Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Qupperneq 34
42
DV. MÁNUDAGUR14. FEBRUAR1983.
Rafsuðuvélar og vír
Haukur og Ólafur
Ármúla 32 - Sími 37700.
' V
Rakarastofan Klapparstíg
Sími12725
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
Tímapantanir
13010
TÓNLISTARKENNARAR
Öskum eftir að fá tónlistarkennara til starfa.
GRUNNSKÓLIDJÚPAVOGS.
Uppl. í sima (97) 8836.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbirtiugablaðinu á fasteigninni Hoitsgötu
42, miðhæð, í Njarðvík, þingl. eign Guðmundar Friðrikssonar, fer
fram á eigninni sjálfri að kröfu Amar Höskuldssonar hdl. og Veð-
deildar Landsbanka íslands fimmtudaginn 17. febrúar 1983 kl. 10.15.
Bæjarfógetinn i Njarðvík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 49., 54. og 58. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Bjargartanga 14, Mosfellshreppi, þingl. eign Stefáns Páls-
sonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 17. febrúar 1983 kl. 13.30.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Dvergholti 14, Mosfellshreppi, þingl. eign
Ólafs Jóhannssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17.
febrúar 1983, kl. 16.00.
Sýsiumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 52., 57. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Lágamýri 6, 2.h. t.h., Mosfellshreppi, þingl. eign Sigurðar
Sigurlaugssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka fslands
á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. febrúar 1983 ki. 15.00.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins i Reykjanes-
kjördæmi26.-27. febr. 1983.
STUÐNINGSMENN
ÓLAFS G.
EÍNA RSSONA R
hafa opnað skrifstofu að Skeiðarási 3,
Garðabæ (hús Rafboða hf.l,- Skrifstofan
verður opin ki. 17—22 virka daga og kl. 13—
19 um helgar.
SÍMI 54555.
Á ERINDITIL ALLRA
Nýtt timarit homma
og lesbia
2. tölub/að erkomið út
Sölustaðir:
Bóksala stúdenta
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar
Bókabúð Máls og menningar
Bókabúð Braga, Hlemmi
Gerist áskrifendur í símatíma Samtakanna ’78.
Skrifstofan að Skólavörðustíg 12 erppin fimmtudaga, kl. 17—
19.
Flugleiðavél á Akureyrarflugvelli.
Fyrsta áætlunarf lug Flugleiða Akureyri-Khöf n 16. júnf
„VONANDIAÐEINS
UPPHAFK) AÐ MEIRU”
„Við gerum okkur vonir um að áætl-
unarferðirnar til Kaupmannahafnar
verði aðeins upphafið að meiru, þannig
að það er mikilvægt að vel takist til í
sumar,” sagöi Gísli Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Akur-
eyrar, þegar hann og forráðamenn
Flugleiða kynntu blaðamönnum fyrir-
hugað áætlunarflug Flugleiða milli
Akureyrar og Kaupmannahafnar.
Kaupmannahöfn —
Akureyri —
Kaupmannahöfn
Fyrsta ferðin verður farin 16. júní,
en síöan verða vikulegar ferðir á
fimmtudögum til 1. september. Þessa
daga verða tvær áætlunarferðir frá
landinu á vegum Flugleiða. Þota
félagsins flýgur frá Keflavík til Kaup-
mannahafnar á fimmtudagsmorgnum
eins og venjulega. Síðan fer hún þaðan
kl. 15.45 beint til Akureyrar og er
komutími þangaö áætlaður kl. 16.50.
Knáum starfsmönnum á Akureyrar-
flugveili er ætlaður klukkutími til að
afgreiða vélina. Kl. 17.50 á hún aö hefja
sig til flugs frá Akureyri og áætlaður
komutími til Kaupmannahafnar er kl.
22.50. Lokaleggurinn hjá Flugleiöaþot-
unni verður síðan til Keflavíkur.
Það kom fram hjá Sveini Kristins-
syni, umdæmisstjóra Flugleiöa á
Akureyri, að ýmiskonar þjónustustarf-
semi skapast á Akureyri í sambandi
við þetta áætlunarflug. Þaö þarf aö
þrífa þotuna, hún þarf eldsneyti, vatn
og vistir, auk þess sem farþegar þurfa
sína þjónustu. Nefndi Sveinn sem
dæmi að þotan tæki eldsneyti sem
samsvaraði mánaðarnotkun Flug-
félags Norðuriands og að líkindum
þarf aö taka um 300 matarskammta
um borð handa farþegum frá Akureyri
til Kaupmannahafnar og handa þeim
sem fara með þotunni frá Kaupmanna-
höfn til Keflavíkur. Sagði Sveinn að
þessa matarpakka væri hægt aö fá hjá
SAS i Kaupmannahöfn, en ráöamenn
Flugleiða vildu heldur beina þessum
viöskiptum til Akureyrar.
Fríhöfn á Akureyri
Hætt er við að ansi mörgum þætti
Kaupmannahafnarferðin heldur enda-
slepp ef ekki yrði hægt að komast í frí-
höfn að leiðarlokum. Þess vegna er í
athugun aö koma á fót fríhöfn á Akur-
eyrarflugvelli í tengslum við Kaup-
mannahafnarflugiö. „Tilþess aðúrfrí-
höfn geti orðið þarf að breyta reglum
og lögum, en við vonum að það gangi,
því enginn millilandaflugvöllur er án
fríhafnar,” sagði Sveinn Kristinsson.
Það kom einnig fram í máli hans, aö sú
hugmynd hefði komið til tals, að starfs-
menn ÁTVR á Akureyri starfræktu frí-
höfnina til að byrja með a.m.k.
Ferðaskrifstofa Akureyrar og fleiri
ferðaskrifstofur hafa efnt til hópferða
frá Akureyri í beinu flugi frá Akureyri.
Kaupmannahafnarfiugið verður hins
vegar fyrsta áætlunarflugið milli landa
frá Akureyri. Af því tilefni hefur kran-
ið til tals aö gefa út frímerki og um-
slög, sem stimpluð yrðu með sérstök-
umstimpli flugdaginn.
Sama fargjald
og frá Keflavík
Farseðill frá Akureyri til Kaup-
mannahafnar verður á sama veröi og
frá Keflavík, en með því að hefja
utanlandsferöina frá Akureyri spara
Norðlendingar sér ferðalag til Kefla-
víkur og gistingu í Reykjavík. Það
munar um minna, þar sem flugfarseð-
ill Akureyri-Reykjavík-Akureyri kost-
ar í dag 1.838 kr. og gisting á hóteli
kostar tæpast innan við 1.000 kr. í tvær
nætur. Nú er hins vegar verið að selja
helgarferðir til Kaupmannahafnar á
rúmlega 6.000 kr. Sama verð er á
„rauðum apex” og „grann apex” kostar
8.760.
Frá Kaupmannahöfn
liggja leiðir
til allra átta
Kaupmannahafnarflugið frá Akur-
eyri gefur Norðlendingum ýmsa mögu-
leika, því frá Kaupmannahöfn liggja
leiðir til allra átta, auk þess sem Kaup-
mannahöfn og Danmörk hafa upp á
margt að bjóöa.
En markmiöið með Kaupmanna-
hafnarferöunum frá Akureyri er ekki
eingöngu að bjóða Norölendingum sem
ódýrastar utanlandsferðir. Það kom
fram hjá Gísla, að vonast er til að Dan-
ir og næstu nágrannar þeirra notfæri
sér þessa flugleið og hefji Islandsreisu
á Akureyri. Af því tilefni hefur Ferða-
skrifstofa Akureyrar látið prenta bækl-
ing á dönsku og sænsku til að dreifa í
Danmörku og í Suður-Svíþjóð.
Víst er að Akureyringar og aðrir
Norðlendingar gera sér vonir um að
Kaupmannahafnarflugið frá Akureyri
í sumar verði vísir að meiru. Gísli og
Sveinn nefndu tvær ferðir á viku til
Kaupmannahafnar og eina til London
sumarið 1984, sem hugsanlegt fram-
hald. En báðir undirstrikuöu þeir
félagar, að áætlunarflugið til Kaup-
mannahafnar í sumar væri tilraun til
aö sanna að áætlunarflug frá Akureyri
til annarra landa væri tramkvæman-.
legt. Það sé því mikilvægt að vel takist
tfl.
-GS/Akureyri.
„Það er enginn millilandaflugvöllur án frfhafnar,” segir
Sveinn Kristinsson, umdæmisstjóri Flugleiða á Akureyri.
„Við gerum okkur vonir um að Danir og næstu nágrannar
þeirra notfæri sér flugið frá Kaupmannahöfn og hefji
íslandsreisu á Akureyri,” segir Gísli Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar.
DV-myndir GS/Akureyri.