Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Síða 7
DV. MANUDAGUR 14.FEBRUAR1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hægtað endurhlaða venjulegar rafhlöður — alltað5sinnum Þeir sem nota mikiö af rafhlööum í útvörp, leikföng eöa annaö þess háttar hafa ugglaust bölvaö því í hljóði og jafnvel upphátt aö þurfa sífellt að vera aö kaupa nýjar. I leikföngum bama til dæmis eru rafhlööumar fljótar aö tæmast. Og þá er ekki annað aö gera en henda þeim og kaupa nýjar. Eöa hvað? Nú er nefnilega nýkomið á markað tæki sem hægt er aö endurhlaða meö venjulegar 1,5 volta rafhlöður. Tækið er frá sænska fyrirtækinu Laddex. Fyrirtækiö Pálmason og Valsson flyt- ur þaö inn og fæst þaö í verslunum Hans Peterser. í Reykjavík og kostar tæpar 600 krónur. Kannski finnst ein- hverjum þaö mikiö. En venjulegar raf- hlööur í útvarp (6 stk.) kosta 120 krón- ur. Ef hægt er aö endurhlaða þær 5 sinnum er tækiö búið aö borga sig og rúmlega þaö. Þetta tæki er þannig upp byggt aö engin hætta á aö vera á því aö rafhlöð- urnar springi á meðan verið er aö hlaða þær. Straumurinn er lítill þannig aö heila nótt þarf til aö hlaða rafhlöður sem eru alveg að veröa tómar. Hægt er aö hlaða 4 rafhlööur í einu og slekkur tækiö sjálft á hleöslunni fyrir hverja þeirra þegar hún er fullhlaðin. Ljós fyrir ofan rafhlöðurnar sýna þegar þær eru fullhlaðnar. Þegar tómar raf- hlööur era settar í logar ljósiö ekki en smám saman veröur ljósiö skærara eftir því sem rafhlööumar hlaöast. Lok er á hleöslutækinu og vinnur þaö aöeins ef þaö er aftur. Engin hætta á þess vegna aö vera á því aö böm fái straum í fingurna með því aö fikta viö tækiö. Ljósin loga aðeins þegar tækiö er opið því þau era knúin af rafhlöðun- um. Svíar hafa gert miklar tilraunir með öryggi hleðslutækisins. Vora þeir í fyrstu hræddir um aö rafhlöðumar myndu springa. Tilraunir bentu hins vegar til þess aö engin hætta væri á því, jafnvel þó tækið væri skilið eftir í sambandi dögum saman með sömu rafhlööunum í. Hverja rafhlöðu er unnt aö hlaða aftur aö minnsta kosti 5 sinnum. Eftir þaö hættir hún einfaldlega aö taka viö straumi og verður aö fleygja henni. Hægt er aö hlaða misstórar rafhlööur saman, svo lengi sem þær era allar 1,5 volt. Tækiö er aðeins ætlaö til aö hlaöa þaö sem við nefnum yfirleitt venjuleg- ar rafhlööur. Þær innihalda nikkel- kadmium. Svonefndar alkalín rafhlöð- ur er einnig hægt aö hlaða. En þá er aukin hætta á því aö þær fari að leka og jafnvel springi. Ekki er því mælt meö því aö menn reyni slíkt nema þannig aö enginn skaöi geti hlotist af. Eins og fyrr sagöi er hægt að hlaða hverja rafhlööu aö minnsta kosti 5 sinnum. En Svíar mæla meö því aö hlaðið sé áður en allur straumur er horfinn og endast þá rafhlööumar mun lengur. Þannig prófaöi sænskt blað aö tæma aðeins um þaö bil helminginn úr rafhlööu áöur en hún var endurhlaðin. Eftir 14 endurhleðslur var rafhlaöan enn eins og ný. Við reyndum tækiö hér eina nótt á rafhlööum útvarps neytendasíðunnar. Hálfilla var farið að heyrast í tækinu og þurfti aö skrúfa hljóðið alveg upp. Eftir að rafhlööurnar höföu veriö í tæk- inu yfir nótt og voru settar í útvarpið aftur heyrðist hins vegar í því strax og kveikt var. Ekki höföum viö aðstæður til þess aö próf a öryggið f rekar. DS X-DáKent vindlingum Gísli Rúnar Jónsson hringdi: Á Kent-sígarettupökkum stendur orðið X-D á álpappírnum ofan á pakk- anum. Mig langar aö vita af hverju þetta er. Um daginn sagöi Jón Kjart- ansson, forstjóri ÁTVR, í viðtali við Þjóðviljann aö þetta væri saklaus vörumerking. En ég sætti mig ekki aö fullu viö þessa skýringu. Eg veit aö vindlingar sömu tegundar, sem keypt- ir vora í Fríhöfninni eða erlendis á sama tíma, hafa ekki boriö þessa áletr- Ingi Björn Albertsson varö fyrir svör- um hjá fyrirtækinu Albert Guðmunds- son og co sem flytur Kent sígarettur inn: Þetta er nokkurs konar dulmáls- lykill. Þarna er veriö að tákna fram- leiðsludag. X þýðir 82 og D þýðir nóvember. Núna ættu flestir pakkar á markaðnum að vera meö stöfunum X- L eöa X-E. Eftir nokkrar vikur veröa þeir sem bera áletrunina X-D alveg horfnir. UOflLA SILFURSKIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 5 RvK Simi15050 un. Síldarævintýri 11-IZfebr. Nú er það orðinn jafnárviss atburður að drekkhlaðnir síldarbakkar séu lagðir á borðin í Blómascdnum og að drekkhlaðnir síldarbátar leggist að biyggju fyrir norðan og austan. Sfldin í sfldarbátunum er ósköp svipuð frá ári til árs, en það eru alltaf einhverjar nýjungar á sfldarbökkunum: Síldarbollur, gratineruð stld og fjöldlnn allur af öðrum Ijúffengum síldarréttum. Að auki er svo laxakæfa, hörpuskelflskskæfa og marineraður hörpuskelflskur. Sfldarævintýrið verður í Blómasal á kvöldin alla daga frá 11.-17. febrúar. Borðapantanir í símum 22321 oq 22322. VERIÐ VELKOMIN! HÖTEL LOFTLEIÐIR ÍSLENSK MATVÆLI H/F

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.