Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR10. FEBRUAR1983. Aðeins 2,5% af íþróttaefni dagblaö- anna fjallar um konur í íþróttum, aö því er kemur fram í skyndikönnun sem gerð var á vegum jafnréttisráös á tímabilinufrá 2. til 21. nóvember 1982. Ef miðað er við fjölda dálksentí- metra af texta og myndum á íþrótta- síöum dagblaöanna fyrrgreint tímabil var 82% efnisins lagt undir íþróttir karla, 15,5% undir almennt íþróttaefni en aðeins 2,5% undir íþróttir kvenna. Hæst var hlutfall kvennaíþrótta á íþróttasíöum DV eöa 4,8% en lægst í Morgunblaöinu 0,5%. Fyrirsagnir sem vísuöu til íþrótta kvenna voru 3,3% af fjölda fyrirsagna á íþróttasíöum dagblaöanna. Hlutfalliö var hæst í DV 4,6% en lægst í Morgunblaðinu eöa 1,0%. I tilkynningu frá jafnréttisráöi er bent á að samkvæmt tölum frá Iþrótta- sambandi Islands stunduðu rúmlega 77 þúsund Islendingar íþróttir á árinu 1981. I þeim hópi heföu verið um 25 þúsund konur eöa um 32%. Vekur jafn- Turnmeyer réttisráö athygli á aö íþróttaefni dag- blaðanna sé eitt vinsælasta efni þeirra og hafi uppeldislegt gildi þar sem íþróttahetjur verði fyrirmyndir barna ogunglinga. -ÓEF. Könnun á íþróttaefni dagblaðanna: KONUR 32% ÞÁTTTAKENDA EN FÁ 2,5% AF FRÉTTUM Síðasta sýning ís- lenska dansf lokksins Danssmiðja inniheldur fjóra nýja isienska balletta. DV-mynd: Bjarnieifur. Nú á föstudagskvöldið veröur síöasta sýning íslenska dansflokksins að þessu sinni á ballettsýningu þeirri sem nefnd hefur veriö DANSSMIÐJAN og inniheldur fjóra nýja íslenska dansa. Þessir dansar voru sérstaklega samdir fyrir dansflokkinn af Nönnu Olafsdóttur, Ingibjörgu Bjömsdóttur og meölimum flokksins og er skemmst frá aö segja aö sýningin hefur hlotiö góöar viðtökur og lofsamlega dóma, en rúmt ár er nú liöið síðan Islenski dans- flokkurinn var á ferö meö sýningu í Þjóðleikhúsinu og þá meö einn sinn stærsta sigur á tæplega tíu ára ferli, klassíska ballettinn Giselle í sviðsetn- ingu Antons Dolin. DANSSMIÐJAN hefst á klassískum dansbrigöum sem meölimir flokksins hafa sett saman við tónlist eftir Elgar, Katsjatúrjan og Sibelius. Þá tekur viö fjörlegur ballett Ingibjargar Bjöms- dóttir og nefnist 20 mínútna seinkun. Er þaö verk samiö viö tónlist Gunnars Reynis Sveinssonar og lýsir ýmsum spaugilegum atvikum er henda fólk sem þarf aö bíöa flugs á flugstöð. Þá tekur næst viö ballett sem nefnist Hvar? og er saminn af dönsumnum sjálfum viö tónlist Þóris Baldurssonar og sýningunni lýkur loks á balletti Nönnu Olafsdóttur viö tónlist Leifs Þórarinssonar og heitir Largo y Largo. Þar er í dansi lýst æviskeiðúm mannsins frá æsku til elli. Guörún Svava Svavarsdóttir hefur gert búninga og sviðsmyndir fyrir þessa sýningu en lýsinguna annast Ingvar Björnsson. Þá má og geta þess að tólf böm úr Listdansskóla Þjóðleik- hússins koma fram í sýningunni ásamt Islenska dansflokknum. Póstsendum. Opið laugardaga. Kúnígúnd ^ giafavöruverslun Góður matur bragðast betur af NISSEN trévörunum Ath. Loksins á íslandi, þýsku Solingen steikarhnífapörin Kúnígúnd— GJAFAVÖRUVERSLUN TREVORURNAR DÖNSK N I S S E N GÆÐAVARA Hafnarstræti 11 —sími 13469. J3XVS3ICD ® " UMB0ÐIÐ ÞINGHOLTSSTRÆT11 (BANKASTRÆTISMEGIN) Simi 27510 Sendum i póstkröfu Ref. LB 317 L Kr.990 Kr. 2.140 Kr. 895 Kr. 785 Kr. 1.390 Kr. 1.150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.