Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR10. FEBRUAR1983. Vilmundur Gylfason svarar fyrirspurnum. „Raunvaxtastefnan er siðferðilega rétt. pingmenn eru aðgöngu- miðar að sjóðakerfinu" — fylgst með kynningarf undi Bandalags jaf naðarmanna „Þaö er orðin lokun í stjórnkerfinu, félagskerfinu og í hagsmunasamtök- um þannig aö raddir almennings ná ekki aö heyrast í gegn,” sagöi Stefán Ölafsson á kynningarfundi Bandalags jafnaðarmanna i Stapa á þriöjudags- kvöld. Á fundinn voru mættir um 90 manns, sem hlýtur aö teljast sæmileg fundarsókn á stjórnmálafundi nú um stundir. Og til að rökstyðja frekar nauösyn á stofnun nýrra stjómmálasamtaka tók Stefán Olafsson ástandið í samvinnu- hreyfingunni sem dæmi. „Þar ríkir málamyndalýöræði sem er ekkert annaö en skrum. Þar sitja menn sem ekki hafa verið kosnir til ábyrgöar- starfa, en haga sér eins og þeir væru erfingjar. Samvinnuhreyfingin er aö veröa eins og fríðindaklúbbur,” sagöi Stefán. Ekki var ástandið í verka- lýöshreyfingunni betra aö hans mati og stjómmálaflokkarnir voru undir sömu sök seldir. Hjá „verkalýös- rekendunum” hefur ekki örlaö á mik- illi nýbreytni, enda hafi árangur hreyfingarinnar verið heldur klénn. „I þjóöfélaginu er fullt af fólki sem er fært um aö taka ákvarðanir og er fullt af nýjum hugmyndum. Þetta fólk er færara um aö takast á viö vandann en rútínubírókratar,” sagöi Stefán og benti á aö þessu fólki væri opin leið inn í Bandalag jafnaöarmanna sem væru opin samtök sem gætu endurspeglað betur viöhorf fólksins í landinu en aörir stjómmálaflokkar. Vilmundur Gylfason, þingflokkur Bandalagsins, sté næstur í pontu. Hann minnti óneitanlega á Nixon, þar sem hann velklipptur og glerfínn talaöi landsföðurlega yfir hausamótunum á væntanlegum kjósendum sínum. Nixon haföi líka vit á aö láta búa til nýja ímynd af sjálfum sér áöur en hann lagöi út í forsetakosningamar. Vilmundur boöaöi nýja gerö af félagskerfi, valddreifingu og smáar einingar þar sem auöveldara yröi fyrir fólk að brjóta áhugamálum sínum braut. Bandalag jafnaöarmanna yröi grundvallaö á þessari hugsjón. Þaö væri byggt upp sem „regnhlífarsam- tök” sem önnur samtök ættu aðild að og fulltrúar þeirra mynduðumiðstjóm Bandalagsins. Hann sagöi aö núver- andi miöstjóm væri aöeins til bráöa- birgða og yröi leyst upp innan tveggja ára. fiann tók samvinnuhreyfinguna einnig sem dæmi um þaö skipulag sem Bandalagið beröist gegn. Þaö píramíðakerfi sem þar viögengst, meö sjö þrepum frá hinum almenna félagsmanni til forstjórans, veröur tU þess aö sjálfkjörið liö slær eign sinni á áUt. Sama gilti um verkalýðshreyfing- una. Stærsta verkalýösfélagið er Verslunarmannafélag Reykjavíkur, meö 11 þúsund félagsmenn. I stjóm þess hefur verið sjálfkjöriö í 30 ár. „Þaö sjá auðvitað guö og menn aö þetta er ekki eöUlegt. Skekkjan liggur í sjálfu félagskerfinu,” sagöi Vilmund- ur. Síðan varpaöi hann spurningu til áheyrenda: „Hver er munurinn á stjómmálaskoöun Matthíasar Mathie- sen og Jóhanns Einvarössonar? Getur nokkur svaraö mér því?” En áöur en nokkurt svar barst úr salnum svaraði Vilmundur: „Nei, enda er enginn munur. En um hvaö em menn þá aö kjósa?” Svarið fólst í því aö menn væm aö kjósa aðgöngumiða aö sjóöa- kerfinu. Vestmannaeyinga vantaöi þingmann tU þess aö troöa inn í sjóöa- kerfið og í bankaráð, en ekki til þess aö setja lög. I Framkvæmdastofnun sætu 16 alþingismenn í stjórn og varastjóm og 2 framkvæmdastjórar að auki. Hvaö em þessir menn sem eiga aö sinna löggjafarvaldinu aö gera þar, spuröi VUmundur. Stefán Olafsson sagöi aö þaö væri tU þess aö kaupa Ustaverk handa Menntaskólanum á Akureyri þegar Sverrir Hermannsson ætti stúdentsafmæU. VUmundur lagöi ríka áherslu á aö þaö væri gmndvaUarstefna Banda- lagsins aö aöskilja framkvæmdavald og löggjafarvald. Þingmenn ættu aö sinna löggjafarvaldinu, setja hinar al- mennu leikreglur, en ekki aö vera aö útdeUa fjarmagni úr bönkum og sjóðum. Á eftir framsöguræðum forsprakk- anna voru leyfðar fyrirspumir. VU- mundur var þá spurður aö því hvaö hann vUdi gera viö fólkiö sem yrði at- vinnulaust þegar fiskvinnslufyrirtækin færu á hausinn eftir aö ríkisstyrkir yröu afnumdir, eins og hann vUdi. Vilmundur svaraði meö annarri spurn- ingu: „Af hverju tekur starfsfólkiö þá ekki viö og rekur fyrirtækin?” Að hans mati eru ríkisstyrkir ónauösynlegir ef fyrirtækin væru rétt rekin og því væri ofætlun aö telja aö þau fæm ÖU á haus- inn þótt þeir yröu afnumdir. Síöan varö hann aö svara harðri gagnrýni á raunvaxtastefnuna. „Raunvaxtastefnan er siöferöilega rétt,” sagöi VUmundur, en fyrirspyrj- andi vUdi ekki sætta sig viö það og sagði aö ef vextirnir yröu lækkaðir myndi verðbólgan lækka. Stefán Olafs- son vitnaði þá í hagfræðinga OECD sem hann sagöi aö hefðu komist aö þeirri niðurstööu að raunvextir væru ekki veröbólguhvetjandi. „Annaðsegir Björn á Löngumýri,” sagöi þá fyrir- spyrjandinn. Þegar blaöamenn DV yfirgáfu fund- inn vom á dagskrá ákafar fyrirspumir um afstööu Bandalagsins tU offjölgun- ar menntamanna og aUrahanda fræö- inga sem þyrfti aö búa tU störf fyrir í Reykjavík., ,Þiö emö á móti útgerðinni sem stendur undir öllu þessu pakki í Reykjavík,” fuUyrti fyrirspyrjandinn. Stefáni vaföist tunga um tönn í pont- unni en VUmundur sneri upp á hárlokk á enninu. ÖEF Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Vesalings bráðabirgðalögin Undanfaraa daga og vikur hefur þaö veriö fastur liöur í fréttum fjöl- miöla að geta þess hvaö bráöa- birgðalögum ríkisstjómarinnar liöi. Ýmist er þeim vísað tU nefndar eöa úr nefnd, ýmist eru þau á dagskrá eða ekki á dagskrá, og síðustu daga hefur ríkt gífurleg spenna um hvort bráðabirgðalögin fengjust afgreidd eða ekki. Þannig hafa bráða- birgðalögin hrakist fram og aftur og stjóra og stjóraarandstaða hafa kastaö boitanum á mUli sín af miklum vígamóði, rétt eins og þegar , menn henda tímasprengju sín á mUli. Af almenningi er það aö segja, að hann er löngu búinn aö gleyma hvað lögin innUtalda, en undrast mjög mikUvægi þeirra, þegar tU þess er litið, að enginn fæst á þeim af- greiöslan. Þannig er saga þessarr bráöabirgðalaga lengri eu nafngiftin ber með sér og óljósari en fréttamiölar skUja. AUt frá því, að bráðabirgöalögin voru gefin út í byrjun september, hefur ríkisstjórnin haldið því fram, aö þjóðarnauösyn bæri tii að samþykkja þau hiö snarasta. Á hinn bóginn var stjórnarandstöðunni ekkert að vanbúnaði að feUa þau meö dynk. Engu að síður þvældist þaö meö ólíkindum fyrir ráðherr- unum aö leggja þau fram i þing- byrjun og voru reyndar þau boö látin út ganga, að ekki skipti máli hvenær þau yröu afgreidd, hvað þá aö máU skipti hvaöa afgreiöslu þau fengju. Gildi þeirra stæði óbreytt, hvaö sem öUum samþykktum eða synjunum liði. Þetta gaf stjórnarandstöðunni gott tUefni tU aö mana ráöherrana tU að leggja bráðabirgðalögin fram, og telja þaö helsta merki um stjórnleysiö og ráðleysið að lögin skyldu ekki s já dagsins ljós í þinginu: Svo fór þó aö lokum, að frumvarpið var boriö fram og hefur nú verið að velkjast mUli deUda og nefnda drjúgan part vetrar. En þá kveöur viö nýjan tón. Stjóraarandstaðan ris upp á aftur- fæturaa og hneykslast á þessu íra- fári. Hvaö liggur á? spyrja þeir á- búðarmiklir í stjóraarandstöðu Sjálf- stæðisflokksins cg líta ábyrgir út um glugga þinghússins, meðan forsætis- ráöherra roðnar af reiði yfir þeirri óskammfeilni stjóraarandstööunnar að fresta fundum vegna stjóraar- vitað en hann teldi stjóraarskrána skrármálsins. Var þó ekki annað hafa forgang umfram önnur mál, eftir fimmtiu ára rannsóknarstörf og tUlögugerð í stjóraarskráraefndum. Þannig stóðu mál í upphafi þess- arar viku. Ráðherrar lýstu því yfir hver um annan þveran, að um leið og bráðabirgðalögin verði feUd, sé stjórnin faUin og r júfa beri þing. Þeir hamast sem sagt i þvi að fá lögin tU afgreiðslu, væntanlega í þeim tUgangi aö losna úr ráðherra- stólum. Stjóraarandstaðan, sem lagt hefur ofurkapp á að bráða- birgðalögin væru af hinu vonda og þau bæri að fella við fyrsta tækifæri, hefur hins vegar sýnt aðdáunarvert hugmyndaflug við að koma í veg fyrir afgreiðslu þeirra, og neitar nú alfarið að ganga tU atkvæöagreiðslu fyrr en eftir dúk og disk. Fer nú að verða æ erfiðara fyrir vesalings kjósendur að átta sig á því hvað snýr upp og hvað niður. Ráðherrarair vUja ólmir komast frá, stjóraarandstaðan berst hatrammri baráttu gegn því, að svo megi verða. Tvísýnt er hvor muni hafa betur, stjórain að feUa sjálfa sig, eða stjóraarandstaðan að lengja lifdaga stjórnarinnar. Við sjáum hvað setur. -Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.