Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MARS1983. 19 lenning Menning Menning SAGNFRÆÐILEG SAKAMÁLASAGA Jón Sigurðsson: íslandsráðherrann í tugthúsið. Sagan af Alberti og œvintýrum hans. Menningarsjóður 1982. Fjársvikamál Peter Adler Albertis, sem var dómsmálaráð- herra Dana á fyrstu árum aldarínn- ar, er eitthvert mesta hneyksli í samanlagöri stjómmálasögu Dan- merkur. Hér á landi er mál þetta einkum munaö fyrir þær sakir að Al- bertiþessi fór samhliöa dómsmálun- um meö ráðuneyti Islandsmála, sem eins og siðvenja var á þeim tíma voru unnin í hjáverkum. Frá íslensk- um sjónarhóli vann Alberti sér það til frægðar að í hans tíð var Hannes Hafstein skipaöur fyrsti ráðherra Is- lands og heimastjórn komið á, en að öðru leyti mun hann hafa sinnt mál- efnum Islands sem hverri annarrí aukagetu. Er það reyndar ekki að undra svo upptekinn sem hann hefur verið af eigin f jármálabraski. I inngangi að bók sinni um Alberti segir Jón Sigurösson að fyrir þessa hlutdeild ráðherrans í stjóm mál- efna Islands, hljóti að vera maklegt að Islendingar haldi minningu hans eitthvað á lofti. Ekki veröur séð að hlutur ráöherrans i tslandssögunni sé það mikill að hann eigi það frekar skUiö en aörir stjórnmálamenn danskir aö um hann sé skrífuð sér- stök bók. Mætti með miklum rétti segja að fjöldi danskra stjómmála- manna stæði honum Jramar ef þeim værí raöaö í mikilvægisröö eftir áhrifum þeirra á íslenska sögu. Hvað um J .C. Cristensen sem var forsætis- ráöherra þeirrar stjórnar sem Al- berti sat í og var síðar aðal- samningamaöur Dana þegar Islendingar sömdu um fullveldi sér til handa árið 1918? En saga Albertis hefur það framyfir að vera ævintýraleg, eins og heiti bókarinnar ber meö sér, og reyndar reyfara lík- ust eins og Jón Sigurösson tekur fram í inngangi aö bókinni. Það virðist hafa ráðiö mestu um bókar- skrífin. Jón Sigurðsson hrekur þaö reynd- ar sjálfur aöAlbertiog mál hans hafi skipt nokkrum. sköpum fyrir Islendinga. Hann rekur þaö hvemig málaferlin yfir Islandsráöherranum hafi veriö notuö af andstæðingum Hannesar Hafstein hér á landi í kosningabaráttunni 1908. En fráleitt er að álykta að þau hafi haft nokkur afgerandi áhrif á úrslit kosninganna þótt Hannes og heimastjómarmenn hafi tapað þeim. Þar réðu aörir þætt- ir. Bendir Jón enda á að þegar aóm- urinn yf ir Alberti hafi legið fyrir hafi íslensk blöð löngu veriö búin að missa áhugann á þessu máli og varla látið svo lítið að geta dómsniöur- „Bók Jóns Sigurðssonar er fyrst og fremst sagnfræðilegur reyfari, en varpar litlu Ijósi á islenska stjómmálasögu” — segir í gagnrýni Ólafs E. Friðriksson- ar um bókina Islandsráðherrann í tugthúsið. Bókmenntir Olafur E. Friðriksson stöðu. Bók Jóns Sigurðssonar er fyrst og fremst sagnfræðilegur reyfari, en varpar litlu ljósi á íslenska stjóm- málasögu. Meginhluta bókarínnar er varið í að rekja feril Albertis í við- skiptum og stjórnmálum og er það nánast ritdeila við danska ævisagna- ritara. Bókarhöfundur vílar þar ekki fyrir sér að fella siðferðilega dóma yfir framferöi sögupersónunnar, felia sleggjudóma yfir mönnum og málefnum og skálda í eyðurnar. Hvað er svona athugasemd til dæmis að gera í sagnfræðiriti, en hún kemur á eftir lýsingu á skapferli Albertis ? „Þetta einkennilega ósamræmi í skaphöfn hans felldi hann sjálfan aö lyktum og þannig bar hann meö nokkrum hætti skapadóm . sinn sjálfur innra með sér. Má vera aö .svosé jafnan.” (bls. 12) Eöaþáþessi sem er á næstu blaösíöu: „Seinni konan haföi skiiið viö mann sinn vegna Albertis eftir langt og hamingjusamt hjónaband ...” Jón áfellist danska ævisagnaritara fyrir að fjalla sífellt um Alberti með þá vitnesk ju í huga sem löngu síðar varö ljós. Sjálfur fellur hann í sömu gryfjuna. Heimildanotkun i bókinni fernokk- uö á skjön viö það sem þykir gott og gilt í sagnfræöi. Vitnað er í gróusög- ur með orðunum „sagan segir” og þær siðan hraktar aftur í næstu setningu. Islensk dagblöð eru mikið notuð, ekki aöeins til aö lýsa hvernig Islendingar litu á gang málanna heldur sem heimildir fyrir atburða- rás í Danmörku. Vissu þau þó ekkert um máliö utan það sem stóö i dönsk- um blöðum. Það er ef til vill ekki ástæða til aö fjölyrða frekar um þessa galla bókarínnar. Höfundur getur þess að þessi ritsmið hans hafi fyrst birst sem prófritgerð í tímaritinu Sögu ár- ið 1970 og hafi í þessari útgáfu verið numdar brott ýmsar athugasemdir og tilraunir til fræöimennsku sem í þeirri fyrri hafi verið að finna. En þá stendur eftir spumingin: Er hér um góðan reyfara að ræða? Svarið hlýt- ur að vera neikvætt. Þaö stafar fyrst og fremst af því sem áður er sagt, að saga þessi hefur mun minni tilvísun til íslenskra lesenda en höfundur vill vera láta auk þess sem hún ber of mikil merki ritdeilu við danska ævi- sagnaritara. Þar að auki vantar eina grundvallarskýringu. Lesandinn vill auðvitað vita hversu umfangsmikiö fjársvikamálið var. Hann stendur uppi meö þær upplýsingar aö í apríl árið 1905 hafi heildarfjárhæð fjár- svika Islandsráöherrans veriö oröin rúmar átta milljónir króna á verð- gildi þess árs. Fæstir eru nokkru nær um hvaða verðmæti þaö eru ef ekki er vísað til áþreifanlegri hluta. Hæg- ur vandi hefði til dæmis verið aö benda á að þessi upphæð var 83 árslaun Hannesar Hafstein eins og þau voru á þessu sama ári. Sjálfsagt hefði bæði mátt finna fleiri og betri slíkar viðmiðanir. Bók þessi er eins og fyrr segir endurútgáfa á ritsmíð sem fyrst birtist í Sögu, tímariti Sögufélagsins fyrir rúmum áratug. Hver tilgangur- inn með þessari endurútgáfu er kann ég ekki að svara. Þeirri spurningu er haldiö opinni fyrir stjóm Menningar- sjóðs. Svo skálda þau ungu Tónleikar á vegum Tónlistarskóians f Reykjavík á Kjarvalsstöðum, 21. febrúar. Á einni viku, fiá fjórtánda til tuttugasta og fyrsta febrúar, hafði Tónlistarskólinn í Reykjavík nokkurs konar opinn glugga, meö þrennum tón- leikum á Kjarvalsstööum. Tvennir þeir fyrstu voru nokkuö hreinræktaðir „Klassenabende” og því ekki til um- fjöllunar í fjölmiðlum til jafns viö aðra tónleika. Það vekur hins vegar óhjá- kvæmilega forvitni þegar haldnir eru tónleikar, þar sem eingöngu eru flutt, og raunar frumflutt, verk nemenda eins skóla. En þaö var reyndar ekki fyrir forvitni sakir heldur þess að tón- leikamir og verkin hefðu reynst fram- bærileg undir hatti hvaöa tónleikahald- ara sem væri, hérlendis að minnsta kosti. Venjan er sú, gefist manni kostur á aö hlýöa á pródúkt nemenda við einn Tónlist EyjólfurMelsted og sama skólann, að þar fái maöur að heyra bergmál af tónsmiðum kennaranna við hinn sama skóla. En hér var þessu alls ekki aö heilsa og þess vegna taldi undirritaður þá um- f jöllunar verða. Mörg ungu tónskáldanna hafa fengið leikin eftir sig verk fyrr á opinberum tónleikum, — flest á Ung Nordisk Musikfest, sem hér var haldin í haust er leiö. En þau sem þama áttu verk vom: Haukur Tómasson, Ríkharður H. Friöriksson, Hróðmar Sigurbjörnsson, Guðni Franzson, Atli Ingólfsson, Mist Þorkelsdóttir, Helgi Pétursson og Kjartan Olafsson. Ekki voru það einvörðungu verkin sem athygli vöktu, því yfirleitt vom þau dável leikin og voru þar í flestum tilvikum nemendur skólans aö verki. Ekki er vert að tíunda einstök verk, en get þó ekki látið hjá líða aö minnast á verk Guðna Franzsonar; Sólseturs- ljóð, fínlegt verk og mystiskt; Atla Ingólfssonar: Idu, prýöis dansastykki og Pillur Kjartans Olafssonar, skemmtilegt lítiö gítarkonsertínó. Þeim verkum held ég aö fæstir flytjendur á almennum íslenskum tón- markaöi mundu hafna. En allt um þaö — skemmtilegast af öllu var aö veröa vitni að því að svo álitlegur ungskálda- hópur skuli ná að skrifa sig undan oki hinnar akademisku mótunarmyllu. Það ber einnig vott um uppeldislegan styrkþeirra semviödeildinakenna. -EM. Smurbrauðstofan BJÖRNINN Njálsgötu 49 — Simi 15105 HAFNIR óskar eftir umboösmanni í HAFNIRNAR frá og meö 1. mars. Upplýsingar hjá Karli Valssyni, Sjónarhóli og hjá afgreiðslunni í síma 27022. Styrkir til framhaldsnáms iönaðarmanna erlendis Menntamálaráðuneytið veitir styrki til iðnaðarmanna, sem stunda nám erlendis, eftir því sem fé er veitt í þessu skyni í fjárlögum 1983. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6 101 Reykjavík, fyrir 15. mars næst- komandi. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ 24. febrúar 1983. Laust embætti er forseti tslands veitir PrófessorserabætU í líffræði viö líffræðiskor verkfræði- og raunvisindadeildar Ha- skóla Islands er laust U1 umsóknar. Prófessornum er einkum ætlað að annast kennslu og rannsóknir í frumulíffræði og skyldiun greinum. Umsóknarfrestur er til 25.marsnk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmaxma ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með um- sókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjanda, prentuðum og óprentuðum. — Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ, 25. febrúar 1983. Útboð Stjóm Verkamannabústaða, Suöurlandsbraut 30 Reykjavík, óskar eftir tilboöum í eftirtalda verk- þætti í 17 fjölbýlishúsum á Eiösgranda í Reykjavík. 1. Dúka og teppi. 2. Dúka- og teppalögn. 3. Eldavélar og vélar í þvottahús. 4. Jámsmíði. 5. Utimálun. Utboösgögn veröa afhent á skrifstofu VB gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuð á Hótel Esju, föstudaginn 11. mars, kl. 15.00. 1 x 2-1x 2-1x 2 26. leikvika — leikir 26. febrúar 1983 Vinningsröð: X21-X 1 1-1 XX-X1 X 1. vinningur: 12 réttir — kr. 77.310,- 45053(4/11)+ 72814(4111)+ 62505(4/11) 100870(6/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 2.819,- 15578 61528 71980+ 91144 94643 101009 16447 62507 72813+ 92549 98448 101111 23375 66139 75463+ 94202+ 100849 101181 45054+ 67031 91132 94210+ 100852 45055+ 67277+ 94218+ 100856 Kærufrestur er til 21. mars kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla ( + ) verða að fram- vísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsing- ar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.