Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR10. FEBRÚAR1983. Spurningin Hvað er leiðin- legast í skólanum? Laufey Eínarsdóttir, í skóla: Reikn- ingur. Hann er bara leiöinlegur! Júlíana Omarsdóttir, i skóla: Reikn- ingur. Mér finnst hann erfiöastur. Eg held samt aö ég geti einhvem tíma lært hann. Sveinn Helgason, í skóla: Islenska. Málfræöin er aigjör frumskógur og af- gangurinnrugl! Laufey Ólafsdóttir, í skóla: Eðlisfræði og líffræði. Þaö er ofviða heilabúinu í mér. Sigurður Magnússon, í skóla: Allt jafn leiöinlegt en þaö leiðinlegasta er aö þurfa aö vakna til aö mæta í skólann. Sigurður HaUdórsson, I skóla: Líffræöi er leiðinlegust því hún er svo flókin og asnaleg. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Fóstureyðingar: „HVAR ER NÚ RÉTT- UR KARLMANNSINS? 4034—1315 hringdi og sagöi varöandi fóstureyðingar: — Föstudaginn 28. jan. skrifaði kona nokkur lesenda- bréf í DV þar sem hún vitnaði í leið- ara Veru, málgagns kvennafram- 'boös. Þar er talað um „herferö gegn sjálfsákvöröunarrétti kvenna yfir eigin líkama ” og „frelsi kvenna til aö ráöa og stjóma eigin lífi”. Þaö er búiö aö staglast á þessu slagoröi um „rétt yfir eigin líkama” aUt of lengi og étur hver eftir annarri. Þaö sjá þaö allir og skilja aö hér er ekki ein- göngu um likama konunnar aö ræða. Hér er fjaUað um nýtt líf og nýjan lítinn líkama sem getinn er í móður- kviöi af karlmanni. Hvar er nú réttur karlmannsins? Hvar er jafnréttis- ráö? Væri ekki sjálfsagt aö faöirinn fengi rétt til að ákvaröa um líf eöa dauöa fósturs sem hann hefur getiö? — Það er talaö um neyðarráðstöf- un en alUr vita að „félagslegar ástæður” er teygjanlegt hugtak sem auðvelt er aö misnota. Konur fela sig bak viö meömæU félagsráðgjafa. Læknar fela sig bak viö löggjöf sem aö margra áliti er of rúm. AUir reyna aö koma sök yfir á þjóðfélagið en svæfa eigin samvisku. Hugsum um þessi mál í víðu samhengi, heiðar- lega. Konur, stöndum saman vörð um mannréttindi okkar — Kvennaf ramboðið andvígt frumvarpi Þorvaldar Garðars Kristjánssonar I Sigriður Dúna Kristmundsdottir I hringdi: Bréfritari 2078—2498 skrifar les- I andabréf i DV, þann 24. janúar sl., og spyr hvers vegna ekkert heyrist i kvenréttindakonum vegna frum- varps Þorvalds Garöars Kristjánsson- ar um breytingar á fóstureyðingalög- gjöfinni. Ég vil benda á aö í síðasta tölublaöi ^ Veru, málgagns Kvennaframboösins, var fjaUaö um þetta mái i leiöara. Sá leiöari var siðan iesinn í útvarp eins I og venja er. Þaö kemur mér á óvart aö t áhugasamt fólk um málefni kvenna, eins og þessi bréfritari, skuli ekki fylgjast meö skrifum kvenréttinda- kvenna um málefni kvenna og lesa Veru. Þar er handhægt aö leita sér upplýsinga um hvaö okkur finnst um hlutina. Ef áhugasömu fóiki finnst — eftir aö hafa kynnt sér málin — aö enn sé ekki nóg aö gert, þá er einfalt aö hafa sam- band viö okkui, eöa koma niöur á Hótel VUt og leggja þar virka hönd á plóginn. Málefnin eru óþrjótandi og þar er nóg aö gera. Viövikjandi afstööu okkar til frum- varps Þorvalds GarÖars Kristjánsson- ar, þá kemur þaö skýrt fram í áöur- nefndum leiöara. Þar segir meöal ann- ars: „Vmsir hópar út um allan heim hafa nú uppi herferö gegn sjálfsákvöröun- arrétti kvenna yfir eigin líkama. Þess- ir hópar virðast því miöur eiga sér aU- nokkra viöhlæjendur hér á iandi. Réttur kvenna tU fóstureyöingar er ein meginforsenda lýöræðislegra rétt- inda kvenna. En frumvarp um skerö- ingu þessara lýöréttinda Uggur nú fyrir Alþingi. Flutningsmenn telja, aö konur hafi ekkert meö aö ráöa yfir eig- in lifi. Frelsi kvenna — frelsi okkar — er fótum troöiö, viö erum ekki áUtnar hæfar til aö vega og meta okkar sam- féiagslegu aðstæður. Baíði úrslit prófkjaranna og fóstur- eyöingafrumvarp Þorvalds Garöars Kristjánssonar eru striösyfirlýsing gegn konum. Kvenna er ekki talin þörf á þingi — afnema á frelsi kvenna til aö ráöa og stjóma eigin lifi. Okkur, hvar sem viö stöndum i flokki, hlýtur aö standa ógn af þessum viöhorfum.” Aö iokum viö ég segja þetta: Konur^ stöndum saman vörö um mannréttindj „Það er búiö að staglast á þessu slagoröi um „rétt yfir eigin líkama” allt of lengi og étur hver eftir annarri,” segir 4034—1315 m.a. Glæpur og refsing 7849—7238 og 2737-1361 skrif a: Reykjavík4.2. ’83. Kæru samborgarar. Þetta bréf kom upp í huga okkar er viö lásum um uppþot þaö er var á Hlemmi í gær (3.2.) og lögreglu- þjónn var slasaður. Hversu lengi á þetta aö viögangast að sömu aðilarnir skulu vera teknir fyrir gróf ofbeldisverk, skemmdarverk og önnur fólskubrögö aftur og aftur. Veröur ekkert gert fyrr en þeir drepa einhvem eöa slasa alþingismann eöa einhvem góö- borgara, tii þess að viö þegnar þessa lands getum gengið okkur til hressingar og skemmtunar um götur borgarinnar án þess aö á okkur verði ráöist. Ráðamenn þjóðarinnar virðast hafa meiri áhuga á hvalveiðibanni eöa ööru álíka heldur en á líftóru samborg- ara sinna. Tillögur okkar til úrbóta í þessum málefnum er að til komi mjög ströng löggjöf fyrir ítrekuð ofbeldis- og skemmdarverk, svo sem að tekin veröi upp hegningar- vinna þar sem afbrotaseggirnir veröi látnir vinna fyrir því tjóni, sem þeir hafa valdið þegnunum. T.d. mætti láta þá í aö vinna í grjót- námi meö haka og skóflu, en ekki verölauna þá meö þvi aö setja þá í hin þægilegu störf á Litla-Hrauni. Einnig ætti aö setja þá í einangrun þess á milli sem þeir eru aö vinna svo aö þeir læri ekki fólskubrögðin hver af öðrum eins og virðist vera á Litla-Hrauni sem er sennílega besti skóii fyrir upprennandi afbrota- menn sem tU er hér á landi. Þetta betrunarhæli ætti aö vera á af- skekktum stað en ekki í alfaraleið eins og Litia-Hraun. Hér höfum viö taUð upp hugmyndir okkar í stórum dráttum* en þó má ekki vanmeta það sem vel er gert t.d. neyöarþjónustu fyrir geösjúka, en tU þess aö hún kæmi þurfti því miöur aö leggja líf ungr- ar stúlku í rúst (Þverholtsmálið). Þurfum viö aö láta slíkt endurtaka sig? Þaö er að segja ef menn eru sakhæfir. En á hinum meövitaöa einstaklingi sem viröist hafa unun af þvi aö Umlesta og eyðileggja fyrir þegnum þessa lands, virðist Lesendur Umsjón: SigurðurG. Valgeirsson vera tekið meö sUkihönskum og honum þakkaö kurteislega fyrir, í staö þess aö taka máUð föstum tökum og kæfa í fæöingu með hörku efmeðþarf. Samborgarar góöir, þiö sem lesið þessar línur, þetta eru okkar tiUög- ur til úrbóta enda hefur það sýnt sig að auga fyrú auga og tönn fýrir tönn hefur reynst best. Sendiö Unu og sýniö stuðning ykkar. „Hvers vegna er þátturinn Á döfinni hafður á undan Prúöuleikurunum á föstudagskvöldum? spyr 9130—5089. Prúðuleikarana fyrr á föstudögum 9130—5089 hringdi: Hvers vegna er þátturinn Á döfinni hafður á undan Prúðuleikurunum á föstudagskvöldum? Það væri mun heppUegra aö hafa þetta öfugt þannig að hægt sé aö senda þau yngstu fyrr í háttinn í stað þess aö halda þeim vakandi yfir tilkynninga- þætti. Ur því aö ég er farin aö tala um dag- skrána þá vUdi ég mælast tU þess aö sakamálaleikritiö Fús er hver tU fjár- ins, sem var í tveimur þáttum, veröi endurflutt. Því var útvarpaö á fimmtudagskvöldi og seinni þættinum síðan á sunnudagseftirmiödegi. Þetta varö, held ég, tU þess aö margir misstu af seinni hlutanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.