónur en i búð í Reykjavík 398 krónur. Svo ekki virðist dæmi kaupmannsins alvegpassa. DS Veitlagsstofnun gleym■ ir ódýrustu versluninni A.K. Ottesen skrifar: Mig langaði sí svona að skjóta því að verölagsstofnun með allar sínar verðkannanir og samanburð á milli verslana aö hún virðist alltaf gleyma þeirri verslun sem alltaf er með ódýrustu og þar að auki bestu vörumar. Þessi verslun er Kom- markaðurinn á Skólavörðustíg. Sem dæmi um verð í Kommarkaðnum, þá voru þar til epli á 18,50 kr.kg þegar lægst verð á eplum í verðkönnun verðlagsstofnunar var 19,75 kr. kg og í annarri könnun var lægsta verð á eplum nefnt 14,50 kr.kg en þá voru til í Kommarkaðnum prýðileg dönsk eplí á 13,00 kr.kg. Svipað má segja um verð á tómötum, þegar lægsta verð i verðkönnunum verðlags- stofnunar var 63,00 kr.kg var Kom- markaðurinn meö tómata á 45,50 kr.kg og er enn, sem þar að auki eru iífrænt ræktaðir og ættu að vera dýr- ari gæðanna vegna. I Kornmarkaðn- um getur maður að auki sjálf ur valið vöruna sem ekki er hægt í öðrum verslunumþar seih afsláttarverð er, heldur veröur maður aö kaupa stóra poka af hverri vörutegund. Oft em skemmdir ávextir í þessum pokum sem ekki er ef maður velur vöruna sjálfur. Reyndar skil ég það vel að Kom- markaðurinn passi kannski ekki vel í alhliða verðkönnun þar sem hann t.d. selur ekki hvítan sykur, bleikt hveiti og kóka kóla: Vörur sem fólk ætti að láta eiga sig ef því er annt um heilsu sína. En það eru margir sem eru að auka neyslu sína á grænmeti, ávöxtum og kornvörum. Þetta fólk ætti að fá að vita hvar þessar vörur eru ódýrastar. Svo ef verölags- stofhun er að reyna að auka verö- skyn neytenda og benda á ódýrustu verslanirnar hvers vegna gerir hún sér ekki það ómak að benda á ódýr- ustu verslunina með þessa vöru- flokka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.