Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR10. FEBRUAR1983. BREIÐHOLTI SIMI76225 Fersk blóm daglega. MIKLATORGI SÍMI 22822 IGOÐIR i NOTAÐIR El 1 BÍLAR: ^jMercedes Benz 300 dísil 1980, góður QJ bíll. EJ Honda Accord 1979, 4-dyra. ® Datsun dísil 1980, góður bíll. Lancer 1600 GSR 1982 ek. 9.000 km. 1H1W EIM 01' Eí rö= kiiasala GUÐMUNDAP 0j Bergþórugötu 3 — Reykjavik |‘. Símar 19032 — 20070 (a[3@@@[a[a[a[a[a@@[a[a(a@[a[a[H[a[a[a(á(a@[a@[a[3[a(a[a@(a@@[3(a[a[ag 01 Mercedes Benz 2501979, óvenju glœsi- QJ legurbíll. El Simca 1100 special 1977, í toppstandi. El Mazda 929 limited 1982, ek. 10.000 km. gj Mazda 6261982, ek. 4.000 km. Volvo 244 1981, sjálfsk. Volvo 2441977, góðkjör. El Wagoneer 1976. Qy Lada 1200 1980, sérstaklega hagstætt QJ verð. BJ VANTAR: Passat1978. Bl i i EJ EJ Ei i 01 Bl E1 01 Síaukinsala sannar öryggi þjónustunnar. Bifreiðaeigendur ENDURRYÐVÖRN, Þ.E. Á UNDIRVAGN, HURÐIR OG HLIÐAR: Kostar m/sk. Í ábyrgð Ekki ábyrgð Austin Mini 1360 1570 BMW300 Typ. 1690 2060 Chevrolet Nova 2120 2580 Citroen GS 2050 2530 Datsun Cherry 1690 2120 Datsun 280 C 2100 2560 Ford Escort 1840 2210 PANTIÐ TÍMA. 1 tss Ryóvarnarskálinn sigtúnis J Sími 19400 KVENSTIGVEL Yfirvídd Teg: 5—210/67. Litur: svart leður. Verð kr. 1.793,- Teg: 402 Litur: svart leður. Verðkr. 1.495,- PÓSTSENDUM Opið laugardaga kl. 10—12. Laugavegi 60 Sími 21270J Hugleiðingar í tilefni af 30 ára af mæli Kópavogshælis: HVAÐA GJAFIR GEFA RÁÐAMENNIRNIR? Tólfta desember síöastliöinn kom svohljóöandi f rétt í sjónvarpinu: „Um þessar mundir eru liöin 30 ár frá því að Kópavogshæli tók til starfa og lengi vel var Kópavogshæli eina ríkisstofnunin sem vistaði vangefið fólk. Þar eru nú 177 vistmenn og í frétt frá Kópavogshæli segir aö aðbúnað- ur vistmanna stofnunarinnar sé í flestum tilvikum lakari en eðlilegt megi teljast, t.d. þurfi rúmlega helmingur vistmanna að búa í 3,4, og 5 manna herbergjum. Sjúklingar á Kópavogshæli eru á öllum aldri og þangað hafa komið einstaklingar sem aðrar stofnanir hafa ekki getað haft. I fréttinni segir að miöað við umönnunarþörf vist- manna sé starfsfólk of fátt og þess vegna sé í fæstum tilvikum hægt að veita vistmönnum einstaklings- bundna umönnun og þjálfun. A þessu ári hefur það gerst að starfsmönnum hefur fækkað vegna aukins aðhalds í ríkisrekstrinum. Þá segir ennfremur að treglega hafi gengið að fá auknar fjárveitingar til starfseminnar, en á sama tíma sé ríkið að taka að sér rekstur nýrra stofnana á þessu sviði sem undantekningalaust séu reknar af meira örlæti en Kópavogshæli og ráðamenn um f járveitingar svari því til að fjárveitingar til nýrra stofnana takmarki meðal annars möguleika á að auka fjárveitingar til Kópavogs- hælis.” Hvergi var þess getið að þessara tímamóta yrði minnst á einn eða annan hátt. I fréttinni kemur hins- vegar skýrt fram hvaða afmælisgjaf- ir ráðamenn þjóðarinnar hafa hugsað sér að færa hælinu: Svo mikla skerðingu á fjárveitingum til stofnunarinnar að starfsfólk veröi áfram of fátt, miðað við umönnunar- þörf vistmanna. Utkoman er svo sú að i fæstum tilvikum er hægt að veita vistmönnum einstaklingsumönnun ogþjálfun. 15—20 áraftur í tímann Þarna er beinlínis verið að stuöla aö því að starfsemi hælisins hverfi 15—20 ár aftur í tímann, þegar hælið var meira geymslustofnun en með- ferðarstofnun. A síðustu 15 árum hafa miklar framfarir orðið á Kópavogshæli, til starfa hafa komið margir færir sér- fræðingar og sérmenntað starfsfólk. Stöðugildum hefur fjölgað og Þjálfunarskóli ríkisins tekið til starfa með mörgum góðum og hæfum kennurum. Allt þetta starfsfólk,sem lagt hefur hart að sér til að koma vistmönnum til þess þroska er þeir geta náð, þarf Birgir Guðmundsson , "1 ■ * ..1 nú að horfa upp á hnignun í allri starfsemi hælisins vegna þess að nú er boöaö aðhald í ríkisrekstrinum. Og eins og venjulega bitnar það mest á þeim sem ekki geta borið hönd fyrirhöfuðsér. Sem formaöur Foreldra- og vina- félags Kópavogshælis nú um nokkur ár hef ég haft tækifæri til að kynnast innri starfsemi hælisins. Hefur það verið mér lærdómsríkt og veitt mér mikla ánægju að sjá hve fómfúst starfsfólkið er og ósérhlifið. Þaö er ekki að telja vinnustundimar ef það getur gert vistfólkinu lífið léttara og ánægjulegra. Af þessum ástæöum er það enn dapurlegra hvemig embættismenn og fjárveitingavald hafa hunsaö kröfur sérfræðinga hælisins um fleira starfsfólk og aukið fjármagn til aö hægt verði að koma vistmönn- um til aukins þroska og sjálfsbjarg- ar, en það hlýtur alltaf að verða það takmark sem við stefnum að. „Deildu og drottnaðu" Eitt atriöi vildi ég sérstaklega minnast á af þeim, sem fram komu í fréttinni, að rúmlega helmingur vist- manna býr í 3, 4 og 5 manna her- bergjum sem auðvitað hefur í för með sér stóraukna erfiöleika við alla umönnun og meðferð vistmanna. Ákveðið var að bæta úr þessu ástandi og skyldi ein deild hælisins tekin fyrir í fyrstu. Þærframkvæmd- ir hafa nú staðið yfir í 18 mánuði og er umrædd deild nú rétt tilbúin undir tréverk og málningu sem kallaö er. Ekki sér fyrir endann á þessum framkvæmdum vegna fjárskorts! Ef slíkar endurbætur á úreltu hús- næði hælisins eiga allar að taka svo langan tíma er langt í að þessi vandi verðileystur. En af hverju stafar þessi fjár- skortur? Meðal annars af því, sem skýrt kom fram í umræddri frétt, nefnilega,að„.. .ráðamenn um fjár- veitingar svari því til að fjárveit- ingar til nýrra stofnana takmarki meðal annars möguleika á að auka f járveitingar til Kópavogshælis.” Þetta þýðir að ef félagasamtök eða sveitarfélög stofna til nýrra stofnana úti á landsbyggöinni, sem er bæði þarft framtak og lofsvert á allan hátt, þá megum við í staðinn búast við samdrætti í starfsemi Kópavogs- hælis. Ef þetta er stefnan verðum viö velunnarar Kópavogshælis aö láta í okkur heyra svo að fjárveitingar- valdið komist ekki upp með slíkt athæfi. Allir sem að málefnum þroskaheftra vinna, hvar sem er á landinu, verða líka að gæta sín á þeirri „deildu og drottnaöu-stefnu” sem í þessu felst frá hendi stjórn- valda. A þessum tímamótum er ekki annaö hægt en að þakka þeim hjónum, Birni Gestssyni og Ragn- hildi Ingibergsdóttur, er veitt hafa hælinu forstöðu nú í nær þrjá ára- tugi, fyrir allt það er þau hafa gert fyrir skjólstæðinga okkar og þær úr- lausnir er þau hafa veitt mörgum foreldrum er til þeirra hafa leitað í erfiöleikum sínum, þrátt fyrir þann þrönga stakk sem hælinu hefur verið búinn af st jórnvöldum. Góðir velunnarar Kópavogshælis, munið eftir fjársöfnun Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis vegna sundlaugarbyggingar við hælið. (Póstgíróreikningur er nr. 72700—8.) Birgir Guðmundsson, formaður Foreldra- og vinafél. Kópavogshælis. A „Útkoman er svo sú aö í fæstum tilvikum ^ er hægt aö veita vistmönnum ein- staklingsumönnun og þjálfun.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.