Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 30
30 DV. FIMMTUDAGUR10. FEBRUAR1983. Rafsuðuvéiar og vír Haukur og Ólafur Ármúla 32 - Sími 37700. PANTANIR Sími 13010 HÁRGREIÐSLU- STOFAIM KLAPPARSTÍG 29 LÓÐ FYRIR VEITINGAREKSTUR Hafnarfjarðarbær hyggst úthluta á næstunni lóð fyrir veit- ingarekstur viö Reykjanesbraut, ofan Hvamma. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu bæjarverkfræð- ings, Strandgötu 6, og þar verður einnig tekiö við umsóknum. Greina þarf í umsóknum frá áformaðri stærð byggingar og lóðar, formi reksturs og fleira. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1983. Eldri umsóknir þarf aö endurnýja. BÆJARVERKFRÆÐINGUR □ Síöast í febrúar hefst bóklegt kvöldnámskeiö fyrir veröandi einkaflugmenn. □ Tilvalið tækifæri til aö hef ja flugnámiö. □ Leitið upplýsingar í. síma 28970. FLUGSKÓLINN HF.f Reykjavíkurflugvelli Skerjafjarðarmegin. Útgerðarmenn Skipstjórar Hemlaborðar í togspil fyrirliggjandi 2”x 1/4”til7”x 5/8” StiHing h/f Skeifunni 11. Símar 31340 og 82740. SKÁKKEPPNI STOFNANA OG FYRIRTÆKJA1983 hefst í A-riðli mánudaginn 14. febrúar kl. 20 og í B-riðli miðvikudaginn 16. febrúar kl. 20. Teflt verður í Félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Grens- ásvegi 44—46. Keppt er í fjögra manna sveitum og er öllum fyrirtækjum og stofnunum heimil þátttaka í mótinu. Nýjar keppnissveitir hefja þátttöku í B-riöli. Þátttöku í keppnina má tilkynna í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20— 22. Lokaskráning í A-riðil veröur sunnudaginn 13. febrúar kl. 14—17 en í B-riöil þriðjudaginn 15. febrúar kl. 20— 22. TAFLFELAG REYKJAVIKUR Grensásvegi 44—46. Símar 83540 og 81690. Menning Menning Menning Millý Mollý Mandý Millý Mollý Mandý telpan hennar mömmu og Millý Mollý Mandý fœr bróf frá íslandi. Höfundur: J.L. Brisley. Endurútgáfa: Setberg, Reykjavík 1982. Það var mér ánægjuefni þegar æskuvinur minn Millý Mollý Mandý birtist í nýjum búningi. Það var nefnilega þannig að þegar ég dró fram gömlu bækumar mínar um Millý handa dóttur minni (7 ára) þá hreinlega duttu þær í sundur. Á sín- um tíma hef ég því veriö langt komin með að lesa þessar bækur upp til agna og segir þaö raunar meira en mörg orð. Upphaflega komu bækurnar um Millý Mollý Mandý, sem eru fimm talsins, út hér á árunum 1957—61 í ágætri þýðingu Vilbergs Júlíussonar. Tvær þær fyrstu voru síöan endurút- gefnar hjá Setbergi 1981 og næstu tvær á síðastliðnu ári. Bækurnar eru allar í nettu og góðu broti fyrir litlar hendur og útgáfan er öll hin vandað- asta, prýdd prýðilegum teikningum höfundarins J.L. Brisleys. Lífsmátinn til- heyrir fortíðinni Millý Mollý Mandý er lítil ensk stúlka sem á heima í litlu hvítu húsi í litlu þorpi ásamt fjölskyldu sinni. Fjölskyldan er þeirrar gerðar sem við þekkjum varla lengur; stórfjöl- skyldan: pabbi, mamma, afi, amma, frændi, frænka og telpan Millý Mollý Mandý. Lífsmátinn tilheyrir líka for- tíðinni þar sem nánast öll fram- leiðsla lífsnauðsynja fer fram á heimilinu. Karlar vinna úti að bú- störfum en konur inni við elda- mennsku og handavinnu. Þarna hef- ur hver sitt hlutverk og hver og einn er ómissandi hlekkur í þessari litlu keðju. Pabbi ræktar grænmeti, afi Bókmenntir HildurHermóðsdóttir kemur því á markaðinn, frændi á kýr og hænsn og leggur afurðir af því til heimilisins, mamma eldar og þvær þvotta, amma prjónar á fjölskylduna og frænka saumar fatnaöinn. Millý hefur svo þann starfa að f ara í sendi- ferðir fyrir alla sem þurfa og hún er ekki sporlöt stelpan sú. Hún er líka í skóla og eyðir frístundum sínum með nokkrum góöum vinum sem hún á. Einnig á hún litla kisu og skemmti- lega hundinn sinn hann Snabba sem er henni fylgispakur félagi. Lítil atvik úr daglegri önn Bækurnar um Millý Mollý Mandý eru ekki byggðar upp kringum ákveðinn söguþráð eöa atburðarás heldur segja þær aðeins frá litlum at- vikum úr daglegri önn í litla hvíta húsinu með stráþakinu og úr leik litlu stúlkunnar og vina hennar. Höfundinum virðist geta orðið flest að frásagnarefni en meðal ævintýra telpunnar í þeim bókum sem hér er fjallað um ætla ég að nefna örfá: Hún eignast bollastell, tekur í fóstur broddgölt, fer í bílferð, veiðir síli, skrifar bréf, lærir að hjóla, sefur í tjaldi, eignast nýjan kjól, fer í brúö- kaup og fær bréf frá Islandi. Eins og sjá má eru þetta ekki stórvægilegir atburðir en svo vel og nákvæmlega er frá þeim sagt aö hver lesandi (einkum lítill — ég tala af reynslu) tekur spenntur þátt í þeim með sögu- hetjunni, Bækurnar um Millý einkennast af já- kvæðum viðhorfum Millý Mollý Mandý er hin ágætasta sögupersóna. Hún er hjálpfús og góö en jafnframt hugmyndarík, sjálf- stæö og skemmtileg svo að hún eign- ast hug lesanda allan. Svipað má segja um aðrar persónur sem koma við sögu. Allir keppast við að gera jðrum til hæfis eöa koma telpunni eða öörum úr fjölskyldunni á óvart meö litlum gjöfum eöa annars konar smáglaðningi. Allir taka þátt í flestu sem fram fer, hvort sem það er úti eða inni. Það er alltaf tími til að ræða málin og oft er líka tími til að gera sér dálítinn dagamun. Fjölskyldan er samhent og samhuga og heimilis- lífið f riðsælt og notalegt. Af framansögðu má sjá að veröld söguhetjunnar er full af öryggi, hlýju og rólegheitum sem smita út frá sér þannig að hverjum lesanda hlýtur að líða betur eftir lesturinn en áður. Þó að þessi trygga veröld sé ekki lengur tU, a.m.k. ekki í þessu formi, þá var hún það einu sinni og það er gott að lesa um hana og þau jákvæðu viðhorf sem bækurnar um MUIý einkennast af. HH Fjölskyldan í litla hvíta húsinu með stráþakinu, ásamt Snabba, kisu og brodd- geltinum. Góður endir á annars sviplitlum tónleikum Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Há- Phílíp Jeilkins, píaHÓ- skólabíói 3. febrúar. leUsarí. „PíanÓ- Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari: Philip Jonkins. Efnisskrá: Bóla Bartók: Divertimento fyrir strengjasveit; Robert Schumann: Píanókon- sert í a-moll op. 54; Sergei Prokoffief: Rómeó og Júlía, balletttónlist op. 64 Svíta nr. 2. Misserislok táknuöu tónleikarnir í Háskólabíói þetta kvöldið. Misseri sem hefur verið líflegt með fjöl- breytilegum efnisskrám og meiri íslenskri músík en áöur. En nauðsyn er að hljómsveitin spiU íslenska músík og þá alveg eins verk sem hún hefur leikiö áöur. Það hefur legið fyrir of mörgum verkum íslenskra tónskálda að vera flutt einu sinni og síöan ekki söguna meir. En það er í meira lagi ósanngjamt, því stór hluti þeirra verka sem fram hafa komið seinni árin er fullboðlegur á vett- vangi nútímatónlistar um víða veröld og gjarnan mætti hljóm- sveitin leika erlend nútímaverk svo samanburður fáist og tónlistarþegar fái sannfærst um ágæti og stööu íslenskra tónsmíöa. Nú má enginn skilja orö mín sem svo aö hljómsveitin eigi aö helga starfskrafta sína flutningi íslenskra verka að mestu eða öllu leyti. En því orða ég þetta nú að mér finnst sem sú f jölgun reglulegra tónleika sem oröið hefur hefði mátt helgast að stærri hluta til flutnings íslenskri músík. konsert Schumanns býður lítt upp á stór- átök við slaghörpuna. Að því leyti hentar hann Philip Jenkins vel. En það er líka jafnmikill óþarfi að leika hann svo svip- laust sem herra Jenkins gerði. . ” segir m.a. í gagnrýni Eyjólfs Melsted Átakaleysi á ekki að leiða til svipleysis Stríðsógnarljóð Bartóks sem margir þykjast sjá í púra hermitón- list þar sem yfir grúfir óttinn við að nýir herrar tortími öllu því sem göfugt er og til hjartfólginna verð- mæta telst. Þaö var því samt líkast aö hljómsveitin væri lítt hrifin af Tónlist Eyjólfur Melsted smíö Bartóks. Leikurinn var loðinn og rændur þeirri skerpu sem músik Bartóks jafnan útheimtir. Píanókonsert Schumanns býður lítt upp á stórátök viö slaghörpuna. Að því leyti hentar hann Philip Jenkins vel. En það er líka jafnmikill óþarfi pö leika hann svo sviplaust sem herra Jenkins gerði — átaka- leysi á ekki að þurfa að leiða til svip- leysis. Að lokum lék hljómsveitin Rómeó og Júlíu, Prokoffiefs. Á köflum svo- lítið hikandi en í heild vel og streng- irnir glönsuðu þrátt fyrir fámenni. Glæsilegur endir á heldur sviplitlum tónleikumframanaf. -EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.