Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 1
37.200 EINTÖK PRENTUÐ í DAG ITSTJÓRNSÍMI 86611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 DAGBLAÐIÐ — VÍSIR Frjálst, óháð dagblað 51. TBL. — 73. og 9. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1983. Einingþriggja flokka: ALVIÐRÆÐUR UR HÖNDUM HJÖRLEIFS Líklegt er aö þingmenn Sjálf- stæöisflokks, Framsóknarflokks og Alþýöuflokks séu aö sameinast um að þingið taki viðræðurnar viö Alu- suisse úr höndum Hjörleifs Gutt- ormssonar iðnaðarráðherra. Fyrir atvinnumálanefnd sam- einaðs þings liggur tillaga frá sjálf- stæðismönnum um kosningu 7 manna viðræðunefndar við Alu- suisse. Fulltrúar framangreindra þriggja flokka í nefndinni hafa nú komið sér saman um tillöguflutning. Skipuð verði 7 manna viðræðunefnd við Svisslendinga. I nefndinni verði einn fulltrúi frá hverjum þingflokk- anna auk fulltrúa frá Landsvirkjun og einum skipuðum af forsætisráð- herra. Nefndin kjósi sér sjálf' formann. Ætlunin er að þessi nefnd taki við viðræðunum en Hjörleifur verði „settur út í kuldann”. Á fundi atvinnumálanefndar í gær baö Garðar Sigurðsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins, um frest, til þess að þingflokkur Alþýðubanda- lags gæti f jallað um þessa tillögu á fundi í dag. Fresturinn var veittur en meirihluti nefndarinnar mun stað- ráðinn í að flytja tillögu sína, hvað sem Alþýðubandalagið segir. -HH. Á knssgötum í kerfinu — rætt við foreldra þroskahefts drengs sem ekki fær inni á Kópavogshæli — sjá bls. 34 Torfi þarfekki að greiða irskakaffið -sjábis.3 Eldgamli Carisberg,ágæti h SÁp — Námsmannafélagið í Höfn nírætt — sjá bls. 30 " — - - - — 1 \ Innbrot hjá SS við Skúlagötu í nótt: ,jEr nánast e/ns og eftír sprengingu” ,jEg hef aldrei séð annaö eins. Þetta er nánast eins og eftir spreng- ingu og skemmdirnar eru sérstak- lega miklar í herbergi gjaldkerans,” sagði Vigfús Tómasson, sölustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, snemmaímorgun. Hún var óskemmtileg aðkoman hjá starfsmönnum Sláturfélags Suðurlands i morgun. Þrir menn brutust þar inn i nótt og fóru ómjúkum höndum um skrif- stofuna. Á myndinni sjáum við Heiga Kristjánsson, aðstoðar- verkstjóra hjá SS, og á innfelldu myndinni er Vigfús Tómasson söiustjóri. DV-mynd: S. Þrír menn brutust inn á skrifstofur fyrirtækisins um klukkan hálf þrjú í nótt í leit að peningum. Þeir höfðu ekkert upp úr krafsinu og tóku þá á þaö ráö að brjóta allt og bramla. Er ástandið langverst í herbergi gjald- kerans, skrifstofustjórans og for- stjórans. Það var öryggisvörður frá öryggisþjónustunni Securitas sem kom að mönnunum og lét hann lögregluna vita, sem brá skjótt við og handtók mennina á staðnum. Þeir hafa allir komið við sögu lög- reglunnar áður fyrir innbrot. Einn af þeim réðst á gamla konu hjá öryrkjabandalaginu í Hátúni í haust og barði Hana. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.