Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR10. FEBRUAR1983. 5 Stefán Ólafsson flytur ræðu sina. „Samvinnuhreyfingin er að verOa eins og friOindaklúbbur." D V-myndir Bjarnleifur 220þúsund tonn af loðnu hafa fundist —f iskif ræðingar telja hins vegar að skil ja þurfi eftir 400 þúsund tonn til hrvgningar Hjálmar Vilhjálmsson er nú um borO i Bjarna Sæmundssyni viO loOnu- leit útaf HorOurlandi. Tekist hefur aö finna 220 þúsund tonn af loðnu við Island við leit í vetur. Fiskifræðingar telja hins vegar aö skilja eigi eftir 400 þúsund tonn af loðnustofninum til hrygning- ar. Þeir geta því tæpast mælt með loðnuveiðum eins og nú er ástatt. Hafrannsóknaskipið Bjami Sæ- mundsson hefur verið við loðnuleit frá því 14. janúar síðastliðinn. Leiðangursstjóri um borð er Hjálm- ar Vilhjálmsson. „Það hefur nánast ekkert fundist annað en þaö sem var um daginn fyrir austan land og er núna út af Suðausturlandi,” sagði Hjálmar er DV náöi sambandi við hann um borð í Bjama Sæmundssyni í gær. Skipið lá þá í mynni Eyjafjarðar vegna brælu. Loðnugangan út af Suðausturlandi er talin vera um 220 þúsund tonn að stærð. Hún hrygnir væntanlega í mars og apríl. „Við erum aö vinna okkur áfram vestur með Norðurlandinu. Voram út af Húnaflóa þegar brældi upp. Þegar er búið að fara vel yfir svæðið út af Suðausturlandi, Austur-, Norðaustur og Norðurlandi vestur að Húnaflóa. Þannig að eftir stendur ekki nema svæðið noröur og vestur af Vestfjöröum,” sagði Hjálmar. Hann taldi ólíklegt að finna mætti þar hrygningargöngu en vildi þó ekki þvertaka fyrir það. Hann sagðist gera ráö fyrir því að leiðangurinn stæði fram til 15. þessa mánaðar. „Aðalatriðiö í okkar tillögum varð- andi nýtingu á loönustofninum hefur lengi veriö að það þurfi að skilja eftir í kringum 400 þúsund tonn til aö hrygna. Ef fariö er niður fyrir það lágmark er farið að skeröa afkom- endafjöldann. Þá era menn komnir niöur í það að skilja ekki nóg eftir til að geta við hagstæö skilyrði fengið hámarks afkomendafjölda,” sagði Hjálmar. -KMU. SANIVINNUBANKINN A AKRANESI ER FLUTTUR í NÝTT HÚSNÆDI! Samvinnubankinn á Akranesi er fluttur í nýtt og rúmgott húsnæði. Hið nýja húsnæði gerir starfsfólki okkar kleift að veita viðskiptavinum bankans ennþá betri þjónustu en áður í björtum og vistlegum húsakynnum. Við bjóðum ykkur velkomin í heimsókn! Samvinnubankinn Kirkjubraut 28, Akranesi Nýtt símanúmer 93-2700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.