Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 18
18
DV. MIÐVIKUDAGUR2. MARS1983.
Menning Menning Menning Menning
Krístin Bjamadóttir, kóreólóg, hefur
tekið að sér ballettgagnrýni fyrir DV.
Fyrsta grein hennar birtist í laugar-
dagsblaðinu okkar, þann 19. þessa
mánaðar.
Liklega vita fæstir hvað kóreólóg
gerír svo við ákváðum að forvitnast
um það hjá Kristínu — og fá hana til
þess að segja dálítið f rá f erli sinum:
„Þegar ég var sex ára fór ég með
frænku minni i ballett til Sigriðar Ár-
mann. Þar var ég í tvö ár og fór þá í
Listdansskóla Þjóðleikhússins — til
Lisu og Erik Bidsted — og dýrkaði þau
bæði. Síðan tóku margir kennarar við
og alltaf hafði ég jafnmikinn áhuga á
dansinum.
Það var ógurlega spennandi að vera
Kristín Bjaraadóttlr við vinnu sína hjá Þjóðarballettinum á Kúbu, þar sem hún
kenndi uppsetningu baUetta.
i leikhúsinu og fylgjast með. Þetta var
mér ævintýraheimur.
t Listdansskólanum var ég þangað
til ég var nitján ára. Þá fór ég til
London til þess að læra kóreólógíu, það
er að segja uppsetningu á ballettum,
sem er tveggja ára nám. Ég frétti þá
að Þjóðarballettinn á Kúbu hafði um
skeið veríð að leita að einhverjum til
þess að kenna kóreólógíu þar. Mér
fannst þetta vera spennandi verkefni
og dreif mig.
Kúba var mér algjörlega framandi
heimur á ailan hátt. Auk hitans, sem
skall á mér strax og ég kom út úr flug-
vélinni, þá einkenndist allt far þessa
fólks af hlýju og vingjamleika, langt
umfram það sem ég hafði vanist — og
svolítilli forvitni.
Ég var jú skrýtinn fugl þarna innan
um allt þetta lifsglaða, fjöruga, latn-
eska fólk. Því fannst mjög einkennilegt
að stelpa skyldi vera þarna ein á ferð,
hvorki með mann, f jölskyldu né neinn
siðgæðisvörð í eftirdragi.
Þjónarnir á hótelinu, þar sem ég bjó
þessi tæp tvö starfsár, skipuðu sér í
veradarahlutverk gagnvart mér, allir
gamlir, gráir, af gamla skólanum og
fannst ég vera voðalegur krakki.
Á Kúbu er mikið karlrembuþjóðfé-
lag, mun verra en hægt er að gera sér í
hugarlund að óreyndu. t orði kveðnu
hefur byltingin breytt þessu, en þeir
eiga mjög langt i land i þeim efnum.
Ballettflokkurinn, sem ég var við,
var mjög stór, 120 manns. Og ég man
eftir einni sýningu þar sem dansaram-
ir voru 110. Þá var að visu um mikla
viðhafnarsýningu að ræða, útisýningu í
Santiago.
Skipulag virtist ekki vera þessari
þjóð í blóð boríð en ballettinn var al-
gjör undantekning. Þar þrælaði fólk
myrkranna á milli, enda voru fjórar
sýningar í viku—og alltaf uppselt.
Flokknum var líka stjórnað af mik-
illi hörku. Þar ríkti heragi. Einstakl-
ingurinn var veginn og metinn
miskunnarlaust. Það leyndi sér heldur
ekki á sýningum. Þá skilaði árangur-
innsér.
En það er alls ekki nóg fyrir dans-
flokk að vera í tímum og undir harðrí
stjórn, heldur þarf hann að koma
reglulega fram og oft. Þetta er jú leik-
húsvinna og hún kemst aldrei til skila
nema á sviði. Tæknin er ekkert annað
en undirbúningur, áhald til þess að
koma leikverki til skila.
Hér á íslandi fá dansarar alls ekki
næg verkefni, sem þó era þróun
ballettsins og tilvist bráðnauðsynleg.
Og þá sjaldan að dansararnir fá ein-
hver verkefni er aðsókn of lítil. — Get-
ur verið að fólk gleymi flokknum
vegna þess að allt of langt er á milli
sýninga? Auk þess er ekki gert vel við
hópinn og því oft Öskubuskubragur á
sýningum. Þar er eins litlu kostað til
og hægt er.
Venjulega eru ballettar síðan ekki
teknir á verkefnaskrá Þjóöleikhússins
og geta farið fram hjá fólki. Föst að-
gangskort gilda þannig oftast ekki á
ballettsýningu. Ef þetta væri á kortun-
um, þá fengi flokkurinn sínar 10
sýningar á hverju verki. Það yrði þó-
nokkur bót, og meðal áhorfenda yrðu
vafalaust margir sem annars kæmu
ekki tii þess að sjá ballett.
Þegar gestadansarar koma, hins
vegar, þá renna miðarair út eins og
heitar lummur og staðið er í löngum
biðröðum, en þess á milli vill ballettinn
gleymast.”
Þess skal getið að Kristin er eini
kóreólóginn á landinu. „Þeir eru ekki
margir til í heiminum og starfa venju-
lega hjá stórum ballettflokkum, þar
sem margar sýningar era i gangi,
kannski árum saman. Þeir sjá um að
setja ballettana upp, kenna fólki hlut-
verkin og haida verkunum gangandi.
Annars er þessi grein það ný að hver
maður skapar sitt eigið verklag. Ef
höfundarnir eru á lífi, koma þeir oftast
undir lokin og leggja síðustu hönd á
verkið”—lauk Kristín máli sínu.
-FG.
„Kúba var mér algjörlega framandi heimur á allan hátt. Auk hitans, sem skall á
mér strax og ég kom út úr flugvélinni, þá einkenndist allt far þessa fólks af hlýju
og vingjamleika, langt umfram það sem ég hafði vanist—og svolitilli forvitni.”
DV-mynd: EinarÓlason.