Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Blaðsíða 18
18
DV. MÁNUDAGUR13.DESEMBER1982.
TILKYNNING
tilsöluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, aö gjalddagi
söluskatts fyrir nóvembermánuö er 15. desember. Ber þá aö
skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóös ásamt sölu-
skattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið,
8. desember 1982.
TILKYNIMING
TIL LAUNASKATTSGREIÐENDA
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því aö eindagi
launaskatts fyrir mánuðina ágúst, september og október er 15.
desember nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal
greiöa dráttarvexti til viöbótar því sem vangreitt er, talið frá
og meðgjalddaga. Dráttarvextir eru 5% á mánuði.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns
ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launa-
skattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
Lux: Time gæðaúr á ótrú/ega
iágu verði!
Eins árs ábyrgð! Góð þjónusta!
Aðeins vegna ótrúlega hagstæðra innkaupa getum við
boðið Lux.time tölvu quartz úr á verði sem enginn
getur keppt við!
ALARM CHRONO
24 t. úr, sýnir
stundir, mínútur
og sekúndur
Dagatal m.
mánaðardegi og
vikudegi.
Vekjari/viðvörun-
artónn getur verið
á föstum tíma á
hverjum morgni.
Auðvelt að breyta.
Heimsúr 241.,
hægt að stilla á
klukkuna hvar
sem er í heim-
inum.
Skeiðklukka með
1/10 úr sek.f ná-
kvæmni og
millitíma.
Laglegur og góður stálkúlu-
penni með tölvuklukku sem
sýnir klukkust. minútur og við
létta snertingu, sekúndur, mán-
uð og mánaðardag.
Núllteljari frá 24.00
til 0.00 m. viðvör-
unartón.
'ð
Vatnshelt.
Lux:Time stúlku/dömuúr í
fjórum litum: hvitt, rautt, blátt
eða svart. Sýnir klukkust., min-
útur og við létta snertingu sek-
úndur, mánuð og mánaðardag.
Skoðið og kaupið úrin hjá CARL
BERGMANN, úrsmið Skóla-
vörðustíg 5 eða pantið beint hjá
BATIhf.
Hringið og pantiö í síma 91-79990
eöa fyllið seðilinn út og sendið.
Pantanir afgreiddar samdægurs.
- stk. Lux: Time Crono Alarm
á kr. 485,-
_stk. kúlupennar með úri
ákr.276,-
. stk. stúlku/dömuúr
Litur: I hvítt I irautt □blátt
í svart kr. 276,-
_____stk. aukarafhlöður ákr. 90.-
1 Eg óska að fá pöntunina senda
i póstkröfu, kostnaður pr. pöntun
kr. 40,-
D Eg borga fyrirfram með yfir-
strikaðri ávísun, sendingarkostn-
aður pr. pöntun kr. 20,-
Sendið til BATI hf. Skemmuvegi
22 400 Kópavogi, sími 91-7 99 90.
Menning
Menning
Menning
BOKIN UM
RAGNAR í SMÁRA
—glæsileg listaverkabók
I vaxandi kreppu og báglegu efna-,
hagsástandi þjóðarinnar leggur
ný forlagssamsteypa Listasafn
ASI/Lögberg út í það stórvirki að
láta rita um íslenska myndlist og
gefa út í umfangsmiklum bókaflokki.
Þegar eru komnar út hjá fyrirtækinu
tvær bækur, sú fyrsta um Ragnar
Jónsson í Smára og önnur um Eirík
Smith listmálara.
Bókin um Ragnar er aö hluta til
samtalsbók þar sem Ingólfur Mar-
geirsson hefur skráð viðtöl við
nokkra helstu listamenn og menning-
arfrömuði þjóðarinnar. I síðari hluta
bókarinnar eru svo 48 heilsíðulit-
myndir af málverkum úr frumgjöf
Ragnars til Alþýðusambands Is-
lands.
Mecene
Ragnar í Smára er eflaust einn
merkasti Mecene í íslensku menn-
ingarlífi. Hann hefur komið víða við
og stutt ötullega allt í senn tónlistina,
málverkiö og ritlistina. Þetta kemur
vel fram í bókinni um Ragnar þar
sem rætt er við listamenn sem lagt
hafa stund á ólíkar listgreinar, en
eiga þaö þó allir sameiginlegt að
hafa notið stuönings og vináttu
Ragnars. Þannig er þessi velgjörðar-
maður islenskra lista skoöaður sam-
tímis frá mörgum hliðum og lesand-
inn fær í senn fræðandi og umfram
allt skemmtilega heildarsýn. Jú,
bókin um Ragnar er vissulega
skemmtileg aflestrar og jafnvel
bráðfyndin á köflum.
Saf n í bók
En það sem lýsir kannski best per-
sónuleika Ragnars eru litmyndir af
málverkum sem hann gaf Listasafni
Alþýðu. Þetta er í raun einstakt safn
sem hefur aö geyma hluta af stór-
kostlegustu listaverkum íslenskrar
listasögu. Hér ægir saman ólíkum
stíltegundum, landslagi og abstrakt,
sem vitnar fyrst og fremst um
margbreytilegan og óvenju þroskað-
,an listsmekk Ragnars.
En bókin um Ragnar er einnig bók
um gróskumikið tímabil í íslenskri
menningarsögu þar sem m.a. er
dregiö fram hlutverk einstaklings-
ins, safnarans í hinum „frjálsa”
Smára hefur í gegnum árin verið líkt
og óopinber „listastofnun” eða
kannski öllu heldur „list-fabrika”.
Bókmenntir
GunnarB. Kvaran
listaheimi. Og viö sjáum þá stað-
reynd að listaverkasalar og safnarar
eru algerlega nauðsynlegur hlekkur í
markaðsfærslu listaverka þegar
ríkissöfn hafa hvorki dug né fjár-
magn til að versla og koma á fram-
færi list liðandi stundar. Ragnar í
Glœsilegt upphaf
Bókin um Ragnar er að vissu leyti
„endurreisn” listverkabókaútgáfu á
Islandi. Hún er glæsilegt upphaf af
spennandi listævintýri þar sem allt
virðist gert til að skapa listaverka-
bækur í sem hæstum gæðaflokki.
Ovenju vönduð fagvinna, uppsetn-
ing, litgreining og prentun kemur vel
til skila þeirri stórbrotnu mynd sem
hér hefur verið dregin upp af Ragn-
ari JónssyniíSmára.
GBK
SAFNIÐ FÆR UF
Tónleikar: Musica Antiqua f Þjóöminjasafninu
4. des.
Flytjendur: Camilla Söderberg, Michael Shelt-
on, Helga Ingólfsdóttir og Ólöf Sesselja
Óskarsdóttir.
Efnisskrá: Georg Philipp Telemann: Trfósónata
í d-moll og Sónata f b-dúr; Georg Friedrich
Johann Sebastian Bach: Sónata f E-dúr BWV
1016.
Otrauð heldur Musica Antiqua sínu
striki og um helgina hélt hún tónleika
í anddyri Þjóðminjasafnsins. Einn af
forsprökkum félagsskaparins Helga
Ingólfsdóttir hafði áður fært mönn-
um heim sanninn um að þar væri að
finna fyrirtaks tónleikasal, þ.e.a.s.
fyrir þann tónlistarflutning sem hér
um ræðir. Hún vígði á sínum tíma
konsertsembal Tónlistarskólans þar
og nú lék hún í fyrsta sinn opinber-
lega á nýjan kjörgrip, smíöaðan af
Mark nokkrum Stevenson sem ein-
mitt mun skýra hinar aöskiljanlegu
náttúrur sembalsins á Háskólatón-
leikum með henni þann fimmtánda
þessa mánaðar.
Tekinn á orðinu
Kjami Musica Antiqua liggur
sannarlega ekki á liði sínu. Honum
hefur vaxið ásmegin með hverjum
tónleikum. Einkar athyglisvert er
hversu mjög Olöf Sesselja Oskars-
dóttir sækir sig með gömbuna.
Kjarninn er orðinn mjög vel fram-
bærilegur og nú er þess eins að bíða
að við bætist góðir liðsmenn. Raunar
hefur einn þegar bæst í hópinn.
Michael Shelton heitir hann og leikur
á fiölu. 1 vor lék hann með Musica
Antiqua á nútimalega fiðlu með góð-
Tónlist
Eyjólfur Melsted
um árangri. Oskaði undirritaður
þess þá í umfjöllun að mega heyra
Shelton leika á hljóðfæri sambæri-
legt hinum. I ljós kom að piltur átti
slíkan grip í fórum sínujn, en haföi
tæpast reiknað með tækifæri til aö
nota hann hér úti á klakanum. Læt ég
hér með í ljós ánægju yfir að fá óskir
mínar uppfylltar og samfagna með-
limum Musica Antiqua aö fá þar
ágætan liðsauka. Ég var Shelton aö
vísu ekki alveg sammála um leik-
mátann á E-dúr sónötu Bachs, sér-
staklega allegroköflunum. En hann
var vissulega samkvæmur sjálfum
sér og víst er fróðlegt að heyra
hvernig verkið verður að allt öðru
stykki en þegar það er leikið á píanó
eða sembal og nútímafiðlu. Saman-
burðurinn verður í flestu uppruna-
legu myndinni í hag.
Nýtt og spennandi
Annað athyglisvert stykki var B-
dúr sónata Telemanns sem hér var
leikin á blokkflautu með gömbu-
continuo. Ekki er ég nógu kunnugur
til að segja um hvort upphaflega sé
ætlast til að gamban s jái ein um með-
leikinn, en þar gafst gömbuleikaran-
um upplagt tækifæri til að brillera,
hvaðvelvarnýtt.
Það er jafnan eitthvað nýtt og
spennandi við tónleika Musica
Antiqua. Félagsskapurinn hefur
„uppgötvað tvo nýja” tónleikasali í
höfuðborginni. Samvinna þeirra við
Þjóðminjasafnið hefur gert það að
lifandi safni. Væntanlega færir stofn-
unin sér þekkingu þeirra í nyt til að
hljóðfæri í hennar eigu fái hljóm á ný
þó vart sé meö því að reikna að þar
sé um jafnauðugan garð að gresja og
í ýmsum nágrannalöndum okkar.
EM