Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Síða 32
40 DV. MÁNUDAGUR 14.FEBROAR1983. Um helgina Um helgina Bryndís með Englabossa Góðan bolludag, lesendur góðir. Ég vona að þið séuð ekki of hvassyrt eftir vöndinn í morgun, þó að það sé jú reyndar ástæða til eftir höggin. Eflaust eru þeir hjá ríkisfjöl- miðlunum byrjaðir að renna niður bollunum og undirbúa sig undir sprengingamar á morgun, því það er ekki á hverjum degi sem menn eru með skandal á þeim vígstöövum. Það geröist þó í gær í stund okkar allra landsmanna, Stundinni okkar. Og heiðurinn af því átti hljómsveitin Englabossar. Englabossar spiluöu Englabossa- rokk og eitt laganna hét einmitt skandall. Það fór nú um ýmsa er sátu í kringum mig þegar skand- allinn byrjaði. Svo virtist sem hann félli ekki í kramið, þrátt fyrir aö alltaf sé gaman að fylgjast með því þegar menn eru með skandal. Eöa er þaö ekki annars þannig, félagar góöir? Vissulega gaman að Bryndís skyldi vera með Englabossana í þættinum. Bossarnir eru ungir að árum og hinir efnilegustu. Að vísu mættu þeir stilla strengina betur, en þeir eru altént bossar á réttri leiö. Já, vel á minnst. Bryndis er komin aftur og verður með þáttinn næstu sjö sunnudaga. Þaö verður aö segjast eins og er að ég hafði gaman af að sjá dísina og finnst reyndar eins og hún sé hinn eiginlegi umsjónarmaöur, svo vanur er maöur því að hún sé á ferðinni í þættinum. En í gær mætti hún þó án Þórðar húsvarðar. Ekki veit ég ástæðuna, en sumir þeirra sem upplifðu Stundina með mér í gær höfðu á orði að Þórður hefði fallið í ónáð eftir að hann sprengdi blöðruna góðu á gamlárs- kvöld. Sel þetta þó ekki dýrara en ég keypti það. Seltjamamesið litla og lága átti sína fulltrúa í Stundinni. Voru þaö tvær stúlkur sem sungu nokkur Kabarettlög. Maður ætti kannski frekar að segja að þær hafi hreyft varirnar af mikilli snilld á meðan Kabarett-platan var spiluð. Hinar skemmtilegustu stúlkur og góöir full- trúar Nessins. Ljóst að varahreyf- ingar kvenfólks eru alltaf af því góða. Og ekki er hægt að fjalla um Stundina án þess að minnast á framkomu þeirra Jespers, Kaspers, Jónatans og Soffíu. Þau voru ekki meö skandal og þó. Það er nú einu sinni heldur hastarlegt að ræna gömlum frænkum. Þremenningarnir létu sig þó hafa það að ræna Soffíu. En allt fór þó vel eins og áöur þegar leikritiö hefur veriö sýnt. Þá er rétt að horfa í lengdina á helginni og fara aö ljúka henni. Helgamar mega ekki vera of langar hjá manni, þið skiljið. Og fyrst svo er þá er rétt að leggja vöndinn frá sér og kveðja með því að renna nokkrum góöum bollum niður. Jón G. Hauksson. Andlát Aöalheiður Maria Jónsdóttir lést 5. febrúar. Hún fæddist á Helgafelli í Helgafelissveit 8. nóvember 1901. Hún var dóttir hjónanna Margrétar Andrésdóttur og Jóns Jónssonar. Eiginmaður hennar var Þorsteinn Þorgils Þorsteinsson en hann lést árið 1960. Þau eignuðust 5 börn og átti hún eina dóttur fyrir. Auk þess ólu þau upp tvær dótturdætur sínar. Utför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Anna Blöndal lést 5. febrúar. Hún fæddist í Reykjavík 18. maí 1917, dóttir hjónanna Hedvigar og Ola Blöndal. Anna starfaði lengst af í versluninni Oculus. Utför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur verður jarðsunginn frá Langholts- kirkjuþriöjudaginn 15. febrúarkl. 15. Bjami Ölafur Helgason, Týsgötu 3, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 15. febrúar kl. 10.30. Sveinbjöm Þórhallsson flugvirki, Hagamel 37, er lést 8. febrúar, verður jarðsunginn frá Neskirkju miövikudaginn 16. febrúar kl. 13.30. Astbjört Oddleifsdóttir, Haukholtum Hmnamannahreppi, andaðist á Vífils- staöaspítala föstudaginn 11. feb. Finnborg Jónsdóttir, Hlíðarvegi 5 Isafiröi, lést í Landspítalanum 11. febrúar. Benedikt Þórarinn Eyjólfsson, Hverfisgötu 43 Reykjavík, lést að heimili sínu þann 10. febrúar. Hermann Guðbrandsson, deildarstjóri hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, lést í Landakotsspítala, gjörgæsludeild, 11. þ.m. Hörður Kristinsson húsasmiður andaðist 27. janúar sl. Jarðarförin hefur fariðfram. Sveinbjöm Kr. Stefánsson * 1 11 veggfóðr-. arameistari,Njarðargötu45,andaðist á heimili sínu 7. febrúar. Utför hans verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 15. febr. kl. 13.30. Aðalfundir Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík heldur aöalfund mánudaginn 14. febrúar kl. 20 í húsi SVFI á Grandagaröi. Venjuleg aöalfundarstörf, skemmtiatriði, bollukaffi. Konur mætiö vel og stundvíslega. Stjórnin. Kvenfélagið Seltjörn heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 15. febrúar kl. 20.30 í félagsheimilinu að Seltjarnarnesi. Kvenfélag Breiðholts Aöalfundur félagsins verður haldinn mánu- daginn 14. febrúar kl. 20.30 í Breiðholtsskóla. Kaffiveitingar. Stjórnin. Kvenfélag Grensás- sóknar heldur aðaifund sinn mánudaginn 14. febrúar kl. 20.30 i safnaðarheimilinu. Venjuleg aðal- fundarstörf, kaffiveitingar. Stjórnin. Tónleikar Tónleikará Kjarvalsstöðum Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur þrenna tónleika á Kjarvalsstöðum nú í febrúar. Þeir fyrstu verða í kvöld, mánudaginn 14. febrúar, aðrir föstudaginn 18. febrúar og hefjast kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt, ein- söngur, einleikur á píanó, fiðlu, selló, gítar og flautu. Þá er einnig samleikur á þrjár blokk- flautur og flutt verður verk fyrir átta selló eftir Villa-Lobos. Mánudaginn 21. febrúar, kl. 20.30, verða þriðju tónleikamir. Verða þar eingöngu frumflutt ný verk eftir nemendur skólans. Lokaprófstónleikar á Kjarvalsstöðum Nk. þriðjudag, 15. febrúar, þreytir Gerður Gunnarsdóttir lokaprófstónleika frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Gerður hóf nám í Tónlistarskólanum 5 ára gömul en byrjaði að læra á fiðlu 7 ára hjá Jakobi Hallgrímssyni. Kennarar hennar síðar voru Sigursvemn D. Kristinsson, Sólrún Garðarsdóttir, Victor Pechar, Anna Rögn- valdsdóttir og nú Michael Shelton. Hún hefur tekið þátt í námskeiðum bæði hér heima og erlendis, þ.á.m. unglingahljómsveitinni í Lundi, Intemationale Musikwoche Luxem- burg, SVA Music Festival Vermont, Ung Nordisk Musikfestival Reykjavík og nám- skeiðum undir stjórn George Hadjinikos og Paul Zukofsky. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir J.S. Bach, Karol Szymanowski og L.V. Beethoven. Píanóleikari er Snorri Sigfús Birgisson. Tónleikamir verða á Kjarvals- stöðum og hefjast kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Fundir Kvenfélag Neskirkju heldur fund mánudaginn 14. þ.m. kl. 20.30 í félagsheimilinu. Gestir á fundinum verða stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík. JC Breiðholt Sjötti félagsfundur JC Breiðholts verður hald- inn að Seljabraut 54 (Kjöt & fiskur) í kvöld, mánudaginn 14. febrúar. Kaffifundur. Hann hefst kl. 20.15. Gestur okkar á þessum fundi verður Egill Olafsson hljómlistarmaður. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Stjórn- in. Tilkynningar Kvenfélag Bæjarleiða heldur bingó á morgun, þriðjudaginn 15. febrúar, í safnaðarheimili Langholtskirkju kl. 20.30. Mætið öll vel og takið með ykkur gesti. Stjórnin. íslenski alpaklúbburinn Námskeið í vetrarf jallamennsku verður hald- ið 26.-27. febr. 1983 í nágrenni Reykjavík- ur. Skráning fer fram miðv. 16. febr. á opnu húsi að Grensásvegi 5 kl. 20.30. Þátttakendum verður leiðbeint m.a. í útbúnaði til vetrar- feröa, beitingu mannbrodda og ísaxa, snjó- húsgerð, leiðarval að vetrarlagi, snjóflóða- spá, léttu snjóklifri og tryggingum. Þátttöku- gjald er kr.400. Hjálpræðisherinn Þriðjudaginn kl. 20.30 samkoma, ofursti Gunnar Akeru talar. Efþiðerufædd 1948 og voruð í Laugarnesskóla þá skuluð þið hafa samband fyrir 20. febrúar við neðangreinda því að við ætlum að hittast 11. mars í tilefni af því að 20 ár eru síðan leiðir okkar skildu: Anna Björnsdóttir, s. 71873, Ása Jónsdóttir, s. 16728, Guðbjörg Amadóttir, s. 76059,-Gerður Pálmadóttir, s. 13877, Helga Bjamason, s. 27467, Hrafnhildur Valgarðs- dóttir, s. 53916, og Marta Sigurðardóttir, s. 66328. Menningarvika hjá Fjölbrautum Garða- skóla, Garðabæ — tónleikar og margt aunaö áhugavert — Fjölbraut Garðabæ gengst fyrir sinni árlegu menningarviku dagana 14.-19. febrúar. Menningarvika þessi felst fyrst og fremst í því að nemendur jafnt sem kennarar lyfta sér upp frá hinu hefðbundna námsamstri. Vinna þeir þess í stað í hópum að hugðarefnum sínum. Hópamir eru 10 talsins og 25 manns í hverjum hópi. Má þar nefna hópa um hval- friðunarmál,. eiturlyf á Islandi, skólamál og iðnað á Islandi. Auk þess verða á þessari menningarviku ýmsar uppákomur. Mánudaginn 14. febr. verður sýnt leikritið Súkkulaði handa Silju og einnig kemur karla- kór fjölbrauta Garðaskóla fram. Þriðjud. 16. febr. verður ræðukeppni mUU Verslunar- skólans og f jölbrauta Garðaskóla. Um kvöldið verður árshátíð skólans. Fimmtudaginn 18. febr. verður fyrirlestur um sjálfsímynd mannsins og um kvöldið verður skemmtikvöld með ýmsum hljómsveitum o. fl. Föstudaginn 18. febr. verður kynning á Baháítrú. Laugardaginn 19. febr. verður kynnig á skólanum fyrir aUa, unga sem aldna, þar munu námsbrautir skólans kynnt- ar og svaraö fyrirspumum. Stúdentsefni munu hafa kaffi og meölæti til sölu. Nemendur skólans munu einnig starfrækja útvarpsstöð dagana sem menningarvikan stendur yfir. Verður útvarpað á FM-bylgju. Efniö verður einkum létt tónUst auk þess sem fréttum frá skólanum verður skotið inn í. Þá verður nemendum skólans gefinn kostur á aö koma meö eigin efni til flutnmgs. Reyndar er hverjum sem er boðið að koma með efni, þannig að telji menn sig hafa eitthvað skemmtilegt fram að færa, er um að gera að taka það upp á segulband og koma þvi til út- varpsráðs skólans. Ný fyrirtæki Stofnuð hefur verið Rafeinda- þjónustan hf. í Reykjavík. Tilgangur félagsins er að annast uppsetningu og viðgerðir á rafeindatækjum ásamt verslun, heildsölu og smásölu og eiga og reka fasteignir, byggingarstarf- semi svo og lánastarfsemi. I stjóm eru Jón Már Richardsson, Heiðargerði 8, Guðrún Þorsteinsdóttir sama stað og Ingþór H. Guðnason. Stofnendur auk ofangreindra eru: Valgerður Guðmundsdóttir og Ingólfur Hjart- arson. Stofnað hefur verið Skjólbær hf. í Reykjavík. Tilgangur félagsins er framleiðsla og sala húseininga og rekstur hvers kyns byggingarstarf- semi hérlendis. I stjóm eru: Elsa Þ. Þórisdóttir, Gunnar Oskarsson og Höskuldur Ásgeirsson. Stofnendur auk ofangreindra em: Ásgeir Höskuldsson og Dagný Brynjólfsdóttir. Stofnað hefur verið hlutafélagið Umsjá hf. í Reykjavík. Tilgangur félagsins er umsjón og eftirlit með byggingaframkvæmdum. I stjóm eru: Jóhannes Guðmundsson, Ingimar Haukur Ingimarsson og Sigurður Einarsson. Stofnendur auk ofangreinda em: Verkþjónustan Klöpp hf., Islenskir ráðgjafar sf. og Klapparás sf. Inn í Bortækni sf. hafa gengið nýir eigendur, Elísabet Egilsdóttir og Kári Halldórsson, bæði til heimilis að Unufelli 46 Reykjavík. Stofnuð hefur verið Siglufjaröarleið hf. á Siglufirði. Tilgangur félagsins er aö annast vöruflutninga til og frá Siglufirði og nærliggjandi sveitum og skyldan rekstur. I stjóm eru: Sigurður G. Hilmarsson, Hilmar Sigursteinsson og Jónína Gunnarsdóttir, meðstj. og Anna S. Hólmsteinsdóttir. Stofnendur auk ofangreindra eru: Ari Sigursteins- son og Jónína Gunnarsdóttir. Stofnuð hefur verið Múrklæðning hf. í Reykjavík. Tilgangur félagsins er viðgerðir á húsum og öðmm mannvirkjum, innflutningur og sala efnis til viðgerða og nýbygginga. I stjóm eru Amór Hannesson, Þuríður Kristinsdóttir og Hans Kristinsson, meðstjómendur og Ása Hilmarsdóttir. Stofnendur auk ofangreindra em: Hilmar Hansson og Hannes Arnórsson. Stofnaður hefur verið Kjarni hf. í Reykjavík. Tilgangur félagsins er að hafa með höndum rekstur heild- verslunar, smásölu, lánastarfsemi, rekstur fasteigna og skylda starfsemi. I stjóm em Höskuldur Dungal, Haraldur Dungal og Guömundur Pálsson en til vara Sævar Jóhannsson oglngibjörg Olsen. Stofnuö hefur verið Veisluþjónustan hf. í Keflavík. Tilgangur félagsins er að stunda alhliöa veitingarekstur og skylda þjónustu ásamt rekstri fast- eignar. I stjórn era Axel Jónsson, Þórunn Halldórsdóttir og Guðmundur Friðrik Sigurðsson, meöstjórnendur, en til vara Halldór Friðriksson og Jón Axelsson. Sigurður Hóim Guðbjömsson, Hegranesi 11 Garðabæ og Páll Jónsson, Grettisgötu 28 Reykjavík, reka í Reykjavík sameignarfélag sem heitir Bústaðabúöin sf. Tilgangur er smásöluverslun. Sævar Karl Olason, Brekkubæ 44 Reykjavík, rekur í Reykjavík einka- fyrirtæki undir nafninu Eutinne Aigner umboðið. Tilgangur er innflutningur og sala og skyld starfsemi. Hafþór Guðmundsson, Rauöarár- stíg 22 Reykjavík, rekur í Reykjavík einkafyrirtæki undir nafninu Islensk dreifing. Tilgangur er innflutningur. Þórarinn Olafsson, öldugötu 18 Reykjavík, og Hreggviður Þor- steinsson, Skagaseli 6 Reykjavík, reka í Reykjavík sameignarfélag sem heitir Laugavegur sf. Tilgangur er rekstur fasteigna, útleiga og annar skyldur at- vinnurekstur. Ný störf Ráðuneytið hefur skipað Kristjönu S. Kjartansdóttur lækni til þess að vera heiisugæslulæknir í Kópavogi frá og með 1. janúar 1983 að telja. Hinn 29. september 1982 veitti heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið Olafi Grétari Guðmundssyni lækni leyfi til þess að starfa sem sérfræðing- ur í augnlækningum hér á landi. Hinn 17. desember 1982 veitti heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið Bimi Magnússyni lækni leyfi til þess aö starfa sem sérfræðingur í lungna- lækningum hér á landi. Ráðuneytið hefur skipað Helga Bjömsson, Cand. real., sérfræðing í jarðeðlisfræðistofu Raunvísindastofn- unnar Háskólans frá 1. janúar 1983 að telja. Hinn 30. desember 1982 var Pétur Gunnar Thorsteinsson settur fyrst um sinn til að vera sendiráðsritari í utan- ríkisþjónustu Islands, frá 1. desember 1982 að telja. Sama dag var Haukur Olafsson skipaður til að vera sendi- ráðsritari í utanrikisþjónustu Islands, frá 1. janúar 1983 að telja. Hinn 31. desember 1982 var Ivari Guðmunds- syni veitt lausn frá embætti sendifull- trúa, f rá og með 1. janúar 1983 að telja. Hinn 12. janúar var Jóni Olafi Þórðarsyni lögfræöingi veitt leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Guömundur Bjömsson lögfræðingur hefur hinn 11 janúar 1983 verið skipað- ur fulltrúi við embætti bæjarfógetans á Akranesi frá 1. febrúar 1983 að telja. Kaupmálar Eftirtaldir kaupmálar hafa verið skrásettir við borgarfógetaembættið í Reykjavík í desembermánuði 1982 og er skrásetningadags getið innan sviga: 1. Miili Þorsteins Péturssonar, Lang- holtsvegi 90 Reykjavík, og Ragnheiðar Fjelsted, s. st. (3). 2. Milli Odds Jóns Bjarnasonar, Meist- aravöllum 5 Reykjavík, og Bergljótar Jónsdóttur, s. st. (3). 3. Milli Valdimars Guðlaugssonar Kleppsvegi 66 Reykjavík, og öldu Hönnu Grímólfsdóttur. s. st. (7). 4. Milii Boga Þórðarsonar, Engjaseli 52 Reykjavík, og Olafar Einarsdóttur, s.st. (7).Niðurfelling. 5. Milli Jóns Ægis Jónssonar, Suðurhól- um 24 Reykjavík, og Sigrúnar Mari- nósdótturs.st. (15). 6. Milli Agnars G. L. Ásgrímssonar, Flúðaseli 60 Reykjavík, og Eddu Maríu Guðbjömsdóttur, s. st. (16). Niðurfell- ing. 7. Milli Hannesar Thorarensen, Haga- mel 51 Reykjavík, og Guðrúnar Gunn- arsdóttir,s.st. (17). 8. Milli Magnúsar Sverrissonar, Vest- urbergi 136 Reykjavík, og Unnur Haf- steinsdóttur, s. st. (20). Milli Kristins Hiimarssonar, Hátúni 12 Reykjavík, og Steinunnar Margrétar Norðfjörð, Ljósvallagötu 20,(20). 10. Milli John Flemming Hansen, Aust- urbrún 4 Reykjavík, og Fjólu Tryggva- dóttur, s. st. (21). 11. Milli Halls Hermannssonar, Dvergabakka 36 Reykjavík, og Sigur- veigar Halldórsdóttur, s. st. (23). 12. Milli Gunnars S. I. Sigurössonar, Spítalastíg 6 Reykjavík, og Hafdísar Jensdóttur, s. st. (28). 13. Milli Guöbjöms Þórssonar, Æsu- felli 6 Reykjavík, og Guðríðar Jóns- dóttur, Stífluseli 6 Reykjavík, (30). 14. MilliGunnars Þórs Olafssonar, Sól- vallagötu 60 Reykjavík, og Ástu Ilse Hásler, Sólvallagötu 60 Reykjavík. (30). 15. Milli Þórðar Ragnarssonar, Hæðar- garði 52 Reykjavík, og Sigríðar Elísa- betar Tryggvadóttur, s. st. (30). Niður- felling.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.