Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Qupperneq 5
DV. MÁNUDAGUR 14.FEBRÚAR1983. S Kaupfélags- stjóraskipti á Selfossi Frá Regínu Thorarensen, fréttarit- ara DV á Selfossi: Selfossbúar kveðja sinn góða og athafnasama kaupfélags- stjóra, Odd Sigurbergsson, sem er búinn að stjóma Kaupfélagi Árnesinga undanfarin sextán og hálft ár af mikl- ummyndarskap. Oddur lét byggja stærsta kaup- félagsverslunarhús sem er hér á landi og var flutt í það fyrir rúmu ári. Oddur kaupfélagsstjóri er mikill athafnamað- ur og hörkuduglegur sjálfur, enda ætl- ast hann til mikils af sinu starfsfólki. Er starfsfólk hans enda til mikillar fyrirmyndar. Oddur er giftur Helgu Einarsdóttur frá Reykjavík og eiga þau eina dóttur. Þau hjónin flytja nú að Eiðstorgi 1 á Seltjamarnesi. Kaupfélagsstjórinn hlakkar mikið til að flytja að sjónum, enda er hann fæddur á Eyri við Fáskrúðsfjörö. Oddur er 65 ára og hefur hann þrisvar sinnum tekið sér sumarfrí á ævinni. Hans mesta ánægja er að vinna og koma kaupfélaginu á réttan kjöl, en hann er nú búinn að vera kaupfélagsstjóri i áratugi. Sigurður Kristjánsson tók við KÁ þann 4. febrúar síðastliðinn. Sigurður kemur frá Þingeyri en þar hefur hann verið kaupfélagsstjóri síöastliöin sex ár við góöan orðstír. Hann er giftur Kristínu Fjólmundsdóttur og eiga þau fimmböm. Eg spurði Sigurð kaupfélagsstjóra í gær hvemig honum litist á að taka við KÁ. Hann svaraði: „Það er alltaf gam- an að byrja á nýjum og stómm störf- um. Mér líst vel á fólkið og héraðið og ég vonast til að hér verði gott að starfa.” Sigurður útskrifaðist úr Samvinnu- skólanum 1962 og er hann 41 árs. Eg óska Sigurði allra heilla í starfi sínu og vona að hann haldi hinni einu og sönnu samvinnustefnu. Mér finnst samvinnu- stefnan komin út fyrir sinn verkahring í mörgu. Eg vil aðsamvinnustefnan sé fyrir allt réttsýnt fólk en ekki aðeins fyrir nokkra hálfblinda framsóknar- menn. Regína/Selfossi HuUJ&yHÆ- SAHARA Segulband og útvarp meö FM — MW — LW. Vegna hagstæöra samn- inga bjóöum viö þetta vin- sæla tæki á aöeins kr. 3.990,- meö tveimur Sendum í póstkröfu um allt land. KREDITKORT .. N VELKOMIN hátölurum. Þeir sem kaupa tæki í bílinn hjá okkur frá 8/2—22/2 fá 50% afslátt á ísetningu. Einnig mikið úrval bílhátalara, tónjafnara, kraftmagnara o.fl. í bíl- inn. D i. . Kdaiö ARMULA 38 (Selmúla megin) - 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177- POSTHOLF 1366 Hjálparsveitir skáta með full- trúaráðsfund — leggja áherslu á gerð leitar- og björgunarskipulags íslands Landssamband hjálparsveita skáta hélt fulltrúaráðsfund í janúar. Helstu mál, sem til umræðu voru á þessum fulltrúaráðsfundi, voru: Samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 1983, nefndarálit um drög að stefnuskrá Landssambandsins, starfsemi og áætlanir Björgunarskóla Landssam- bandsins og starfsáætlun ársins 1983. I f undarlok var samþykkt ályktun og segir þar meðal annars aö fundurinn beini þeim eindregnu tilmælum til Al- mannavamaráðs ríkisins að áfram verði haldið vinnu við gerð leitar- og björgunarskipulags Islands. Fundur- inn telur einnig að samræmt skipulag á leitar- og björgunarmálum, þar sem farið sé eftir gildandi lögum og reglu- gerðum svo og þeim samstarfssamn- ingum sem Almannavarnir hafa þegar gert við björgunaraðila í landinu, muni veröa til góðs og gera öll viðbrögð við slysum og áföllum öruggari. JBH Samband ís- lenskra kaup- skipaútgerða Undirbúningsvinnu við að stofna samtök kaupskipaútgerða lauk 18. janúar með stofnfundi SlK, Sambands íslenskra kaupskipaútgeröa. Að stofnfundi stóðu eftirtaldar út- gerðir: Hf. Eimskipafélag Islands/ Hafskip hf., Skipafélagið Nes hf., Nes- skip hf., Skipadeild Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, Skipafélagið Víkur hf., Skiparekstur Gunnars Guð- jónssonarsf. A vegum þessara útgerða eru 45 kaupskip í siglingum og starfsmanna- fjöldi er um 1400—1500 manns. Helstu verkefni þessa félags eru að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum út- geröanna og efla samstarf milli þeirra um ýmis mál sem ekki eru tengd þjón- ustu ogsamkeppni. Einnig verður reynt að auka al- menna þekkingu á kaupskipaútgerö svo sem með menntun í fagskólum og fræðslu starfsmanna hjá kaupskipaút- gerðum. Formaður var kjörinn Ragn- ar Kjartansson og varaformaður Axel Gíslason. I stjórn eru sjö menn, einn fráhverriútgerö. ÞS/starfskynning. Brœðraborgarstíg Simi 14879

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.