Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 18
18 DV. FIMMTUDAGUR10. FEBRUAR1983. Háskólakórinn er löngu orðinn jarðfastur steinn í tónlistar- heimi okkar íslendinga. Sá steinn er af hinu góða og verður vonandi til staðar sem lengst. Það var Rut Mgnússon sem fylgdi öllu úr hlaði og byggði upp af sinni alkunnu snilli. Kórstjórn hennar setti kórnum ákveðinn farveg sem enn er farinn. Hún lagði til dæmis ríka áherslu á flutning nýrra íslenskra tón- verka og hefur margt tónskáldið notaö það með góðum árangri. Og nú er ungt tónskáld við stjómvölinn hjá kóraum, Hjálmar H. Ragnarsson, og kórinn hefur tekið þá stefnu að vera kynnir nýrrar islenskrar tónlistar númer eitt. Það er líka eitthvað sérlega ferskt í starfi Háskóiakórsins og ekki sakar að vandvirkni í flutningi er mjög mikil. Þaö fá Rússar að heyra innan tiðar en þeir hafa boðið kóraum í tónleikaferð til nokkurra helstu borga Sovét- ríkjanna. Nokkrir kórfélaganna voru teknir tali í tilefni þessa. Sá hinn lánsami Háskólakór sem eftir nokkra daga bregöur undir sig þotuhreyflum og flýgur austur til Sovét. Þar verður innfæddum boðið upp á sumt það besta sem er að gerast i islenskri kóratóniist. Háskólakórínn til Rússlands — hugmyndin kviknaði í Bolungarvík fyrir tveim árum, segir Ingólfur Helgason, formaður kórsins Rússlandsferð Háskólakórsins hefst 28. febrúar og henni lýkur 12. mars. Farið verður í gegnum Kaupmanna- höfn á leiðinni til Moskvu. Það er rússneska flugfélagið Aeroflot sem þar tekur við kómum og sér um að koma honum austur fyrir. Fyrstu tvennir tónleikarnir verða í Moskvu. I Kiev verða einnig tvennir tónleikar, einir í Leníngrad og tvennir í Tallin. Ingólfur Helgason er formaður Háskólakórsins. Hann var fyrst spurð- ur hvenær hugmynd um Rússlandsferð varð til. „Þaö var í hittifyrra í hléi á tónleikum í Bolungarvík. Ragnar H. Ragnar á Isafirði varö svo hrifinn af kómum að hann sagði að það ætti að setja hann á föst laun og senda út á kostnað ríkisins. Rússlandshugmyndin kviknaði upp úr þessu meira þó í gríni en alvöru. Þegar við komum suður aftur var byrjað á að hafa samband viö MtR, Menningartengsl Islands og Ráðstjómarríkjanna, til að kanna hvort möguleikar væru á aö fara til Rússlands í boði rússneskra aðila. Svar kom í haust þar sem Rússar báðu um ferðaáætlun og og þetta virtist allt klárt frá þeirra hendi. Þaö er ferða- skrifstofa úti sem heitir Sputnik, sem skipuleggur allar feröir. Sendiráðið hér er milligönguaðili og hefur verið frá því um áramót.” — Veistu eitthvað um frekari tiihög- un tónleikaferðarinnar innan Rúss- lands? „Viö erum ekki búin að fá svar við öllum spumingum sem við sendum fyrir nokkru svo það er tiltölulega lítið vitaö um þetta. Eg held aö þaö sé ein- hver stofnun á vegum ríkisins sem sér um þetta ailt. Dagskráin er í raun ekki annaö en söngurinn eftir því sem viö vitum en ég reikna með að þetta verði eitthvað í tengslum viö háskólana, alla vega fórum við f ram á þaö. ” — Hvemig komið þið til með að ferð- ast? „Ýmist með lest eða flugi. Lest til Kiev. Flogið þaðan til Leníngrad, með lest til Tallin og þaöan með lest aftur til Leníngrad. Við verðum með íslensk- an fararstjóra, Ingibjörgu Hafstað, síðan veröur væntanlega líka rúss- neskur f ararst jóri. ” — Taka Rússamir þátt í að greiða kostnað við ferðina? „Þeir greiða að mestu kostnaðinn sem fellur til innan Rússlands. Við þurfum þar að greiöa um 2500 krónur á mann. Fyrir það fáum við allt, fæði, húsnæði og ferðir.” — Hvenær hófst beinn undirbúning- ur ferðarinnar? „Það má segja að undirbúningur hafi ekki hafist fyrr en í vetur. Þaö var heldur ekki tekin endanleg ákvörðun um ferðina fyrr en um áramótin vegna þess hvað svariö frá Rússum barst seint og síðan var aftur löng bið eftir svari við svari okkar. Það hafa verið Ingólfur Helgason er formaður Háskólakórsins og á berðum bans lenda því marg- ir snúningar vegna Rússlandsferðarinnar. Svoleiöis ævintýri þarfnast mikillar skipulagningar og kostar talsvert fé. Sjálfsagt kemur sér vel reynsla Ingólfs af fyrri utanlandsferðum kórsins. ýmsir lausir endar á þessu.” — Hvað veröur svo á söngskránni? „Þetta verður eingöngu íslenskt pró- gramm, tvísöngslög eða fimmundar- lög svokölluð, þjóðlög í gömlum og klassískum útsetningum og útsetning- ar eftir Hjálmar. Svo er mikið af nú- tímaverkum sem hafa veriö samin á síðustu árum fyrir kórinn. Verk eftir Jón Ásgeirsson, Jónas Tómasson, Atla Heimi, Karólínu Eiríksdóttur og Hjálmar H. meðal annarra. Við verð- um meðal annars með Canto sem var frumflutt fyrir jólin. Það er eftir Hjálmar og samið við Biblíutexta. Cantó er fyrir 3 kóra og synthesizer. Það er alveg óskrifað blað hvernig Rússar koma til með að taka því og öörum af þessum nútímaverkum. Til skýringar verða textar og aðrar upp- lýsingar í prógramminu sem verður prentað á rússnesku.” — Hvað eru margir félagar í Há- skólakórnum? „Það eru um 60 manns í kórnum og hefur gengið nokkuö vel að halda hópn- um saman. Áhugi í haust reyndist geysimikill og þurfti að fara fram raddpróf til að velja fólk og líka til að geta staðsett fólk nákvæmlega í radd- ir. I Cantó er kómum skipt upp í frum- einingar, hver einstakur maður hefur sitt hlutverk. Við urðum því að vita ná- kvæmlega hvernig raddir voru í kórn- um.” — Hvað kostar ferðalagið allt? „Það kostar um 13 þúsund krónur fyrir manninn. Við ætlum að reyna að koma kostnaði niður í 8 þúsund meö auglýsingablaði, sölu á rækjum og styrktarkortum, svo dæmi séu tekin. Menn geta keypt styrktarkort og styrkt kórinn þar með. Kortið gildir sem aðgöngumiði fyrir einn eða tvo á tónleika sem haldnir verða rétt fyrir mánaðamótin.” — Hvaðumauglýsingablaðið? „Það kemur út um eða upp úr miðj- um mánuðinum í 30 þúsund eintökum. Því verður dreift á höfuðborgarsvæð- inu. Það hefur gengið verr að safna í þetta blað en það sem við vorum meö í fyrra. Fólk virðist hafa minna af pen- ingum og allt er skorið niður. Samt er reiknað með um 90 þúsund krónum í hagnaö af því. Við fórum líka í stærstu fyrirtækin sem versla við Rússa og báöum um beina styrki. Þau hafa ekki orðið við því en gefið okkur auglýsingu ístaðinn.” — Kórinn er ekki aö fara út fyrir landsteinana í fyrsta skipti. Hvert hefurveriðfarið? „Þetta er fjórða ferð Háskólakórsins til útlanda. Til Skotlands var farið snemma árs 1977, síðan til Svíþjóöar og Danmerkur 1979 og Irlands síðast- liöinn vetur. Rut Magnússon var stjórnandi í fyrri ferðunum tveim en Hjálmar H. Ragnarsson tók við kórn- um haustið 1980.” — Hvenær var kórinn stofnaður? „Hann var formlega stofnaður haustiö 1972 en Rut tók við honum í mars 1973 og þá byrjaði starfið raun- verulega. Þannig má segja að kórinn eigi 10 ára afmæli í mars.” — Eru einhverjar hugmyndir um að halda sérstaklega upp á það afmæli, til viðbótar Rússlandsferð?” , Jínnþá hefur ekki verið rætt hvort það verður gert sérstaklega. Við höf- um haft svo mikið að gera að þaö hefur ekki gefist tími til að hugsa um það.” „Þyrstur í nýja músík — segirPáll Jonsson „Þetta er þriðji veturinn sem ég er í Háskólakómum,” sagöi Páll Jónsson.” Áður söng ég í Hamra- hlíðarkómum, var þar líka í 3 ár. Þar fékk maöur bakteríuna. Þetta er samt ofsalega ólíkt. Kórar mótast alltaf af stjómanda sínum. Þor- gerður er persónuleiki sem er snillingur í því að syngja fallega eöa vel. Hjálmar er stjómandi sem nýtur þess að vera í nýrri tónlist og nýsköpun, sem er ósköp eðlilegt þar sem hann er fyrst og fremst tónskáld. I Hamrahlíðarkómum voru alltaf talsverðar óánæg juraddir ef átti að æfa upp eitthvað nýtt eftir íslensk tónskáld. Þetta er kannski ósköp eðlilegt með krakka á þessum aldri. Hér er maður þyrstur í nýja músík. Hjá Þorgerði tókum við fyrir á hverju ári talsvert af nýrri tónlist. Þar lærði maður vel að meta gildi þess aö flytja hana. Þaö var svo sterk tilfinning eftir að við voram búin aö æfa hana upp.” — Hvernig er svo aö vera í Há- skólakórnum? Burtséð frá því að þetta er ágætis félagsskapur, fær maður vissa útrás fyrir sköpunarþörfina, þó þetta sé ekki bókstaflega eigin sköpun, tekur maðurþátt íaðskapaeitthvaö.” — Hvemig leggst svo Rússlands- Texti: Jón Baldvin Haildórsson Ljósmyndir: GunnarV. Andrésson ferö í þig? „Oskaplega vel. Eg reikna með því að Rússar séu þyrstir í vestræna menningu þó þeir vilji ekki viðurkenna þaö. Þetta er þó eiginlega ekki vestræn menning heldur íslensk. Við förum með íslenskt prógramm. — Af hverju aðeins íslenska tónlist? „Fyrst við eram svo heppin að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.