Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR13. DESEMBER1982.
verðlagið (neikvæð greiðslustaöa
'Landsvirkjunar á þessu ári um ca
145 Mkr.).
Hin raunverulega Krafla kemur
hér hvergi við sögu, en hún hefur tíð-
ast verið notuð í ljótabarnshlutverk-
ið af stjómmálamönnum, fjölmiðla-
mönnum og ýmsum steinblindum
Eræðimönnum, þegar rætt er um
óarðbærar framkvæmdir í þeim til-
gangi einum að villa um fyrir al-
menningi eða upplýsa eigin fávisku.
En þessir sömu aðilar horfa fram
hjá öllum Kröfhmum sem engla-
bamið Landsvirkjun er að burðast
með (fyrirtæki sem forsjálir Reyk-
víkingar komu á fót), en Kröflumar
þar eru hreint ekki svo fáar og stöð-
ugt unnið að fleiri.
Til aö skoða dæmið nánar skulum
við sjá áhrifin sem þetta okur Lands-
virkjunar hefur á smásölugjaldskrá
Rarik, núgildandi gjaldskrá frá 5.
nóv. 1982 og reikna á ársgrundvelli.
Dæmi um Jón
Jónsson
Jón Jónsson sem notar á heimilis-
taxta A14000 kwh/ári og hitataxta Q
36000 kwh/ári. Meöalverð á A1 miöaö
við þessa notkun er 2,243 kr /kwh, á
C10,701 kr /kwh óniðurgreitt af ríkis-
sjóði, en 0,561 kr /kwh niðurgreitt.
Reiknað saman A1 + C1 miðað við
40000 kwh/ári er óniðurgreitt verð
0,855 kr/kwh en niðurgreitt 0,729
kr /kwh.
Jón Jónsson þarf því að greiða fyr-
ir raforku á ársgrundvelli 40000 X
0,729 = 29160 kr /ári, Rarik fær 40000
X 0,855 = 34200 kr /ári, Landsvirkj-
un fær 40000 x 0,53 = 21200 kr /ári
plús 0,53 x dreifitöpin í kerfi Rarik,
eða frá afhendingarstaö Landsvirkj-
unar að notanda, en við getum sleppt
þeim hér, dæmið er nóguslæmt fyrir.
Samantekið:
HeUarkostnaður: 34200 kr/óri eða 100%
Landsvirkjun fær 21200 - - 62%
Rarikfær 13000 - - 38%
Samt. 34200 100%
Jón Jónsson groiðir < 29160 kr/ðri eða 85.3%
Ríkissjóður greiðir 5040 - - 14,7%
Af hluta Rarik eða 13000 kr. fara
2690 kr. í verðjöfnunargjald og sölu-
skatt til baka til ríkissjóðs. Hvaö
verður um niðurgreiðslumar eftir
áramót 82/83 veit enginn en þær eru
ekki á f járlögum næsta árs.
Sama dæmi og að ofan tekið í
nóvember 1978 eða fyrir 4 árum.
HeiidarkostnaAur:
40000 x 0,104 =4160 kr 'ári - 100 %
landsvirkjun fær
40000 x 0,04562=1824,8 kr/ári - 43,9%
. Rarikfær
23352.2 kr lári - 56.1%
Samt. 4160 kr/ári - 100 %
Þá voru engar niðurgreiðslur og
Jón Jónsson greiddi alla súpuna.
Að lokum skulum við s já hvað þarf
mörg kíló þorsks til að greiða þessa
orku.
1 nóvember 1978 var skiptaverð
1,26 kr /kg sem þýðir að 4160 : 1,26
= 3301 kg/ári þarf þá til greiðslu á
raforku á ársgrundvelli, en nú þarf
34200 : 6,37 = 5368 kg/ári til
greiðslu á sama orkumagni eða
62,6% aukning.
Núverandi verð raforku til allra al-
mennra nota er óviðunandi fyrir alla
raforkunotendur, hreint okur.
Ef spáin um 3-ja þorskinn hér að
framan til Landsvirkjunar á tveim
næstu árum rætist getum við alveg
eins lagt niður alla búsetu úti á landi
ef landsbyggðinni er ætlað að búa við
gjaldskrá Landsvirkjunar í stað þess
aö fá að virkja sjálfir fyrir kostnað
sem er innan við helmingur af núver-
andi gjaldskrá Landsvirkjunar,
hvað þá verður er þriðji þorskurinn
hefur bæst við.
Er ekki kominn
timitii:
a) að stjóm Landsvirkjunar segi af
sér og efstu yfirmenn líka.
Endurskoðendafyrirtælíjp verði
gert að rannsaka starfsemina
alla og grundvöll ákvarðanatöku
hinna ýmsu framkvæmda á
Þjórsársvæði.
Hér gæti verið um framhalds-
verkefni að ræða hjá hinu breska
endurskoðendafyrirtæki sem
iðnaöarráðuneytið fékk í álmáliö.
b) að Alþingi Islendinga endurskoöi
afstöðu sina með útþenslu Lands-
virkjunar yfir landsþyggðina.
c) að stjóm Laxárvirkjunar aidur-
skoði afstöðu sina til sameiningar
Laxárvirkjunar og Landsvirkjun-
ar 1. júlí 1983 ög þar með fríi
Akureyringa og seinna aðra
Norðlendinga við ævarandi okri á
raforku.
d) að rannsaka þátt verkfræðistofa í
ákvarðanatöku um ýmsar raf-
orkuframkvæmdir, en æði oft em
stofurnar bæði með frumhönnun
og síðan lokahönnun verksins
þannig að ákvarðanataka er
þeirra hagur, en ábyrðin engin.
e) að rannsaka þátt orkustofnunar í
ákvarðanatöku valkosta orku-
mála, en ég get ekki betur séð en
að sú stofnun sé verri en engin í
þeimefnum.
f) að skipta um yfirmann orkumála
á Islandi, iðnaðar- og orkuráð-
herra, Hjörleif Guttormsson, og
gert að skilyrði að arftaki hafi
smá-innsýn í orkumál, og láti
ekki eiginhagsmunaseggi og
steinblinda reykvíska fræðimenn
stjórna sínum ákvörðunum.
Að síöustu, þá hefur gengi dollars
gagnvart íslenskri krónu 18, 28 fald-
ast frá 1. jan. 1972 til 5. nóv. 1982, en
gjaldskrá Landsvirkjunar hefur
61,37 faldast á sama tima, eöa 3,35
faldast gagnvart dollar.
Fiskverð er hins vegar mjög
svipað í dollurum talið 1. jan. 1977 og
15. sept. 1982 eða 7,67 faldast, en
dollar 7,62 faldast á sama tíma.
Heimir Sveinsson
tæknifræðingur
Egilsstöðum.
HARHARA -«
g,artland
Ástin blómstrar á
XIIiiim al#li iMclrAÍ Ai im
ÞÆR ERU SPENNANDI í ÁR,
SKEMMTISÖGURNAR FRÁ SKUGGSJÁ!
Barbara Cartland
Ástin blómstrar á öllum
aldursskeíðum
Eftir lát konu sinnar segir Malcolm Worthing-
ton skilið við starf sitt í utanríkisþjónustunni og
fer til Miðjarðarhafsins í þeim tilgangi að gleyma
fortíðinni og hefja nýtt líf. Þar verða tvær konur
á vegi hans og þær eru ólíkar eins og dagurinn
og nóttin. Elísabet er fínleg, lífsglöð og óeigin-
gjörn og kennir honum að elska á ný. Marcia er
há og grönn, fögur og fönguleg, en Malcolm
metur hana einskis. En þegar Marcia er að því
komin að hverfa að fuliu úr lífi hans, ske óvæntir
atburðir, sem Malcolm hafði ekki séð fyrir...
Theresa Charles
við systurnar
Althea er fögur, alvörugefin og mjög gáfuð og
stjórnar yngri systur sinni, full afbrýðisemi og
öfundar. Rósamunda er lífsglöð og skemmtileg,
aðlaðandi og kærulaus, en full af mannlegri
hlýju. Adrían er aðstoðarprestur föður þeirra og
þær eru báðar ástfangnar af honum. Hann kvæn-
ist Altheu. Cecil er frændi Adríans, glæsilegur
og sjálfsöruggur. Hann kvænist Rósamundu.
Þessar systur voru mjög ólíkar, en áttu þó svo
margt sameiginlegt í fari sínu, að mennirnir, sem
urðu á vegi þeirra hrifust af þeim báðum.
vlO,<3Ufe
sysfurnar
Sigge Stark
Skógarvörðurinn
Anna frá Hlíð var sautján ára og mjög þögul
og fáskiptin. Hún tjáði engum hug sinn, heldur
hélt sig út af fyrir sig, rölti ein um skóginn með
hundinum sínum, sem í raun var hennar eini
félagi. En einn indælan sumardag, þegar sólin
hellti geislum sínum yfir skóginn, fjöllin og mýr-
arnar, hitti hún skógarvörðinn nýja. Þessi sumar-
dagur festist henni í minni sem einn mesti
hamingjudagurinn í lífi hennar, enda þótt hann
bæri í senn með sér sorg, biturleika og tár...
Else-Marie Nohr
Hver er ég?
Eva Birk er að undirbúa brúðkaup siti og
Henriks Borg, þegar hún fær þær óvæntu upp-
lýsingar, að af vígslunni geti ekki orðið, þar sem
hún sé þegar gift öðrum manni. Eva verður að
sjálfsögðu skelfingu lostin. Hún hafði orðið fyrir
bifreiðarslysi og þjáðst af minnisleysi um tíma,
en þegar hún tekur að kanna málið, kemst hún
að því að hún er þegar gift, og það manni sem
henni er ákaflega ógeðfelldur, — og að með
þessum manni á hún þriggja ára gamla dóttur...
Erik Nerlöe
Hvítklædda brúðurin
Karlotta var á leið til kirkjunnar þar sem Jesper
og veizlugestirnir biðu hennar. Hún var klædd i
brúðarkjólinn hvíta, með fagran brúðarvönd i
fanginu og fyrir brúðarvagninn voru spenntir
tveir fagrir gæðingar. En hún komst aldrei alla
leið til kirkjunnar, — og enginn vissi um mennina
tvo, sem í brúðarvagninum sátu og óku á brott
með Karlottu, tvo illskeytta menn, sem til alls
voru vísir. Og þar með fékk Benedikta Liljen-
krona möguleika til að vinna ástir Jespers á ný...
,Erik Nerlöc
HVITKLÆDDA
BRUÐURIN
Francis Durbridge
Meö kveðju frá Gregory
Fáir útvarpsþættir hafa vakið jafnmikla
spennu meðal íslenzkra útvarpshlustenda sem
Gregory-þættirnir sæliar minningar. Með kveðju
frá Gregory er sagan sem þessir æsilegu þættir
voru byggðir á, — og sagan er ekki síður
spennandi. Hver var hann þessi leyndardómsfuili
glæpamaður, sem skildi eftir orðsendinguna
„Með kveðju frá Gregory," ritaða með rauðu
bleki, sem minnti óhugnanlega á blóð, og festi
á fórnarlömb sin? — Það kostar vökunótt að
byrja lestur þessarar bókar.