Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR10. FEBRUAR1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Vilmundur Gylfason: i Bandalagi jafnaftarmanns. Og annað bandalag Nú þegar Bandalag jafnaö- armanna befur verið stofnað og gárungarnir fengið túna til að hugsa sig um, (þeir eru ekki alltaf jafnfljótir að hugsa, gárungarnir), er kom- ið uppnefni á nýja flokkinn: Bandalag jafnaðarmanns. Úpinberlega við Þreyttur borgari kvartaði yfir því við símastúlku hjá opinberri stofnun hversu erfitt væri að ná í tiltekinn embættismann, en borgarinn þreytti hafði verið að eltast við embættismanninn i marg- ar vikur. Hann fékk þau svör hjá símastúlkunni að viðkom- andi væri yfirleitt ekki við, nema við og við, að hann kæmi þar við. Bandalag í borgarráði Enn gerðist það í borgar- ráði um daginn að Albert Guðmundsson og fulltrúi kvennaframboðsins gerðu bandalag, í þetta sinn gegn skiðalyftu. Þetta hefur áður gerst, að Albert og kvenna- framboðsfuUtrúar hafi gert bandalag gegn hinum flokk- unum. En því miður aUtaf lent í minnihluta. Lýðræðisleg ákvarðanataka Ungur maður kom heim frá Sviþjóð, dulítið þrcyttur á því sælurikinu. Hann vUdi meina að hann væri í góðu meðaUagi frjálslyndur og jafnvel í hófi vinstrisinnaður, en Svíar gengu þó fram af honum. „Ef þú spyrð Svía hvað klukkan sé,” sagði þreytti maðurinn, „lítur hann fyrst á úrið og spyr síöan: Hvað finnst þér?” Alvarlegur skelk- ur vegfaranda Ungur maður, á leið um Ár- múlann, varð fyrir áfaUi um daginn. Honum varð litið upp í glugga þar við götuna og sá þar standa skýrum stöfum: PLO. Maðurinn gerði stuttan stans og ihugaöi málið, en sá þá ókennUegan mann stansa frammi fyrir húsinu, og hafði sá vafið slæðu eða sjali um höfuð sér. Ungi maðurinn beið þá ekki frekari tiðinda en tók tU fótanna og hljóp á brott. Honum þótti það að vonum slæm tíðindi ef alþjóð- leg hryðjuverkasamtök hefðu tekið sér bólfestu á íslandi og sagði kunningjum sinum þessar fréttir í hneykslunar- tón. Við nánari eftirgrennslun kom svo í ljós að þar í húsi var að finna lakkrísverk- smiðjuna Póló. Svo Ula vUdi tU að eitt ó-ið hafði faUið burt svo að cftir stóð Plo. Hvað varðar skuggalega manninn þar fyrir utan hús hefur þar liklegast verið á ferð dúðuð húsmóðir. Glatað tæk'rfæri Eiríkur Tómasson sagðist sjá eftir þvi að hafa hvergi farið í framboð nú í kjörtíð- inni. Hann hefði liklega aldrei átt betra tækifæri en nú, ein- mitt þegar ET-æðið er að ganga yfir. Eirikur Témasson: missir af ET- æðinu. Umsjón Ólafur B. Guðnason Kvikmyndir Kvikmyndir Regnboginn—Etum Raoul Gamanið gleymdist Heiti: Etum Raoul (Eating Raoul) Leikstjóri: Paul Bartel Aðalhlutverk: Paul Bartel, Mary Woronov Bandarísk, 1982 Sýningarstaöur: Regnboginn „Bráðskemmtileg, ný, bandarísk gamanmynd í litum, sem fengið hefur frábæra dóma og sem nú er sýnd víða um heim við metaðsókn.” Það er aldeilis. Nú á heldur betur að hressa upp á mannskapinn í vetrarmyrkrinu, koma honum til aö hlæja ærlega svo velst sé um í sætum. Hafiö mín ráö gott fólk: Horfið frekar á stillimyndina. Hér greinir frá amerískum skötu- hjúum sem dreymir um að stofna veitingastaö úti í sveit og tU þess vantar þau fé. Fyrir tUviljun detta þau ofan á heppilega lausn: að laða til sín ýmiss konar öfugugga með lokkandi auglýsingum, kála þeim síðan snyrtilega í hita leiksins og hirða peninga þeirra. Málið flóknar nokkuð, þegar hinn slyngi lása- smiður Raoul kemst í spUið og lítur um hríð út fyrir aö planið ætli ekki að ganga upp. En þau hjú hafa ráð undirrifihverju... Það er nú svo sem hægt að hugsa sér ófrumlegra efni í gamanmynd, en því miður hefur gamaniö óvart gleymst. Leikaramir eru svo gagn- lélegir og klaufalegir, myndataka er með algerum viðvaningsbrag og höf- undar myndarinnar hafa yfirleitt engan sans fyrir því að gera neitt sæmilega. Ætlunin hefur greinilega verið að búa tU svarta kómedíu, en það mistekst með öUu. Ég hef ekki geð í mér til að fjölyrða frekar um þessa „bráðskemmtUegu gamanmynd”, hún er rakið drasl, og til þess eins faUin aö koma fólki í fýlu. Pétur Ástvaldsson. Kvikmyndir Kvikmyndir 1 ÞVÍFYRR ÞVÍBETRA SKOÐANAKÖNNUN UM KJÖRDÆMAMÁLIÐ Sendist til: Samtök áhugamanna um jafnan kosningarétt Biðpóstur, póstútibúinu Hlemmi, 105 Reykjavík i Undirritaður kjósandi i næstu alþingiskosningum hvetur stjórn- völd til eftirfarandi aögeröa i stjórnarskrármálinu: 1. Pingmönnum veröi □ fjölgað □ fækkaö □ hvorki fjölgað né fækkað 2. Atkvæðavægi eftir búsetu verði Q jafnað að fullu □ jafnað aö hluta □ látið óbreytt 3. Ef jafna á atkvæðavægið, verði það gert með því að 0 breyta þingmannafjölda núverandi kjördæma □ skipta landinu í jafnfjölmenn einmenningskjördæmi 0 gera landið að einu kjördæmi □ __________........................:_________ Nafn. Heimilisfang: (logheimili) Merkið með krossi i viðeigandi reiti og póstleggið seðilinn eða skilið honum a næstu bensínstöð i Reykjavík eða Reykjanes- kjördæmi innan hálfs mánaðar frá móttöku. Oft var þörf en nú er nauðsyn að leiðbeina þingmönnunum okkar. Dragðu ekki að skila seðlinum. Nánari upplýsingar um skoðanakönnunina veittar á skrifstofu okkar að Suðurlandsbraut 12 frá kl. 1 til 8 e.h. SAMTÖK ÁHUGAMANNA UM JAFNAN KOSNINGARÉTT Suðurlandsbraut 12, R. Simi 82048. M OTOROLA Alternatorar Haukur og Ólafur Ármúla 32 — Sími 37700. STÁL-ORKA SIJWU- OG VHMiHIWAMONUSTAN kjarrhOlma 10 200 KOPAVOGI SlMI40880 VINNUVÉLAEIGENDUR Tökum aö okkur slit- og viögerðarsuöur á tækj- um ykkar þar sem þau eru staðsett hverju sinni. Ennfremur önnumst viö hvers kyns járniðnaðar- vinnu og verktakastarfsemi. Föst tilboö eöa tímavinna. SÍM, 78600 á DAGINN SIMI 40880 Á KVÖLDIN. Flugskólinn FLUGTAK Fyrirhugaö er bóklegt einkaflugmannsnámskeið' sem hef jast mundi í febrúarlok. Væntanlegir nemendur hafi samband í síma 28122 eöa í Gamla flugturninum. Gamla flugturninum FLUGSKÓLINN FLUGTAK Reykjavíkurflugvelli — simi Zoizz. SMAauglýsinga- og áskriftasími 27022 ,jw»-„x » v. U*** ******

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.