Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Síða 17
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. 17 — segir Daniel Char bonnier9 menningarmála- fulltrúi i fransha sendiráðinu, sem fengið hefur hingað til landsins sgninguna „Ljósmyndarinn Emile Zola" þáttum. Á sama tíma vildi svo til að ég rakst á gagnrýni í frönsku pressunni um ljósmyndasýningu á verkum eftir Emile Zola. Þetta var mjög lofsamleg umsögn, svo aö ég kom mér strax í samband við galleríiö, sem reyndist vera Galerie Chateau d’Eau í Tou- louse. Það er hinn kunni ljósmyndari Jean Dieuzaide sem haft hefur veg og vanda af hönnun og gerð sýningar- innar en Galerie Chateau d’Eau er virt ljósmyndasafn í Frakklandi og sér um gamlar og nýjar ljósmyndir. Þar er hafður sá siður að opna ávallt eina ljósmyndasýningu í mánuði. Nú hafa sýnt þar flest stærstu nöfnin í ljós- my ndaheiminum. ” Ljósmyndarinn Emile Zola „Hvað getur þú sagt okkur um ljósmyndarann Emile Zola”?” „Emile Zola vann að ljósmyndum aöeins síðustu 6 ár ævi sinnar. Rit- höfundurinn gerði eitthvað um 7000- 8000 ljósmynda-glerplötur. Þó við lítum á þessa ljósmyndaiðju sem tómstundagaman þá vann Zola myndirnar algerlega sjálfur. Hann „smellti af”, framkallaði og vann þær í stúdíói. Þessar myndir eru yfirleitt mjög fallegar og vitna um líf lista- mannsins, sem var eins og allir vita afar flókið. Hann átti samtímis tvær f jölskyldur og kemur það skemmtilega f ram í lj ósmyndunum. ” List eða vitnisburður „Hvort eigum við að tala um list eða vitnisburð í sambandi við ljósmyndir skáldsins?” ,Jímile Zola var ekki áhuga ljós- myndari í venjulegum skilningi. Það er augljóst aö hann reyndi að kynnast þessum nýja miðli og ef hann hefði ekki látist svo sviplega eöa öllu heldur snögglega hefðum við eflaust fengið listrænni myndir, því að við getum hæglega merkt ákveðna og skýra þróun í ljósmyndum skáldsins, bæði tæknilega og efnislega. Sjáöu t.d. þessa uppstiliingu (mynd nr. 1), hér kemur fram greinilegur listrænn ásetningur og vilji til að byggja upp mynd. Og sjáðu líka þessa járnbraut- arlest eða þennan mjólkurbrúsa, þetta eru mjög sjaldgæf myndefni frá þessum tíma. Þá voru umfram allt teknar f jölskyldumyndir, enda var það mun ódýrara heldur en að láta mála mynd. Síðan er mjög athyglisvert að skoða félagslegt gildi ljósmyndarinnar hjá Zola, sem kemur vel fram í þeim myndum sem hann tók á heimssýning- unni í París árið 1900, Hann er einna fyrstur til að gera „myndaseríu,” en hann ljósmyndaði heimssýninguna á kerfisbundinn hátt og skráði í bókstaf- legri merkingu. Sýningin var tíma- bundin og Zola var meðvitaður um möguleika og gildi ljósmyndarinnar og festi á ljósmyndaplötur þessa félags- legu minningu.” Ljósmyndari — rithöfundur „Hver eru tengslin milli Zola sem ljósmyndara og rithöfundar?” , JEins og allir vita þá er Zola þekktur sem rithöfundur og við getum ekki talað um ljósmyndirnar sem hluta af ritverki hans, heldur sem framleng- ingu á listrænum hæfileikum hans. Þessi framlenging sýnir jafnvel og rit- Mynd af mjólkurbrúsum sem E.’Zola tók i London árifl 1899. JL JmuwF 1. 1 * . ■ Á 'w.' 1111 JfiíSpS verkin áhuga hans fyrir umhverfinu og hversdagsleikanum. Hann var meðvitaður um sitt næsta nágrenni sem hann skráði af nákvæmni sem og atburði sem hann áleit bera vitni um sinneigintíma.” Að lokum vil ég bæta því við að samstarfið viö Ljósmyndasafnið hefur verið mjög ánægjulegt. Þetta er kraft- mikið og hugmyndaríkt lið, sem er greinilega að vinna brautryðjenda- starf hér á landi, þar sem ljósmyndin hefur kannski meira sögulegt gildi en annars staðar, því að öll þróun virðist hafa verið mun örari hér en almennt gerðist í Evrópu. Þið hafið því miklar andstæður milli þátíðar og nútíðar sem ljósmyndin getur tengt og þannig hjáipaö fólki til aö skilja uppruna sinn og umhverfi. Dieuzaide er nú kominn hingað tU landsins og mun setja upp sýninguna með okkur, auk þess sem hann mun vinna í nokkra daga með íslenskum ljósmyndurum og kynna þeim hvemig hægt er að nýta og endurbæta gamlar ljósmyndaplötur. Hann mun sýna hvernig hann leysti sín vandamál og tókst aö endurvekja ljósmyndir Emile Zola. Eg er ekki ljósmyndari, en ég held að það hljóti aö vera annað að setja á pappír mynd sem maður tók í gær eða mynd sem tekin var fyrir kannski 100 árum. Þessi vinna hjá Dieuzaide og Ljósmyndasafninu er því eins konar tímariðlun, þar sem fjar- lægir tímar renna inn í nútíðina. Þetta hlýtur að vera stórkostlega reynsla.” GBK með kostakjörum 13.—20. mars. ATH: Nú eru síðustu forvöð fyrir áskrifendur DV að láta skrá sig. Af öðrum viðburðum i London þsssa viku má nefna: leikhúsverk (m.a. Evita, Guys and Dolls) 09 hljómleika (t.d. London Symphony Orchestra með Rudolf Serkin sem einleikara). Fyrir knattspyrnuunnendur: Arsenal — Luton i 1. deild 19. mars. — Auk þess er hægt að út- vega aögöngumiða að ýmsum sýningum, söfnum og skoðunarferðum. POLARIS býður vikuferð til London 13- mars nk. á ótrúlegum kostakjömm. VERÐ FRÁ KR. 7.900,- (gengi 15.2. ’83). DV-BLAÐIÐ YKKAR Ath.: ÁSKRIFENDAÞJÓNUSTA DV Takmarkadur j samvinnu við sœtafjöldi. FERÐASKRIFSTOFUNA DV-ASKRIFENDUR W/ iií'iiiiitit - POLARIS Innifalið er flug, gisting og morgunverður, flutningur af og á flugvöll í London, fararstjórn, aðgöngumiði á ,,Cats”-söngleikinn og ferð á enskan , ,pub”. FERÐASKRIFSTOFA Nánari upplýsingar Bankastræti 8, símar 28622 og 15340. Ungplöntumarkaður Ungar plöntur tíl framhaldsræktunar. Sendum um land allt. 99 BREIÐHOLTI SÍMI 76225 Vet MIKLATORGI SÍMI 22822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.