Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Side 3
DV. MÁNUDAGUR14. FEBROAR1983. 3 Frá ráttarhöldunum i Gamla biói. Prófessor Gunnar G. Schram dómsforseti lengst til vinstri, Jón Steinar Gunniaugsson hlustar áprófessor Sigurð Lindalbera vitni. Aöbakiþeim situr kviðdómurinn. DV-mynd: E.Ó. Réttarhöld Lífs og lands: Sjö kviðdómendur guldu jáyrði sitt — við spurningunni um jöf nun atkvæðisréttar Réttarhöld samtakanna Líf og land fóru fram í Gamla bíói í gær og voru þau vel sótt. Sjö af tólf kviðdómendum sögðu já við spurningunni: „Telur dómurinn að atkvæði allra kjósenda skuli vega jafnt í alþingiskosningum, án tillits til búsetu?” Fimm sögðu nei. Dómsforseti var Gunnar G. Schram, Jón E. Ragnarsson var verjandi rikjandi meginviðhorfs og Jón Steinar Gunnlaugsson sótti málið með tilliti tii fulls jafnaðar atkvæðisréttar. Vitni voru Halldór Blöndal, Bjami Einars- son, Sigurðúr Líndal, Stefán Friðfinns- son, Már Pétursson og Jónas Elíasson. Kviðdómur var sérstaklega valinn úr þéttbýli og dreif býli. Sækjandi, Jón Steinar Gunnlaugs- son, sagði i lokaræðu sinni að málið væri í raun einfalt, stjómarskrár annarra lýöræðisríkja og mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kvæðu á um jafnan atkvæðis- rétt. Öll efnisrök og önnur rök hnigju aö því aö taka upp þessa reglu og rök þeirra sem væru því mótfallnir væru rök hinna ráðþrota manna sem héldu fast í ríkjandi misrétti. Aðstöðumunur skipti engu máli i þessu samhengi þó vissulega væri hann f yrir hendi. Jón gagnrýndi andstæöing sinn fyrir að blanda kjördæmaskipan inn í málið, slíkt væri reginfirra. Því væri haldið fram að jöfnun atkvæðisréttar næðist aldrei nema með þvi að gera landið að einu kjördæmi; en reynsla margra annarra landa sýndi hið gagnstæða. Verjandi, Jón E. Ragnarsson, varaði við öfgafullum skoðunum sem styðjast við ófrávíkjanlegar reglur. Hann ásakaði andstæðing sinn um ó- sveigjanleika og að í þessu máli yrði að taka tillit til ríkjandi aðstöðumunar í landinu. Núverandi fyrirkomulag komst á með vilja meirihluta þjóðarinnar, sagði Jón, og röskun á því mun leiða til enn meira flokksræðis og miðstýringar. Hann gagnrýndi einhliða túlkun andstæðingsins og sagði að þó meginreglan væri sú að stuöla bæri að sem jöfnustum at- kvæðisrétti yrði sú jöfnun ekki nema landið yrði eitt kjördæmi. Slíka röskun vildi ekki meirihluti þjóðarinnar. -PÁ Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 ] Gjafavöruverslun I miklu úrvali Orkusparandi eldunaráhöldir POSTSENDUM. OPIÐ LAUGARDAGA Leikarar, leikskáld, leikstjórar og kvikmyndagerðarmenn: Mótmæla niður- skurði til lista- og skemmtideildar Fimm félög hafa mótmælt harðlega þeirri 50% lækkun ráðstöfunarfjár lista- og skemmtideildar sem fyrirhuguð er fyrir þetta ár. Þessi félög eru Félag íslenskra leikara, Félag leikstjóra á Islandi, Félag kvikmyndagerðar- manna, Leikskáldafélag Islands og Leiklistarráö Islands. I mótmælunum kemur fram að miðað við líklega verðlagsþróun á árinu 1983 verði ráðstöfunarféð að raungildi tæplega 30% af áætluðu ráðstöfunarfé ársins 1982. Niður- skurðurinn nemur því um 70%. I mótmælum félaganna segir að það skjóti skökku við aö á sama tíma og fyrirhuguð er lenging útsending- artíma sjónvarps skuli vera gerð áætlun sem felur í sér mikinn samdrátt í framleiðslu innlends efnis. 1 henni er ekki gert ráð fyrir neinu fé til almennra skemmtiþátta fyrir utan fasta liöi (þ.e. Stundin okkar, Glugginn, Jólastund, Skonrokk). Ennfremur segir í mótmælunum að afleiðingar af þessum niðurskurði muni ekki aðeins snerta listgreinar og listamenn heldur landsmenn alla og fyrst og síðast muni þær grafa undan Ríkisútvarpinu sjálfu og stöðu þess í menningarlífi þjóðarinnar. .pÁ. &THE SILVER BULLET BAND _______THE DISTANCE i ÞRIGGJA ÁRA BIÐIN eftir nýrri Bob Seger plötu var vel þess virði. The distance er jafnvel enn betri en Against the Wind. Inniheldur m.a. lögin: Shame on the Moon, Even Now, Roll me away og Boomtown Blues sem öll njóta mikilla vinsælda í Bandaríkjunum nú þegar. Gefðu sjálfum þérgóða tónlistargjöf. Sendum í póstkörfu. Sími 84670 FÁLKIN N Suðurlandsbraut 8 S: 84670 Laugavegi 25 S: 18670 Austurveri S: 33360

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.