Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 35
! DV. FIMMTUDAGUR10. FEBRUAR1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL w Hún Gulla skil- ur stöðuna” „Hún Gulla litla er farin aö skilja stööuna,” sagði fráneygöur maöur og brúnaþungur og virti fyrir sér skák Guölaugar Þorsteinsdóttur og Hall- dórs G. Einarssonar í lokaumferð Skákþings Reykjavíkur um daginn. Nú fór þaö svo að Guðlaug tapaöi skákinni eftir grófan afleik gegn Bolvíkingnum efnilega en sá sem athugasemdina geröi vissi samt hvaö hann söng — þetta var sóknharður, gamalreyndur skákmaöur, hertur í eimyr ju ótal skák- víga, fullsæmdur af glæstum sigrum og óbrotinn af beiskum ósigrum. Og öllum nærstöddum var víst ljóst aö hann haföi lög aö mæla; Guölaug stóö sig frábærlega vel, hlaut 8 v. af 11, lagöi Svein Kristinsson og geröi jafntefli viö Hauk Angantýsson og þeim sem ekki þekkja til skáklistar skal bent á að þaö er ekki heiglum hent aö standa uppi í hárinu á þessum þrjótum — það er svona eins og aö fara í sjómann viö Skúla Oskarsson og er þó víst ólíku samanaðjafna. „Eg hef því miður ekki haft tækifæri Skák til þess aö æfa neitt aö ráöi,” sagöi Guðlaug við okkur í stuttu spjalli,” ég er aö læra læknisfræði en skáklistin krefst tíma og ómældrar vinnu ef maö- ur ætlar aö ná góöum árangri. ” — Teflið þiö eitthvað saman stelp- urnar sem eruö í skákinni? „Nei, viö hittumst eiginlega aldrei nema á mótum. Þaö byrjuöufjölmarg- ar stelpur í þessu kringum 1975 en þær hafa dottið út, hvemig sem á þvi stend- ur. Þaö er eins og vanti eitthvað til aö drífa þetta áfram og við erum bara nokkrar eftir, lítill k jami. ” — En nú hefur ykkur vegnað mjög vel, til dæmis á ólympíuskákmótinu í Svissí vetur. „Já, hvaö það snertir er örugglega ástæöa til b jartsýni. ” — Nú em margir sem hafa efast um aö konur heföu vitsmuni eöa þessa réttu skapgerð til þess aö ná langt í skák; hvaö heldur þú? „Hvaö þá!” sagði Guðlaug alveg hlessa „þaö er nú ekkert spursmál! Þær rússnesku hafa til dæmis náð mjög langt og hún Nona Gaprindasvili gefur karlmönnunum ekkert eftir. Hitt er annaö að konur tefla yfirleitt minna, þær standa í ströngu á heimilinu og hafa ekki eins mikinn tíma aflögu og þyrfti f yrir skákina. ” Þetta er eflaust laukrétt hjá Guö- laugu en öllum tápmiklum telpum sem þetta lesa viljiun viö benda á aö skákin er íþrótt sem er bæöi bráöskemmtileg og hægt aö stunda við næstum allar að- stæöur og á öllum tíma og nú þegar tölvutæknin fer aö inna af hendi heimilisstörfin fyrir karl og konu þá er ekkert lengur því til fyrirstööu aö hús- freyjan rannsaki leikjaraöirnar í biö- skákinni sinni meöan bóndinn liggur hugsjúkur yfir Dreka-afbrigöinu. Gamli góði grammófónninn heyrír bráðum til liðinni tið að dómi fróðra manna. / stað hljómplötunnar kemur myndskifa eða hljómmyndarskrfa sem sýnir myndog leikur lag. Draumsýn myndbandaunnandans. hausinn. Hitt er slæmt ef kvikmynda- húsin fara öll á kúpuna því aö mynd- bandatæknin stendur þeim ennþá mjög langt aö baki í mörgum greinum — þaö getur hver maður sannreynt fyrir sig með því aö skoöa vel geröa mynd í vönduöu kvikmyndahúsi og aftur heima hjá sér í „vídeóinu”. Skonrokkið sigrar Bækur, kvikmyndahús, tímarit og dagblöö veröa skiljanlega hastarlega fyrir baröinu á veldi myndbandanna en það eru allar horfur á því aö hljóm- plötuframleiðendur muni einnig finna fyrir þeim áöur en langt um líður. „Skonrokk”, lagasyrpa Þorgeirs Ástvaldssonar og Eddu Andrésdóttur í sjónvarpinu er það sem koma skal í dægurtónlist — í reyndinni er þama um nýja listgrein aö tefla, einskonar samruna tónlistar, dans og leiklistar, nýlistastefnu í myndsköpun og mynd- bandatækni. Skonrokks-þættirnir hafa um langt skeiö veriö með bestu þáttum sjón- varpsins. Fáir eru svo harösvíraöir aö láta þá framhjá sér fara og ófáir myndu gjaman vilja heyra þá aftur og aftur og sjá. Framtíö þessarar nýju myndbandatónlistar felst einmitt í þessari staöreynd aö njótendur hennar myndu gjaman vilja heyra hana margoft á sama hátt og allir vilja heyra góö lög af skífum oftar en einu sinni þó aö fæstir nenni á góöa kvik- mynd oftar en einu sinni eöa hæsta lagi tvisvar. Nú þegar hafa komiö fram mynd- bandatónlistarmenn og getiö sér góöan oröstír þótt þeir hafi mönnum vitan- lega aldrei sungið á sviöi með hljóm- sveitum svo aö sögur fari af. Þetta listafólk iökar sína listgrein í upptöku- sölum myndbandafyrb-tækjanna og þó aö ylur nálægöarinnar fari þannig for- göröum þá er líka margt sem vinnst í staðinn. Myndbandafyrirtækin em nú aö færa á markaðinn stuttar myndsnæld- ur, 10—18 mínútna langar, meö tveim- ur eða þremrn- tónlistaratriöum og til- heyrandi myndskreytingu. Þau gera sér vonir um góöar undirtektir og ekki er annaö fyrirsjáanlegt en þeim veröi aö von sinni. Þó gera menn ráð fyrir því að þá fyrst muni þessi öfluga nýja listgrein ryöja sér til rúms aö marki þegar leysi-diskurinn veröur orðinn al- menningseign og hvert verður þá hlut- skipti hljómplötunnar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.