Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 12
DV. FIMMTUDAGUR10. FEBRUAR1983. 12 DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaflur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ristjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsta, áskriftir, smáaugtýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Pnentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarveröá mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12kr. Helgarblaðl5kr. Verðugir heiðurskrossar Alla jafna telst þaö ekki til stórfrétta þótt íþrótta- hreyfingin sæmi einhverja einstaklinga heiöursoröum fyrir vel unnin störf. Um allt land starfa hundruð og þúsundir manna aö æskulýðs- og íþróttamálum endur- gjaldslaust og af slíkri fórnfýsi og óeigingirni aö enginn heiöurskross getur vegið þar upp á móti. Enda ekki til þess ætlast eöa eftir því sóst. Þaö gerðist hins vegar í fyrradag, aö forstjórar tveggja af stærstu fyrirtækjum landsins, voru sæmdir heiöursoröum íþróttasambandsins án þess að þeir hafi tekið virkan þátt í starfsemi hreyfingarinnar. I fyrstu kann svo aö sýnast að íþróttasambandið sé hér að bruðla meö heiöursveitingar, enda eru hvorki Flugleiöir né Samband íslenskra samvinnufélaga aöilar aö íþrótta- málum. En ekki er allt sem sýnist. Þessi heiöursveiting er engan veginn aö tilefnislausu. Bæði þessi fyrirtæki hafa sýnt íþróttunum lofsveröan skilning, fyrirgreiöslu og fjárstyrki. Eflaust hafa fyrir- tækin taliö sig hafa einhvern hag af samstarfi viö íþrótta- fólk, en hitt vegur þó þyngra, að framlög þeirra hafa veriö rausnarleg og gert íþróttasamtökum kleift að efla starfsemi sína í þágu æsku og heilbrigös lífernis. Til aö gera langt mál stutt og segja hlutina umbúðalaust: Iþróttasambandið er aö þakka fyrir peningana. Sannleikurinn er sá, að atvinnufyrirtæki á Islandi halda uppi íþróttastarfinu meö fjárframlögum í formi styrkja og auglýsinga. Hiö sama gildir um margvíslega aöra frjálsa starfsemi, menningu og listir. Alls staðar rétta atvinnufyrirtæki fram hjálparhönd og eru boðin og búin aö efla almenna félagastarfsemi, listsköpun og áhugastörf. Margur listamaöurinn hefur beinlínis fleytt sér áfram á listaverkakaupum atvinnufyrirtækja. Tónlistarstarf, íslensk ópera og sinfóníuhljómsveit hafa oröiö aö veruleika fyrir tilstilli fyrirtækja og stofnana. Líknar- stofnanir hafa notið góös af slíkri aöstoö, mannúðarfélög eiga mörg hver allt sitt því aö þakka, að atvinnurekendur hafa stutt þau meö ráðum og dáö. Fullyrða má, aö án stuðnings íslenskra atvinnufyrir- tækja væri menningarlíf snauðara og æskulýðsstarf van- máttugra til allra góðra verka. Þessa samvinnu ber aö þakka. Hún er ómetanleg. Opinber fjárframlög til menningar- og æskulýðsstarfa eru ekki til skiptanna. Fjárveitingavaldið hefur aldrei haft nægjanlegan skilning á því, aö mannlíf er annað og meira en opinber rekstur og grá steinsteypa. Frjálst félags- og menningarstarf hefur verið hornreka í augum hins opinbera almættis. Hins vegar má íþróttahreyfingin, listsköpunin og menningarstarfsemin að nokkru leyti þakka sínum sæla. Fyrir vikiö veröa hendur þeirra, sem slíka iöju stunda, óbundnari og kvaðalausar. Svigrúm til athafna, tjáningar og útrásar er meira, þegar viökomandi getur um frjálst höfuð strokið og þarf ekki aö haga geröum sínum eftir náö og miskunn hins opinbera valds. Listamaðurinn þarf ekki að fara eftir forskrift, hljómsveitin þarf ekki aö biöja um leyfi til hljómleikahalds, íþróttafélagiö tekur sjálft á- kvörðun um þátttöku og umsvif. Atvinnufyrirtækin með Flugleiðir og SlS í broddi fylkingar eru hjálparhellur og samverkamenn hinnar frjálsu menningar- og æskulýösstarfsemi í landinu. Þau eru verðug margra heiöurskrossa fyrir sinn góöa skilning. -ebs. ■——III..I.III I CTBM—BMB—MMIHIIHIIll IIIHI llllffnwm B Réttlætið og Reykjanes landshluta. Krafan hlýtur aö vera sú að sá jöfnuöur komist á sem menn þarmegavelviðuna. Misréttið hefur sívaxið Enþótt jöfnuöur atkvæðisréttarsé það markmið sem flestir munu sam- mála um að keppa beri aö fer það þó fjarri því að landsmenn hafi búið við réttlæti í þessum efnum á liönum árum og áratugum. Þar hefur sigið á ógæfuhliðina allt frá því aö síöasta breytingin var gerö á kjördæma- skipaninni árið 1959. Eftir hana var atkvæðamisvægið á milli fá- mennasta og fjölmennasta kjördæmis landsins 1 á móti 2,6. Búsetubreytingin á þeim rúmum tveimur áratugum sem síðan eru liðnir, hefur haft þaö í för meö sér aö þetta misvægi er nú orðið meir en fjórfalt, þannig að atkvæði hvers kjósanda sem býr í Reykjaneskjör- dæmi er ekki nema brot af atkvæði þeirra sem í dreifbýlli hlutum landsins búa. Sjáfflielda= tilfinninganna við Austurvöll Leiðrétting á hinu mikla atkvæða- misvægi er tvímælalaust eitt mikils- verðasta hagsmunamál allra þeirra mörgu sem búa hér á suðvesturhorni landsins. Ekki síst á þetta við um íbúa Reykjaness en þeir búa við skertastan kosningarrétt allra manna á landinu. Atkvæði þeirra vegur innan við f jórðung af atkvæði margra þeirra sem í dreifbýlinu búa. Flestar þjóðir telja að það heyri til almennum mannréttindum að allir landsmenn hafi sem jafnastan rétt til þess aö hafa áhrif á stjórn landsins meö atkvæði sínu. Á Alþingi eru teknar ákvarðanir sem sköpum skipta í flestum þjóðmálum. Þess vegna ríður á miklu að Alþingi gefi rétta mynd af þjóðarviljanum á hverjum tíma. Hér fer saman hugsjón lýðræðisins og jafnréttis þegnanna. Undanfarnar vikur og mánuði hafa þingflokkamir reynt að semja sín á milli um nýja kjördæmaskipan. Einhvers konar lausn er þar í buröarliðnum þessa dagana. En Kjallarinn GunnarG. Schram málið verður ekki leitt til lykta svo réttlátt sé nema stórlega verði bætt úr því misrétti sem nú gildir í þessum efnum. Það misrétti brennur heitast á íbúum þéttbýlisins í þessum «i - r Að því er best verður séð einkenn- ast störf löggjafarþings Islendinga nú af uppákomum frá degi til dags. Slík hlýtur ávallt að verða afleiðing þess þegar st jórn rembist við að sit ja á hverju sem gengur enda þótt hún hafi ekki afl til þess að koma málum í gegnum þingið. Þegar þar við bætist að andstaðan gegn henni stjórnast fyrst og fremst af persónulegum illindum og óvUd er ekki von á góðu. Þegar ástatt er í þjóömálum eins og ,nú er ekki auðvelt að skUa blaða- grein um þau með tveggja daga fyrirvara. Á því er fræðilegur mögu- leiki að þegar þetta blað berst í hendur lesenda sé forsætisráöherra að rjúfa þingið og þingmenn að leggja út í rösklega mánaðar kosningaslag eða svo. Að vísu hefi ég ekki trú á að svo veröi en s vo mikil er upplausnin að þaö gæti gerst. Hin tilfinninga- lega sjálf helda Forsætisráðherra komst svo að orði, þegar ljóst var að bráðabirgða- lög rikisstjórnarinnar hefðu ekki meirihluta í báðum þingdeUdum í sumar, að við gætum lent í stjórn- skipulegri s jálfheldu. Satt var þaö en öUu erfiðara er að Alþingi Islendinga er í tilfinningalegri sjálfheldu per- sónuiegrar óvildar forystumanna rUtísstjómar og stjórnarandstöðu. Svo lengi sem menn eigast við með Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjarafreðsson rökum og beita hugsjónum og skoðunum er ávaUt von til þess að lausn finnist, hversu hatrammar sem deUur verða. En þegar menn hugsa með hjartanu í heila stað, vUl oft fara í verra. Þessi tilfinningalega sjálfhelda hefur hvað eftir annaö komið í veg fyrir að lausn fyndist í málum. Ljós- asta dæmið er seta Siggeirs í Holti á þingi fyrir skömmu. Sleppum öUum vangaveltum um hvernig sú þing- seta var tU komin, það eitt skipti máli að þar sat á þingi maður sem gat og þorði að höggva á hnútinn á þann veg aö stjórnarandstaðan „héldi andlitinu” og gæti staðiö við það að hún væri á móti bráöabirgða- lögunum. En svo rafmagnað er and- rúmsloftið í þingsölum miUi forsætis- ráðherra og stjórnarandstöðu Sjálf- stæðisflokksins að þar þurfti ekki nema einn neista tU aö tendra bál er kom í veg fyrir þetta. Ovarlegur ákafi forsætisráðherrans varð tU þess að allt sat blýfast og þar með öll störf Alþingis. Nú má auðvitaö endalaust deUa um réttmæti bráðabirgðalaganna. Sumum finnst þau hafa gengiö of langt, öðrum of skammt. Það er bara ekki lengur mergurinn málsins. Þau hafa löngu tekiö gUdi og enda þótt þau rýri kjör margra í krónutölu heyrast sárafáar óánægjuraddir meðal hinna almennu launþega. Þeir hafa löngu skUið að versnandi staða þjóðarbúsins hlýtur að leiða af sér kjaraskerðingu. Falli lögin úr gildi hefur þaö óhjákvæmilega í för meö sér nýja dýrtíðaröldu og jafnframt tekjumissi fyrir röcissjóð. Einhvern veginn hefur manni nú skUist aö þeir sem haröast berjast gegn lögunum í þingsölum hugsi sér að vinna á í næstu kosningum og taka við stjórn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.