Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 34
34 DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MARS1983. Á krossgötum í kerfinu — rætt við Ólaf Reynissonog Guðbjörgu Guðjónsdóttur, foreldra ísaks, semer þroskaheftur ogfærekki inni á Kópavogshæli sakirmanneklu ogfjárskorts „Málin standa þannig í dag aö sonur okkar kemst ekki aö á Kópa- vogshæli og stafar þaö bæði af fjár- skorti stofnunarinnar og manneklu. Hann er aö veröa of gamall fyrir dagheimili, raunar kemst hann inn á aðra staöi fyrir þroskaheft börn, en aliir eru sammála um aö hann þurfi að vera á sólarhringsstofnun. Þaö hefur fengist samþykkt aö hann fái inni á Kópavogshælinu, þar er hann á biölista, en allt stendur f ast. ’ ’ Þaö eru hjónin Ólafur Reynisson og Guöbjörg Guðjónsdóttir sem þetta hafa aö segja um reynslu sína af kerfinu. Sonur þeirra, Isak, er tæpra sex ára og mikið þroskaheftur. Drengurinn hefur lengi hrakist milli hinna ýmsu stofnana og heimila og loks þegar hillir undir fastan sama- staö handa honum virðast öll sund lokuö. En gefum þeim Olafi og Guöbjörguorðiö: „ísak er fæddur meö heila- skemmd, en þaö er enn ekki vitaö hvort um er aö ræöa fæðingargalla eöa eitthvað annaö. Fötlunin uppgötvaöist þegar hann var tæplega ársgamall. Hann er eölilegur í útliti og ber þaö ekki meö sér aö hann sé þroskaheftur. Aðalmáliö er andlega fötlunin, sem er mjög alvarleg. Hann er anspastískur, eins og þaö er kallað, sem lýsir sér í því aö hann veldur mjög illa líkama sínum. Ef hann er þreyttur, dettur hann á hvaö sem er. Krampaköst fær hann stöku sinnum. Þarfmann með sér allan sólarhringinn Andlegur þroski Isaks er á viö 8 mánaöa gamalt bam eöa þar um bil. Hann þarf alveg mann með sér allan sólarhringinn, sefurmjög óreglulega og er mjög erfiður á heimili. Okkur skilst á læknum aö hann sé mjög sér- stakt tilfelli og hann virðist ekki sýna neinarframfarir.” — Hvemig hefur ykkur gengiö meö hannhingaötil? „I upphafi vorum við ansi hörö á því aö leysa máliö sjálf,” segir Guö- björg. „Sálfræðingur Isaks sagði að viö myndum lenda í vandræöum þeg- arframísækti. Isak var á Múlaborg í tvö ár og svo hefur hann verið á sérdeild á VíðivÖllum í Hafnarfiröi í bráöum þrjú ár. Tvisvar í mánuöi hefur hann svo dvaliö á vistheimilinu við Dal- jíSMls-MSSMSs-SfeagSsjSjgsss-ffaggl XS&tSÍsHÍs; gs&as: is-isiiy 3»ðS3ssSSss|gss p:j «=•: :1S: : .>..». Hjónin Ólafur Reynisson og Guðbjörg Guðjónsdóttir: „Einmitt þegar mest riður á að Isak fái fastan samastað stendur allt fast. Hann er að verða of gamall fyrir dagheimili og stendur þvi á krossgötum." Þau hjónin eiga annan son, Ólaf Fannar, eins og hálfs árs, og er hann aiheii- brigður. DV-mynd: Bjarnieifur. braut, aðra hverja helgi. Nú er svo komið aö hann er að verða allt of gamall til að vera á þessum stöðum. Hann þarf aö vera á sólarhrings- stofnun. Til aö koma honum inn á Kópavogshælið þurfti málið aö fara fyrir svæðisstjórn þroskaheftra í Reykjavík og svo í gegnum sams konar svæöisstjórn í Reykjanes- umdæmi. Það gekk vel og viö geröum okkur því góðar vonir. Því kom það mjög flatt upp á okkur hvemig málið fór.” „Það tók okkur langan tíma aö taka ákvöröun um aö senda hann á hæli, það gerir maður ekki fyrr en í algerri uppgjöf,” bætir Olafur við. „Sálfræðingar segja að ekki eigi aö bíöa of lengi með slíka hluti og í mörgum tilvikum er það gert of seint. Nú er orðið þaö erfitt fyrir okkur að hafa hann að viö teljum þetta honum fyrir bestu.” Aukinn skilningur á málefnum Kópavogshælis Olafur heldur áfram: „Þaö sem þarf að koma til er aukinn skilningur á málefnum Kópavogshælis. Það hefur greinilega orðið fyrir barðinu á spamaöi, en þar finnst okkur ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þama vantar starfsfólk en það fæst ekki heimild til aö bæta fleira fólki viö. Ekki hefur fengist fjárveiting til byggingar svokallaðra sambýlis- húsa og sundlaugin hefur orðið út- undan. Pláss virðast losna mjög sjaldan. Nú er svarið sem sé að við gætum komið Isak aö ef manneskja kemur til að vera meö honum allan sólarhringinn. Slíkt er náttúrlega ekki framkvæmanlegt.” Óvísthve löng biðin verður „Biðtíminn getur orðið vika, mánuðir, ár; þetta er allt í óvissu og á meöan er ekki hægt að gera nein framtíðarplön. Það má vel vera að hægt sé að koma málinu í höfn með einhverjum þrýstingi. En þetta er stórt mál sem þarf að taka fyrir í heild sinni og það em miklu fleiri úti í kuldanum en við. Svona hlutir eru feimnismál hjá mörgu fólki og þaö era ekki allir sem vilja tjá sig um þá í blöðum. Hér er um það alvarlegt mál að ræða að það er full ástæða til að hreyfa því,” sagöi Olafur og undir þaö tók Guöbjörg heils hugar. -PÁ. » ísak verður bráðum sex ára gamall. Hann er fríðleiksdrengur en mjög andlega fatlaður. Manni bjargað f rá drukknun í Sandgerðishöf n: vSá höndina koma upp úr ísnum” „Eg sá höndina koma upp úr ísnum og greip strax í hana og náði þar með góðu taki á honum,” sagði Júníus Guðnason, búsettur í Sandgerði, en hann bjargaði 55 ára gömlum manni, Sigursveini Bjamasyni, frá drakknun í Sandgerðishöfn um klukkan hálftvö á mánudag. Tildrög þessa máls vora þau að verið var að setja ís um borð í Dagfara frá Húsavík, sem gerður er út frá Sandgerði. Þrír menn stóðu á vörubílspalli sem búið var að sturta. Hleyptu mennimir ísnum niöur í gegn- um gat á gafli pallsins. Skyndilega gaf gaflinn sig og rannu tveir mannanna niður. Annar þeirra' náöi aö grípa í lunningu bátsins en Sigursveinn féli um sex metra niður á milli skips og bryggju. „Eg var um borð í Dagfara og um leið og ég sá hvað gerst hafði fór ég niður stigann á bryggjunni og rótaði ísnum ofan af Sigursveini, en um sextíu sentimetra lag af ís var ofan á honum. Eftir aö ég haföi náð taki á- Sigursveini komu fleiri niður og við aðstoöuðum hann við að komast upp,” sagði Júníus ennfremur. Sigursveinn missti ekki meðvitund og var hann fluttur á sjúkrahúsiö í Keflavík, en síðar á Borgarspítalann. Hann mun hafa rifbeinsbrotnað og skaddast á lunga við fallið. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.