Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUK10. FEBRUAR1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur . Neytendur Meira um Ijós í kirkjugörðum: FORSTJÓRIKIRKJUGARÐA LOFAÐIFULLKOMINNILÝSINGU Ungur neytandi, Kristján aö nafni og fjórtán ára að aldri, haföi samband viö okkur og sagöi farir sínar ekki sléttar af fiskkaupum á dögunum. Kristján á heima í Breiöholtinu og í verslanir í hverfinu leggur hann oft leiö sína til innkaupa fyrir móöur sína. Dag einn í síöustu viku var hann sendur til fisksala og átti aö kaupa nætursaltaðan fisk fyrir fimmtán krónur. Um þaö biður hann þegar röðin er komin aö honum í f iskbúöinni. Þegar fisksalinn hefur vigtað fiskstykki segir salinn aö hið vigtaða stykki kosti kr. 16.40. Kristján segist aöeins hafa kr. 15 og beðið um fisk fyrir þá upphæð. Svarar þá fisksalinn því til aö ekki sé hægt aö taka akkúrat fyrir eina krónu af fiskstykkinu sem hann heföi þegar skoriö og vigtaö. Töltir þá stráksi heim og nær í tvær krónur til viðbótar. Aftur kominn á fund fisksalans biöur hann um nætur- saltaö fiskstykki, fyrir 16—17 krónur að þessu sinni. Fisksalinn sker stykki og vigtar eina ferðina enn og upplýsir aö því loknu að stykkið kosti 18 krónur. Nú fór í verra. Kristján hafði aöeins 17 krónur í vasanum. Sama sagan endurtók sig, ekki var hægt aö skera smábút af fiskstykk- inusvoaömáliðgengi upp. Enduöu leikar þannig aö Kristján fór fisklaus heim. Og þar sem hann er ákveðinn ungur maöur kvaðst hann ekki ætla aö kaupa svo mikið sem sporðstykki hjá viökomandi fisksala í framtiöinni. Hann bætti því einnig viö aö honum fyndist meö af- brigðum hvimleitt hvaö oft væri gengið fram hjá sér og öörum krökk- um við afgreiðsluborð í verslunum. Fullorðna fólkiö gengi oft fyrir meö afgreiðslu, og væri þaö bæði af- greiðslufólki að kenna og eins þeim fullorönu viðskiptavinum sem ekki taka tillit til krakkanna. Fiskisaga Kristjáns gæti veriö dæmigerð fyrir framkomu okkar eldra fólksins en hafa verður i huga aö börnin eiga líka sinn fulla rétt. ÞG A dögunum var hér á síöunni spurst fyrir um lýsingu í kirkjugarö- inum í Fossvogi í Reykjavík. Spuröi bréfritari aö því hvort ekki hefði ver- ið lofað lýsingu í tíö fyrri sjálfstæöis- mannameirihlutans í borgarstjórn. Þá var einkaaöili meö lýsingu á leið- um manna, en bréfritara minnti aö borgin heföi lofað aö taka það aö sér er sá aðili hætti. Sigríður Magnús- dóttir, starfsmaöur Kirkjugarða Reykjavíkur, sagði þetta hins vegar misminni bréfritara. Aldrei hefði verið lofað neinu um lýsingu og Raf- veitan hefði stöðvað hana vegna eyðslu á rafmagni. Vegna þessa haföi Guðrún Runólfsdóttir samband viö blaðiö. Það var fyrst maðurinn hennar heit- inn, sem sá um lýsinguna, og síðar hún eftir hans dag. Hún hafði með- ferðis afrit af bréfi til sín frá Rafveit- únni, tvö bréf sín til stjómar Kirkju- garöanna og eitt bréf til sín frá þeirri sömu stjórn. I bréfi Rafveitunnar, sem dagsett er í nóvember áriö 1971, kemur fram að hún sér ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram að selja Guörúnu raf- magn áfram en rneð nýjum kjömm, samþykki stjóm Kirkjugarðanna þaö. Þær breytingar eru helstar aö í staö þess að leigja henni jaröstreng er hann seldur henni á 160.000 gaml- ar krónur. I janúarbyrjun áriö 1974 skrifar Guðrún síðan stjóm Kiricjugaröanna. Fer fram á aö fá skjót svör viö því hvort hún fái áfram að sinna starfi sínu. Segist hún þurfa að kaupa per- ur og ýmsan annan búnaö ef svo verði. Það taki hins vegar allt upp undir ár að fá nauðsynlega hluti þannig aö svör þurfi aö berast skjótt. Miðar Guðrún umsókn sína við að fá leyfið til þriggja ára og sé það uppsegjanlegt með árs fyrir- vara. Þessu svarar forstjóri Kirkjugarð- anna fyrir hönd stjórnar þeirra seint !og um síöir, eða í júníbyrjun sama ár. Þar segir hann að fyrirhuguð sé fullkomin lýsing í garðinum á því isumri og sé undú búningur , þegar hafinn. Þegar sú lýsing sé komin upp 'sé frekari lýsing óþörf. En með tilliti til þess að Guðrún hafi annast þessa lýsingu undanfarin ár þyki rétt aö gefa henni aðlögunar- jtíma og er henni því gefinn kostur á jþví að lýsa einn vetur í viöbót, þann jnæsta. Síðan verði ÖU þessi lýsing ilögðniöur. i Guörún svarar bréfinu strax 25. júní. Þar segist hún leggja áherslu á þaö sem kemur fram í fyrra bréfinu aö eins árs lýsing standi ekki undir þeim kostnaöi sem greiöa þurfi til þess aö halda lýsingunni áfram. Eina leiöin til þess að halda áfram án þess aö fara út í mikinn kostnað, sé að takmarka lýsinguna við hluta garðsins. En þar sem þetta sé þjónusta við almenning, segist Guð- rún ekki treysta sér til þess. Því telur hún sér ekki f ært að nota sér þann aö- ilögunartíma sem henni er boðinn. En ihún sé reiðubúin þá og síöar til þess aö halda áfram ef um lengri tíma sé aðræða. Guörún sagði í samtali viö DV að |sér heföi veriö mjög óljúft aö hætta lýsingunni. Fólk heföi veriö sér ákaflega þakklátt og hún svo gjaman viljaö vinna fyrir þaö áfram. Auk þess hefði hún orðið aö henda efni fyrir miUjónir gamaUa króna. DS LYSINGI KIRKJUGARÐINN? Anna Guðmundsdóttir hringdi: Mig langar til að fá aö vita hvort ekki stendur til aö koma upp einhverri lýsingu í Kirkjugaröinum hérna í Fossvogi yfir jóiin. Mig minnir endilega aö borgin hafi lof- aö því í tíÖ fyrri sjálfstæöi**01’13" hluta aö taka aö sér ^ \e '^a lýsingu. t Y.i & &tá6r Sigf hV- ^ Kirkj það v borgii í Kirkj _ . árum hi en Rah pað vegna ej _ .atmagni. Aldrei hefði veriö talað um aö koma slíkri lýsingu á aftur. Til þess að garðarnir væru ekki i algeru myrkri yfir jólin hefðu hins vegar Kirkjugarðar Reykjavikur komið fyrir upp ■3ða (Óf® Altdíi- y'O^- rð joSs" ,o"a af''1 rf ,r° rid' * Jf6 i'O \V£23- v£i ir" GO aró" "c for VÝS ,"6U \,e£ ""VÍ Kertaljós hafa núns síðustu árin verið eina birtan i Kirkjugörðum Reykjavikur, ef fré eru talin jólatrón sem þar standa og götuljósin sem varpa einhverri birtu inn igarðinn. STÓRÚTSALA í FULLU FJÖRI - NÝJAR VÖRUR DAGLEGA. / LEIFTURSÓKNARSALNUM SKÚLAGÖTU 26 Á HORN! SKÚLAGÖTU OG VITASTÍGS Gallabuxur kr. 290 fíauelsbuxur kr. 290 Khakibuxur kr. 290 Dúnúlpur kr. 690 Vattúlpur kr. 590 Barnaúlpur kr. 190 Ullarpeysur kr. 195 Háskolabolir kr. 150 Vinnuskyrtur kr. 150. VATTJAKKAR - HERMANNAJAKKAR - SAMFESTINGAR - VINNUSLOPPAR - VATTVESTI - BARNABUXUR - LEÐURJAKKAR — AKRYLIC-PEYSUR IPÓSTSENDUM I S. 15425 28550 VtNNUFA TABÚÐ/N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.