Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 10.FEBROAR1983. 19 Hjálmar laðar það besta framífólki — segir Guðrún Baldvinsdóttir Guðrún Baldvinsdóttir byrjaöi í Háskólakómum í haust. Kórsaga hennar er ekki ýkja löng ennþá en þó er þetta ekki fyrsti kórinn hennar. „Eg hef sungiö í kór áður. Þaö var í Menntaskólakómum í Reykjavík þar sem ég var í tvö ár.” — Hvers konar tónlist er það sem mest höf öar til þín, klassík? „Ég er bara svona áhugamaður í músík og hef gaman af öllu milli himins og jaröar. Klassík höföar til mín eins og allt annað.” — Háskólakórinn lætur sér annt um nútímatónlist, hvað hefurðu um hanaaösegja? „Þetta var afskaplega erfitt til að byrja með, til dæmis hljómar í þessu sem maöur þekkti ekki. En mér finnst hún mjög skemmtileg. Það er mikil breidd í þessu sem við eram að flytja og svo náttúrlega frábær stjómun. Hjálmar er mjög líflegur og laðar fram allt þaö besta í fólki.” — Hefurðu fengið einhverja tónlistarmenntun? „Eg lærði sem barn á gitar og flautu.” — Er eitthvaö sérstakt á söngskrá kórsins sem þú metur meira en annaðþar? ,JMér finnst þetta allt jafn- skemmtilegt. Jú, þaö er stórkostlegt aö syngja Cantó — alveg kikk! ” Hvemig leggst svo Rússlandsferð íþig? „Eg hef aldrei komið til Rúss- iands. Það verður náttúrlega æðisleg upplifun að koma þangað, ekki síst með þetta verkefni aö kynna íslenska tónlist. Mér finnst tækifærið bara stórkostlegt og ómetanlegt. Þetta er ferð sem maöur fær aldrei aftur. Eiginlega er ég ekki farin að átta mig á því að ég er að fara. Þetta hefur þróast svo hratt. ” — Hvemig helduröu að Rússar taki þessu? „Eg held að fólk verði aö fara varlega í bjartsýnina. Þetta hlýtur aö vera nýtt fyrir þá. Ég held samt að þetta eigi erindi til þeirra. ” — Hvernig hefur þér sem nýliða litist á Háskólakórinn? „Þetta hefur verið geysilega gaman. Ég held að fólk sameinist ekki betur í neinu en söng. Það er líka gaman að vinna með hressilegu og skemmtilegu fólki. Sem nýjum fé- laga er manni mjög vel tekiö og eins og ég segi, bara yfirleitt mikil stemmning.” Guðrún Baldvinsdóttir er nýliði í Háskólakórnum. Hún segir að sér hafi verið tekið mjög vel og yfirleitt sé mikil stemmning í kóraum. „Alveg klikk að syngja Cantó,” segir hún. Páll Jónsson horfir einbeittur á stjórnanda sinn, Hjálmar H. Ragnarsson. Páll segir að kórinn ætli að nota tækifærið og flytja íslenska tónlist í Rússlandi, fyrst Rússar vilji fá hann. Rússar vilja fá okkur í heimsókn ætlum við að nota tækifæriö og flytja íslenska tónlist, einkum nýja. Við byrjum á tvísöngslögum, síðan koma 3—4 þjóölög í nýjum raddsetningum og svo fá þeir að hlusta á nýsamda íslenska tónlist. Ef Rússar kunna ekki að meta þetta þá er það bara þeim að kenna. Ég held að þetta sé ekki hroki, þannig er það ekki meint. Hins vegar finnst okkur aö Háskóla- kórinn eigi einfaldlega að kynna íslenska tónlist eins og hún er i dag. Háskólakórinn er í því að flytja tónlist sem tónskáld era að semja á okkar dögum. Við höfum fengið í kollinn að við getum gert það vel og sannfærandi. Eg held aö það sé þaö rík kórahefð í Rússlandi aö þeim iiki þaö.” — Þekkirðu eitthvað til rúss- neskrar tónlistar? „Ég hef hlustað á plötur meö rúss- neskum kórum og held að það sé eins meö þá og íáenska. Þeir finna sig aðallega í þvi að flytja hefðbundna tónlist, það sem er þegar þekkt og viðurkennt.” — Hefurðu eitthvað lært í tónlist? „Nei, ekkert lært fyrir utan þá menntun sem maður fær meö því að syngja íkór.” — Hvaða gildi hefur það að vera í kór? „Fyrir utan þá upplifun sem fólk fær með því að flytja þá tónlist sem það er að flytja hverju sinni, þá fær maður innsýn í þá menningu sem tónlist býr yfir og maður að öðru jöfnufærekki.” Sigrún Magnúsdóttir er þarna fyrir miðju. Hún stundar nám í norsku við Háskóla íslands. Þorbjörg Jónsdóttir er lengst til vinstri og Aðalbjörg Erlendsdóttir til hægri. Sigrún Magnúsdóittir átti þaö til að syngja meö kórnum á útskriftum í Háskóla Islands meðan Rut Magnús- son var enn með kómum. Hún byrjaöi síðan af fullum krafti um svipað leyti og Hjálmar tók viö. „Það vildi þannig til að ég var að hefja nám í norsku við Háskóla Islands eftir að hafa verið við nám í útlöndum. Ég var í tónlistarfræöum í Osló.” — I hverju fólst nám í tónlistar- fræði? „Það tók mig 2 1/2 ár að ljúka þessu námi. Ég haföi söng sem aðal- hljóðfæri og píanó sem auka- hljóöfæri. Námið byggist þó mest upp á fræðilega hlutanum. Þetta er eiginlega fyrir fólk sem stefnir ekki á sólóferil. Nemendumir þarna voru í tónlist tónlistarinnar vegna. Mikið af þeim tii dæmis í norskri þjóðlaga- músík.” — Varstu í einhverju öðra námi en þessu? „Ég var i 1 ár í Tónlistarhá- skólanum í Vín að læra að syngja áður en ég fór til Noregs. Ég sá bara aö þetta var ekki líf til að lifa. Mig langaöi til að gera margt annað en að læraaðsyngja.” — Lærirðu ekki eitthvað í tónlist hér heima áður en þii íórst út? ,jEg var við nám í 3 1/2 ár í Tónlistarskóla Kópavogs hjá Elísa- betu Erlingsdóttur. ” — Er svo verið að berjast í náminu í Háskólanum? „Tónglatt lífí Háskóla- kómum” — segirSigrún Magnúsdóttir i „Eg lýk BA-náminu liklega núna í febrúar, svo vonast ég til að komast til Bandaríkjanna í haust til að læra hótelstjórn. Eg er hótelstjóri á Hótel Garði á sumrin.” — Háskólakórinn flytur mikiö af nútímatónlist, hvemig fellur þér hún? ,,Ég held mest upp á Mozart en samt held ég þaö sé engin ein tónlist- arstefna sem mér fellur betur en önnur. Tónlist er alltaf tónlist. Þaö er örugglega margt sem aldrei á eftir aö heyrast. Svo er annaö sem lifir. En það er allt öðravísi að upplifa þessi nútímaverk heldur en hitt.” — Hvemig er svo lífið í kórnum? „Það er tónglatt líf í Háskóla- kómum.”'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.