Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd DV. FIMMTUDAGUR10. FEBRUAR1983. Útlönd Engin hemaðariausn í El Salvador Bandarísk stjómvöld fylgjast meö þróun hemaðarins í E1 Salvador með vaxandi óró. Um leið vex ágreining- ur milli stjómvalda í Washington og þingsins hvað varðar aöstoð Bandaríkjanna við landiö. Gagnrýn- in í þinginu minnkar varla viö þær fréttir að bandarískur hernaðarráð- gjafi í E1 Salvador særöist nýlega í átökum við skæruliöa. Ástæðan fyrir vaxandi óró stjórn- valdanna í Washington er sú aö skæruliðar tóku borgina Berlin og héldu henni um skeið. Háttsettur bandarískur herforingi, yfirmaöur hersveita Bandaríkjanna í Panama, Walter Nutting hershöfðingi, sat fyrir svörum hjá utanríkismála- nefnd öldungadeildarinnar á fimmtudag í síðustu viku og gekk þá svo langt að segja að „þaö væri enga hemaðarlega lausn að finna á ástandinu í E1 Salvador”. Hann sagði einnig að þar væri ekki að finna neina pólitiska lausn, nema að i henni fælust vissir hemaðarlegii- þættir. Thomas Enders, talsmaðuj ■ utanríkisráðuneytisins, sem hefu) með málefni Rómönsku Ameríku ai gera, sagði, er hann kom fyrir nefnd ina, að það hefði „sterk sálræi áhrif” að skæruliðar náðu Berlin ; sitt vald- — Herinn svaraði ekk ógnuninni á réttan hátt í október of. nóvember. Skæruliðunum var leyfl að auka við yfirráðasvæði sitt. Her sveitir stjórnarinnar hafa nú hafii stórsókn í Morazanhéraöi og þannig gefiö skæruliðum færi til árása í Usulutanhéraði, sagði Enders við nefndina. Misvísandi yfirlýsingar Enders útskýrði einnig að óró bandarískra stjómvalda stafaði af því að valdamenn í E1 Salvador fá misvísandi yfirlýsingar frá Washing- ton. Það sama kom fram í frásögn talsmanns utanríkisráðuneytisins í — segir bandarískur herforingi mannréttindamálum, Elliot Abrams. — Ég held það ríki þar óvissa um hversu lengi við munum halda óbreyttri stefnu í málefnum E1 Salvador. Og ég held að stjórnvöld í E1 Salvador hafi allan rétt til þess að vera óviss. Við höfum rekið þau út á mjög veikar greinar, og nú eru þau Tveir ungir skæruliðar í E1 Salvador. Þeir hafa bundið saman knippi af vopnum, sem þeir hafa náð af lögreglu- mönnum og hermönnum stjómarinnar i átökum í Usulutanhéraöi. ekki viss um hvort við sögum greinarnar ekki af. Og þeir eru óviss- ir um framtíöina, því fjöldi Bandaríkjamanna, og þar með margir þingmenn, kemur til E1 Salvador og segist munu berjast fyrir því að aöstoð við E1 Salvador veröi hætt. Ástæðan fyrir yfirheyrslum utanríkismálanefndar öldunga- deildarinnar er sú að fyrir nokkrum vikum lýsti Reagan Bandaríkjafor- seti því yfir aö hann teldi miklar framfarir hafa orðið 1 mannréttinda- málum í E1 Salvador. Þessa yfirlýs- ingu verður forsetinn að gefa á sex mánaöa fresti samkvæmt ákvörðun þingsins. Hlægileg yfirlýsing Fjöldi þingmanna og sérfræðinga um málefni Rómönsku Ameríku telur þaö í meira lagi vafasamt að nokkrar slíkar framfarir hafi orðið í E1 Salvador. Christopher Dodd, öldungadeildarþingmaður frá Conn- ecticut, sagði til dæmis: — Þessar yfirlýsingar samkvæmt skyldu eru hlægilegar. Við höfum sent aðstoð til E1 Salvador, sem nemur 748 milljón- um dollara á síðustu þrem árum og hvað getum við sýnt fyrir það? Astandiö þar batnar hvorki hernaöarlega né pólitískt. Báðir helstu forsvarsmenn nefndarinnar, Charles Percy og leið- togi demókrata í nefndinni, Clair- borne Pell, gagnrýndu þaö sem þeir kölluðu árangursleysi í starfi rannsóknamefndar, sem skipuð var til að kanna morð á bandarískum ríkisborgurum og hvörf þeirra í E1 Salvador. Elliot Abrams viðurkenndi aö póli- tískt ofbeldi væri enn „óvenju út- breitt” í E1 Salvador. En hann sagði að hinn pólitíski raunveruleiki í landinu væri tvöfaldur, annars vegar ofbeldið og hins vegar umbætur. Bandarískar f riðargæslusveitir í Líbanon: Minnst eitt ár Bandarísku hermennimir í alþjóð- legu friðargæslusveitunum í Líbanon verða þar líklegast í eitt ár, aö minnsta kosti. Það segir Nicholas Veliotes, yfirmaður þeirrar deildar bandaríska utanríkisráöuneytisins, sem hefur með málefni Austurlanda nær að gera. Hann gaf þessa yfirlýs- ingu fyrir nefnd fulltriiadeildar bandaríska þingsins. Hann gaf engar upplýsingar um þaö hvort eða hversu mikið lið Bandaríkjamanna í Líbanon yrði styrkt. Hins vegar viðurkenndi hann að Amin Gemayel, forseti Líbanon, hefði farið fram á slíkt. Utan bandarísku hermannanna taka einnig hersveitir frá Frakklandi og Italíu þátt í friðargæslunni. Veliotes útskýrði einnig fyrir nefndinni þá hjálparáætlun, sem stjórn Reagans hefur samið fyrir Libanon. Alls verður 251 milljón Bandaríkjadala varið til aðstoöar- innar, þar af 105 milljónum til endur- ÓlafurB. Guðnason reisnar almennt, 100 milljónum til vopnakaupa og einni milljón til menntunar hermanna. Efasemdir Af hálfu Bandaríkjamanna ríktu nokkrar efasemdir í fyrstu þegar farið var að ræða hugsanlega banda- ríska þátttöku í friðargæslu, eftir að innrás Israelsmanna í Líbanonhófst. I fyrstu vildu menn aðeins að bandarískir hermenn gættu öryggis PLO-manna meðan á brottflutningi þeirra stæði frá Beirút. Þá var sagt að bandarískar hersveitir myndu hafa mjög skamma viðdvöl í Líban- on, mánuö í mesta lagi. Á þingi lýstu margir bandarískir þingmenn því yfir að þeir óttuðust þaö að Bandaríkjamenn kynnu að vera að tefla í tvísýnu með því aö láta draga sig inn í hættulegt, hernaðarlegt ástand sem gæti varað lengi. Og ótti við slíkt kynni að aukast eftir aö bandarískur liðsfor- ingi klifraði upp á brynvarðan ísra- elskan vagn til þess að stöðva hann viö bandarískan vegartálma. Af hálfu Bandaríkjamanna urðu viöbrögð við þessum atburði mjög hörð. Fulltrúi frá ísraelska sendiráð- inu var kallaöur á fund í utanríkis- ráðuneytinu í Washington og beðinn fyrir þau skilaboö til stjórnar sinnar að Bandaríkin myndu ekki þola slíka ögrun aftur. Israelski fulltrúinn neitaði hins vegar aö ísraelsku skriðdrekamir heföu veriö að brjótast inn á bann- svæði. Það var bandaríski varnarmála- ráðherrann, Caspar Weinberger, sem sagði frá atburðinum opinber- lega þegar hann kom fyrir þing- nefnd. Hann sagði að lítil sveit bandarískra sjóhöa hefði stöövað þrjá ísraelska skriðdreka og skipað þeim að snúa við. Yfirmaður skriðdrekasveitarinnar skipaði skriðdrekunum hins vegar aö halda áfram og fyrsti skriðdrekinn ók af stað. Yfirmaður sjóliðasveitarinnar lyfti byssu sinni og tilkynnti yfir- manni skriðdrekasveitarinnar að framhjá færu þeir ekki nema yfir sig , sagði Weinberger. Hann sagði einnig að atburðurinn hefði veriö „ógnvekjandi, óþarfur og hættuleg- ur”, en dáðist að bandaríska Uðsfor- ingjanum, Charles B. Johnson. Hann gerði ekki aðeins það sem honum bar að gera heldur sýndi hann óvenjulegt hugrekki, sagði Weinberger. Bandariski iiðsforinginn Charles B. Johnson, sem einsamall stöðvaði þrjá ísraelska skriðdreka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.